Færsluflokkur: Evrópumál

Gullverðlaun fyrir kreppuklám!

GullverðlaunÞessi frétt er víst ekki í gríni. Evrópusamtökin hafa útnefnt "Evrópumann ársins fyrir árið 2009". Sá sem hlaut gullverðlaunin vann það afrek á árinu að setja nýtt og glæsilegt Íslandsmet í kreppuklámi. Margir fjölmiðlar gleyptu við krassandi greininni, sem var ætlað að hvetja menn til að styðja málstað þeirra sem vilja gera Ísland að hluta af Evrópuríkinu.

Hér er smá færsla frá því í apríl, um Íslandsmetið góða.


mbl.is Benedikt útnefndur Evrópumaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Völd litlu ríkjanna fara minnkandi"

Ef marka má viðtengda frétt lítur SVÞ á Evrópusambandið sem gjaldmiðil. Það er í takt við margtuggin slagorð Evrópusinna. Framsal á löggjafarvaldi í fjölmörgum málaflokkum er aukaatriði. Varanleg breyting á forræði yfir eigin velferð, sem komandi kynslóðir þurfa að búa við. Bara að fá evruna (þessa sömu og er að sliga Íraland, Grikkland, Spán o.s.frv.).


Fyrirsögnin bloggfærslunnar er fengin úr blaðaauglýsingu Heimssýnar, sem er hreyfing fólks sem er andvígt því að Íslendingar gefist upp á að stjórna eigin málum og framselji þau völd til Brussel.

Því miður er fullyrðingin rétt.

Ef gluggað er í síðustu fjóra sáttmálana sem varða réttargrunn ESB, kemur í ljós að þeir eiga eitt sameiginlegt. Þetta eru Einingarlögin (1986), Maastricht sáttmálinn (1992), Amsterdam sáttmálinn (1999) og Nice sáttmálinn (2002). Í þeim öllum er fjölgað þeim ákvörðunum þar sem ekki er krafist einróma samþykkis en hægt að afgreiða með auknum meirihluta í staðinn.

Þessar breytingar eru fámennum aðildarríkjum ekki í hag.

Með Lissbon samningnum, sem fljótlega verður lögtekinn (gegn lýðræðisreglum sambandsins) heldur þessi þróun áfram. Þá verða afnumin veto-ákvæði í 54 málaflokkum. Auk þess verður reglum um atkvæðavægi breytt þannig að íbúafjöldi vegur þar þyngra en hingað til. Þær breytingar koma til framkvæmda á næsta kjörtímabili.

Með auknum pólitískum samruna, sem breytir Evrópusambandinu í Evrópuríkið, munu fjölmennu einingarnar verða alls ráðandi. Þýskaland verður í þungavigt, Bretland, Ítalía og Frakkland í millivigt, en Spánn og Pólland í veltivigt. Flest hin ríkin verða í fjaðurvigt, nema þau allra smæstu, þau lenda í mýfluguvigt. Ísland myndi lenda þar ef landið villist inn í Evrópuríkið, en vigt þess mælist nú 0,064%.

 

 


mbl.is SVÞ vilja aðildarumsókn að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bretar frömdu glæp"

Bretar frömdu glæp þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Til þess að koma í veg fyrir að þeir þyrftu að svara til saka fyrir þennan glæp og hugsanlega borga fyrir hann með hárri skaðabótagreiðslu, þá tóku þeir höndum saman við nokkra aðila og neyddu Ísland að samningaborðinu. Þetta tókst með því að koma í veg fyrir allar fyrirgreiðslur til landsins. Bretar, Hollendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og líklega yfirstjórn Evrópusambandsins stilltu landinu þannig upp við vegg.

Þannig hefst grein eftir Jóhannes Björn sem hann birti á vef sínum í gær. Síðar segir hann m.a.:

Við eðlilegar aðstæður hefðu íslenskir skattgreiðendur farið í mál við Breta ... en það var mjög mikilvægt fyrir Evrópusambandið að ekki yrði látið reyna á lögin með þessum hætti. Hugsanlegur sigur Íslands hefði þýtt töluverða röskun á evrópskri bankastarfsemi.

WelcomeÞað er athyglisvert fyrir okkur Íslendinga að Evrópusambandið er þátttakandi í glæpnum, sé mat Jóhannesar rétt. Það eru ekki síst hagsmunir þess sem valda því að þjóð sem var komin á hnén var kúguð með þessum hætti.

Líkurnar á alvarlegum andmælum eða aðgerðum að hálfu Íslands eru hverfandi á meðan Samfylkingin er í stjórn, enda er það hennar helst markmið að leggja niður Ísland í núverandi mynd og gera það að hluta af Evrópuríkinu; ríkinu sem Evrópusambandið er nú með í smíðum og verður tilbúið á næsta ári.


mbl.is „Vaxtakjör Icesave-samkomulags misskilin"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave fyrst og handjárnin svo

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar segir m.a. í viðtali við Mbl.is:

... þurfum að takast á við þær breytingar sem verða samfara umskiptunum frá Nice-sáttmálanum yfir til Lissabon-sáttmálans

Það er enginn vafi í huga hans, frekar en annarra sem koma að stjórn mála innan ESB, að Lissabon samningurinn sé það sem koma skal. Til hvers að láta Íra kjósa ef það er þegar búið að ákveða þetta? Þetta endalausa skrum um lýðræði er bara hallærislegt.

Með því [EES samningnum] hefur Ísland lokið þremur fjórðu hluta vegferðarinnar að samrunanum við Evrópu

Hann nota þó réttu orðin. Lissabon samningurinn snýst jú um pólitískan samruna. Að breyta ESB úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki: Evrópuríkið. Það ferli verður klárað með Lissabon samningnum. 

European


Fyrr í dag var önnur frétt á Mbl.is, sem má sjá hérna. Þar er rætt við Alexander Stubb utanríkisráðherra Finnlands, sem hefur líka margt fróðlegt fram að færa.

Þvert á móti þá munu þær [aðildarviðræðurnar] verða mjög erfiðar því grundvallarviðhorf Evrópusambandsins liggur fyrir: Það yrði hlutverk Íslands að fylgja reglum sambandsins.

Það er sama hversu fast við reynum að loka augunum, hinn pólitíski samruni er staðreynd. Málum, þar sem krafist er einróma samþykkis, fækkar jafnt og þétt. Það er fámennum ríkjum ekki í hag. Áhrif Íslands á eigin velferð verða ekki nema til málamynda og varla það, ef við villumst inn í Evrópuríkið.

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum. Spurður um hvers vegna Finnar hefðu ekki stutt málstað Íslands í IceSave deilunni svarar Stubbs:

Finnar styðji sérhverja þá ákvörðun sem greiði götu Íslands að Evrópusambandsaðild.

Af þessu má gagnálykta að það hafi verið nauðsynlegt að þvinga Ísland til að gefa eftir til þess að tryggja greiða inngöngu Íslands í Evrópuríkið:

Borgið IceSave fyrst, svo setjum við á ykkur ESB handjárnin.

 

 

 


mbl.is Aðild Íslands sett í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSAFOLD Á SÉR DRAUM

Ísafold á sér stóran draum. Drauminn um að þræla í veislunni hjá ömmu Brussu í útlöndum; helst að hreinsa motturnar þar sem stórmenni stappa skít af skónum sínum.  

Brown on top

Hún er tilbúinn að gera hvað sem er. Bera tröllið Tjalla á bakinu í sjö sumur og sjö vetur, svo að hann hætti að uppnefna hana hryðjuverkamann. Og hún lofar að kæra hann ekki, þó að hann hafi haft rangt við.

Hún vill borga aleiguna fyrir inngöngumiðann. Bókstaflega. Og líka hirða allt af börnunum sínum, börnum þeirra og barnabörnum og geri þau öll fátæk. Ef hún bara að fær að vera í bláum kjól með gulum stjörnum og bogra undir sama þaki og stórmennin í Brussel.

 


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EVA JOLY vill reka hann

Íslandsvinurinn Eva Joly náði kjöri á Evrópuþingið. Eitt af baráttumálum hennar er að koma Jose Manuel Barroso frá völdum, en hann er forseti Framkvæmdastjórnar ESB.

barrosoHenni verður ekki að ósk sinni. Barroso, Portúgalinn með stórveldisdraumana, er þegar búinn að tryggja sér nægan stuðning til endurkjörs og verður áfram forsætisráðherra Evrópuríkisins. Ef Ísland gengur í ESB verður það eftir lögtöku Lissabon samningsins og þá yrði sannkallað B-lið sem færi með æðstu völd í pólitískri stjórn Íslands.

Barroso yrði forsætisráðherra og Tony Blair, aðahöfundur stefnu frjálshyggju-krata, fær hið nýja embætti forseta Evrópuríkisins. Í gættinni stendur Gordon Brown og "hjálpar" Íslandi inn á hraðferð. Við háborðið situr líka gangsterinn og furðufuglinn Berlusconi.

Þetta eru nokkrir af valdamestu mönnunum, sem marka stefnuna og ráða för í pólitískri stjórnun Íslands á komandi árum, ef við villumst inn í Evrópuríkið. Þeir eru ekki líklegir til að hafa teljandi áhyggjur þó nokkur þúsund þegnar Evrópuríkisins, á eyju norður í höfum, verði ósáttir við eina eða tvær ákvarðanir, t.d. í fiskveiðimálum. Ekki frekar en í deilumálum um bankaskuldir. En þeir munu ráða. Ekki við.

Kjörsóknin í skrípaleik plat-lýðræðisins í ESB var 43%. Það myndi ekki duga til bindandi úrslita í prófkjöri í litlum flokki á Íslandi. Í Slóvakíu var 14% kjörsókn, enda vita Slóvakar að kosningarnar eru bara leiktjöld, til að geta sagt að innan sambandsins sé iðkað lýðræði. 


mbl.is Vinstriflokkum refsað í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra á flippinu!

Utanríkisráðherra Íslands ferðast - án umboðs frá þjóð, þingi eða ríkisstjórn - að afla stuðnings Maltverja við inngöngu Íslands í ESB. Á sama tíma kynnir Assembly of European Regions (AER) skýrslu með niðurstöðum úr rannsóknum á hvaða áhrif dreifing valds (decentralisation) hefur á efnahag, samanborið við miðstýringu.

Megin niðurstaðan er: Minni miðstýringin = betri efnahagur.

Skoðuð voru 26 Evrópuríki, þar af eru 23 innan Evrópusambandins; þeim fámennustu var sleppt sökum smæðar. Niðurstöðurnar eiga ekki að fullu við um Ísland, en munu svo sannarlega gera það ef landið verður hluti af ESB. Við inngöngu er ákvörðunarvald flutt frá þjóðinni til yfirþjóðlegrar stjórnar í Brussel.

Um fjarlægt ákvörðurnarvald segir:
"Only the competences to make decisions are relevant for the economic prosperity of the regions, but not the competence or duty to implement someone else's policy."

Wash handsInnganga myndi kalla á stóraukna miðstýringu, þveröfugt við það sem æskilegt er, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar AER. 

Aukin miðstýring mun með tímanum draga bæði kraft og frumkvæði úr þjóðinni. Hnignunin, sem það veldur, er hið háa gjald sem Ísland þyrfti að greiða fyrir þátttöku í Evrópusambandinu um ókomna framtíð.

Stutta samantekt (16 síður) um niðurstöður rannsóknarinnar má finna hér.

 

... a significantly positive impact on the economic performance of countries and regions: in most aspects a higher level of decentralisation is linked to stronger economic growth.


Einhvers staðar myndi upphlaup, eins og það sem utanríkisráðherra gerir sig sekan um, leiða til afsagnar.

 


mbl.is Möltuferð ekki á vegum ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo KRÓNAN er þá betri kostur!

Gengi krónunnar á eftir að flökta, bæði á innanlands- og aflandsmarkaði á komandi mánuðum og trúlega lækka áður en kreppan tekur enda.

Vefurinn eFréttir.is birti fyrir helgina viðtal við Ársæl Valfells lektor, sem talað hefur hvað mest fyrir einhliða upptöku evrunnar. ESB-sinnar vilja líka taka upp evru með því að ganga í Evrópusambandið og uppfylla Maastricht skilyrðin, en ekki einhliða.

Eitt af svörum Ársæls er athyglisvert:

Menn gleyma því að ef Ísland uppfyllir Maastricht skilyrðin með eigin gjaldmiðil, þá þarf það ekki á evrunni að halda.

Og það er einmitt málið.

Ísland þarf að uppfylla skilyrðin með eigin gjaldmiðil til að geta tekið upp evruna. Þessi skilyrði eru markmið sem Ísland þarf að setja sér hvort sem er.

PeningatréÞegar þeim er náð þurfum við ekki á evrunni að halda, að mati Ársæls. Sem hlýtur að þýða að krónan sé betri kostur þegar á allt er litið.

Ísland verður áfram fámennt eyríki sem á sitt undir fiskveiðum og útflutningi hrávöru.

Evran verður áfram þýsk/frönsk mynt sem stjórnast af þróun í fjölmennum iðnaðar- og þjónusturíkjum.

Það má ekki skipta um gjaldmiðil nema öruggt sé að sá sem kemur í staðinn sé betri fyrir íslenskt hagkerfi. Ekki skipta bara til að skipta. 

Svo mikið er víst að Ísland mun ekki stökkbreytast á einni nóttu í mið-evrópskt iðnríki við það að skipta um gjaldmiðil.

 


mbl.is Bil krónugengis eykst á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótanir ESB að virka?

Um daginn birti BBC Newsnight viðtal við írska stjórnmálamanninn Naoise Nunn. Í fyrra var hann á móti Lissabon samningnum en hvetur nú landa sína til að segja "já" þegar þeir verða látnir kjósa um hann aftur í október.

Viðtalið má sjá og heyra hér.

Ástæðurnar sem Nunn gefur eru efnislega þessar:

Írar eru bara fjórar milljónir, engin önnur þjóð fékk að kjósa um samninginn. Við getum ekki einir ákveðið að fella hann. "We need to be part of the club" segir hann.

Írar þurfi að vera virkir þátttakendur. Sem þýðir að þeir megi ekki standa uppi í hárinu á stóru strákunum og segja nei. Þá verði þeim bolað út í horn og verði ekki "active players". Boðskapurinn er ekki dulinn: Við verðum að segja já, annars hljótum við verra af.

Þessar refsingar sem Nunn gefur í skyn eru í fullu samræmi við það sem José Manuel Barroso, forsætisráðherra Evrópuríkisins, sagði um Íra, ef þeir samþykktu ekki Lissabon: "They can always opt for a voluntary exit" eins og hann orðaði hótun um brottrekstur svo snyrtilega.  

Nunn segir að Írar séu í svo djúpri kreppu hafi þeir ekki efni á að segja nei. Þetta segir hann þrátt fyrir að Lissabon samningurinn hafi ekkert með efnahag Íra að gera og að samþykkt hans eða synjun breyti þar engu um. Skilaboðin eru ekki dulbúin.


mbl.is Írar hallast að Lissabonsáttmálanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝIR DRAUGAR (tilbúnir 7. júní)

DraugarNei, ég er ekki að tala um Gláminn með glyrnurnar, ekki um óperudrauginn og hvorki um móra né skottur eða góða drauginn Casper. Heldur alvöru drauga. Drauga af holdi og blóði sem eru hannaðir í Brussel og verða smíðaðir í næstu viku. Og þetta er alveg dagsatt!

Enn ein birtingarmynd fáránleikans verður afhjúpuð þegar 18 draugar verða kjörnir á Evrópuþingið. Phatnoms of the Parliament eru þingmenn sem fá að sitja sem áheyrnarfulltrúar án atkvæðaréttar. Þeir fá "observer status" og þiggja full þingmannslaun.

Og hvernig stendur á þessu?

Það verða kjörnir 754 þingmenn í kosningunum í næstu viku. Ekki 736, eins og gildandi reglur Nice sáttmálans segja til um, heldur 754 samkvæmt Lissabon samningnum. Sá samningur var ekki samþykktur og er ekki í gildi, en strákunum í Brussel (sem hundleiðist allt lýðræði) datt það snjallræði í hug að kjósa eftir honum samt.

Þessir draugar eiga að breytast í fullgilda þingmenn þegar Lissabon samningurinn verður lögtekinn. Ó já, ekki ef heldur þegar. Þeir gætu þurft að vera draugar í allt að tvö ár.

Það er búið að ákveða úrslitin fyrirfram; samningurinn skal samþykktur þegar Írar verða látnir kjósa um hann í annað sinn. Þeim leiðst svo lýðræðið, strákunum í Brussel.  


Hvað er lýðræði?


Samkvæmt brussel-evrópskri orðabók:
lýðræði = þú gerir eins og stjórnmálastéttin er búin að ákveða að sé þér fyrir bestu.

En þetta verður í síðasta sinn sem strákarnir í Brussel þurfa að svína á lýðræðinu með því að beita brusselsku orðabókinni sinni. Með gildistöku Lissabon samningsins verður lýðræðinu endalega úthýst úr Evrópusambandinu. Þegnarnir munu framvegis aldrei kjósa um neitt sem skiptir máli. Í besta falli nokkra drauga á þing.


mbl.is Fyrstu umræðu um ESB-tillögu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband