Færsluflokkur: Evrópumál
28.5.2009 | 14:14
Enn ein ESB-tillagan á Alþingi
Þskj. 55 - 54. mál.
um undirbúning þess að gera ríkisstjórn Íslands hæfa til að takast á við kreppuna.
og aðrir þeir sem eru með bein í nefinu
Alþingi ályktar að fela utanríkismálanefnd Alþingis að undirbúa breytingar á stjórnarskrá, sem nauðsynlegar eru, til að tryggja að fullveldi Íslands verði ekki framselt, hvorki með aðild að Evrópusambandinu né nokkrum öðrum hætti. Einnig tillögur að þeim lagabreytingum öðrum sem nauðsynlegar kunna að reynast.
Greinargerð.
Flutningsmenn telja að nauðsynlegt sé að tryggja þjóðarhag til frambúðar með því að slá þessa vitleysu út af borðinu í eitt skipti fyrir öll. Að því búnu geta Alþingi og ríkisstjórn varið kröftum sínum í að sinna því sem máli skiptir.
Og hana nú!
![]() |
Minni ágreiningur en ætla mátti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2009 | 16:33
Kosningar? Hvaða kosningar?
Á morgun verður lögð fram tillagan um aðildarumsókn Íslands að ESB og stjórnarandstaðan undirbýr mótleik. Í tilefni af því er rétt að íhuga aðeins kosningarnar til Evrópuþingsins, sem eru rétt að bresta á.
Það verður byrjað að kjósa á fimmtudaginn í næstu viku og kosningunum lýkur annan sunnudag. Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Einar Má Jónsson um kosningaumræðuna í Frakklandi, sem er prýðilegt innlegg í þá íslensku.
Það sem stjórnmálafræðingar og fjölmiðlamenn segja um frambjóðendur og kosningabaráttuna sýnir hvað Evrópuþingið er fjarlægt almenningi. Nokkrir punktar úr grein Einars Más:
- Nú er Rachida Dati fallin í ónáð, Sarkozy ætlar að losa sig við hana með að senda hana í skammarkrókinn á Evrópuþinginu í Strassborg ...
- Michel Barnier var ráðherra og enginn tók eftir honum, bráðum verður hann væntanlega kominn á þing í Strassborg þar sem enginn mun heldur taka eftir honum.
- Varla nokkur maður í Frakklandi virðist taka þessar Evrópukosningar alvarlega, og margir leiða þær með öllu hjá sér.
- "Hvaða kosningar?" spyrja þeir ef þær ber á góma ...
- Menn vita að á þetta þing í Strassborg eru einkum sendir þeir sem menn vilja af einhverjum ástæðum losa sig við úr stjórnmálum
- Þeir eru sárafáir sem velja af sjálfsdáðum þetta þing ... flestir þeir sem þangað dæmast taka þann kostinn að láta sem sjaldnast sjá sig ...
Auðvitað skipta kosningar til Evrópuþings engu máli varðandi Evrópusambandið sjálft. Innan ESB er lýðræði algjört aukaatriði og kosningarnar bara óþægilegt formsatriði sem þarf að uppfylla. Þegnar Evrópuríkisins munu aldrei fá að kjósa um pólitíska stefnu, hvað þá einstök mál.
En kosningarnar eru samt ekki tilgangslausar.
"Menn líta stundum á þessar kosningar sem nokkurs konar "alvöru" skoðanakönnun sem leiði í ljós breytingar á fylgi flokka" segir Einar Már í grein sinni. Það er ekki óþekkt á Íslandi að hefna þess í héraði sem hallaðist á þingi. Þessi dýra skoðanakönnun er af sama meiði. Úrslitin endurspegla pólitíkina heimafyrir en tengjast ekki pólitísku starfi Evrópusambandsins. Lokaorð greinarinnar eru í takt við það: "Þannig hafa kosningarnar a.m.k. fengið einhvern tilgang."
![]() |
Sameiginleg ESB-tillaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 00:38
Kvótareglur afnumdar 2012
Sjávarútvegsráðherrar ESB ákváðu að afnema reglur um úthlutun fiskveiðikvóta. Samkvæmt BBC á að minnka miðstýringu og auka völd aðildarríkjanna. Þetta á m.a. að sporna gegn brottkasti og er liður í breytingum á sjávarútvegsstefnu ESB sem taka eiga gildi 2012. Ekki kemur fram hvort frekari breytingar eru í farvatninu.
Þetta ættu að teljast breytingar til batnaðar. En um leið undirstrika þessar fréttir að ef Ísland ætlar að tryggja sér varanlegan yfirráðarétt yfir auðlindinni í eigin fiskveiðilögsögu, sem aðildarríki ESB, þarf að gera það í aðildarsamningnum sjálfum. Í plaggi sem hefur lagalegt gildi til jafns við grunnsamninga sambandsins.
Ef hægt er að breyta sjávarútvegsstefnunni verulega 2012 er hægt að breyta henni aftur 2017 eða 2022. Undanþágur "innan ramma sjávarútvegsstefnu sambandsins" eins og nefndar hafa verið, eru því engan veginn nægileg trygging. Ekki fyrir íslenska þjóð, sem á jafn gríðarlega mikið undir þeim tekjum sem fiskveiðar skapa og raun ber vitni.
Evrópufræðingur sagði í Kastljósi nýlega að íslenskir stjórnmálamenn væru liðleskjur ef þeir gætu ekki samið þannig að allt yrði óbreytt varðandi stjórn fiskveiða hér við land eftir inngöngu í ESB. Það verður fróðlegt að sjá hvaða leið menn ætla að því marki.
![]() |
Sammála um að breyta fiskveiðireglunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2009 | 20:30
Ósýnilegu kýrnar í ESB
Hversu oft hefur því verið haldið fram að með inngöngu í ESB muni verð á matvælum lækka hér á landi? Samkvæmt viðtengdri frétt er mjólk talsvert dýrari í ESB-löndum en á Íslandi. Þar greiða neytendur um eina evru fyrir lítrann. Jafnvel þótt gengi krónunnar myndi styrkjast talsvert og evran lækka um þriðjung, væri mjólkin áfram ódýrari á Íslandi.
Bændur fá rétt um fimmtung af smásöluverði í sinn hlut og hafa greiðslur til þeirra lækkað um 30% á rúmu ári. Bændur frá 10 ESB-löndum fjölmenna nú til höfuðstöðva ESB í Brussel til að taka þátt í mótmælunum.
Skyldi lækkun á matvælaverði vera jafn raunveruleg og "ósýnilegu kýrnar" í Evrópusambandinu. Landbúnaðarstefnan fær ekki háa einkunn.
From mountains of butter and beef to imaginary cows, the European Union's Common Agricultural Policy (CAP) proves to be an ongoing wreck, despite perpetual reforms. The European Union has been reforming the CAP over the last fifty years but unless its existence is seriously challenged, the fiasco will only continue.
![]() |
Enn mótmæla franskir bændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 15:56
JAFN ATKVÆÐISRÉTTUR sparar milljarða
Jæja, þá rúllar boltinn af stað. Össur búinn að leggja fram tillöguna um velferðarbrú til Brussel. Án þess að sækja til þess umboð til þjóðarinnar. Án þess að far að leikreglum lýðræðisins.
Samt er ítrekað talað um að efla lýðræðið og bæta stjórnsýsluna. Margoft hefur verið bent á að leiðrétta þurfi misvægi atkvæða í þingkosningum, en það er líka kosið til þings í ESB. Það væri ráð ef Össur kæmi með tillögu að lýðræðisumbótum í leiðinni, þær myndu spara milljarða.
Með því einu að fara með kröfuna alla leið og jafna atkvæðaréttinn innan ESB líka má spara Íslandi marga milljarða. Þá ætti Ísland einn mann á Evrópuþinginu annað hvert kjörtímabil.
Evrópuþingið er talið svo valdalítil stofnun að það skiptir ekki máli hvort við eigum þar 5 eða 0,5 þingmenn. Völdin liggja hjá ráðherraráðinu og hjá José M Barroso og ríkisstjórn hans, sem enginn kýs.
Þátttaka í nefndum og vinnuhópum yrði skorin niður til samræmis við atkvæðaréttinn og hægt að fækka um minnst 260* í þeim mikla her starfsmanna sem íslenska ríkið þyrfti að halda í Brussel. Þar sparast miklir peningar.
Einhverjum kann að finnast það galli að innan ESB er ekkert lýðræði, nema upp á punt. Ekki í hinum hefðbundna skilningi að íbúarnir eigi möguleika á að velja eða hafa áhrif á stefnu í tilteknum málaflokkum. Fyrst náum við fram lýðræðisumbótum og kjósum svo frá okkur lýðræðið, endanlega. En við getum a.m.k. gert það á mjög lýðræðislegan hátt. Og sparað peninga.
Höfum bara eitt alveg á hreinu:
Lýðræðisumbætur og innganga í Evrópusambandið eru tveir hlutir sem aldrei geta farið saman.
---------- ---------- ----------
* Miðað er við fjölda starfsmanna sem Malta er nú með í Brussel (285), en ekki hefur tekist að manna allar þær stöður sem Maltverjar telja sig þurfa. Ef vel ætti að vera þyrfti Ísland talsvert stærri hóp í Brussel.
![]() |
ESB-tillaga lögð fram á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2009 | 13:49
JÓN SIGURÐSSON (ekki sá eini sanni)
Jón Sigurðsson skrifar pistil á Pressuna sem síðan skrifar frétt um pistilinn. Jón er fyrrum ráðherra og fyrrum seðlabankastjóri og fyrrum formaður flokksins sem vill halda Græna herberginu.
Pistill hans er um ágæti þess að Ísland gangi í Evrópusambandið með því að "nýta öll fordæmi sem fyrir eru" um undanþágur af ýmsum toga.
Hann telur upp í 8 liðum nokkra kosti og fyrst þann að hægt sé segja sig úr Evrópusambandinu (margir draga í efa að það sé gerlegt, eftir að ríki hefur tekið upp evruna). Síðan heldur hann áfram að telja upp nauðsynlegar undanþágur.
Undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni
Undanþágur varðandi eignarhald á fyrirtækjum, bújörðum o.fl.
Undanþága til viðurkenningar á eignarrétti á auðlindum
Undanþágur frá landbúnaðarstefnunni
Undanþágur frá Maastricht reglum (gefið í skyn)
Undanþágur frá hugsanlegum breytingum á reglum um greiðslur til ESB
Svo segir Jón:
"Eins þýðir ekki að nota undanþágur nema um lítilvæg atriði".
Ekki er ég sammála Jóni um að landbúnaður, sjávarútvegur, auðlindir og eignarhald séu lítilvæg atriði. Hins vegar eru "rök" hans um bókanir Maltverja og Dana lítilvæg og um ákvæði 299. gr. Rómarasáttmálans enn slappari. Reyndar alveg ómerk, en sett inn til að láta pistilinn líta fræðilega út.
Niðurstaðan er þessi:
Við skulum ganga í ESB um leið og við erum búin að semja um undanþágur í öllum helstu málaflokkum og tryggja að við þurfum ekki að fara eftir reglum þess.
Er ekki hreinlegra að sleppa þessari vitleysu?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.5.2009 | 16:59
Verður TONY BLAIR næsti forseti Íslands?
Tony Blair er líklegastur til að verða fyrsti maðurinn til að gegna hinu nýja forsetaembætti í ESB. Hann verður þá forseti næstu fimm árin, en kjörtímabilið er 2 x 2,5 ár. Ef Íslandsvinurinn Gordon Brown hrökklast frá völdum í Bretlandi og getur ekki "hjálpað" okkur inn í sambandið er gott að vita að forveri hans verður þá tekinn við enn áhrifameira embætti; forsetaembættinu í Brussel.Blair er aðalhöfundur krata-frjálshyggjunnar, sem Samfylkingin fylgir, svo það ætti að ganga vel fyrir Össur og félaga að fá hann til að "hjálpa" okkur að fá inngöngu. Þar með yrði Tony Blair orðinn forseti Íslands, eins konar.
Það eina sem gæti staðið í veginum er ef Írar kjósa ekki "rétt" í annarri tilraun. Þeir felldu Lissabon samninginn 12. júní í fyrra og verða látnir kjósa aftur í október. Tony Blair getur ekki fengið nýja embættið sitt fyrr en sá samningur er kominn í gegn. Og hann fer í gegn, sama hvað tautar og raular. Ef ekki lýðræðislega, þá finna strákarnir í Brussel einhver önnur ráð. Lýðræðið hefur ekki staðið í vegi fyrir þeim hingað til.
22.5.2009 | 12:25
VARÚÐ! "Yfirvofandi ..."
"Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, ræddu yfirvofandi umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu í tengslum við fund EES-ráðsins í Brussel í vikunni." Þannig hefst frétt á bls. 8 í Fréttablaðinu í gær.
Yfirvofandi merkir: Eitthvað sem vofir yfir, er hætta á að gerist, ógnandi, haft um e-ð illt eða neikvætt.
Þarna hittir Fréttablaðið naglann á höfuðið. "Við megum ekki láta hagsmuni fárra víkja fyrir hagsmunum margra" sagði forsætisráðherra í sjálfri stefnuræðunni. Ég hélt að það hlytu að vera mismæli en í ljós kom að ræðan var rétt lesin samkvæmt handriti.
Eins og allir vita fara handrit ekki frá Samfylkingunni nema vel lesin, þess vegna þurfti yfirvofandi þingsályktunartillaga um umsókn um ESB-aðild að vera trúnaðarmál um daginn. Það átti eftir að lesa próförk.
Hver er hinn fámenni forréttindahópur sem Samfylkingin vinnur fyrir? Það mun tíminn leiða í ljós, en það er ekki íslenskur almenningur. Orð fyrrum formanns fylkingarinnar "þið eruð ekki þjóðin" eru komin í skýrara samhengi núna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2009 | 06:46
Góður afli ... en hvað svo?
"Ímyndum okkur að evrópskur sjávarútvegur væri bæði arðbær og sjálfbær atvinnuvegur."
Þannig byrjar Joe Borg, sjávarútvegsráðherra Evrópuríkisins, grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í gær. Hann þarf að láta sér duga að lygna aftur augunum og láta sig dreyma. Einn félagi Borgs í hópi kommissara Barrosos hjá ESB sagði í apríl að ráðmenn í Evrópu þyrftu að axla ábyrgð á sjávarútvegsstefnu ESB, sem væri sú versta og óarðbærasta í heimi. Enda segir kommissar Borg:
"Blákaldur veruleikinn er ansi langt frá því að vera sá sem mig dreymir um. Níu af tíu fiskistofnum eru ofveiddir og þriðjungur þeirra er talinn vera í mjög lélegu ástandi. Eftirspurn eftir fiski er meiri en framboð og í dag flytur ESB inn tvo þriðju hluta þess sem neytt er af sjávarafurðum."
Menn geta rýnt í síðustu setninguna og hvort lesa eigi eitthvað sérstakt út úr henni. Munum að ESB er innflytjandi og Ísland er útflytjandi í þessu dæmi. Hagsmunir eru því eðli máls samkvæmt andstæðir á ýmsan hátt. Ég dreg stórlega í efa að þeir sem gera út frá Arnarstapa (mynd með viðtengdri frétt) hafi nokkurn áhuga á að stunda atvinnu sína innan þess ramma sem sjávarútvegsstefna ESB setur.
![]() |
Góður afli og vænn fiskur hvarvetna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 09:04
Read The Fucking Manual
Að setja Ísland inn í Evrópusambandið er eins og að reyna að spila DVD disk í gamla vídeótækinu: Það gengur ekki, þó tækið sé ágætt til síns brúks.
Read the fucking manual!
Hagkerfið, atvinnuhættir, fæðingartíðni, fólksfjöldaþróun, hagvaxtarmöguleikar, aldurssamsetning, atvinnuþátttaka, auðlindir, orkan, útflutningsgreinar, staðsetningin, fjarlægðin, fámennið ... það er ekki eitt, heldur næstum allt.
Ísland er DVD. Evrópusambandið er vídeótæki.
(Um RTFM)
![]() |
Hljótum að vinna saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |