Færsluflokkur: Evrópumál
24.10.2011 | 22:25
Evran er dauð! Lengi lifi evran!
Þegar einn kóngur deyr tekur annar við. Eða drottning. Stundum heitir nýi kóngur sama nafni en fær þá númer til aðgreiningar frá forverunum; annar, þriðji eða fjórði, eftir atvikum. Eins er það með evruna.
Evran er dauð.
Það er nú orðið opinbert og viðurkennt. Í staðinn kemur "Evra 2" sem júrókratar vona að lifi lengur. Spiegel Online segir að neyðarfundurinn á miðvikudaginn "muni ekki bjarga evrunni, aðeins veita gálgafrest".
Frestinn þarf að nýta vel og búa í haginn fyrir Evru 2 með því að öll ríki Evrulands láti af hendi væna sneið af því fullveldi sem þau eiga enn eftir og sendi það til Brussel. Vissulega ógeðfellt, en eina lausnin sem menn telja að virki.
The euro needs fiscal union to survive in the long term -- but how will leaders ever forge such a union if they can't even agree on the most urgent firefighting measures ...
Samninganefnd Íslands hefur ekkert umboð til að semja við ESB um aðild á þessum gjörbreyttu forsendum. Fyrst var sambandinu breytt með Lissabon sáttmálanum og nú verður fullveldi skert og reglum breytt til að evran geti skrimt í útgáfu 2.
Alþingi verður að taka málið til sín aftur, taka nýjar ákvarðanir og gæta þess að Össur og kratarnir skaði ekki þjóðina meira en orðið er. Bera svo undir þjóðina hvort halda eigi áfram blindfluginu til Brussel.
Binding við evru ekki lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 25.10.2011 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.10.2011 | 01:06
Kratar látnir kjósa aftur
Samfylkingin gefur sínar skýringar á ógildingu kosningarinnar. Menn geta ráðið hvort þeir trúi þeim.
Mér finnst líklegra að Jóhönnu og Össuri hafi ekki líkað úrslitin og gripið tækifærið til að æfa sig í brusselsku lýðræði og láta lýðinn kjósa aftur, þangað til rétt úrslit fást.
Enda sagði Össur á RÚV í vikunni, þegar hann lýsti draumi Samfylkingarinnar um að vera dyramotta í Brussel: "ESB er okkar eina framtíðarsýn".
Kosning til flokksstjórnar ógilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2011 | 17:32
Nauðsynlegt að afnema lýðræðið
Að breyta sáttmála er ekkert áhlaupaverk. Það tók hátt í áratug að finna krókaleiðir framhjá lýðræðinu til að tryggja gildistöku Lissabon sáttmálans.
Þá börðu júrókratar sér á brjóst: Þetta var sáttmáli allra sáttmála. Þar var séð við öllu. Svo fullkominn að með "self amendment" ákvæði var hægt að auka völdin í Brussel án þess að spyrja almenning. Engar lýðræðisflækjur.
Hinn fullkomni sáttmáli er ekki orðinn tveggja ára og þegar farið að brjóta hann, í nafni evrunnar. Nú vilja menn breyta honum, í nafni evrunnar. Sáttmálinn hafði rétt tekið gildi þegar evru-vandinn kom upp á yfirborðið og við þeim vanda eru engin ráð í óbreyttum sáttmála.
Herman Van Rompuy, sem enginn kaus, vill breyta. Til þess að falla ekki á tíma er nauðsynlegt að afnema þær litlu leifar sem eftir eru af lýðræði á stöku stað í Evrulandi.
Einhverjir ráðherrar lýstu sig strax mótfallna og írska stjórnarskráin gæti þvælst fyrir, eina ferðina enn. Á morgun er svo atkvæðagreiðsla í breska þinginu sem gæti bætt gráu ofan á svart.
Framtíð ESB er í óvissu. Tilvist evrunnar er ógnað.
En samt mun ekkert fá haggað ásetningi Össurar og samfylkingarkrata um að koma þjóðinni inn í Evrópusambandið. Ætli Guðbjartur félagi hans réttlæti það ekki og segi "það hefur ekkert breyst" eins og jafnan?
Íhuga að breyta sáttmála ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2011 | 13:48
Bréf frá Hong Kong til Samfylkingarinnar
Þessi texti var ritaður í Hong Kong fyrir 11 árum og birtur á Gold Digest. Hann á fullt erindi inn á landsfund Samfylkingarinnar. Og alla fundi Samfylkingarinnar.
Evran er fiat-gjaldmiðill og hana hrjáir sami veikleiki og aðra fiat-gjaldmiðla, eins og að engin hlutlæg takmörkun er á framboði.Að auki hefur evran sín sérstöku vandamál. Þar vegur þyngst að ekki er hægt að marka peningastefnu sem mætir þörfum ólíkra notenda í Efnahags- og myntbandalaginu (EMU).
Mismunandi hagvöxtur, verðbólga og atvinnuleysi milli aðildarríkjanna, sem og ólíkt skatta- og rekstrarumhverfi, þýðir að "sama stærð fyrir alla" stefnan mun að lokum lenda á gríðarlegri hindrun.
Menn hafa hrópað aðvaranir við gallagripnum í meira en áratug, úr öllum heimshornum. Sú tegund manna sem hefst við á Hallveigarstíg eða býr á efstu hæðum fílabeinsturnanna í Brussel hefur gætt þess vandlega að heyra ekki.
Nú sitja þeir uppi með vanda sem ekki verður leystur nema með aðgerðum sem almenningur í Evrulandi getur aldrei sætt sig við, en verður látinn sætta sig við.
----- -----
Ef þú vilt lesa alla greinina þá heitir hún The Fall and The Fall of the Euro og var rituð af Steve Saville, sem fjallað hefur um peninga, fiat-gjaldmiðla, gull og fleira í rúma tvo áratugi. Hann er Ástrali, búsettur í Hong Kong sem á engra hagsmuna að gæta í Evrópu og fjallaði um evruna sem hlutlaus fræðimaður eingöngu.
Jóhanna sjálfkjörin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2011 | 12:44
Dauðarefsingar - alveg sjálfsagðar
Kínverjar fundu upp ýmsa hluti langt á undan öðrum þótt vitneskjan bærist ekki vestur um álfur. Meðal annars pappír og byssupúður. Þeir fundu líka upp pappír sem getur sprungið eins og púðurtunna í höndum óvita; peninga.
Elstu heimildir um pappírspeninga í Kína eru frá árinu 809. Snemma á 11. öld setti keisarinn peningaseðla í umferð, sem höfðu verðgildi "af því að keisarinn sagði það". Er það fyrsti fiat-gjaldmiðillinn sem vitað er um.
Dauðarefsing lá við því að taka ekki við pappírsmiðum keisarans á dögum Kublai Kahn. Í þá daga þótti það sjálfsögð refsing. Ekkert þýddi að heimta hrísgrjón eða geit; seðill skyldi það vera.
Þúsund árum síðar eru fiat-gjaldmiðlar notaðir víða í henni veröld. Traustið er þó æði misjafnt og á einum þeirra er það nánast horfið, sama hvað "keisarinn" segir.
Nú er reynt að gera nothæfan gjaldmiðil úr evrunni, helst án þess að taka upp dauðarefsingu. Til að það megi takast þurfa ríkin í Evrulandi að gjalda það dýru verði; láta af hendi fullveldi sitt í efnahagsmálum og fjárlagagerð.
Almenningur mun aldrei samþykkja það.
En strákarnir í Brussel kunna öruggt ráð við því - þeir einfaldlega spyrja ekki kjósendur. Þeir hafa þegar bannað sannleikann, sem er hæfilega brusselskt fyrsta skref.
19.10.2011 | 22:24
Sjálfur „faðir ESB“ varar við evrunni!
Hann er kallaður faðir Evrópusambandsins og ekki að ástæðulausu. Jacques Delors var forseti framkvæmdastjórnarinnar 1985-1995. Í hans valdatíð var Maastricht samningurinn saminn; EBE lagt niður og ESB stofnað, innri markaðurinn varð til, fjórfrelsið, Schengen undirritaður og tólf-stjörnu fáninn tekinn upp, svo sumt af því helst sé nefnt. Og svo auðvitað evran.
Delores varð fyrsti forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar það kom í stað gamla Efnahagsbandalagsins í nóvember 1993. Enginn hefur efast um stuðning Delors við Evrópuverkefnið", en nú er hann sjálfur farinn að efast. Svo mjög að hann gefur stjórnendum ESB falleinkunn, segir þá skorta bæði ráð og framtak. Þeir ráða ekki við verkefnið. Hann vill bjarga ríkjum undan evrunni og segir Evruland standa á hengiflugi.
Frelsum ríki undan evrunni
Delores vill að samningum sé breytt þannig að ríki geti komist út úr myntsamstarfinu, losað sig við evruna og tekið aftur upp alvöru gjaldmiðil. Grikkir setja hugmyndir Delors í dramatískan búning, að þær gangi út á að reka ríki úr evrunni. Hugmyndir föður ESB eru um leið aðvörun til annarra jaðarríkja um að vaða ekki út í evrusvaðið.
Íslenskir kratar í eigin heimi
Á meðan halda íslenskir kratar áfram að telja sjálfum sér trú um dásemdir Sambandsríkisins ESB, eins og þeir séu ekki í neinu sambandi við umheiminn og veruleikann. Árni Páll lætur ekkert tækifæri ónotað til að tala niður krónuna og dásama evruna, sem nú ógnar efnahagslífi alls heimsins. Ótrúlegt!
Ræðir framtíð fjármálakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2011 | 12:52
Hver þarf nú að sparka í köttinn?
Það eru ekki nema fimm dagar síðan snúið var upp á handlegginn á einum af smælingjunum og honum sagt að haga sér. Þá var enginn annar kostur í boði en að taka kúguninni sem hverju öðru hundsbiti og fara svo heim og sparka í köttinn.
tefan Füle gæti útskýrt það viðmót sem smáríkin í Evrópusambandinu mæta. T.d. hvernig Slóvakía var neydd til að ábyrgjast hluta af 440 milljarða "björgunarsjóði" evrunnar.
Nú plottar Merkozy um að stækka sjóðinn. Reuters endursagði frétt The Guardian um 2.000 milljarða, en kom svo með leiðréttingu: Málið er flókið og sjóðurinn fer "ekki nema" í 1.500 milljarða.
Í dag hafa bæði FT Deutshland og Spiegel Online fjallað um málið, beint úr miðri hringiðu Evrulands. Vandinn verður ræddur á 37. neyðarfundinum um evruna á laugardaginn. Reynist þetta rétt þurfa fleiri en Slóvakar að bölva í hljóði og sparka í köttinn.
Hvers vegna björgunarsjóð? Væri ekki nær að stofna förgunarsjóð, sem gæti hjálpað jaðarríkjunum að losna undan evrunni í þokkalegri sátt?
Stækkunarstjóri ESB á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2011 | 18:11
Ísland er sjálfstætt strandríki (en ekki Danmörk, Skotland, Þýskaland, Spánn ...)
RÚV birti á vef sínum frétt um makrílviðræður. Fréttin er tvær setningar:
Formlegar samningaviðræður strandríkjanna fjögurra; Íslands, Noregs, Færeyja og ESB um makrílveiðar hefjast í Lundúnum á morgun. Viðræðurnar munu standa fram að helgi.
Þarna er talað um fjögur strandríki. Eitt þeirra er ESB. Það er ekki talað um Skotland, Danmörku, Spán eða Þýskaland. Þessi "sjálfstæðu" ríki eru ekki strandríki lengur. ESB hefur yfirtekið það hlutverk.
Ísland, Færeyjar og Noregur geta samið sjálf um veiðar úr flökkustofnum og ákveðið veiðar innan eigin lögsögu. Ef Ísland villtist inn í Sambandsríkið ESB myndum við missa þennan rétt.
Gríski kommúnistinn Maria Damanaki sæi um að ákveða hvað við mættum veiða. Þessi sama Damanaki og "fordæmir makrílveiðar Íslendinga" og vill að við veiðum aðeins brot af þeim kvóta sem við höfum í dag.
Trúir einhver að það sé eitthvert vit í því?
Evrópumál | Breytt 19.10.2011 kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 00:41
Hver er Obama? En Rompuy?
Allir Evrópubúar vita að Obama er forseti Bandaríkjanna. Meirihluti Evrópubúa hefur ekki hugmynd um hver Van Rompuy er. Hann er forseti Evrópusambandsins sem enginn kaus. Aðeins fleiri þekkja Barroso, en almenningur kaus hann ekki heldur.
Þarna sitja þeir tveir. Báðir forsetar og telja sig geta haft vit fyrir 500 milljónum íbúa 27 ólíkra ríkja. Þeir tala digurbarkalega og ætla að leysa vandann sem mótmælt er í Frankfurt, Berlín, London, Róm, Barcelona og víðar.
Rumpoy segist hafa skilning á áhyggjum" þeirra sem mótmæla heiftarlegum niðurskurði, en það væri óábyrgt að breyta um stefnu núna. Barroso notar hvert tækifæri til að predika aukinn samruna og meiri völd til Brussel.
Það eru neyðarfundir aðra hverja helgi. Merkel og Sarkozy ná ekki samkomulagi. Sumir vilja niðurskurð en aðrir mótmæla. Einn vill meiri samruna, annar er á móti. Þjóðverjar vilja breyta sáttmálum en Írar vilja það alls ekki. Eitt evruríkið er komið í greiðsluþrot og a.m.k. þrjú til viðbótar á sömu leið.
Það er hver höndin upp á móti annarri. En forsetarnir tveir, sem hafa ekkert umboð frá kjósendum, telja sig þess umkomna að hafa vit fyrir allri hjörðinni. Það er ekki furða að ESB sé komið í ógöngur með skaðræðisgripinn evru á herðunum.
Evran á niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2011 | 17:06
Rottugangur í Reykjavík
Þetta er gott viðtal. Mjög gott. Ekki aðeins skýr og afdráttarlaus svörin heldur einnig það álit sem fram kemur í spurningum fréttamanns. Viðtalið var birt í vikunni á Russia Today. Yfirskriftin er ekki "bailout" heldur "failout" af augljósum ástæðum.
Ef málflutningur Farage undanfarin 3-4 ár er skoðaður er það beinlínis pínlegt fyrir Evrópusambandið hvað hann hefur haft á réttu að standa. Baráttan gegn einni mynt fyrir mörg ólík ríki var ekki að ástæðulausu. Núna skilja loksins allir hvers vegna, nema Össur og fylgismenn hans.
Fréttamaður spyr hvort löngun ríkja til að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sé ekki eins og að rottur stökkvi um borð í sökkvandi skip" (en ekki öfugt). Farage telur firruna skýrast af ákafa stjórnmálastéttarinnar sem vill tryggja sér vel launuð störf í Brussel.
Því miður er slíkur rottugangur í Reykjavík. Hann er að mestu bundinn við krata sem eru með evru-glýju í augum, sjá ekki gallana sem blasa við öllum og enn síður hættuna við að afsala sér sjálfræði í hendur manna sem setja nýtt Evrópumet í klúðri í hverjum mánuði.
Allir kaflar opnaðir um mitt ár 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |