Tilraun til hirðuleysis

Vef-Þjóðviljinn birti á föstudaginn mikinn og kröftugan pistil um Landsdóm og málatilbúnaðinn sem nú er ræddur á Alþingi. Þar eru margir áhugaverðir punktar, aðrir orka tvímælis eins og gengur.

Ég leyfi mér að hnupla smá kafla, sem varðar Icesave.

Eitt er afar athyglisvert. Þingmannanefndin telur refsivert að leita ekki leiða til að tryggja að Icesave-reikningar Landsbankans rynnu í erlend dótturfélag. Það hlýtur að þýða að þingmannanefndin telur refsivert að gera ekki allt sem mögulegt væri til að koma í veg fyrir að skuldir vegna reikninganna lentu á íslenskum skattgreiðendum. Og var þetta þó á þeim tíma þegar Landsbankinn var í fullum rekstri og íslensk yfirvöld álitu ekki ríkisábyrgð á reikningunum.

Ef að það er rétt hjá nefndinni, að við þær aðstæður hafi verið beinlínis refsivert að leita ekki allra leiða til að reikningarnir færðust yfir í dótturfélag, hvað má þá segja um þá háttsemi núverandi stjórnvalda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að íslenska ríkið taki á sig ábyrgð á þessum sömu reikningum?

Ætlar Steingrímur J. Sigfússon, sem hefur gert meira en nokkur annar til að tryggja að íslenska ríkið þurfi að greiða Icesave-skuldina, að greiða því atkvæði að aðrir menn verði ákærðir fyrir að hafa ekki, fyrir bankaþrot, „leitað leiða" til að koma þessum sömu reikningum yfir í erlent dótturfélag? Þingmenn, sem hafa tvívegis samþykkt lagafrumvarp um að Íslendingar greiði þessar skuldir, ætla þeir að ákæra aðra fyrir að hafa ekki „leitað leiða" fyrir tveimur árum?

Rökin í þessum kafla eru ekki skotheld, jafnvel hægt að benda á mótsögn. Hér er hægt að lesa greinina alla, sem er hressandi lesning, líka fyrir þá sem eru á öðru máli. Meðal annars er spurt hvort hægt sé að sakfella og fangelsa fólk fyrir "tilraun til hirðuleysis". Svo er Silfur-Egill er með vangaveltur um Landsdóm í dag, sem hann tengir þó ekki Iceseve. Þar er allt annað sjónarhorn, sem líka er vert að skoða.

Þetta eru of alvarleg mál til þess að á Alþingi sé Landsdómi og ráðherraábyrgð veifað í hótunarskyni. Sem svipu eða refsivendi. Jafnvel í tíma og ótíma eins og hér. Sjálfur er ég báðum áttum og sammála ýmsum punktum, bæði hjá Agli og Andríki.

 


mbl.is Ráðherra dreginn fyrir landsdóms vegna Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband