Krónan féll en evran kolféll

Við bankahrunið féll krónan, eðlilega. Bankarnir reyndust fullir af froðu og lofti, sem þurfti að hreinsa út. Þá lækkaði gildi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum um tugi prósenta, eins og það varð að gera.

Það var venjulegt gengisfall. Verðtryggingin hefur komið illa við marga, en lögum um verðtryggingu á ekki að klína á krónuna. Evrusinnar gera það þó óspart til að láta hana líta illa út. Oft af skilningsleysi en stundum gegn betri vitund.
    

evrubjörgun


Fall evrunnar er allt annars eðlis. Og alvarlegra.

Hún hefur haldið "styrk" sem er til mikils skaða fyrir Spán, Grikkland, Portúgal, Ítalíu og fleiri ríki. En hún hefur tapað traustinu og það er miklu alvarlegra fall. Tilverugrunnurinn reyndist meingallaður. Þess vegna er evran búin að vera og búið að halda 40 neyðarfundi til að smíða nýja evru.

Að ætla að bæta efnahaginn á Íslandi með því að taka upp evru í öndunarvél er jafn fjarstæðukennt og ætla að draga úr spillingu og klíkuskap með því að ganga í Evrópusambandið.


mbl.is Wolf segir krónuna reynast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eitt sem vantar tilfinnanlega hér, en það er annaðhvort að taka verðtrygginguna úr sambandi sísvona eða verðtryggja laun, eins og var í upphafi þessara bráðabyrgðarlausnar, sem nú hefur varað í áratugi.

Það eina sem er að krónunni er verðtryggingarákvæðið og það er ekkert sem réttlætir það rán öllu lengur. Nú er best að snúa sér að því að laga þann óskunda.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 23:57

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verðtryggingunni var logið upp á þjóðina á sínum tíma. Fyrst var allt verðtryggt, launin með, en svo voru launin tekin úr sambandi. Þetta var kalkúlerað rán og planað akkkúrat svona. Þetta átti bara að vara smá stund, en nú er sú stund liðin nokkur þúsund sinnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 00:00

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við losnum aldrei við hrægamma vogunarsjóðanna ef við gerum þetta ekki. Resúltatið verður að við munum ekki eiga krónu í þessu landi eftir nokkur ár.  Það er líka strategían, ef fólk hefur ekki áttað sig á því og vinstri stjórnin spilar með eftir nótum fjármagnseigendanna útlendu.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 00:04

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka þér innlitið.

Hugsa sér. Ólafslög áttu að vera tímabundin hrossalækning árið 1979. Verðtryggingin er enn í fullu fjöri og ýtti undir óvarlegar lánaveitingar. Verst er þó hvað evrufíklar komast upp með að kenna krónunni um þennan ófögnuð í tíma og ótíma.

Haraldur Hansson, 27.10.2011 kl. 00:22

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...Hvers vegna er ekki sótt harðar að afnema þessa dellu?  Af hverju sættir fólk sig við slíkt blygðunarlaust arðrán?

Annað furðulegt í umræðunni hér er það að bölva gjaldeyrishöftum. Fyrir s.s. 12-14 árum voru gjaldeyrishöft norm um allan heim. Það að þau skuli hafa verið tekin af er hluti af hinni glæpsamlegu deregulasjón sem orðið hefur frá 9. áratugnum. Þessi aflétting hafta og frjáls fjármagnsflutningur er m.a. ástæða áhlaupa á gjaldmiðla. Frægt er áhlaup glæpamannsins Georg Soros á Pundið á sínum tíma í ljósi þessa.

Upp frá þeim atburði gáfust Bresk stjórnvöld upp á efnahagsstjórn og settu hana í hendur spekúlantanna. Þeir ákveða ekki einu sinni stýrivexti sjálfir.  Það er gert í City.  

Það er umhugsunarvert í þessu sambandi að haftaleysi til handa fjármálaheiminum er eitt af frumskilyrðum ESB aðildar. Þeir sem tala fyrir afnámi haftanna eru þeir sem vilja halda áfram á sömu braut þar til allt springur að nýju. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 00:49

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef ekki væri fyrir gjaldeyrishöftin væri búið að éta okkur með húð og hári og það þyrfti ekki nema einn meðalstóran gjaldeyrisspekúlant til þess. Þetta er ekki höft í neikvæðri merkingu. Þetta er stjórntæki eins og beisli og mél á hestum eru stjórntæki en ekki höft í neikvæðum skilningi.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 00:53

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mæli með að menn gefi sér tíma til að horfa á þessa heimildarmynd Adam Curtis frá 1999, svona til að vera up to speed ef svo má segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2011 kl. 00:57

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Var krónan ekki of sterk sem stórskaðiði sprotafyrirtækin á Íslandi í góðærinu?

Sleggjan og Hvellurinn, 27.10.2011 kl. 08:49

9 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Jú, Sleggja og Hvellur hún var of sterk.    Af þvi að  alltof margir héldu að þeir væru miklu ríkari en þeir í voru í raun.          Með eyðslu og spennu ásamt skipbroti hérlendis sem allir þekkja.

Nákvæmlega sama var og er að eiga sér stað á Grikklandi, Ítalíu, Spáni og víðar.    Evran var stillt fyrir hið öfluga Þýskaland, en fráleitt hin löndin.  Löndin sunnar í álfunni héldu því  vegna vaxtastigs og annars að þau væru ríkari en raunveruleiknn gaf til kynna.

Ástandið og afleiðingarnar þekkja menn  síðan í dag.   Og nota bene, það var notuð evra.  Þurfti semsagt ekki skaðræðis gripinn krónu til að klúðra málum stórt.

P.Valdimar Guðjónsson, 27.10.2011 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband