Minnkandi þolinmæði Samfylkingarmanna

Í nýrri skoðanakönnun MMR minnkar stuðningur kjósenda Samfylkingar við ríkisstjórnina um heil 10 prósentustig frá því í október. Það er ekki lítið. Greinilegt að Davíðsmál eru farin að reyna á þolrifin og ekki nema rétt helmingur Samfylkingar sem styður ríkisstjórnina.

Það hlýtur bara að vera tímaspursmál hvenær spennan á stjórnarheimilinu verður óbærileg. Ég hef haldið mig við að spá kosningum 20. júní en ef svo fer sem horfir verður kosið fyrr.

Það er ekki nema þriðji hver kjósandi sem styður ríkisstjórnina og er það mikið fylgishrun frá því í október. Þetta er merki sem má ekki líta framhjá. Tólfti hver kjósandi á Íslandi vill fá nýjan stjórnmálaflokk og Íslandshreyfingin virðist vera að komast á blað aftur.

Skyldi Guðni snúa aftur og Davíð? Jafnvel Jón Baldvin? Væri það ekki alveg úr takt að endurvinna gamla refi fyrir Nýja Ísland?


mbl.is Vilja nýja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki spurning um hver styður hvern?  Spurningin er viljum við hafa lýðræði eða einveldi ? Svari hver fyrir sig. en eins og staðan er núna er einveldi (d.o.)  Komum við Davíð út úr myndinni , þá veit ég að það myndi rætast úr Geir Haarde.  Og sennilega Ingibjörg Sólrún gæti staðið jafnrétt á báðum fótum.  Hún hefur haft það dálítið þýft undanfarið.  enn.nn batnandi manni er best að lifa alla vega fram yfir jól.

j.a. (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Pax pacis

Af hverju ætli Geir taki ekki slaginn við Davíð? Segjum svo að Davíð færi aftur í pólitík eftir að vera hent úr Seðlabankanum. Hvaða Sjálfstæðisþingmenn ætli myndu þá snúa baki við ríkisstjórninni?

Ríkisstjórnin er með 43 þingmenn, ekki satt? Ég myndi giska á að Björn Bjarna, Bjarni Ben, Sigurður Kári og Guðlaugur Þór myndu fylgja Davíð og segja skilið við stjórnina. Þá eru 39 eftir. Hverjir fleiri gætu farið? Ég þekki ekki nógu vel þessar blokkir í Sjálfstæðisflokknum en þeir mega við að missa 9 þingmenn í heildina án þess að glata þingmannameirihluta.

Pax pacis, 6.12.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband