7.12.2008 | 17:58
Möppudýragarður
Þegar pælt er í gegnum texta um ESB er það hreinasta torf á köflum. Áður en maður veit af er maður búinn að fótbrjóta sig í kjaftinum. Hér er til gamans listi yfir helstu stofnanir og stöður innan þeirra, samninga, reglur og embætti.
Ef þú vilt æfa þig fyrir "heimanámið" sem framundan er vegna kynningar á ESB er það ágætis byrjun að sjá hve marga af þessum liðum þú þekkir. Veistu hver er hlutverkaskiptingin á milli commission, counsil og parlament? Veistu hvað allt þetta er á íslensku? Eða hvað er til af aðgengilegu efni á íslensku um Evrópusambandið?
- European Union (EU)
European Community
Common Foreign and Security Policy (CFSP)
Police and Judicial Co-operation in Criminal Matters (PJC)
European Parliament
European Counsil
European Commission
Charter of Fundamental Rights
European Constitution
The Laeken declaration
Berlin Declaration
Ioannina Compromise
Single European Act
Common Foreign and Security Policy (CFSP)
Copenhagen Criteria
Schengen Agreement
Treaty establishing the European Community (TEC, Rome)
Treaty on the Functioning of the European Union (TFEU)
Treaty of Amsterdam
Treaty of Nice
Treaty on European Union (TEU, Maastricht)
Treaty of Lisbon (Reform Treaty)
Treaty on the Functioning of the European Union
Commission of the European Communities
The European Convention
Action Committee for European Democracy (ACED)
Intergovernmental Conference (IGC)
European Convention on Human Rights
Western European Union (WEU)
European Defence Agency
Eurozone
Europol
Eurojust
President of the European Union
President of the European Commission
Vice-President of the Commission
High Representative for Foreign Affairs
Representative for Foreign Affairs and Security Policy
High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy
European Commissioner for External Relations and European Neighbourhood Policy
Union Foreign Minister
EU Council's Presidency
President-in-Office of the European Council
Presidency of the Council of the European Union
Secretary-General of the Council
European Central Bank
European Court of Justice
European Defence Agency
Court of Justice of the European Communities
European Court of Human Rights
Area of Freedom, Security and Justice (AFSJ)
Court of First Instance
Á listanum er ekkert um efnisþætti eins og vöruflutninga, fiskveiðistefnu, samkeppnisreglur og menningu svo dæmi séu tekin. Það að ganga í ESB snýst um margt annað en nýjan gjaldmiðil. Umræðan þarf að fara að snúast meira um þá þætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2008 | 15:05
Nýtt félag: HOLLVINIR KRÓNUNNAR
Mín fyrstu laun voru 7 krónur og 50 aurar fyrir að selja nokkur blöð fyrir Halldór gamla á bókasafninu. Þá fékk ég bæði rauðan fimm króna seðil og túkall. Þennan stóra. Líka tvo 25 aura peninga, enda var 50 aurinn ekki kominn þá.
Þetta var áður en Evrópusambandið bannaði börnum að selja merki. Svo seldi ég merki á sjómannadaginn og fékk mikla peninga. Flottast var að fá 25 króna seðil af því að það var mynd af Ísafirði á framhliðinni. Vestmannaeyjar voru á bakhlið.
Það var ekki lítið spennandi þegar fyrsti 5.000 króna seðillinn kom, ég fékk einn svoleiðis í fermingargjöf. Álkrónan kom en stoppaði stutt, hún hvarf þegar núllin tvö voru klippt burt. Það voru líka seðlar sem gerðu stuttan stans, græni 500 kallinn með Hannesi Hafstein og Kjarvals seðill upp á 2.000 krónur. Það kom aldrei aftur 5 króna seðill. En við fengum rauðan 500 króna seðill, sem er notaður í dag.
Blessuð Krónan okkar. Hún á sér fáa vildarmenn þessa dagana og ef hrakspár ganga eftir skilja leiðir þjóðar og Krónu áður en langt um líður.
Aldrei hefur Krónan gengið gegnum jafn erfiða tíma og síðustu misseri. Vondir menn hafa farið illa með hana. Fjárglæframenn, vopnaðir afleiðum, vafningum og glæpsamlegri græðgi, hafa svívirt hana með misgjörðum sínum. Þeim dettur ekki í hug að biðjast afsökunar eða sýna iðrun heldur kenna þeir Krónunni um glæpinn. Nema hvað? Samt er hún bara gjaldmiðill en var aldrei starfsmaður í seðlabanka eða fjármálaeftirliti.
Nú er blessuð Krónan svo grátt leikin að hún þykir ekki boðleg lengur fyrir smjörgreidda glæpamenn á stuttbuxum og því þarf að skipta henni út. Drengirnir þurfa nýtt leikfang og heimta evru, sem er bæði útlensk og sexý. Þess vegna segja þeir okkur að krónan sé dauð. Það er ekki hægt að nota hana í neitt nema kannski til að kaupa lýsi og slátur. Þeir bíða líka færis á að sparka fjallkonunni og deita Evu.
Ég legg til að stofnað verði nýtt félag: HOLLVINIR KRÓNUNNAR. Menn geta þá gengið í félagið hver á sínum forsendum; sumir til að fylgja Krónunni til grafar og aðrir bara út á rómantíkina. Kannski finnast líka ennþá menn sem trúa að Krónan sé ekki dauð og vilja standa vörð um heiður hennar. Væri ekki fésbókin ágætis vettvangur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2008 | 18:03
Er búið að rassskella Heimdall?
Fyrir tíu dögum sendi Heimdallur frá sér djarfa ályktun. Þar kröfðust ungir sjálfstæðismenn breytinga á stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þeir fóru meira að segja fram á að báðir stjórnarflokkarnir gerðu breytingar á ráðaherraliði sínu. Krafa Heimdellinga var mjög skýr og birt í öllum fjölmiðlum.
Þegar ályktunin kom datt manni í hug að einhver eldri væri með í ráðum, sæti jafnvel undir stýri meðan allir ungliðarnir voru sendir út að ýta. En núna heyrist hvorki hósti né stuna. Samt hefur ekki verið nein lognmolla á þeim sviðum þar sem ungliðarnir kröfðust breytinga.
Ungir framsóknarmenn gerðu kröfur um breytingar á stjórn síns flokks og Guðni sagði af sér. Þegar ungir sjálfstæðismenn létu í sér heyra hélt maður að unga fólkið ætlaði nú að láta til sín taka í kreppunni og standa fyrir nauðsynlegri naflaskoðun. En Heimdallur, þessi útvörður ásanna, gelti bara einu sinni.
Voru ungliðarnir kallaðir fyrir og teknir á beinið af Flokknum? Er kannski búið að rassskella Heimdall og segja honum að sitja og bíða stilltur eftir landsfundi? Það má vera að þeir séu að stilla saman strengi sína í Evrópumálum en það er skrýtið að þeir þegi þunnu hljóði yfir öllu öðru sem er að gerast. Af nógu er að taka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 13:43
Þetta endar með rothöggi
Þegar seðlabankastjóri flutti ræðu á frægum morgunverðarfundi 18. nóvember hófst bardagi sem stendur enn. Og nú er farinn að færast hiti í leikinn. Davíð sagði, ríkisstjórnin svaf. Geir svaraði, seðlabankinn sagði ekki neitt. Það var fyrsta lotan.
Nú heldur atið áfram. Davíð sló fram 0% yfirlýsingunni en Geir svaraði, að þetta hafi kannski verið símtal. Og nú fylgir Geir sókn sinni eftir og opnar á Evrópuviðræður, sem hann styður samt ekki sjálfur. Skyldi þetta enda með rothöggi.
Hannes, hornamaður Davíðs, hefur sig lítið í frammi í augnablikinu en Þorgerður, sem vill engin hornkerling vera, fylgist með úr stúkunni enda bardaginn bæði spennandi og skemmtilegur. Össur fylgist líka með en er ekki skemmt, hann heldur að það sé eitthvað rotið við þetta. Björgvin og Ingibjörn eru líka orðin nett pirruð.
Það skrýtna við þennan bardaga er að ef Geir tapar þá fær hann samt verðlaunin. Stjórnin springur og ný stjórn mynduð, jafnvel án kosninga. Þá getur Geir myndað nýja stjórn með Vinstri grænum, vegna andstöðu beggja við aðild að Evrópusambandinu. Geri verður áfram forsætisráðherra en Davíð víkur.
Það ætti að vera hægt að veðja á þennan bardaga á Lengjunni.
![]() |
Aðildarviðræður koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 10:33
Hurðaskellir í Evrulandi - nýr þröskuldur
Hvað eru þá eiginlega mörg ár þangað til Ísland á einhverja möguleika á evru? Maður hlýtur að spyrja sig eftir lestur makalausrar greinar í Mogganum í dag. Á blaðsíðu 39 er grein eftir mann sem heitir Erik Berglof og er yfirhagfræðingur Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu.
Þetta er mjög sérstök grein. Bæði er það fyrirsögnin Evrudyrunum skellt (og ekkert spurningarmerki á eftir) og svo hvernig maðurinn skrifar greinina. Hann talar ítrekað um hræsni. Hér er dæmi:
"Burtséð frá þeirri hræsni vestrænna ríkisstjórna, að setja sig á háan hest í þessu máli, um leið og þær eru að bjarga bönkum út af yfirgengilegu klúðri í sínu regluverki, er þessi tillaga meingölluð"
Hin meingallaða tillaga sem hann talar um er að bæta við nýju Maastricht skilyrði. Að sjötta skilyrðið verði "gæði bankakerfis". Þetta telur hann hækka þröskuldinn svo mjög að dyrunum að Evrulandi verði skellt.
Erik er að fjalla um fund bankamanna úr öllum heimshornum, sem haldinn var í Frankfurt. Það er óvenjulegt að embættismaður sem ber titilinn "yfirhagfræðingur" noti svona málfar í fræðilegum skrifum. Hann segir m.a. að bankamenn hafi "baðað sig í ljómanum af tíu ára tilvist evrunnar". Og aftur talar hann um hræsni:
"Að gera gæði bankakerfis að nýju skilyrði fyrir aðild að evru er ekki bara hræsni, það gerir illt verra."
Greinin snýr að mestu að vanda banka í A-Evrópu sem flestir eru undir stjórn vestrænna banka. Vandi þeirra er mikill, hann er að miklu leyti "búinn til af vestrænum bönkum" og eftirlitsmenn hafa brugðist í að vara við öfgum. Hljómar það kunnuglega?
Móðurfélögin hafa takmarkaða getu til að styðja við dótturfyrirtæki sín í A-Evrópu. Svo spurningin er hvaða bankar það séu sem á að bjóða eignarhlut í þeim íslensku? Hvaða styrk munu þeir hafa til að styðja við dótturfélög á Íslandi?
Hvað þýðir þessi hurðarskellur fyrir Ísland? Ef skipta á út krónunni fyrir evru og fara réttu leiðina er hún löng og tímafrek. Ef það tæki Ísland fast að áratug að uppfylla núgildandi Maastricht skilyrðin fimm og ef hið nýja skilyrði verður sá þröskuldur sem Erik Berglof lýsir, er varla hægt að búast við evru á Íslandi fyrr en 2023. Kannski síðar.
Það er þá ekki um annað að velja en að hvetja íslensku krónuna til dáða!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2008 | 20:28
Minnkandi þolinmæði Samfylkingarmanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2008 | 13:33
EVRA: Einföld lausn sem kostar ekkert!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2008 | 15:29
Hvað er þessi vindhani að derra sig?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.12.2008 | 13:40
Glæpastarfsemi og nauðsynleg bankaleynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 11:19
Er þetta löglegt hjónaband?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 08:46
Nú á Geir aðeins einn kost: Að reka Davíð!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 18:05
Má bjóða þér banka með kaffinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 19:56
Lykilorustan verður meðal almennings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)