18.10.2011 | 18:11
Ísland er sjálfstætt strandríki (en ekki Danmörk, Skotland, Þýskaland, Spánn ...)
RÚV birti á vef sínum frétt um makrílviðræður. Fréttin er tvær setningar:
Formlegar samningaviðræður strandríkjanna fjögurra; Íslands, Noregs, Færeyja og ESB um makrílveiðar hefjast í Lundúnum á morgun. Viðræðurnar munu standa fram að helgi.
Þarna er talað um fjögur strandríki. Eitt þeirra er ESB. Það er ekki talað um Skotland, Danmörku, Spán eða Þýskaland. Þessi "sjálfstæðu" ríki eru ekki strandríki lengur. ESB hefur yfirtekið það hlutverk.
Ísland, Færeyjar og Noregur geta samið sjálf um veiðar úr flökkustofnum og ákveðið veiðar innan eigin lögsögu. Ef Ísland villtist inn í Sambandsríkið ESB myndum við missa þennan rétt.
Gríski kommúnistinn Maria Damanaki sæi um að ákveða hvað við mættum veiða. Þessi sama Damanaki og "fordæmir makrílveiðar Íslendinga" og vill að við veiðum aðeins brot af þeim kvóta sem við höfum í dag.
Trúir einhver að það sé eitthvert vit í því?
Evrópumál | Breytt 19.10.2011 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 00:41
Hver er Obama? En Rompuy?
Allir Evrópubúar vita að Obama er forseti Bandaríkjanna. Meirihluti Evrópubúa hefur ekki hugmynd um hver Van Rompuy er. Hann er forseti Evrópusambandsins sem enginn kaus. Aðeins fleiri þekkja Barroso, en almenningur kaus hann ekki heldur.
Þarna sitja þeir tveir. Báðir forsetar og telja sig geta haft vit fyrir 500 milljónum íbúa 27 ólíkra ríkja. Þeir tala digurbarkalega og ætla að leysa vandann sem mótmælt er í Frankfurt, Berlín, London, Róm, Barcelona og víðar.
Rumpoy segist hafa skilning á áhyggjum" þeirra sem mótmæla heiftarlegum niðurskurði, en það væri óábyrgt að breyta um stefnu núna. Barroso notar hvert tækifæri til að predika aukinn samruna og meiri völd til Brussel.
Það eru neyðarfundir aðra hverja helgi. Merkel og Sarkozy ná ekki samkomulagi. Sumir vilja niðurskurð en aðrir mótmæla. Einn vill meiri samruna, annar er á móti. Þjóðverjar vilja breyta sáttmálum en Írar vilja það alls ekki. Eitt evruríkið er komið í greiðsluþrot og a.m.k. þrjú til viðbótar á sömu leið.
Það er hver höndin upp á móti annarri. En forsetarnir tveir, sem hafa ekkert umboð frá kjósendum, telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir allri hjörðinni. Það er ekki furða að ESB sé komið í ógöngur með skaðræðisgripinn evru á herðunum.
![]() |
Evran á niðurleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2011 | 17:06
Rottugangur í Reykjavík
Þetta er gott viðtal. Mjög gott. Ekki aðeins skýr og afdráttarlaus svörin heldur einnig það álit sem fram kemur í spurningum fréttamanns. Viðtalið var birt í vikunni á Russia Today. Yfirskriftin er ekki "bailout" heldur "failout" af augljósum ástæðum.
Ef málflutningur Farage undanfarin 3-4 ár er skoðaður er það beinlínis pínlegt fyrir Evrópusambandið hvað hann hefur haft á réttu að standa. Baráttan gegn einni mynt fyrir mörg ólík ríki var ekki að ástæðulausu. Núna skilja loksins allir hvers vegna, nema Össur og fylgismenn hans.
Fréttamaður spyr hvort löngun ríkja til að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sé ekki eins og að rottur stökkvi um borð í sökkvandi skip" (en ekki öfugt). Farage telur firruna skýrast af ákafa stjórnmálastéttarinnar sem vill tryggja sér vel launuð störf í Brussel.
Því miður er slíkur rottugangur í Reykjavík. Hann er að mestu bundinn við krata sem eru með evru-glýju í augum, sjá ekki gallana sem blasa við öllum og enn síður hættuna við að afsala sér sjálfræði í hendur manna sem setja nýtt Evrópumet í klúðri í hverjum mánuði.
![]() |
Allir kaflar opnaðir um mitt ár 2012 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2011 | 10:02
Nýir ráðherrar niðurskurðarmála
Hugmyndirnar eru margar, það vantar ekki. Allt frá því að refsa ríkjum með því að flagga fána þeirra í hálfa stöng yfir í að taka af þeim atkvæðisréttinn. Umfang evruvandans er ekki að fullu komið fram en ljóst að hann er mikill. Alveg hrikalegur.
Sumar hugmyndirnar eru sóttar til Bandaríkjanna. Ein er um eins konar rannsóknarrétt; nefnd Evrópuþingsins sem gæti kallað þingmenn og embættismenn til yfirheyrslu, eins og gert er í Washington. Önnur er að sameina embætti forsetanna í eitt og leyfa íbúum að kjósa. Það krefst lýðræðis, sem á ekki upp á pallboðið hjá ESB og verður aldrei gert.
Á óskalistanum sem Spiegel birti er lagt til að refsa ríkjum fyrir ábyrðarleysi í fjármálum með því að beita þau sektum eða skipa þeim niðurskurðarráðherra (austerity kommissioner). Jafnvel svipta þau atkvæðisrétti, sem væri í takt við brusselskt lýðræði".
Þegar allt er saman tekið lýsa sundurlausar hugmyndirnar algeru ráðaleysi. Engin alvöru lausn á evruvandanum er í sjónmáli. Á meðan Merkozy" tekur ekki ákvörðun heldur stjórnlaus evran áfram að skemma og skaða.
14.10.2011 | 12:53
Kletturinn, Gylfi, evran og ankerið
Fyrir tveimur vikum líkti Gylfi Arnbjörnsson evrunni við "klett í hafinu". Í Evrulandi steyta nú jaðarríkin hvert af öðru á því hættulega blindskeri og hljóta af ómældan skaða. Hann var samt ekki að reyna að vera fyndinn.
Í gær bætti hann um betur.
Í ávarpi á þingi Starfsgreina- sambandsins kom hann aftur með klettinn. Fyrst sagði hann "krónan á sér ekki viðreisnar von" eins og Samfylkingarmenn eiga að segja og mærði síðan evru-klettinn og ESB eftir handriti flokksins. Ætli hann sé að búa sig undir prófkjör?
Síðan hrökk þetta líka gullkorn af vörum hans:
Við eigum einfaldlega að nota aðild að Evrópusambandinu sem það ankeri sem við þurfum til þess að draga okkur upp úr þeim hjólförum sem við erum í.
Sko. Gylfi. Ankeri eru þung, alveg níðþung. Menn nota þau til sjós, kasta út ankerum svo skip reki ekki á meðan vélin er stopp. Það er ekki hægt "að draga sig upp úr hjólförum" með ankeri. Kannski meinti hann eitthvað annað en það sem hann sagði.
Að ganga í Evrópusambandið er einmitt eins og að stoppa vélarnar og láta þjóðarskútuna liggja við ankeri. Standa í stað. Senda svo fullveldið í land og sjá það aldrei aftur. Það er meiri þörf á að létta ankerum og koma vélinni í gang. Fá hjólin til að snúast, eins og það heitir.
![]() |
Samstaða mikilvæg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2011 | 18:19
Evrusvaðið
12.10.2011 | 23:29
ESB-herinn er víst á dagskrá
12.10.2011 | 08:25
NEI þýðir NEI (nema "þeir" vilji að það þýði JÁ)
11.10.2011 | 21:20
Blindur ber haltan
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2011 | 00:00
Barnaleikföng og bjánarnir í Brussel
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2011 | 16:24
Maðurinn sem rústaði evrunni
9.10.2011 | 01:24
Egill Helgason varð sér til skammar
8.10.2011 | 18:12
Sukk og svínarí. Patró og Álftanes.
6.10.2011 | 22:43
Súkkulaðigosbrunnur þarfnast viðgerðar
6.10.2011 | 08:45
Ný stjórnarskrá útilokar ESB aðild
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)