"... halda að þau séu sjálfstæð og fullvalda ríki"

Aðildarumsókn Íslands að ESB bar örugglega á góma í einkaheimsókn Jóhönnu, eða svo segir Össur. Þangað vilja þau koma þjóðinni, sem þá yrði að taka upp evruna. En hvernig reynist töframyntin evra, öðrum ríkjum en Þýskalandi og Frakklandi?

"Gleymdu skuldabyrði Grikklands og Spánar, því útlitið með skuldastöðu á evrusvæðinu í heild er ekki fallegt þessa dagana" segir á vefnum Business Insider. Blaðamaðurinn Vincent Fernando segir réttilega að ríkin á Evrusvæðinu séu hvorki sjálfstæð né fullvalda, þó þau kunni að halda það.

Countries within the euro currency system may think that they are independent sovereign nations, but in reality they're all joined at the hip in one of the most significant ways -- monetarily.

euro-toilet-paperSeðlabanki Evrópu hefur 16 höfuð, enda eiga öll Evruríki að "eiga rödd við borðið" eins og það heitir á brusselsku. Gallinn er að 14 hausar hafa verið tungustýfðir og aðeins sá franski og sá þýski hafa mál.

Evran hentar eflaust prýðilega fyrir stóru ríkin tvö sem leggja línurnar, en er sem myllusteinn um háls hinna þegar ekki ríkir glampandi góðæri.

Einnig er fjallað um þetta mál á Financial Times (hér) og á vefnum Tilveran í ESB er umfjöllun í Glugganum undir fyrirsögninni "Er myntbandalag líka skuldabandalag?"

---------- ---------- ----------

Enn eru til menn sem vilja misnota kreppuna og slæga stjórn síðustu ára til að knýja fram uppgjöf íslensku þjóðarinnar og koma henni inn í Evrópuríkið. Af því að við séum Hvorki frjáls né fullvalda hvort sem er, sé réttast að gefast upp. Uppgjöfin er kölluð "að deila fullveldi sínu" upp á kratísku. Grein Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag er sorglegt dæmi um þennan hættulega þankagang.

 


mbl.is Jóhanna í einkaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Valur tekur snúing

Það er alveg magnað að lesa þessa frétt. Nú þegar lítur örlítið betur út með að það takist að stöðva Björn Val og félaga í hinni and-íslensku drápsklyfjahreyfingu ber hann sér á brjóst og segir: Þetta er allt okkur að þakka.

Fáir þingmenn hafa barist jafn opinskátt fyrir uppgjöf Íslands og Björn Valur. Hvort sem litið er á skrifin á vefsíðu hans, viðtöl í fjölmiðlum eða málflutning á þingi, þá er það allt á sama veg. Að gefast upp fyrir ofbeldi Breta og samþykkja ólögmætar IceSave klyfjar.

Í viðtali nú segir hann að stefnubreyting Norðmanna sé "eftir samskipti forystu Vinstri grænna" við þingmenn og ráðherra Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi.

Björn Valur skautar fram hjá því sem mestu máli skiptir:

Ef Ólafur Ragnar hefði ekki tekið í taumana og stöðvað Björn Val, Samfylkinguna og aðra uppgjafarsinna, þá hefði aldrei verið um að ræða nein "samskipti forystu Vinstri grænna" við norska þingmenn og ráðherra. Þá hefði Björn Valur fengið sínu framgengt.

Eftir allan gefumst-upp-í-IceSave áróðurinn þykist hann hafa staðið með íslenskum málstað alla tíð. Þetta er viðsnúningur sem ekki sést nema hjá Steinrími Joð, þegar hann þarf að svíkja helstu kosningaloforð.

 


mbl.is Ríkisstjórninni að þakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hellíngur af kellíngum

Þetta er það sem íslenska þjóðin mun alltaf muna og aldrei gleyma, hvernig þeir fóru með okkur.

Loksins sagði hún þetta skýrt og upphátt. Já, þannig lýsti Jóhanna yfirgangi Breta í IceSave málinu í Kastljósi kvöldsins. Þá getur lúðrasveit Samfylkingarinnar, með Þórólf Matthíasson á fyrstu básúnu, hætt að rugla endalaust um "að standa við skuldbindingar sínar" og beint sjónum að réttlætinu.

En því miður entist Jóhönnu ekki eldmóðurinn nema fáein andartök. Hún hafði ekki fyrr lýst hneykslun sinni á skepnuskap Breta en hún sagðist myndu greiða atkvæði með lögunum 6. mars. Það væri ekki annar kostur í stöðunni.

Niðurstaða ríkisstjórnar Jóhönnu er: Þetta er yfirgangur og lögleysa, en við verðum að sætta okkur við það. Við getum ekki annað.

Kannski er það okkar dýpsta ógæfa. Í ríkisstjórninni er allt fullt af kellíngum. Ég er ekki að tala um konur, heldur kellíngar af báðum kynjum. Þær karlkyns geta verið sýnu verri en hinar af sterkara kyninu.

Fólk sem ekki hefur kjark til að standa á rétti þjóðar sinnar á ekki að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa í stjórnkerfinu (Ögmundi var úthýst fyrir að vera ekki kjarklaus). Jóhanna sagðist alltaf hafa reynt sitt besta, en því miður er það ekki nógu gott. Hún sýndi það í Kastljósinu að hún ræður ekki við verkefni sitt.

Jóhanna Sigurðardóttir verður að víkja og hinar kellíngarnar í ríkisstjórninni líka.

 


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánn ógnar evrunni

roubiniHann var sakaður um svartsýnisraus og uppnefndur "Doctor Doom" þegar hann spáði eignabólu, kreppu og bankahruni löngu áður en kreppan skall á. Frægur er fyrirlestur hans fyrir fullu húsi hagfræðinga og fulltrúa AGS á fundi í New York í september 2006.

Í dag er Nouriel Roubini aðeins titlaður prófessor í hagfræði við New York háskóla og menn taka meira mark á honum en mörgum starfsbræðra hans. Háðsglósur um dómsdagsspár heyrast ekki lengur.

Roubini telur hættu á að evrusvæðið eigi eftir að liðast í sundur. Kannski ekki á þessu ári eða því næsta, en hættumerkin eru augljós. Einn þekktasti fjárfestir heims, George Soros, telur líka að veikleikamerkin séu alvarleg.

Núna er öll athyglin á Grikklandi, enda landið aðeins hænufeti frá gjaldþroti. Roubini segir að samt sé Spánn mesta ógnin við evruna. Hagkerfi Spánar er það fjórða stærsta í €vrulandi, atvinnuleysið gífurlegt og bankarnir veikir.

Ef Grikkland fer í þrot er það "problem", en ef Spánn kemst í þrot verður það "disaster" fyrir evrusvæðið.

€vran, þetta undrameðal sem átti að verða allra meina bót, gæti reynst snákaolía hin versta, fyrir öll þau ríki sem ekki heita Þýskaland eða Frakkland. Össur og Jóhanna vilja örugglega fá hana samt, enda er það trúaratriði hjá þeim að koma Ísland inn í Evrópuríkið fyrir flokkinn sinn. Ekki fyrir þjóðina, heldur fyrir flokkinn.

 


Falleg skaðræðisskepna

"Aðstæður í Þistilfirði eru ekki ákjósanlegar fyrir björgun", sagði í frétt um ísbjörninn, sem þá var ófundinn.

isbjornÞótt hvítabjörn sé falleg skepna, úr hæfilegri fjarlægð, getur hann verið stórhættulegur og valdið usla og búsifjum. Þess vegna var ísbjörninn felldur af bónda í Þistilfirði.

Þistilfjörður er heimasveit Steingríms Joð, sem líka þarf að glíma við ísbjörn. Það er hún Ísbjörg, eins og sumir hafa íslenskað Icesave.

Iceseve er ekki falleg skepna eins og bangsi. Steingrímur ætti að taka sveitunga sinn sér til fyrirmyndar og koma þessari skaðræðisskepnu fyrir kattarnef sem fyrst. Ekki hleypa henni á land, þar sem aðeins er tímaspursmál hvenær hún veldur stórfelldu tjóni.

Þjóðþrifaverkið hefst 6. mars þegar við segjum nei við ríkisábyrgð á drápskjörum.

 


mbl.is Ísbjörninn stoppaður upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greindarskertir blýantsnagarar

Sumir segja upphátt það sem við hin látum okkur nægja að hugsa. Gamli ritstjórinn Jónas Kristjánsson er stundum hæfilega kjaftfor og lætur kurteisina ekki alltaf flækjast fyrir sér. Í gær birti hann þessa klausu á bloggsíðu sinni: ... Einkum er hávær...

Íslendingar neita að mæta í eigin jarðarför

Einar Már Guðmundsson rithöfundur skrifar mjög áhugaverða grein í Sunnudags Moggann, þar sem hann fjallar um sögu Haítí. Ekki um hinn hörmulega jarðskjálfta 12. janúar, heldur þá gildru fátæktar og örbirgðar sem haítíska þjóðin hefur verið föst í um...

Minna en ekkert fyrir mat

Það er aðeins afmarkaður hópur bótaþega sem ríkisvaldið ræðst á af skefjalausri hörku, með velferðarkerfið að vopni. Höggþunginn var aukinn með harkalegum breytingum í janúar 2009. Og enn skal þrengt að þeim sem minnst hafa. Lífkjörin eru skert "með því...

Fátæktin í ESB - framtíð Íslands

Það segir sitt um hagsældina innan Evrópuríksins að það skuli þurfa að efna til sérstaks átaks, sem heitir Stöðvum fátækt! Það á að leggja eitt ár undir verkefnið. Innan ESB lifa 17% undir fátæktarmörkum *. Það verður allt annað en auðvelt að ráða...

Steingrímur Joð er fastur á strandstað

Íslands nýjasta nýtt ehf., eins og ÍNN heitir fullu nafni, bauð upp á Hrafnaþing í fyrrakvöld. Viðmælandi sjónvarpsstjórans var Steingrímur J Sigfússon, fjármálaráðherra. Það var vægast sagt dapurlegt að heyra til ráðherrans, hann virðist uppgefinn og...

Sönn saga

Þetta er saga úr íslenskum raunveruleika. Frásögn af því hvernig velferðarkerfið gefur ekkju á áttræðisaldri skilaboð um að bjarga sér sjálf. Hún er bótaþegi hjá Tryggingastofnun ríkisins og missti maka sinn fyrir tveimur árum. Hún tilheyrir þeim...

Holta-Þórir ræðst á Ísland

Ekki nokkur einasti Íslendingur mun setja sig upp á móti því að tryggingasjóðurinn íslenski verji öllum þeim fjármunum sem hann fær úr þrotabúi gamla Landsbankans til að greiða innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Og það eru ekki litlar fjárhæðir....

Að drepa gamla fólkið

"AGS heimtar svo skattahækkanir, niðurskurð opinberra útgjalda og kauplækkanir hjá öllum. Það er í besta lagi að loka sjúkrahúsum, stytta skóladaginn og drepa gamla fólkið úr næringarskorti svo lengi sem bankar í útlöndum fá sitt." Þetta er tekið úr...

Vanur ógeðisdrykkjum

Steingrímur Joð fór létt með að hvolfa í sig ógeðisdrykk eftir kosningarnar, slíkur var þorstinn eftir völdum. Drykk sem innihélt Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, nauðasamninga um IceSave og umsókn um aðild að Evrópuríkinu. Allt eitur í augum Vinstri grænna,...

Generalprufa í gunguskap

Fyrir áratug var lagið If you tolerate this, your children will be next mjög vinsælt. Það var flutt af einni af þekktustu hljómsveitum sem komið hafa frá Wales. Þótt samhengið í lagi Manic Street Preachers sé allt annað getur titillinn vel átt við...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband