Lykilorustan verður meðal almennings

Styrmir Gunnarsson var annar þriggja ræðumanna á fundi Heimssýnar. Ég segi annar þriggja af því að Kári í DeCode forfallaðist. Og hann er alveg hörku ræðumaður. En þetta er ekki nein einkasamkoma Sjálfstæðisflokksins eins og einhver kynni að ráða af fréttinni á Mbl. Hinn ræðumaðurinn var Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG og kynnir var Bjarni Harðarson, brotthrakinn framsóknarmaður og bóksali. Þarna var líka fólk úr öðrum flokkum og utan flokka.

Þó afstaða Sjálfstæðisflokksins muni vissulega vega þungt mun almenn umræða í samfélaginu vega þyngst. Enda alls óvíst að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram við völd eftir næstu kosningar. Góð og hlutlaus upplýsingamiðlun skiptir hér mestu. Þetta ESB dæmi er stórt mál. Alveg risa stórt mál. Styrmir fór í gegnum söguna, 100 ár aftur í tímann, með viðkomu á árinu 1943 í aðdraganda stofnunar lýðveldisins og allt til dagsins í dag.

Það er óskandi að Heimssýn standi líka fyrir fundum þar sem eru framsögumenn, fyrirspurnir og umræður. Meiri upplýsingar eru lykilatriði. Komist þær til skila treysti ég dómgreind íslenskra kjósenda til að velja rétta leið þegar þar að kemur.


mbl.is Lykilorusta um ESB-aðild háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband