ESB tapaši (óvęnt) hjį SŽ

rompuy og ashton"Viš munum sigra ķ žessum kosningum į nęsta įri" sagši fulltrśi utanrķkisrįšherra Evrópurķkisins, žegar ESB var hafnaš hjį Sameinušu žjóšunum į žrišjudaginn.

Höfnunin kom Brusselvaldinu mjög į óvart, enda lķta rįšamenn žar svo į aš ESB sé ekki bara "samrįšsvettvangur sjįlfstęšra rķkja" heldur fullgilt sjįlfstętt rķki. Į žeim grundvelli var sótt um. 

Lķtiš sem ekkert er fjallaš um žessa ešlisbreytingu ķ ķslenskum fjölmišlum, žrįtt fyrir aš Ķsland eigi ķ "ašildarvišręšum" viš ESB.

Lissabon samningurinn į aš "gera Evrópusamrunann straumlķnulagašan", mešal annars var stofnaš til tveggja nżrra embętta; forseta og utanrķkisrįšherra. Ķ rökréttu framhaldi af žvķ var sótt um sęti hjį Sameinušu žjóšunum žar sem ESB hefši sömu stöšu og Kķna, Rśssland, Bandarķkin og önnur sjįlfstęš rķki. 

Fyrsti utanrķkisrįšherra Evrópurķkisins er breska barónessan Catherine Ashton, sem enginn kaus. Hśn var handvalin af rķkisstjórn Barrosos, forsętisrįšherra ESB. Hįttvirtir kjósendur, 500 milljón žegnar Evrópurķkisins, kusu Barroso ekki heldur.  

barroso belginn og baronessan
Ętlun žeirra er aš forseti leištogarįšs ESB fįi aš įvarpa žingiš eins og ašrir žjóšarleištogar. Forsetinn heitir Van Rompuy, óžekktur Belgi sem enginn kaus, enda vissi hann ekki sjįlfur aš hann vęri ķ framboši. Hann var handvalinn ķ bakherberjum Barrosos.

En žrķeykiš Barroso, Belginn og barónessan munu ekki gefa sig. Žótt žau byggi vinnu sķna į žrķ-felldri stjórnarskrį ętla žau aš sjį til žess aš į nęsta įri verši ESB samžykkt sem fullgilt sjįlfstętt rķki į alžjóšavettvangi.

 

Žegar žeim hefur tekist ętlunarverk sitt veršur fróšlegt aš heyra skilgreiningar stjórnmįlafręšinga. Menn geta žį velt fyrir sér hvort ESB uppfylli öll eigin skilyrši og žessari teórķsku spurningu: Ef ESB sękti um inngönu ķ ESB, yrši žvķ žį hafnaš?

Svariš er nįnast örugglega jį.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Vendetta

Žetta er snilldarleg fęrsla. En žaš hefur veriš öllum ljóst frį žvķ aš ESB var sett į laggirnar sem arftaki EBE, aš fyrirmynd samrunasinnanna ķ Bruxelles voru Bandarķkin og markmiš sambandsins til lengra tķma litiš var aš verša sambandsrķki eins og USA, eins fįrįnlega og žaš hljómar. Ętli žeir geri lķka rįš fyrir borgarastyrjöld til aš nį žessu fram?

Umręšan um aš framkvęmdarstjórn ESB sé žegar fariš aš sękja um ašild aš SŽ, sem um eitt rķki vęri aš ręša, er eitthvaš sem ESB-sinnar munu eflaust reyna aš foršast eša gera lķtiš śr.

Vendetta, 18.9.2010 kl. 12:42

2 Smįmynd: Haraldur Baldursson

Žaš er svo merkilegt aš ESB er lagt inn į velferš sem borgarar žess hafa akkśrat ekkert um aš segja. Žetta Keisrarveldi er fariš aš minna um of į mišaldirnar, žar sem bóndadurgarnir höfšu ekkert um sķn mįl aš segja.

Žaš vęri hęgt aš gera ESB aš sambandi landa sem hefšu višskipti, feršafrelsi og frelsi aš leišarljósi. En stefna žessu um samruna og alręši er komiš svo gjörsamlega śt fyrir prżšismarkmiš upphafs žess....

Hvernig stendur į žvķ aš ESB-sinnar vilja ekki sjį žetta ? Ég vill ekki trśa žvķ aš persónulegir hagsmunir rįši ferš nema tiltölulega fįrra.

Haraldur Baldursson, 19.9.2010 kl. 11:03

3 Smįmynd: Sverrir Einarsson

Ef į aš sękja um eitthvaš žį vil ég sękja um ašild aš BNA (ef žaš er hęgt) og taka upp dollar sem mynt okkar.

Til "vara" vil ég ekki sękja um neitt halda įfram aš vera Ķslendingur og fį leyfi til aš nota Dollar sem gjaldmišil......... 

Ekki finnst mér neitt skrķtiš  žó ESB sinnar lįti sem žeir sjįi žetta ekki......

Sverrir Einarsson, 19.9.2010 kl. 11:50

4 Smįmynd: Vendetta

Ég held, aš framkvęmdastjórnin og žingiš ķ Strasbourg lifi ķ žeirri blekkingu, aš bara vegna žess aš ašildalönd ESB hafa ekki ekki lengur sjįlfstęša stefnu ķ utanrķkismįlum (žau eru ķ raun meš takmarkaša heimastjórn og eru ekki sjįlfstęš, žaš er sama staša og Ķsland hafši į įrunum 1904 - 1918), žį sé ESB oršiš aš einu rķki.

Draumur embęttismanna um ESB sem eina samręmda žjóš meš góšu og illu (evrópumenniš) mun aldrei verša aš veruleika, žvķ aš draumur žeirra er martröš borgaranna (nema Žjóšverja). Žjóširnar eru gjörólķkar og eiga aš halda įfram aš vera žaš, ef ég fę einhverju rįšiš.

En žaš veršur žaš ekki fyrr en öll forsetaembętti ķ ašildarlöndunum hafa veriš lögš nišur og allar konungsfjölskyldur veriš settar į eftirlaun til aš gera forseta ESB aš raunverulegum "žjóšhöfšingja", sem borgarar allra ašildalandanna (nema Žżzkalands) munu ekki sętta sig viš. Svo aš žaš mun ekki gerast įn įtaka, og žį į ég viš borgarastyrjaldar ķ Evrópu, einmitt žaš sem Rómarsįttmįlinn įtti aš koma ķ veg fyrir į sķnum tķma.

Žannig aš ég spįi žvķ, aš ESB verši ekki mešlimur aš SŽ (og žar meš verši öll sęti ašildalandanna lögš nišur, lķka sęti Frakka og Breta ķ Öryggisrįšinu) fyrr en į nęstu öld ķ fyrsta lagi, nema allt fari į versta veg.

Vendetta, 19.9.2010 kl. 12:04

5 Smįmynd: Haraldur Hansson

Žakka innlitiš og athugasemdirnar.

Barónessan getur huggaš sig viš žaš aš hśn opnaši fjölmörg sendirįš ESB, ķ öllum heimshornum, daginn eftir tapiš hjį SŽ. Enda skal ESB verša eitt rķki.

Žaš sem nafni minn Baldursson nefnir er e.t.v. samanburšur į Efnahagsbandalaginu sem var og Evrópusambandinu sem er. Žvķ mišur viršast margir ašildarsinnar lżsa ESB eins og žaš sé bara gamla EBE sem hvarf meš Maastricht 1992. Meš Lissabon er stigiš enn stęrra skref sem lķtiš er talaš um.

Get ekki tekiš undir meš Sverri. Dollarinn hefur ekki töframįtt frekar en evran. Ekkert getur komiš ķ stašinn fyrir góša efnahagsstjórn, vandaša stjórnsżslu og fagleg vinnubrögš. Kreppan į aš verša okkur lexķa ķ žeim efnum. Ég legg til aš viš höldum okkur viš Ķsland og krónuna.

Annars get ég tekiš undir flest. Vendetta talar um "borgara allra ašildarrķkjanna". Žótt oršin séu notuš jöfnum höndum er blębrigšamunur į tala um borgara og žegna. Žaš fyrra oftar tengt réttindum en hitt skyldum. Žess vegna tala ég um "žegna Evrópurķkisins" ķ fęrslunni. Žaš į betur viš.

Haraldur Hansson, 19.9.2010 kl. 20:14

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband