Þetta endar með rothöggi

Þegar seðlabankastjóri flutti ræðu á frægum morgunverðarfundi 18. nóvember hófst bardagi sem stendur enn. Og nú er farinn að færast hiti í leikinn. Davíð sagði, ríkisstjórnin svaf. Geir svaraði, seðlabankinn sagði ekki neitt. Það var fyrsta lotan.

Nú heldur atið áfram. Davíð sló fram 0% yfirlýsingunni en Geir svaraði, að þetta hafi kannski verið símtal. Og nú fylgir Geir sókn sinni eftir og opnar á Evrópuviðræður, sem hann styður samt ekki sjálfur. Skyldi þetta enda með rothöggi.

Hannes, hornamaður Davíðs, hefur sig lítið í frammi í augnablikinu en Þorgerður, sem vill engin hornkerling vera, fylgist með úr stúkunni enda bardaginn bæði spennandi og skemmtilegur. Össur fylgist líka með en er ekki skemmt, hann heldur að það sé eitthvað rotið við þetta. Björgvin og Ingibjörn eru líka orðin nett pirruð.

Það skrýtna við þennan bardaga er að ef Geir tapar þá fær hann samt verðlaunin. Stjórnin springur og ný stjórn mynduð, jafnvel án kosninga. Þá getur Geir myndað nýja stjórn með Vinstri grænum, vegna andstöðu beggja við aðild að Evrópusambandinu. Geri verður áfram forsætisráðherra en Davíð víkur. 

Það ætti að vera hægt að veðja á þennan bardaga á Lengjunni.


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband