Vaxa "knérunnar" í ESB?

Í grein í Fréttablaðinu í dag segist greinarhöfundur ekki ætla "að höggva í sömu knérunna". Þessi klúðurslega afbökun á þekktu orðasambandi segir mér að höfundur viti ekki hvað knérunnur er, en hann heldur sig vita það. Þess vegna finnst honum ekkert að því að birta svona vitleysu á prenti, undir fullu nafni og mynd að auki.

En ég ætla ekki að skrifa mola um málfar, heldur innihald greinarinnar, en þar er m.a. umfjöllun í sama "gæðaflokki" um ESB og auðlindirnar.

Höfundur greinarinnar er Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, sem hvatt hefur til "málaefnalegrar umræðu um Evrópusambandið". Maður skyldi ætla að formaðurinn þekkti nokkuð til reglna ESB.

Í grein sinni segir formaðurinn meðal annars:

Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auðlindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum.

ESB stjórnar því ekki hvernig þjóðir nýta námur og nytjaskóga, en er hins vegar með sameiginlega sjávarútvegsstefnu sem öll aðildarríki verða að falla undir. ESB stjórnar eingöngu nýtingu á auðlindum sjávar (og að einverju örlitlu leyti nýtingu beitilanda), en hefur ekki afskipti af öðrum auðlindum. Að bera námur og nytjaskóga saman við fiskveiðar er því algerlega út í hött. Eins og að bera saman epli og skrúfjárn.

Hvernig má það vera að formaður Evrópusamtakanna birti svona vitleysu á prenti, sem innlegg í ESB umræðuna? Mér detta tvær skýringar í hug.

1)  Að höfundur skrifi gegn betri vitund í þeim tilgangi að draga upp glansmynd af ESB. Svona skrif gera ekki annað en að leggja stein í götu málefnalegrar umræðu um Evrópusambandið.

2)  Að höfundur þekki í raun ekki sérstöðu sjávarútvegs í auðlindamálum ESB, en haldi sig gera það. Þess vegna finnist honum ekkert að því að birta svona vitleysu á prenti, undir fullu nafni og mynd að auki.

Ég satt að segja veit ekki hvort er verra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hann sé ekki á launum frá Evrópusambandinu,  það er nokkuð merkilegt hvernig svona "lið" hegðar sér.........

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:05

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég tel mjög ólíklegt að formaður Evrópusamtakanna fái greitt fyrir greinarskrif. En fái hann greiðslur skulum við vona, hans vegna, að þær séu ekki ákvarðaðar eftir gæðum, því þá hefur hann ekki fengið túkall með gati fyrir þessa grein sína.

Haraldur Hansson, 18.8.2010 kl. 10:20

3 identicon

Ég er nokkuð viss að formaðurinn er fjármagnaður af ESB. Fjölmiðlafólki er boðið í sérstakar kynnisferðir til Brussel allt til að tryggja þægilega umræðu fyrir Evrópuríkið. Ríkisstjórnin mun fá 4 milljarða til að reka áróður fyrir Fasistaríkið Evrópu. Esb mun nota gífurlega áróðursvél til að reyna tryggja innlimun og hvergi spara fjármagnið. Varðandi skrif Andrésar verð ég að segja að augljóst er að kappinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala. Sandkassarök duga ekki fyrir Esb liða. Þeir gleyma sífellt að fólk er EKKI fífl.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 12:40

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held að stjórnsýslan í ESB sé knérunnin, nei afsakið, steinrunnin, en það sama má segja um stjórnsýsluna á okkar litla landi.

Sú íslenska er reyndar knérunnin í þeim skilningi að við erum komin á knén og alltaf erfitt að verjast úr þeirri stöðu. Hvort sem er steinrunninni og spilltri stjórnsýslu erlends ríkjabandalags eða okkar eigin drullusokkum sem nóg virðist vera af í embættismannakerfinu.

Theódór Norðkvist, 18.8.2010 kl. 15:22

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitin og athugasemdirnar.

Ef Ísland er komið á hnén, þá er það eitt og sér full ástæða til þess að sækja ekki um inngöngu í ESB. Þá er skynsamlegra að bíða þar til menn geta staðið upp og fengið betri yfirsýn. Við eigum nefnilega ekki að þurfa að "verjast" í svona samskiptum.

Ef við stæðum upprétt og hnarreist væri örugglega ekki búið að sækja um aðild. Segir það ekki sína sögu?

Haraldur Hansson, 18.8.2010 kl. 16:18

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Íslendingum vantar eins og eitt stykki viðreisnarstjórn sem þorir í hreinsun á íslensku hagkerfi (sem felst fyrst og fremst í því að leyfa gjaldþrota fyrirtækjum að fara á hausinn) og tiltekt í ríkisfjármálunum. Og auðvitað afnámi gjaldeyrishafta.

Þetta gátu Íslendingar á tímum fyrri viðreisnarstjórnir, án aðildar að EES eða ESB og uppskáru vel. Það eina sem þurfti var pólitískt þor. 

Geir Ágústsson, 20.8.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband