Færsluflokkur: Evrópumál

Do you understand the Euro?

Hér er nokkuð sem Grikkir þurfa að kynna sér áður en þeir greiða atkvæði um hvort þeir eigi að halda evrunni eða henda henni. Portúgalar og Írar ættu að tékka á þessu líka.

Sketsinn um seðlaprentun var fyndinn hjá þeim Clarke og Dawe, en þessi er ennþá betri. Aftur er Clarke í hlutverki hagfræðingsins. Umræðuefnið er Evran, sem þeir flokka sem trúarbrögð!

Þetta er stutt, snjallt og fyndið.

  


 

DAWE: Do you understand the euro?

CLARKE: No, I'm an economist. No, you want religious questions, Bryan, you've gotta go and get somebody appropriately qualified. I'm an economist.

... og þetta er bara byrjunin. Góða skemmtun.


mbl.is Staðfesti að evrusamstarfið sé undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið sett í ruslflokk

  
Hver sá sem ber veigamikil mál undir þjóðaratkvæði er ógn við Evrópu.

Þetta eru skilaboðin frá mörkuðunum og evrópskum stjórnmálamönnum. Merkozy nær ekki upp í nef sér, Barroso hefur í hótunum og Rompuy vill halda fund. Nýjasti björgunarpakkinn entist ekki nema í tvo daga.

barrel


Ástæðan: Forsætisráðherra Grikklands ákvað að bera undir þjóð sína stórmál sem varðar stöðu hennar, framtíð og möguleika.

Leiðtogar ESB ríkja lýsa því sem hryllingi ef einn úr þeirra hópi segir orðið „atkvæðagreiðsla" upphátt! Óttinn við lýðræðið mun yfirtaka G20 fundinn sem byrjar á morgun. Obama verður að sætta sig við aukahlutverk, sem verður ný reynsla fyrir forseta Bandaríkjanna.


mbl.is Grikkir kjósa um aðild að evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði - δημοκρατία

Grikkland er vagga lýðræðisins og að stórum hluta vestrænnar menningar. Dēmokratía - stjórn fólksins - var tekin upp í Grikklandi löngu áður en Merkel og Sarkozy fermdust.

Forsætisráðherra Grikklands vill beita lýðræðinu í stórmáli og hefur ærna ástæðu til, en þá fer allt á annan endann í Evrópu. Hvers vegna?

imf-greeceGrikkir ráða ekki yfir eigin gjaldmiðli og hafa þess vegna þurft að lækka laun í tvígang. Núna þurfa þeir að vinna 56% meira fyrir hverri evru. 

Evran er þungbær verðtrygging fyrir jaðarríki í Evrulandi. Grikkir eru í raun að greiða fullar verðbætur á neyðarlánin og heimsins hæstu vexti að auki.

Þeir þurfa að selja hafnir, flugvelli og aðrar eignir að kröfu AGS og ESB en það dugir ekki til.

Nú eiga þeir að taka enn eitt neyðarlánið sem verður evru-verðtryggt upp í topp með ofurvöxtum. Grikkland er á hausnum, hvort sem stjórn fólksins segir nei eða já, þótt munur sé á útfærslu og afleiðingum.

Það er skiljanlegt að forsætisráðherrann sæki umboð til þjóðarinnar áður en svona stór ákvörðun er tekin, það vill enginn einn ráða þessu. En í Brussel, þar sem menn þekkja ekki lýðræði nema af afspurn, eru menn bæði hissa og hneykslaðir.


mbl.is Grísk atkvæðagreiðsla hugsanlega í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr þjóðsöngur ESB

Óðurinn til gleðinnar er ein af þessum perlum tónbókmenntanna sem allir þekkja. Beetoven lét hann eftir sig sem gjöf til heimsbyggðarinnar, eins og gildir um klassísk meistaraverk.

Bjúrókratar í Brussel breyttu óðnum í auglýsingastef. Af "lítillæti" einu saman gerðu þeir þennan hluta 9. sinfóníunnar að þjóðsöng Evrópuríkisins. En nú er engin gleði lengur til í Brussel og því þarf að taka upp nýjan þjóðsöng.
  

eu-survive

  
Eins og myndin ber með sér verður nýja þjóðsöngnum stolið úr diskóbókmenntunum. Það er bandaríska söngkonan Gloria Gaynor sem syngur "
I will survive" hinn nýja þjóðsöng Sambandsríkisins ESB. Ekki veitir af hvatningunni.


Sérstök ESB útgáfa:

Hér fyrir neðan er sérstök hátíðarútgáfa ESB af þjóðsöngnum. Eins og sjá má er hún gerð sama árið og evran var tekin upp sem bókhaldsmynt, sem er tæplega tilviljun.


 


mbl.is Nei getur þýtt þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sigmundur Ernir enn á þingi?

Það er nýbúið að "bjarga" evrunni með eldvegg og uppgíruðum neyðarsjóði. Varla var búið að skrifa undir þegar Kýpur, eitt héraðið í Evrulandi, var lækkað í einkunn. Var ekkert að marka þetta?

Þegar maður les um svona ekkert-að-marka fréttir kemur Sigmundur Ernir upp í hugann. Þegar forsetinn vísaði Icesave III til þjóðarinnar sagði þingmaðurinn að þar með myndi forsetinn annað hvort fella vinstri stjórninna eða verða "sá forseti í sögu lýðveldisins sem fyrstur þarf að segja af sér embætti".

Já, þetta sagði fréttaþulurinn sem breyttist í þingmann á einu augabragði. Á einu augabragði. Hann var sigurviss í stríði Samfylkingarinnar gegn þjóðinni, enda sýndu kannanir þá að Icesave hákarlinn hefði skilað þeim 60% óttafylgi. Og SER bætti við:

  
Verði Icesave-lögin samþykkt í [þjóðaratkvæði], er forsetanum varla sætt lengur. Verði Icesave-lögunum hafnað, er ríkisstjórninni varla sætt lengur.
  


En það var ekkert að marka Sigmund Erni frekar en björgunarsjóð ESB. Íslenska þjóðin vann afgerandi sigur á Samfylkingunni í þjóðaratkvæði, en fréttaþulurinn gleymdi prinsippmálinu á einu augabragði. Á einu augabragði.

Enn hefur hann ekki krafist þess að stjórnin víki. Hann hefur ekki stigið til hliðar sjálfur. Og hann heldur áfram að styðja stjórnina sem er "varla sætt lengur".

Löskuð evran á örugglega vísan stuðning hans, þar sem hún liggur á gjörgæslu í Frankfurt og bíður eftir súrefnisgrímu frá Kína. Eru ekki góðir golfvellir á Kýpur?


mbl.is Lánshæfiseinkunn Kýpur lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei sko, Frankenstein að hressast!

Doktor Frankenstein er hressari í dag en í gær. Sköpunarverk hans sýnir aftur lífsmark. Í japönskum hjólastól og með kínverskan súrefniskút nær hann að komast fram á gang, en getur þó ekki borðað hjálparalaust.

Reynt verður að redda matargjöfum frá Noregi og hækjum frá Rússlandi. Á meðan aðstoðar Dr. Merkozy við að veita Eurozone Monster Unit (EMU) aðhlynningu, hjálpar honum að baða sig og les fyrir hann blöðin.
 

euromonster

  
En tíminn er naumur. Eftir eina viku, 3. nóvember, þarf Dr. Merkozy að greina formlega frá sköpunartilraunum Frankensteins á læknaþingi í Cannes. Vonast hann til að geta sannfært herra Obama um að kvikindið getið staðið upp.

Þar verða saman komnir 20 helstu sérfræðingar heimsins í evru-skaða og uppvakningum. Þeir vara við of miklum væntingum, uppvakning af þessari stærðargráðu hefur aldrei verið reynd áður, svo vitað sé.


mbl.is Obama fagnar samkomulagi evruríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan féll en evran kolféll

Við bankahrunið féll krónan, eðlilega. Bankarnir reyndust fullir af froðu og lofti, sem þurfti að hreinsa út. Þá lækkaði gildi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum um tugi prósenta, eins og það varð að gera.

Það var venjulegt gengisfall. Verðtryggingin hefur komið illa við marga, en lögum um verðtryggingu á ekki að klína á krónuna. Evrusinnar gera það þó óspart til að láta hana líta illa út. Oft af skilningsleysi en stundum gegn betri vitund.
    

evrubjörgun


Fall evrunnar er allt annars eðlis. Og alvarlegra.

Hún hefur haldið "styrk" sem er til mikils skaða fyrir Spán, Grikkland, Portúgal, Ítalíu og fleiri ríki. En hún hefur tapað traustinu og það er miklu alvarlegra fall. Tilverugrunnurinn reyndist meingallaður. Þess vegna er evran búin að vera og búið að halda 40 neyðarfundi til að smíða nýja evru.

Að ætla að bæta efnahaginn á Íslandi með því að taka upp evru í öndunarvél er jafn fjarstæðukennt og ætla að draga úr spillingu og klíkuskap með því að ganga í Evrópusambandið.


mbl.is Wolf segir krónuna reynast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafningar og vogunarsjóðir - það er lausnin

Við könnumst við afleiður og vafninga úr umræðunni, skuldatryggingar, skortsölu og hvað þetta nú heitir: Ýmist uppgírað eða framvirkt. Vogunarsjóðir hafa á sér slæmt orð. Það er ekki á allra færi að skilja þetta.

Ráðamenn í Evrulandi gagnrýndu þá fjármálagjörninga sem ýttu undir fallið 2008. Núna vilja þeir beita þessum sömu meðulum til að bjarga evrunni, sem þó eru ekkert hættuminni í dag en í aðdraganda hrunsins.
  

danger_danger


Spiegel Online er með umfjöllun um þetta í dag. Þar dregur höfundur í efa að stjórnmálamenn skilji þau tól og þá gjörninga sem þeir eru að fjalla um og ætla að nota til að bjarga evrunni.
Þeir eru komnir út í horn og fátt um úrræði.

Grein Spiegel: Europe Opting For Discredited Tools to Solve Crisis

"Ef evran fellur þá fellur Evrópa" segir Merkel. Skyldi hún taka vogaða stöðu með undirliggjandi eignir til að bjarga vafningnum sem heitir evra? Gæti vogunarsjóður kannski hjálpað? Þetta er ekki traustvekjandi.  


mbl.is Merkel: Nú eða aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar fleiri stækkunarstjóra

Einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum er portúgalski maóistinn með stórveldisdraumana, José Manuel Barroso. Hann er einn valdamesti maður Evrópu þótt þegnarnir hafi aldrei kosið hann. Nokkrir leiðtogar útnefndu hann á lokuðum fundi.

barrosoÞað er í takt við stórveldisdraumana að núna vill hann stækka Schengen svæðið.

Nýlega fengum við Stefan Fuhle í heimsókn, en hann er í fullu starfi hjá Barroso við að stækka ESB. Hann er sjálfur útþenslukommissar Evrópuríkisins. Króatía, Makedónía, Svartfjallaland og Serbía eru kandídatar, auk Íslands. Albanía er í startholunum og Trykland er eilífðarumsækjandi.

Svo þarf að stækka Evruland. Það eru "ekki nema" 17 ríki með töframyntina evru. Það þarf helst að ráða annan útþenslukommissar til að stækka Evruland. Það er ótækt að sumir gefi eftir enn meira fullveldi en aðrir.

Í kjölfarið þarf Barroso að ráða þriðja kommissarinn til að stækka Schengen svo hægt sé að ferðast um allt heimsveldið hans án vegabréfs.

Danir voru ekki hrifnir af því hvernig vondir menn misnotuðu eftirlitslaus landamæri; smygluðu þýfi og eiturlyfjum og stunduðu mansal. Glæpagengi nýttu sér þetta af ósvífni og komust vandræðalaust inn í Danaveldi. Barroso hefur litlar áhyggjur af því, það sem mestu máli skiptir er að stækka. Og stækka.

Þörfin fyrir að stækka getur falið í sér hættur. Eins og raunin var í Sovét.


mbl.is Stækkun Schengen sanngirnismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur í stríðinu gegn lýðræði

Enginn Breti, yngri en 54 ára, hefur nokkurn tímann fengið að greiða atkvæði um þátttöku Bretlands að Evrópusambandinu. Það er angi af hinu brusselska lýðræði.

  
eu-democracy1Undirskriftalisti frá almenningi var undanfari tillögu í breska þinginu. Hún var um „leiðbeinandi þjóðaratkvæði" um aðild Bretlands eða tengsl þess við ESB. Tillagan var felld með 483 atkvæðum gegn 111.

Fyrir kosningar lofaði David Cameron þjóðaratkvæði um tengsl Breta við ESB og Nick Clegg hafði stór orð um að færa Bretum langþráð tækifæri til að greiða atkvæði um málið. Þeir fengu tækifæri í gær en guggnuðu. Svik Cleggs myndu gera hvaða VG-liða sem er stoltan.

Allir formenn stóru flokkanna; Cameron, Clegg og Miliband lögðust gegn tillögunni. Nú væri ekki rétti tíminn! Óvissan um framtíð ESB og dauði evrunnar hræddi. Þeir svíkja kjósendur frekar en að styggja valdhafana í Brussel, sem þar með unnu enn einn sigurinn í stríði sínu gegn lýðræðinu.


Íslenskir kjánar fagna sigri

Það er ekkert meira ögrandi en að nota orðið „kosningar" í Brussel. Þar vilja valdhafar fá að starfa í friði fyrir kjósendum. Ekkert lýðræðisvesen.

Evrópusamtökin eru svo blinduð af aðdáun sinni á ESB að þau fögnuðu sigri þegar í ljós kom að lýðræðið var látið víkja. Kalla þetta "and-ESB tillögu" í fyrirsögn, en koma örugglega ekki auga á kaldhæðnina í því.

Þegar 41 af þingmönnum Verkamannaflokksins greiddi atkvæði gegn Maastricht samningnum um árið, þótti það "mikið áfall" fyrir Tony Blair.

Í gær sagði 81 þingmaður Íhaldsflokksins Já við þjóðaratkvæði og 12 sátu hjá. Fjölmiðlar telja það kjaftshögg fyrir Carmeron, sem sitji eftir með blóðnasir. Það er svipað áfall og það yrði fyrir Össur ef einn þingmaður Samfylkingarinnar myndi ekki segja Já í atkvæðagreiðslu um að bruna blindandi inn í ESB.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband