ESB - alls konar fyrir aumingja

Þegar allt um þrýtur má alltaf reyna að kaupa atkvæði. Það var gert á Nýfundnalandi með sorglegum afleiðingum, ESB hefur gert þetta í A-Evrópu og hikaði ekki við að brjóta gróflega eigin reglur þegar kosið var (aftur) um dulbúnu stjórnarskrána á Írlandi.

Nú hefur heil tylft ráðamanna í Brussel sagt okkur að það verða engar varanlegar undanþágur, þýsk-franska töframyntin reynist jaðarríkjunum fótakefli og lýðræðinu var úthýst með Lissabon samningnum. Um leið var sambandinu breytt í sambandsríki og vægi smæstu ríkjanna skert um meira en 90%. Og nú eru menn smátt og smátt að sjá að það sem kallað var viðræður er í raun aðlögunarferli.

En þegar rökin gufa upp og undanhald ESB-sinna er orðið eins og ítalskur skriðdreki, með einn gír áfram og fimm afturábak, verður gripið til styrkjanna. Að veifa peningum framan í fólk. Það falla alltaf einhverjir fyrir ölmusum.

Stærsti "styrkurinn" eru milljarðarnir sem ESB ætlar að verja til að greiða sinn hluta af aðlögun Íslands. Það þarf að höggva tær og tálga hæla svo allir geti notað sömu stærð af skóm. Þetta er að sjálfsögðu kallað styrkur í glansmynda- og áróðursskyni. Honum var gaukað að okkur um leið og ESB samþykkti nýjar reglur um merkingar á eggjabökkum!

Svo dúkka þeir upp hver af öðrum: Lagadeildin fær einn og Matís fær annan. Og HÍ fær styrk vegna þátttöku í verkefni um fiskveiðistjórnun. Það hlýtur að ganga vel í landann. Nýlega birti svo Fréttablaðið grein um nauðsyn ESB-styrkja fyrir framtíð íslenskrar menningar, sem þó hefur staðið traustum fótum, fjölbreytt og blómleg, frá því löngu fyrir daga Evrópusambandsins. Fleiri ölmusur má finna með hjálp Google.

En hverjir borga svo styrkina?

Jú auðvitað, við sjálf. Þetta er allt í plati. Greiðslur Íslands til ESB yrðu alltaf talsvert meiri en það sem kæmi til baka sem framlög og styrkir. Tölulegar upplýsingar hjá Eurostat, sem koma beint frá Evrópusambandinu sjálfu, sýna þetta glögglega. Hagræðið, sem aðildin á að færa, slagar ekki nema upp í þriðjung af kostnaði, samkvæmt úttekt fyrrum kommissars Gunthers Verheugen og framkvæmdastjórnar ESB. Skrifræðið étur upp ávinninginn og gott betur.

Þeir sem trúa því að það sé einhver glóra í því að framselja forræði yfir eigin velferð til fjarlægrar valdastofnunar munu samt tala um styrki og ávinning.

Aðildarsinnar ættu að fá lánað slagorð frá grínaranum Gnarr: "ESB - alls konar fyrir aumingja." Því það falla alltaf einhverjir fyrir ölmusum. Og sanniði til, næstu mánuðina munum við reglulega heyra fréttir um að "við fáum alls konar styrki frá ESB", en þeim fylgja ekki upplýsingar um að peningarnir séu sóttir í okkar eigin vasa. 

 


mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skítt með styrkina. Sú staðreynd að geta tekið íbúðarlán og borgað eðlilega vexti án verðtryggingar er kjarabót fyrir okkur Íslendinga.

Krónan hættir að vera skaðvaldur. Hún er búin að kosta okkur meira heldur en aðild að ESB mun kosta okkur í hundrað ár.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 16:33

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það var pólitísk ákvörðun að taka upp verðtryggingu með Ólafslögum 1979. Það er líka pólitísk ákvörðun að afnema hana og væri hið mesta þarfaverk. Vaxtastig stýrist heldur ekki af því hvað gjaldmiðillinn heitir.

Grikkland er dæmi um land þar sem vextir lækkuðu eftir upptöku evrunnar. En það fæst ekkert ókeypis, ekki vaxtalækkun heldur. Grikkir hafa greitt fyrir “ávinninginn” með lækkandi launum og auknu atvinnuleysi. Það er lítið gagn í góðum kjörum þegar menn hafa ekki lengur efni á að taka lán og njóta kjaranna.

Kíktu á þessa samantekt eftir Jóhannes Björn (a.m.k. tvær síðustu málsgreinarnar).

Vil svo bara árétta að spurningin um ESB eða ekki ESB á ekki – og má ekki – snúast að mestu um evruna. Það eru fleiri þættir í húfi.

Haraldur Hansson, 20.8.2010 kl. 17:55

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Haraldur

Þrumulostinn sleggja: Irish Mortgage Rates To Rise Again. Af hverju eru vextir húsnæðislána að hækka á Írlandi? Af hverju þurfa Írar að greiða hærri raunvexti á húsnæðislánum sínum en Íslendingar? Verðbólgan er neikvæð á Írlandi. En samt HÆKKA vextir þar.

"Eðlilegir vextir" eru þeir sem taka mið af verðbólgu. Ef þeir gera það ekki þá endum við eins löndin Írland, Spánn, Portúgal og Grikkland - sem gangandi liðin lík. Þessi lönd eru í rusli vegna óeðlilegra vaxta seðlabanka Evrópusambandsins. Ireland: A recession of the banks, by the banks, and for the banks

En auðvitað er erfitt fyrir þá sem líta á bankastarfsemi sem peningaútsölu að skilja þetta.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2010 kl. 18:00

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í rauninni er verðtryggingin sjálf ekki vandamálið heldur er það verðbólgan.

Verðbólgan hefur alltaf verið mun hærri á Íslandi heldur en í ESB.

Við græðum ekkert á því að afnema verðtryggingu ef verðbólgan heldur áframa að vera há.

Í staðinn fyrir verðtryggingu koma breytilegir vextir sem hækka í samræmi við verðbólguna..... sem er ekkert betra en núverandi ástand.

Svo er alltaf finndið að heyra Íslendinga tala um Írland og fleiri lönd og segja að þau séu gangandi lík..... þetta kallast að kasta stein útúr glerhúsi.    Einnig eru fleiri lönd í ESB sem við eigum miklu meiri sameiginlegt með einsog t.d Svíþjóð, Finnland og Danmörk.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 18:24

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Þruma/sleggja: Hvað veldur verðbólgu? Hún verður ekki lækkuð eða læknuð með því að skipta um mynt. Og verðtrygging getur verið verðbólguhvetjandi.

Ég leyfi mér að vísa aftur í Jóhannes Björn og mjög áhugaverða umfjöllun hans um verðtryggingu. Lestu þessa grein, þetta sem hann setur í bláan ramma.

Og hvað er rangt við að benda á Írland þegar þú talar um "eðlilega vexti" og krónuna sem skaðvald? Þegar stýrivextir eru úr takti við verðbólgustig verða vextir ekki eðlilegir. Það á við um Írland núna, sem ekki getur haft neina stjórn á peningamálum sínum þar sem landið er ekki með sína eigin mynt. Sjáum til hver staðan verður þar í landi eftir eitt ár eða svo, samanborið við Ísland. Ég spái því að þú verðir hissa.

Haraldur Hansson, 20.8.2010 kl. 19:13

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það væri t.d. hægt að losna við verðbólguna með því að taka kaupmáttinn frá þér Sleggja. Taktu sem dæmi Þýskaland. Þar hafa launþegar ekki fengið kauphækkun í 12 ár. Á meðan kaupmáttur Sleggjunnar og Þrumunnar jókst um 80% á 15 árum þá jókst kaupmáttur þýskra launþega um 0%.

Auðvitað hafa elliheimili minni verbólgu en ung samfélög sem eru ennþá í bernsku. Þýskaland er elliheimili og þetta elliheimili stýrir peningamálum 13 landa. Þetta er stórslys. Ein skóstærð fyrir alla. Árangurinn blasir við okkur. Reyndar hefur verið innvortis gengisfelling í gangi á þýska elliheimilinu í samfleytt 12 ár. Þetta er alls ekki sanngjarnt gangvart þeim fáu löndum evrusvæðis sem eru ekki á grafarbakkanum.

Við eigum litla samleið með Finnlandi. Finnska þjóðin eldist nú hraðast af öllum þjóðum ESB. Finnland er að verða elliheimili og mun ekki geta framkallað hagvöxt (né verðbólgu) í hagkerfi sínu sama hversu innilega þeir munu óska sér þess. 

==================== 

Finnish GDP Won't Return to Pre-Crisis Average, Katainen Says 

Finland’s economic growth won’t return to pre-crisis levels after next year’s rebound, Finance Minister Jyrki Katainen said, as Europe’s fastest-aging population constrains productivity.

The economy of the northernmost euro member grew about 4 percent on average in the three years leading up to the financial crisis before a trade-led slump sent Finland into an 8 percent contraction last year, its deepest since the 1918 Civil War

==================== 

Svona er að vera í ESB. Lítil framtíð þar fyrir unga og hressa þjóð.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2010 kl. 19:41

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Haraldur segir að vandamál Íra sé að vera ekki með eigin mynt. Það er eitthvað til í því en þá gengur hann út frá því að land sem er með eigin mynt stjórni verðgildi hennar.

Ég er ekki sammála því. Verðmæti myntar stjórnast af aðstæðum á mörkuðum. Jörðin verður ekki flöt þó það sé ákveðið á stjórnarfundi. Íslenska krónan er og verður jafn mikils virði og þeir sem versla með hana vilja borga fyrir hana.

Theódór Norðkvist, 20.8.2010 kl. 20:57

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég á eftir að lesa greinina og umræðuna, bendi bara á, að um 1992–5 og lengur var sáralítil verðbólga (raunar nánast engin, skv. mælikvörðum flestra hér). Samt var verðtrygging þá í gangi. Verðtrygging veldur ekki sjálfkrafa verðbólgu. – Les annars þessa spennandi vefslóð þegar ég kemst í það!

Jón Valur Jensson, 20.8.2010 kl. 21:18

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Verðmæti myntar stjórnast af aðstæðum á mörkuðum. Jörðin verður ekki flöt þó það sé ákveðið á stjórnarfundi." 

Rétt Theódór, nema að þetta á ekki við í myntbandalögum. Þar stjórnast verðgildi myntarinnar ekki af ástandi hagkerfisins sem svo aftur hefur áhrif á peningamarkaði landsins. Nema kannski í því ríki sem er ráðandi stærð á myntsvæðinu. Einmitt þess vegna er mynt Íra nú um það bið 60% of hátt metin fyrir hagkerfi Írlands. Raunstýrivextir á Írlandi voru að sama skapi neikvæðir um langan tíma og það sprengdi hagkerfi landsins í tætlur. Af þessu getur þú séð að myntbandalag ólíkra hagkerfa er fyrirkomulag perverta. Pornógrafískt peningalegt fyrirbæri. 

Nánar hér um það hvað veldur óstöðugleika mynta: Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2010 kl. 23:21

10 identicon

Jón Valur: gaman ad thu skulir minnast a thad ad thad var mjog litil vedbolga 92-95. Veistu af hverju thad var raunin. Ju astaedan var su ad vid vorum med fastgengisstefnu vid ECU (european currency unit) sem var forveri evrunnar og thess vegna ollu gengissveiflur ekki verdbolgu.

Egill Almar Ágústsson A. (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 09:12

11 identicon

En eg skil ekki alveg. Ef ESB er alls konar fyrir aumingja eru tha allir 500 milljon evropubuar aumingjar og adeins Islendingar og Nordmenn ekki aumingjar?

Egill A. (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 09:15

12 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta aumingjatal er ráðleysis og rökleysistal. Auðvitað vitum við að Íslendingar eru ekki heimsmeistarar í fullveldi og sjálfstæði frekar en öðru. Við gerum bara eins vel og við getum með því misjafna mannvali sem úr er að spila.

Það er lýðræðislegt stjórnarfar á Íslandi á yfirborðinu en hefur verið ólýðræðislegt undir niðri. ESB mun í sjálfu sér ekki geta "bætt stjórnarfar" á Íslandi ef menn vilja ekki bætt stjórnarfar sjálfir. ESB mun ekki neyða okkur í myntsamstarf eða neitt sem við viljum ekki.

Írara sjá um sig sjálfir. Ég hef engar áhyggjur af þeim. Ef þar eru víti til að varast þá felast þau ekki í því að ESB hafi lagt girdrur fyrir stjórnvöld þar. Írar lentu í kreppu og það mun taka þá jafn langan tíma og þeir þurfa til að vinna sig út úr því. Sama hérlendis. Það gefur okkur enginn forgjöf sem við eigum heldur ekki skilið. Andsinnar eru vælukjóar upp til hópa og hrópa úlfur úlfur við minnstu hnökra sem verða á vegi sínum.

ESB skiftir mig engu máli persónulega. Hinsvegtar sem þjóðfélagsþegn skiftir það mig máli.

Gísli Ingvarsson, 21.8.2010 kl. 12:07

13 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka öllum innlitið og athugasemdirnar.

Egill: Lesa betur. Það sem ég segi er að ef menn grípa til þess að veifa styrkjum og bótum, þegar öll alvöru rök eru gufuð upp, þá er "alls konar fyrir aumingja" slagorð sem passar fyrir slíkan málflutning.

Við skulum fara varlega í að kalla 500 milljónir Evrópubúa aumingja. Ekki ætla ég að gera það. Þessir þegnar Evrópuríkisins geta ekki haft nein áhrif á það hvernig ESB þróast, þeir fá ekki einu sinni að kjósa um stjórnarskrána!

Þær þjóðir sem gengu í gamla Efnahagsbandalagið eru núna hluti af allt annars konar sambandi, án þess að hafa haft neitt um það að segja. Það er ekki til neitt lýðræði í ESB, eins og þú eflaust veist.

Haraldur Hansson, 21.8.2010 kl. 18:28

14 Smámynd: Haraldur Hansson

Gísli: Það er beinlínis rangt að ríki sem gengur í ESB geti valið hvort það taki upp evruna eða ekki, ef það er það sem þú átt við. Þau verða að gera það, um það er ekkert val.

Áköfustu aðildarsinnar hafa nefnt frelsi Dana og Breta frá evrunni sem dæmi um undanþágur. Þannig blanda menn viljandi sama stöðu aðildarríkis og umsóknarríkis, til að láta líta út fyrir að hægt sé að semja um sjálfræði í einhverju sem máli skiptir. En það stendur bara ekki til boða.

Haraldur Hansson, 21.8.2010 kl. 18:36

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér Haraldur! ég er líka með hörku umræður í gangi á minni síðu http://alit.blog.is/blog/alit/entry/1086289/

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.8.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband