Írar skulu samþykkja Lissabon! (Verður ESB þá vondur kostur fyrir fámenn ríki?)

Á föstudaginn var birt frétt á vef Financial Times, sem segir að nefnd á vegum írska þingsins telji engar lagalegar hindranir fyrir því að bera Lissabon samninginn aftur undir þjóðaratkvæði, jafnvel óbreyttan. Samningnum var hafnað af írsku þjóðinni 12. júní á þessu ári. Samþykkt hans gæti haft áhrif á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB.

Reiknað hafði verið með að Brian Cowen, forsætisráðherra, myndi reyna að fá kosið aftur um Lissabon samninginn (EU new reform treaty) seint á næsta ári en nú er talið að því verði flýtt vegna kreppunnar. Ég hef ekki séð fjallað um þetta í íslenskum fjölmiðlum, má vera að það hafi farið framhjá mér.

The report by the Oireachtas (Irish parliament) sub-committe on the country's future in the European Union, said "No legal obstacle appears to exist to having a referendum either on precisely the same issue as that dealt with on June 12 or some variation thereof".


Þetta minnir á kosningar um opnun útibúa ÁTVR víða um land á sínum tíma. Ef áfengisútsölu var hafnað þá var kosið aftur. Og aftur. Eftir að sjoppan var samþykkt var aldrei kosið aftur. Það hefur aldrei verið kosið um lokun áfengisútsölu. Skyldi einhvers staðar einhvern tímann verða kosið um úrsögn úr ESB? Stefna Cowens er alveg klár; Írar skulu samþykkja Lissabon!

Það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga, sem viljum skoða ESB aðild, er sú mikla breyting sem Lissabon samningurinn mun hafa í för með sér, enda er hann í eðli sínu stjórnarskrá. Við samþykkt hans mun ESB breytast úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki. Það verður meira að segja kjörinn þjóðhöfðingi;  forseti nýja ríkisins.

Ireland's vote in the summer pitched the EU into crisis, blocking institutional reforms such as the creation af a full-time president and fully fledged diplomatic service.

Það sem menn hafa helst áhyggjur af er hið aukna vald sem "ríkisstjórn" ESB fær í hendur, afnám neitunarvalds í ýmsum málaflokkum og að atkvæðavægi verði miðað við höfðatölu aðildarríkjanna. Það óttast menn að geti orðið fámennari ríkjum óhagstætt. Sumir taka jafnvel svo djúpt í árinni að segja það verða fámennum ríkjum fjandsamlegt.

Það er alla vega klárt að íslenskir kjósendur eiga heimtingu á góðum hlutlausum upplýsingum um ESB til að geta byggt afstöðu sína á þegar kemur að kosningum. Þetta er ekkert smámál, varðar framtíð okkar allra og má ekki verða að flokkspólitísku trúaratriði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband