Krötum var leyft að hugsa

Það sem Magnús Orri Schram sagði í Kastljósinu í gær (hér, 1:30 mín) er sorglegur vitnisburður um flokksræðið í íslenskri pólitík. Það er varla bundið við einn flokk. 

Það var tekin um það ákvörðun í þingflokki Samfylkingarinnar að hverjum og einum þingmanni væri frjálst að hafa sjálfstæða skoðun á þessu máli, taka afstöðu til þess samkvæmt sinni eigin sannfæringu.

Þurfti virkilega að taka ákvörðun um þetta?

Samkvæmt 48. grein stjórnarskrárinnar eru þingmenn aðeins bundnir að eigin sannfæringu. Flokkar eiga ekki og mega ekki taka ákvörðun um hvort þeim fyrirmælum er fylgt. Er það gert til að þurfa ekki að smala köttum?

Það væri forvitnilegt að vita hvort Jóhanna og Samfylkingin leyfi þingmönnum sínum "að hafa sjálfstæða skoðun" í Evrópumálum.

 


mbl.is Vísað til þingmannanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ekki er sérstaklega leyft, það er bannað.

Geir Ágústsson, 22.9.2010 kl. 16:02

2 Smámynd: Elle_

Magnús Orri var ekki nógu skarpur til að skilja uppljóstrunina hans sem hann lýsti þarna um algert flokksræði hins skammarlega flokks.  Og sem við hin vissum.  Hinn almenni alþingismaður flokksins er bara peð í vasa Jóhönnu og Össurar, lítil Evrópu- og Icesave-peð.  Það ætti að banna Samfylkinguna úr stjórnmálum. 

Elle_, 22.9.2010 kl. 21:03

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitið og athugasemdirnar.

Það getur verið flókið að passa alltaf uppá hvað af sannleikanum má segja upphátt og hvenær.

Við munum að daginn sem Icesave frumvarpið (þetta ónýta, upphaflega) var lagt fram voru allir 20 þingmenn Samfylkingarinnar tilbúnir að samþykkja það í atkvæðagreiðslu. Það var ekki "sjálfstæð skoðun" því enginn þeirra hafði fengið að sjá samninginn. En svona er flokksaginn ... og hann getur verið hættulegur.

Haraldur Hansson, 22.9.2010 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband