19.10.2010 | 17:25
ESB vill meiri spillingu (og græða á henni)
Það kemur ekki á óvart að ESB vilji taka upp "sérstakan virðisaukaskatt" sem rennur beint til Brusselvaldsins. Það er búið að vera lengi í farvatninu og líklega er þetta bara byrjunin. En hinar tekjuleiðirnar sem nefndar eru í fréttinni eru ekki síður áhugaverðar, en þær eru:
- Gjald á flugferðir
- Uppboð á losunarheimildum
Nýlega ritað Magnús Jónsson, fyrrum veðurstofustjóri, ítarlega grein þar sem hann fjallar um umhverfisskatta. Þetta er vönduð úttekt þar sem farið er yfir aðdraganda og sögu umhverfisskatta, stöðu og horfur.
Þar er meðal annars greint frá því kerfi sem tekið var upp í ESB árið 2005. Það er svokallað ETS kerfi (Emission Trading Scheme), sem byggist á því að úthluta losunarheimildum á koltvísýringi til fyrirtækja, án endurgjalds, sem síðan geta verslað með þessar heimildir sín á milli óháð landamærum. Síðan segir:
Í desember sl. kom út skýrsla frá EUROPOL, Glæpa- rannsóknastofnun Evrópu, sem dregur upp dökka mynd af ETS-kerfinu í ESB eftir fjögurra ára reynslu af því. Þar er því haldið fram að 90% af öllum viðskiptum með losunarheimildir fari fram á forsendum skattsvika sem nemi um 1.000 milljörðum ÍSK á ári. Kerfið virki eins og segull á stórfelld virðisaukaskattsvik og sé draumakerfi fyrir peningaþvætti. Loks er því haldið fram að það dragi ekki úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Að óbreyttu sé þetta kerfi því paradís fjársvikara og sé fyrst og fremst gróðatækifæri fyrir mestu mengunarfyrirtækin og fyrir verðbréfasala og fjárfesta. Þetta er skuggaleg lýsing á kerfi sem ESB hefur talið að gæti orðið fyrirmynd fyrir allan heiminn í baráttunni við hlýnun jarðar.
Feitletranir eru mínar. Greinina í heild má sjá hér, á bls. 14-17.
Samkvæmt viðtengdri frétt er það hugmynd ESB að afla tekna með uppboði á losunarheimildum, sem áður var úthlutað án endurgjalds. Stefnan er sett á að festa í sessi það kerfi sem Glæparannsóknarstofnun Evrópu hefur gefið húrrandi falleinkunn.
Eina breytingin er að nú vill Brussel græða á kerfinu líka, sem er í raun bara enn meiri spilling. Brusselskur spillingarauki í fallegum umbúðum.
![]() |
Tillögur um evrópskan virðisaukaskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2010 | 16:29
Dásamlega Joly
Eva Joly var himnasending. Hún gefur rannsóknum á meintum fjársvikamálum bankamanna trúverðugleika, enda virtur sérfræðingur á því sviði, sama hvað Ingvi Hrafn segir. Svo hefur hún verið góður talsmaður íslenskra hagsmuna í deilunni um Icesave.
Nú er hún hætt sem ráðgjafi sérstaks saksóknara og er þá frjálsari með að tjá sig um önnur mál en hún var ráðin til, ef hún kýs svo. Daginn sem hún hætti hjá Sérstökum talaði hún á blaðamannafundi með Björk um Magma málið. Rök hennar gegn sölunni virka sannfærandi.
Í Silfrinu í dag lýsti hún þeirri skoðun sinni að Ísland ætti að ganga í ESB. Rökin sem hún færði fyrir því voru hins vegar ekki sterk. Hún sagði að ef Ísland gengi í sambandið vonaði hún að Noregur fylgdi á eftir. Það er nöturlegt að heyra fólk tala um að nota Ísland sem verkfæri til að draga aðra þjóð i klúbbinn, sem þó er búin að hafna honum tvisvar.
Það voru þó villurnar í máli hennar sem voru verri. Það er rangt að Ísland taki upp allt regluverk ESB, ellefu málaflokkar eru alfarið á forræði Íslands, sem við myndum missa við inngöngu. Það er líka rangt að Ísland hafi ekkert um löggjöfina að segja. Á vettvangi EFTA og sameiginlegu EES nefndarinnar er hægt að koma að málum áður en þau verða að lögum. Auk þess verða reglugerðir ekki sjálfkrafa að lögum hér eins og í aðildarríkjum, heldur þarf lög frá Alþingi til.
Það má gagnrýna stjórnvöld, bæði norsk og íslensk, fyrir að nýta ekki þessi verkfæri sem skyldi, en þau eru til staðar.
Eva Joly er sérfærðingur á sviði efnahagsglæpa og nýtur verðskuldaðrar virðingar sem slík. En það gerir hana ekki að óskeikulum spámanni sem getur upplýst okkur um Sannleikann í öllum málum, eins og sást í Silfrinu í dag.
Að lokum tek ég undir þessa athugasemd Kolbrúnar.
![]() |
Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2010 | 08:34
"SVOKÖLLUÐ LANDSBYGGÐ"
Það síðasta sem Ísland þarf á að halda er sundrung og klofningur. Það eina sem Samfylkingin býður Íslandi uppá er sundrung og klofningur. Stríðspólitíkin gengur út á að finna óvin og fara í stríð við hann. Ef óvinur finnst ekki er hann búinn til. Svo hefst árásin.
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingar, skrifar bloggfærslu sem er í takti við stríðspólitíkina:
Kannski á svokölluð landsbyggð ekki eins bágt og hún lætur ef menn hætta sér í samanburðinn fyrir alvöru. Hún á hinsvegar marga grátkonur
... en mér sýnast breytingarnar sem nú eru boðaðar á heilbrigðisþjónustunni um landið vera skynsamlegar og alveg nauðsynlegar í yfirstandandi harðindum.
Já takk. Núna skal búa til klofninginn "svokölluð landsbyggð" gegn höfuðborginni. Eins og ekki sé nóg komið. Þegar kosið var í fyrra völdu kjósendur sér fulltrúa sem þeir treystu til að stýra bráðaaðgerðum í kreppu. Að slá skjaldborg um heimilin, leiðrétta skuldabyrði, ljúka endurreisn bankanna, standa við stöðugleikasáttmálann og koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang. Stjórnin hefur eytt orku sinni í flest annað.
"Okkur hefur ekki mistekist" sagði Jóhanna á blaðamannafundi í vikunni. Ekki kom fram hvað þeim hefur ekki mistekist. Veit það einhver? Í stað þess að vinna verkin sín hefur Samfylkingin komist upp með að kljúfa þjóðina í hverju málinu á fætur öðru og Vinstri græn breyttust í meðhlaupara á einu augabragði.
Fyrst komu linnulausar árásir á íslensku krónuna, því næst ráðist gegn öllum þeim sem veiða fisk og reglulega er svo atast í bændum. Þá kom fólskuleg árás á meirihluta þjóðarinnar með esb-umsókn, sem var þvinguð fram með pólitísku ofbeldi. Þjóðin er klofin í öllum þessum málum, svo árásir Samfylkingarinnar gengu upp.
Og áfram skal haldið. Næst skal kljúfa lýðinn með rothöggi á "svokallaða landsbyggð", sem hefur búið við samdrátt í aldarfjórðung. Til að bæta gráu ofan á svart rís nú upp Mörður og vill gera þetta að núningi milli "svokallaðrar landsbyggðar" og höfuðborgar í leiðinni. Sorglegast er þó að vita hver skýringin er á þessum linnulausum árásum á íslensku þjóðina. Ekki er þetta grunnurinn að norrænni velferð.
Þegar Samfylkingin þykist vilja víðtækt samráð um lausnir á skuldavanda heimilanna er einfaldlega ekki hægt að taka það alvarlega. Því miður.
13.10.2010 | 23:53
Hvað kostar að gera ekkert?
Þau eru orðin ansi mörg viðtölin og fréttirnar þar sem útlistað er hvað kostar að leiðrétta lán þar sem orðið hefur forsendubrestur. Menn tala um 200 milljarða og skipta "tapinu" niður á stofnanir. Samt er aðeins verið að leiðrétta "skuldir" sem urðu til í verðbólguskoti; við forsendubrest.
En hvað kostar að leiðrétta þau ekki? Hefur það verið vandlega reiknað?
Mun það leiða af sér fjöldagjaldþrot og fólksflótta? Vonleysi og uppgjöf ungs fjölskyldufólks? Þá verður það dýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið. Lánveitendur sitja þá uppi með fjölmargar íbúðir, sem standa ekki undir kröfunum og taka á sig raunverulegt tap með öðrum hætti. Þá tapa allir.
Eitt skal yfir alla ganga. Sami forsendubrestur, sama leiðrétting.
Ungur maður gekk berserksgang hjá umboðsmanni skuldara í dag. Með hverri vikunni sem líður án úrbóta þyngist róurinn og líkur á berserksgangi aukast. Vandinn hefur blasað við í tvö ár. Ríkisstjórn sem vaknar ekki fyrr en átta þúsund manns mæta á Austurvöll og berja tunnur er ekki sérlega trúverðug, því miður.
![]() |
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.10.2010 | 08:45
Er harmónikkutónlist landbúnaður?
Getur billjard talist fullgild landbúnaðargrein? En harmónikkutónlist? Eftir margra ára vinnu er loksins hugsanlegt að skrifræðisbatteríið í Brussel geti svarað þessum spurningum í júlí á næsta ári. Það væri móðgun við snigla að segja að hlutirnir breytist á hraða snigilsins í Evrópuríkinu.
Pólverjar gerðu Brussel ljótan grikk.
Þeir lögðu fram tillögur um að breyta styrkjakerfinu í landbúnaði þannig að það verði réttlátt og sanngjarnt. Þjóðverjar og Frakkar vilja engar breytingar og hafa tryggt sér meirihlutastuðning. Það verður engu breytt.
Bændur í gömlu ríkjunum (EU15) fá styrki eftir gömlu flóknu kerfi sem tók mið af framleiðslu, en í nýju ríkjunum er miðað við stærð jarðanna. Þetta þýðir að bændur í Grikklandi geta fengið 500 í styrki á hvern hektara á meðan bændur í Eystrasaltsríkjunum fá minna en 100 á hektrarann. Þessu héldu Pólverjar að hægt væri að breyta. (Í hvoru kerfinu myndi Ísland lenda?)
Leggja þarf fram tillögur um breytingar á landbúnaðarstefnunni (CAP) í júlí á næsta ári. Þær eiga gilda fyrir tímabilið 2014-2020. Já, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þetta er dæmi um hversu óskilvirkt og svifaseint allt kerfið er. Svo halda menn á Íslandi að hægt sé að ganga í ESB og breyta sjávarútvegsstefnunni! Hún er búin að vera í endurskoðun síðan 1983 en breytist aldrei.
Billjard og harmónikkur
Þótt grunni hins spillta styrkjakerfis verði ekki breytt mun uppistand Pólverja líklega hafa tvær breytingar í för með sér. Annars vegar að sett verði 155 milljóna króna þak á styrki til einstakra bænda. Hins vegar að skilgreint verði betur hvað telst "virkur landbúnaður".
Meðal þess sem er til skoðunar er 59.585 landbúnaðarstyrkur til harmónikkufélags í Svíþjóð og 31.515 styrkur til billjardklúbbs í Danmörku. Nefndin þarf að taka afstöðu til þess, fyrir júlí 2011, hvort billjard og harmónikkutónlist teljist virkur landbúnaður. Ekki er með öllu útilokað að hún komist að niðurstöðu á tilsettum tíma. Annars verður málið tekið upp aftur þegar endurskoðun hefst fyrir árið 2021.
12.10.2010 | 00:15
Dreifbýlispakkið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2010 | 01:07
Ef við hefðum bara ...
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2010 | 12:38
Hlýddu litli Íslendingur!
6.10.2010 | 12:58
Skoða, kanna, athuga ...
6.10.2010 | 00:01
GETRAUN: Hvar er Ísland?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 12:57
Rumpy-Pumpy sýnir klærnar
5.10.2010 | 01:59
Vík til hliðar
4.10.2010 | 12:38
Guttavísur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2010 | 16:37
Er þetta frétt að skrýtla?
2.10.2010 | 16:47
Hvur er það sem glottir svona?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)