Nú á Geir aðeins einn kost: Að reka Davíð!

Fyrst þegar það kvisaðist að Geir Haarde þorði ekki að reka Davíð vegna þess að hann hótaði að stofna nýjan flokk tók maður því sem hverri annarri kjaftasögu. Það væri útilokað að í þessari miklu krísu væri hagur flokksins settur í fyrsta sæti. En það var engin kjaftasaga. Nú hefur hún verið staðfest og það ærlega, af Davíð sjálfum í blaðaviðtali.

Vegna þessarar hótunar er allt í klemmu. Seðlabankastjóri situr enn í óþökk þjóðarinnar. Það er gert grín að Íslendingum um allan heim. Það þarf enginn að axla ábyrgð. Ekki einn einasti maður úr stjórnkerfinu hefur þurft að stíga til hliðar.

Og ástæðan er að flokksins vegna er ekki hægt að hreyfa við þeim sem ætti að víkja fyrst.

Með þessari makalausu yfirlýsingu er Davíð búinn að still Geir Haarde upp við vegg. Ef Geir ætlar að halda andlitinu og einhverjum trúverðugleika verður hann að víkja Davíð úr embætti. Hann getur hvorki boðið sjálfum sér né þjóðinni upp á það að vera fjarstýrt úr Svörtuloftum. Og það með hótunum. Það er niðurlæging fyrir embætti forsætisráðherra. Þannig lítur það út frá sjónarhóli þjóðarinnar og það er óásættanlegt með öllu.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flokk og foringja framar landi og lýð.

Kannast einhver við þetta frá Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar?

Alli (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Ingibjörg SoS

Nú erum við loksins að færast nær, - í raun, mjög nálægt rót vandans.

Ingibjörg SoS, 4.12.2008 kl. 09:08

3 Smámynd: Andrés.si

Ég er ekki hans maður en við getum litið á hryðjuverka lögin frá forsendum að Bretar gerðu ekki mistök. Hverjir eru þá vondir karlar?

En hann gat vissulega gripið miklu miklu fyrr. Löngun til þess var ekki til staðar virðist vera.

Andrés.si, 4.12.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Ég trúi því varla að davið haldi að hann eigi aftukvæmt í pólitík, hann er guðfaðir nýfrjálshyggjunar og holdgerfingur alls þess sem afvega fór.  Hann ætti að vera niðulægður ef hann reyndi að komas til valda aftur, en maður vet ekki, fólk er fílfl ensog sannast hefur í máli Árna Jónssen.

Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2008 kl. 09:32

5 Smámynd: Andrés.si

Athygli vekur að þjóðini tala eingöngu Davíð en ekki glæponar. Eða er hann einni glæpamaður sem talar í fjölmiðla? Geir að minu mati er með hlutverk leikara.

Andrés.si, 4.12.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband