2.10.2010 | 01:51
Súrrealískt ástand og aumingjagæska
Ekkert endurspeglar hið súrrealíska ástand í íslenskri pólitík betur en endurkoma Björgvins G Sigurðssonar á þing og þá sér í lagi það sem hann segir sjálfur. Ráðherrann sem svaf á verðinum en slapp við ákæru, tilkynnir komu sína með því að segja:
Ég held að réttarhöld yfir Geir Haarde hafi ekkert með réttlæti að gera.
Með þessu segir hann að landsdómsmálið hafi verið pólitískur hanaslagur, sem eru þungar ásakanir á bæði andstæðinga og samherja. Sjálfur slapp hann. Sumir útskýrðu sýknuatkvæðið með því að Björgvini hafi verið haldið utan við atburðarrásina og hann því ekki vitað neitt. Ráðherrann sjálfur.
Finnst honum virkilega ekkert að því að snúa aftur undir þessum formerkjum? Að hafa verið hlíft út á aumingjagæsku? Að samherjar hans telji að hann hafi verið svo mikill sofandi sauður á ráðherrastóli að það sé rangt að draga hann til ábyrgðar?
Nei, greinilega ekki. Síðdegis, eftir setningu þingsins, birti Smugan stutt viðtal við Björgvin (sem er að skrifa bók). Þar segist hann vera ánægður með að snúa aftur til starfa á Alþingi og að hann hafi ekki fengið egg í hausinn frá æstum mannfjöldanum á Austurvelli.
Það er einn ljós punktur í Smuguviðtalinu. Björgvin segir að þrúgandi andrúmsloft dagsins sé "eftirminnilegt". Gott, hann var þá alla veganna ekki búinn að gleyma atburðum dagsins fyrir kvöldmat.
Það er ekki nóg að tala um að endurreisa virðingu Alþingis. Á meðan þingmenn eins og Björgvin G og Þorgerður Katrín geta sest aftur í stólinn sinn og aðrir sem rúnir eru trausti setið áfram, þá þokast ekkert í virðingarátt.
![]() |
Eggjum rigndi yfir þingmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2010 | 08:45
Jæja, tökum nú 'Secret' á þetta
Einkennishróp búsáhaldabyltingarinnar var: "Vanhæf ríkisstjórn! Vanhæf ríkisstjórn!"
Eftir á að hyggja var það jafn vitlaust og að biðja Giljagaur um kartöflu í skóinn. Enginn fattaði það þá, en eins og mér var réttilega bent á þá virkar The Secret. Það sem við fengum var einmitt: Vanhæf ríkisstjórn!
Getur einhver séð betri skýringar á öllum u-beygjum Steingríms Joð? Hann er ofurseldur Secret töframættinum og gerir einmitt það sem fjöldinn krafðist. Tryggir okkur vanhæfa ríkisstjórn.
Núna, þegar svefnpokabyltingin er að ýta úr vör legg ég til að hún vandi val á slagorðum.
Hæfa ríkisstjórn! Betra alþingi! Réttlátt samfélag!
Laugardag eftir laugardag stóð ég á Austurvelli, mánuðina eftir hrun. Rödd fólksins hrópaði: Ríkisstjórnina burrrt. Ég mætti til að vera með og sýna stuðning. Hlustaði á ræðurnar og fór svo sáttari heim, ískaldur á tánum. Núna sé ég eftir tímanum sem ég eyddi í þessa tilgangslausu baráttu.
Svefnpokabyltingin verður að passa að það endurtaki sig ekki. Og fyrir alla muni sleppum öllu ofbeldi og skrílslátum, það er nóg af því á þingi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2010 | 12:55
Eru ráðherrar "bara hásetar"?
Þegar fjölmiðlar spyrja fólkið á götunni um landsdómsmálið er enginn sáttur, þótt af mismunandi ástæðum sé. Flestir segja að annað hvort hefði átt að ákæra alla eða engan. Sumir, sem tjá sig á vefnum, telja þó niðurstöðuna ásættanlega og vísa til sjóprófa, þar sem skipstjórinn einn er dreginn til ábyrgðar vegna sjóslysa.
En skipstjórarökin halda ekki.
Geir Haarde var sannarlega skipstjórinn. En að líkja Árna, Björgvini, Ingibjörgu og hinum ráðherrunum við óbreytta háseta er út í hött. Þau voru ráðherrar! Þau voru handhafar framkvæmdavalds og þingmenn að auki. Hásetarnir á þjóðarskútunni eru mörgum mörgum lögum neðar í pýramída samfélagsins. Að jafna málinu við sjópróf gengur ekki upp.
Alþingi átti að fjalla um athæfi sem varða refsingu, en ekki (flokks)pólitískt uppgjör.
Komist menn á annað borð að þeirri niðurstöðu að framin hafi verið athæfi sem varða fangelsisvist, þá er óhugsandi að slíkur gjörningur geti skrifast á einn mann í tólf manna ríkisstjórn. Ekki einu sinni þótt hann sé forsætisráðherra, hrunið snertir of marga þætti til þess. Beri "skipstjórinn" meiri ábyrgð en aðrir, ætti það að endurspeglast í úrskurði landsdóms en ekki í pólitískum sýknudómi Alþingis.
Alþingi er máttlítið og ósjálfstætt.
Rannsóknarnefnd Alþingis gerir í skýrslu sinni margar athugasemdir við framgöngu stjórnmálamanna undanfarin ár, sem einskorðast ekki við ráðherra. Alþingi er gagnrýnt fyrir skort á sjálfstæði og faglegum vinnubrögðum, fyrir að lúta leiðtogavaldi og að vera eins afgreiðslustimpill fyrir framkvæmdavaldið. Gagnrýnt fyrir að bregðast almenningi.
Afgreiðslan á landsdómsmálinu var ekki til þess fallin að auka virðingu almennings fyrir hinni aldagömlu löggjafarstofnun. Það læðist jafnvel að manni sá grunur að sumir þingmenn hafi ekki skilið til fulls hvað í þingsályktuninni fólst. Afgreiðslan breyttist í pólitískan hráskinnaleik, sem var því miður fyrirséð.
Það þarf greinilega að endurreisa Alþingi á alla vegu: Virðingu þess, sjálfstæði og faglega getu. Þangað til er Alþingi ófært um að fara með ákæruvald.
![]() |
Ískalt viðmót á þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2010 | 18:09
Lilja stendur uppúr!
LILJA MÓSESDÓTTIR vill segja upp samstarfinu við rukkarana í AGS, en telur að til þess skorti pólitískan kjark. Aðrir vilja klára viðbótar níu mánuði. Þetta sagði hún og útskýrði í þættinum Návígi í sjónvarpinu í gær.
Ef þú sást ekki þáttinn skaltu smella hér og verja næstu 28 mínútum í að hlusta.
Þetta er besta viðtal við stjórnmálamann sem heyrst hefur lengi. Þarna talar þingmaður sem greinilega er í meiri tengslum við íslenskan almenning en við eigum að venjast frá ráðamönnum.
Lilja stendur uppúr.
Hún er klár, jarðbundin og samkvæm sjálfri sér. Það er sjaldgæft að heyra stjórnmálamann gagnrýna eigin flokk eins og Lilja gerir, málefnalega og af kjarki. Enn sjaldgæfara að heyra þá mæla með hugmyndum andstæðinganna, sem Lilja gerir líka, óhikað. Hún lætur málefnin ráða.
Hún tekur undir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um skattlagningu iðgjalda í séreignarsjóði og segir að Framsókn hafi átt bestu hugmyndina um lausn á skuldavanda heimilanna. En hugmyndin var kæfð af því að hún kom ekki frá réttum flokki.
Hún greinir frá því að hafa oft tekist á við Steingrím um AGS, sem hefur heljartök á stjórn bankamála. Einnig lýsir hún vonbrigðum sínum með frammistöðu eigin flokks í ýsmum málum og segir að erfitt sé að starfa með flokki sem sér bara eina lausn og á þar við óbilandi (en bilaða) ESB trú Samfylkingarinnar.
Þessi þáttur ætti að vera aðal fréttaefni dagsins.
![]() |
Þriðja endurskoðunin samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2010 | 08:36
Össur í alvöru útrás
Til viðbótar við orkuútrás ætti Össur að boða stórfelldan útflutning á pólitískum patentlausnum. Enda glaðvaknaður og búinn að yrkja vísu. Margar þjóðir þurfa sárlega á lausnum að halda og aðstoð Össurar mynda bæta ímynd okkar.
Hann ætti að byrja á Írlandi.
Það er virkilega dapurt að fylgjast með fréttum frá Írlandi þessa dagana. Ástandið þar er orðið verra en hér, þrátt fyrir að þar hafi ekki orðið neitt bankahrun (á yfirborðinu). Og ástandið heldur bara áfram að versna.
Einhver góðhjartaður íslenskur krati ætti að benda frændum okkar á hina einu sönnu lausn; að sækja um aðild að ESB og taka upp evruna. Bara við að sækja um aðild hefst batinn.
Það er sama hvort maður les Irish Independent, Irish Times, Wall Street Journal, Daily Telegrahp, The Independent eða eitthvað annað, allar fréttir frá Írlandi eru um versnandi ástand og engin batamerki.
Þetta hefði aldrei farið svona illa á Írlandi ef þeir væru í ESB og með evruna. Össur segir það.
---------- ---------- ----------
Eina tæknilega vandamálið er að Írland gekk í Efnahagsbandalagið 1973 og er búið að vera með evruna frá því hún var tekin upp 1999/2002. En vel vakandi Össur finnur örugglega lausn á því.
![]() |
Össur boðar orkuútrás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 12:49
64% vilja "kíkja í pakkann"
27.9.2010 | 23:39
Slæmar fréttir og verri fréttir
25.9.2010 | 14:56
Samninginn á vestfirsku (fyrir Össur)
24.9.2010 | 12:33
Á meðan Össur sefur ...
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2010 | 23:00
ESB virkar ekki
22.9.2010 | 12:52
Krötum var leyft að hugsa
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.9.2010 | 08:33
"Lucky old Iceland"
21.9.2010 | 01:16
Harry Potter bjargar ekki Íslandi
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2010 | 12:29
Tilraun til hirðuleysis
18.9.2010 | 12:27
ESB tapaði (óvænt) hjá SÞ
Evrópumál | Breytt 19.9.2010 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)