"Ef við göngum í evruna ..."

Evrópusamtökin bentu í gær, á bloggsíðu sinni, á tvö viðtöl í erlendum fjölmiðlum og var annað þeirra tekið af BBC við dr. Baldur Þórhallsson.  Í textanum er hinn viðmælandinn, Frosti Sigurjónsson stjórnarmaður í Heimssýn, ekki nefndur. Eftir að hafa hlustað á viðtalið við þá Baldur og Frosta efast ég um að Evrópusamtökin hafi hlustað á það, því framganga Baldurs er síður en svo málstað aðildarsinna til framdráttar.

Tvisvar í viðtalinu talar hann um að ganga í evruna!

if we would join the euro ...

our only solution is membership of the euro ...

Rauði þráðurinn í málflutningi Baldurs eru krónan-er-dauð "rökin". En það er hrópandi mótsögn í málflutningi prófessorsins. Fyrst segir hann að það sé lífsspursmál fyrir Ísland að fá evruna: "we desperately need the euro". Og í næstu andrá að við þurfum ekki að bíða í áratug eða meira, því Ísland geti tekið upp evruna eftir 4-5 ár.

Þá er spurningin:
Ef möguleikar Íslands á efnahagslegri endurreisn eru svo stórkostlegir að við gætum uppfyllt öll Maastricht-skilyrðin eftir aðeins 2-3 ár, hver á þörfin fyrir þýsk-franska mynt? (Það þarf að uppfylla skilyrðin í 2 ár samfellt áður en hægt er að skipa um mynt.) Það myndi kalla á hraðferð að grískri fyrirmynd, sem hefur reynst hörmulega, vægast sagt.

Ég mæli eindregið með að menn hlusti á viðtalið. Þátturinn er langur, svo dragið sleðann á 33:25 mínútur, þar hefst viðtalið. Vek sérstaka athygli á lokaspurningunni (What´s in it for Brussels?) og svari Baldurs við henni. Viðtalið er tæpar 7 mínútur að lengd. Frosti kemur vel út og hefði að ósekju mátt fá meiri tíma.

Vissulega nefnir prófessorinn fleira en að ganga í evruna, s.s. þátttöku í samstarfi þjóðanna, að við tilheyrum Evrópu og eigum sameiginlega arfleifð, en stóri áherslupunkturinn er: Við verðum að ganga í evruna.

Í viðtengdri frétt varar Uffe Ellamann-Jensen hins vegar við því að líta á inngöngu í Evrópusambandið sem efnahagsleg bjargráð.

 


mbl.is Segir of snemmt að fara í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já þetta er allt rétt hjá þér. Erlendis, þarmeð talinn Uffe, hafa menn enga aðra lausn fyrir hrunið Íslenskt hagkerfi en að komast í tengslanet ES og síðan Evrunnar. Þeir eru svona þessir útlendingar. Sérstaklega Danir. Þeir segja hluti sem við viljum ekki heyra, enda öfunda þeir okkur fyrir sérstöðuna og upprunann og hreinleikann og fullveldið og tæru snilldina. - Kannski er það ekkert skrítið að sagan um Nýju fötin keisarans skuli hafa verið samin af dana. Íslendingur hefði aldrei geta sett saman þvílíkt rugl.

En þetta er frábært innlegg hjá þér í afneitunar umræðuna. Ekki veitir af að andmæla þessu andskotans ESB samsæris,hernaðar og nýlenduvelda bandalagi verðandi heimskapítalista sem ætla hér allt að gleypa.

Gísli Ingvarsson, 29.7.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Gísli: Þakka þér innlitið og athugasemdina, þótt ekki sé hún í takt við það sem hinn nýi stækkunarstjóri ESB kallar eftir.

Haraldur Hansson, 29.7.2010 kl. 17:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg ótrúlegt að fjölmiðlar skuli draga "fjölmiðlafræðingin" Baldur Þórhallsson upp til að ræða nokkur mál.  Hann er alltaf ómálefnalegur, fullur af fordómum og varð sér til háborinnar skammar í gær, þegar hann af tilfinningasemi einni saman reyndi að valta yfir Frosta sem var mjög málefnalegur og rökfastur.  Hvað er að fólki að kalla þennan (að mínu mati )trúð upp á dekk til að leyfa honum að láta ljósið sitt skína.  Skil það bara ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2010 kl. 20:04

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Ásthildur: Dr. Baldur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þótt hann hafi ekki komið vel út í viðtalinu á BBC vil ég nú ekki kalla hann trúð. Hann er eflaust drengur góður og fær í sínu fagi.

Það er bæði rangt og villandi að tala um aðild að ESB eins og hún snúist eingöngu um gjaldmiðil og efnahagsmál. Hin átakanlega saga Nýfundnalands síðustu hálfu öldina ætti að verða okkur víti til varnaðar. Þeir ákváðu að "leita skjóls" í samvinnu við stórt sambandsríki og hafa ekki borið sitt barr síðan.

Haraldur Hansson, 29.7.2010 kl. 22:44

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sammála Ásthildi,hreinlega geðjast ekki að framgöngu hans,hvorki fyrr né núna.

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband