17.9.2010 | 12:57
"Þið eruð ekki þingið"
Það er vond staða fyrir Alþingi að þurfa að taka ákvörðun um hvort draga skuli fyrrum ráðherra fyrir Landsdóm. Að vera handhafar ákæruvaldsins. Ég öfunda engan þingmann af því hlutskipti.
En það var vanhugsað hjá nokkrum þingmönnum Samfylkingar að funda í gær með Ingibjörgu Sólrúnu, einum hugsanlegra sakborninga, á meðan málið er enn til afgreiðslu hjá Alþingi. Annað hvort átti að funda með þeim öllum eða engum.
"Þið eruð ekki þingið" hefði Ingibjörg Sólrún getað sagt með réttu.
Það eru þingmenn allir sem sameiginlega fara með (eða sitja uppi með) ákæruvaldið í þessu máli. Þess vegna orkar tvímælis að nokkrir þingmenn úr einum flokki boði slíkan fund, það gefur honum yfirbragð leyndar og baktjaldamakks. Ef fundað er á annað borð með hugsanlegum sakborningum ættu þingmenn úr öllum flokkum og helst allir þingmenn að sitja fundinn.
Bergsteinn Sigurðsson, einn albesti penni Fréttablaðsins, skrifar Bankþanka dagsins og telur Landsdóm ekki tilheyra nútímanum. Pistillinn, sem ber yfirskriftina Hinir dómbæru, er í léttum dúr þótt fjallað sé um alvöru málsins. Ég mæli með lestri hans.
![]() |
Þungbær skylda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 23:01
Silfur, síld og forsetinn
Ég veit ekki til þess að nokkur hafi skilgreint verksvið forsetans á þann hátt, að það sé óeðlilegt að hann taki þátt í baráttu fyrir brýnum hagsmunamálum þjóðarinnar.
Þannig svaraði Ólafur Ragnar í fréttum RÚV, þegar hann var krafinn skýringa á því að hafa rætt við erlenda fréttamenn, útskýrt málstað Íslendinga skilmerkilega og sagt sannleikann. Enda eigum við því ekki að venjast af hálfu ráðamanna.
Til eru þeir sem ekki kunna að meta framlag forsetans. Eina mögnuðustu athugasemd bloggheima, gegn glæsilegri framgöngu Ólafs Ragnars, er að finna í færslu á Eyjublogginu. Þar beitir höfundur þeirri áróðurstækni sem upp á ensku er kennd við rauða síld, "red herring". Hún gengur út á að beina umræðunni að einhverju ljótu og neikvæðu og tengja andstæðinginn eða málstað hans við það.
Á vef-Silfrinu var þessi klausa birt úr færslunni, undir fyrirsögninni Lengi getur vont versnað:
Þegar forseti Íslands er farinn að gagnrýna ESB, samtök sem eru eitthvað sterkasta aflið í heiminum sem berjast fyrir mannréttindum, í landi eins og Kína þar sem mannréttindi eru fótum troðin hefur Lýðveldið Ísland ná enn einum lágpunkti. Lengi getur vont versnað, er það eina sem maður getur sagt.
Einu sinni var síldin kölluð silfur hafsins. Þessi rauða síld er sóðaleg aursletta úr uppskriftabók áróðurstækna.
Það að forsetinn gefi erlendum fjölmiðli heiðarleg svör við spurningum um Icesave og íslenskan efnahag er tengt við mannréttindabrot í Kína. Höfundur notar svo tækifærið til að upphefja Evrópusambandið í leiðinni.
Líklega hefur Eyjubloggarinn ekki vitað að sama dag og hann ritaði færslu sína skipaði ESB sinn fyrsta sendiherra í Kína. Í fréttum Evrópusambandsins um hið nýja embætti er ekki minnst orði á mannréttindabrot. Skyldi hann skrifa nýja færslu af því tilefni?
16.9.2010 | 00:22
"God bless his political memory"
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er ekki besti vinur utanríkisráðherra í dag. Össur segir forsetann ekki hafa umboð til að gera neitt annað en það sem Alþingi ákveður.
Össur er eflaust búinn að steingleyma því þegar hann sjálfur laumaðist úr landi sem ferðamaður í fyrrasumar - án vitneskju þingsins, ríkisstjórnarinnar og utanríkisnefndar - og leitaði stuðnings við mál sem Alþingi hafði ekki afgreitt.
Ólafur Ragnar stóð sig mjög vel í viðtali á Bloomberg í dag.
Það var kröftugt hvernig hann lýsti yfirgangi Gordons Brown, bæði þegar hann sagði Ísland gjaldþrota og þegar hann beitti hryðjuverkalögum. Inn á milli skaut Ólafur frábærri athugasemd: "God bless his political memory".
Össur utanríkisráðherra ætti að vera Ólafi Ragnari þakklátur. Hann var óhræddur við að segja það sem flestir hugsa og ráðamenn áttu að segja fyrir löngu, en gerðu ekki.
Ólafur Ragnar hafði meira umboð til að tala í dag en Össur hafði á Möltu í fyrra, 98% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu er nokkuð skýrt umboð.
15.9.2010 | 00:55
Þingmaður sakar ráðherra um geðvillu
Það þarf að auka virðingu Alþingis. Um það virðast allir vera sammála, bæði formlegar nefndir, almenningur og ráðamenn. Á sama tíma og þetta er rætt birtir Þór Saari grein þar sem hann segir Steingrím J Sigfússon "illa haldinn af Hubris heilkenninu".
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingmenn Hreyfingarinnar tjá sig um andlegt jafnvægi kolleganna. Þráinn Bertelsson gæti lesið tölvupóst frá fyrrum flokksfélaga um það.
Hubris heilkenni er brenglun eða "geðvilla", sem er íslenska orðið sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar notar um fyrirbærið (sjá hér #15). Geðvilla þessi stafar af (miklum eða skjótfengnum) völdum og lýsir sér m.a. í hroka, firringu og skorti á auðmýkt. Orðatiltækið dramb er falli næst á við um hinn veika, þar sem með ásökun um Hubris er jafnan gefið í skyn að fall eða refsing sé innan seilingar.
Um fjármálaráðherrann segir Þór Saari:
Það sem blasir hins vegar við er að formaður VG er orðinn svo illa haldinn af "Hubris" heilkenninu að hann gerir ekki lengur greinarmun á réttu eða röngu og segir einfaldlega það sem honum persónulega hentar hverju sinni.
Þessa grein birti Þór Saari á a.m.k. fjórum stöðum; Smugunni, Svipunni og Tíðarandanum, auk bloggsíðu sinnar.
Niðrandi ummæli um nafngreint fólk eru of algeng í netheimum, sér í lagi í nafnlausum athugasemdum við blogg og fréttir. Það getur verið erfitt að eiga við það en það er aldeilis fráleitt að þingmaður svívirði ráðherra í greinarskrifum á netinu.
Það skiptir engu máli hversu ósammála Þór Saari er Steingrími J Sigfússyni eða hversu óánægður hann kann að vera með embættisfærslu hans, það réttlætir ekki opinberar ásakanir um geðvillu.
Ef það á að auka virðingu Alþingis þurfa þingmenn að byrja á sjálfum sér, bæði innan þings og utan. Að sýna fólki tilhlýðilega virðingu og viðhafa háttvísi og kurteisi, bæði í ræðustól og á öðrum vettvangi. Að bera geðvillu á ráðherra í skrifum á netinu eykur ekki virðingu fyrir þingmönnum eða þinginu og er óviðeigandi með öllu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
13.9.2010 | 00:44
Skrýtnasti flokkurinn
Evrópusamtökin eru skrýtin pólitísk hreyfing, líklega sú skrýtnasta í heimi. Aðal baráttumál félagsmanna er að svipta þjóð sína forræði í eigin málum og koma því undir fjarlægt vald. Meira að segja formleg yfirráð yfir verðmætustu auðlind sinni og öllum rétti til löggjafar í orkumálum, svo dæmi séu nefnd.
En við búum við skoðanafrelsi, sem betur fer. Evrópusamtökin eiga fullan rétt á sínum skoðunum eins og aðrir. Og dýrmætt málfrelsið gefur öllum rétt til að tjá skoðanir sínar. Evrópusamtökin hafa því stjórnarskrárvarinn rétt til að hafa rangt fyrir sér og fara með fleipur.
Til að vinna skoðunum sínum fylgi beita samtökin öllum ráðum. Síðustu dagana hafa árásir á íslensku krónuna verið áberandi og allt frá rafvirkja til ritstjóra lagt hönd á plóg. En hvaða skoðun sem við höfum á Evrópumálunum getum við öll verið sammála um nokkur atriði:
- Krónan hefur aldrei átt sæti á Alþingi Íslendinga.
- Krónan hefur aldrei samið fjárlög.
- Krónan samdi ekki frumvarpið sem varð að Ólafslögum og færði okkur verðtrygginguna, sem enn er í gildi.
- Krónan hefur aldrei tekið ákvörðun um að fella gengið.
- Krónan hefur aldrei verið fjármálaráðherra og ekki viðskiptaráðherra heldur.
- Krónan átti ekki sæti í einkavæðingarnefnd.
- Krónan var hvorki í stjórn Kaupþings né Íslandsbanka. Ekki einu sinni í Landsbankanum.
Samt tala menn iðulega um krónuna eins og hún sé lifandi vera, með sjálfstæðar skoðanir og mikil völd og vilji láta illt af sér leiða. Að hún sé óværa sem þarf að koma fyrir kattarnef. Að léleg stjórn efnahagsmála sé þessari kynjaveru að kenna, en ekki valdhöfum.
Blóraböggull er handhægt vopn
Þegar á móti blæs er gott að geta bent á blóraböggul. Allt er betra en að finna sekt hjá sjálfum sér. Þá er svo einfalt að gera gjaldmiðilinn að sökudólgi í miðju óörygginu sem fylgdi í kjölfar hrunsins. Einmitt á meðan fólk sér kjör sín og eignir rýrna er rétti jarðvegurinn fyrir svona boðskap. Og ef menn geta slegið tvær flugur í einu höggi og unnið vondum málstað fylgi í leiðinni, þá er þetta alveg kjörið.
Með því er líka hægt að færa fókusinn frá hinni raunverulegu stefnu Evrópusamtakanna, sem er að gefast upp á að ráða eigin málum. Slagorð um uppgjöf og aumingjaskap er ekki líklegt til vinsælda. Þess vegna hafa menn líka búið til orðaleppa eins og "að deila fullveldi sínu með öðrum þjóðum" til að nota um uppgjafarstefnuna.
En ekkert er nýtt undir sólinni. Það eru mörg dæmi um að skaðlegar hugmyndir fái hljómgrunn. Milljónir manna trúðu á yfirburði kommúnismans fyrir örfáum áratugum. Svo kannski er ég að hafa félagsmenn Evrópusamtakanna fyrir rangri sök. Kannski er þetta fólk sem trúir því, í hjartans einlægni, að það sé einhver vitglóra í því fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Enginn illvilji í garð þjóðarinnar, bara venjulegt velviljað fólk sem heldur að það sé að gera rétt.
Við verðum bara að treysta á að skynsemin hafi betur.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.9.2010 | 12:36
Íslenska krónan árið 1922
6.9.2010 | 08:27
Ég held með bændum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
3.9.2010 | 22:50
Skæruliðinn Ögmundur
31.8.2010 | 11:01
Auðlindir. Hvaða auðlindir?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
26.8.2010 | 01:20
Það er bannað að segja satt
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2010 | 10:11
Íþróttaálfinum stolið út Latabæ
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.8.2010 | 14:58
ESB - alls konar fyrir aumingja
17.8.2010 | 22:03
Vaxa "knérunnar" í ESB?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.8.2010 | 23:46
Hlutfallslega stöðugt klúður
Evrópumál | Breytt 5.8.2010 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2010 | 12:56
"Ef við göngum í evruna ..."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)