Færsluflokkur: Evrópumál
2.2.2010 | 08:24
Spánn ógnar evrunni
Hann var sakaður um svartsýnisraus og uppnefndur "Doctor Doom" þegar hann spáði eignabólu, kreppu og bankahruni löngu áður en kreppan skall á. Frægur er fyrirlestur hans fyrir fullu húsi hagfræðinga og fulltrúa AGS á fundi í New York í september 2006.
Í dag er Nouriel Roubini aðeins titlaður prófessor í hagfræði við New York háskóla og menn taka meira mark á honum en mörgum starfsbræðra hans. Háðsglósur um dómsdagsspár heyrast ekki lengur.
Roubini telur hættu á að evrusvæðið eigi eftir að liðast í sundur. Kannski ekki á þessu ári eða því næsta, en hættumerkin eru augljós. Einn þekktasti fjárfestir heims, George Soros, telur líka að veikleikamerkin séu alvarleg.
Núna er öll athyglin á Grikklandi, enda landið aðeins hænufeti frá gjaldþroti. Roubini segir að samt sé Spánn mesta ógnin við evruna. Hagkerfi Spánar er það fjórða stærsta í vrulandi, atvinnuleysið gífurlegt og bankarnir veikir.
Ef Grikkland fer í þrot er það "problem", en ef Spánn kemst í þrot verður það "disaster" fyrir evrusvæðið.
vran, þetta undrameðal sem átti að verða allra meina bót, gæti reynst snákaolía hin versta, fyrir öll þau ríki sem ekki heita Þýskaland eða Frakkland. Össur og Jóhanna vilja örugglega fá hana samt, enda er það trúaratriði hjá þeim að koma Ísland inn í Evrópuríkið fyrir flokkinn sinn. Ekki fyrir þjóðina, heldur fyrir flokkinn.
22.1.2010 | 18:00
Fátæktin í ESB - framtíð Íslands
Það segir sitt um hagsældina innan Evrópuríksins að það skuli þurfa að efna til sérstaks átaks, sem heitir Stöðvum fátækt! Það á að leggja eitt ár undir verkefnið. Innan ESB lifa 17% undir fátæktarmörkum*.
Það verður allt annað en auðvelt að ráða niðurlögum ESB fátæktar, m.a. vegna hækkandi meðalaldurs og þunglamalegs lífeyriskerfis. Ekki bætir úr skák að í langtímaspá IMF er gert ráð fyrir að ESB/evrusvæðið verði lélegasta hagvaxtarsvæði í heimi næsta aldarfjórðunginn.
Ástandið er mjög slæmt hér á landi í kjölfar bankahruns. En það þarf ekki bankahrun í ESB til að skapa slæmt ástand, t.d. hefur verið stöðugt og mikið atvinnuleysi þar árum og áratugum saman. Líka í góðæri!
Ólíkt flestum ESB löndum eigum við alla möguleika á að fyrirbyggja fátækt og endurheimta það Ísland sem við áttum áður en bankadólgar lögðu það undir sig fyrir 6-7 árum. Til þess er nógur auður í hafinu, á landi og í þjóðinni sem landið byggir. En það verður ekki gert með brusselskum ráðstefnum, sem eiga "að auka vitund fólks um orsakir og afleiðingar fátæktar".
Erfiðasta hindrunin sem þjóðin þarf að yfirstíga er hin bresk-hollenska ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún vill játa ódrýgðar syndir á þjóðina og leggja á hana syndagjöld í ómældu. Hún vill líka setja þjóðina undir Brusselvald og loka hana bakvið tollamúra á lélegasta hagvaxtarsvæði í heimi. Og færa því æðsta dómsvald í ábót.
Ef við viljum úthýsa fátækt frá Íslandi er innganga í Evrópuríkið líklega vitlausasta skerfið sem hægt er að stíga. Skilyrði fyrir því að skríða þangað inn er að þjóðin dæmi sjálfa sig til fátæktar fyrst og kalli það "skuldbindingar".
----------
* Annars vegar er talað um fátæka Evrópubúa og hins vegar um mannfjölda innan ESB, sem getur skekkt þessa tölu um 2-3 prósentustig.
![]() |
Evrópuár gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2010 | 12:32
Steingrímur Joð er fastur á strandstað
Íslands nýjasta nýtt ehf., eins og ÍNN heitir fullu nafni, bauð upp á Hrafnaþing í fyrrakvöld. Viðmælandi sjónvarpsstjórans var Steingrímur J Sigfússon, fjármálaráðherra.
Það var vægast sagt dapurlegt að heyra til ráðherrans, hann virðist uppgefinn og orkulaus og búinn að sigla IceSave í strand. Ekkert í svörum hans bendir til að hann muni losna af strandstað.
Það er sama hvaða gögn kæmu fram í málinu, hann mun ekki skipta um skoðun. Það er sama hvaða rök eru færð fyrir réttlætinu, honum verður ekki haggað. Hann er kominn í öngstræti og búinn að týna bæði bakkgírnum og stýrinu. Uppgjöf skal það vera og því fær enginn breytt.
Steingrímur er staðráðinn í að gefast upp fyrir Brown.
Steingrímur Joð er hinn raunverulegi forsætisráðherra, í merkingunni leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna, sem ber titilinn, er bæði þögul og ósýnileg. Samt afrekaði hún að skrifa í hollenskt blað og þarf ekki að koma á óvart að Evrópuríkið er henni efst í huga. Hún segir:
"Icesave-deilan má ekki skaða ... aðildarferlið að Evrópusambandinu"
IceSave og ESB eru eitt og sama málið. Þess vegna vill Jóhann skilyrðislausa uppgjöf fyrir Bretum, eins og Steingrímur, þótt forsendur kunni að vera aðrar. Hún vill ganga inn í ríkið þar sem aflsmunur er þyngri á metunum en lög, réttlæti og sanngirni. Steingrímur Joð getur ekki vænst þess að fá neina hjálp frá Jóhönnu til að losna af strandstað.
Bendi að lokum á þessa grein eftir Gunnar Skúla lækni.
![]() |
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.1.2010 | 22:54
"... skríðum bara á hnjánum"
Skopmyndateiknari Fréttablaðsins átti margar góðar myndir á nýliðnu ári. Eina sú allra besta lýsir IceSave- og ESB-tilburðum krata, en í myndatexta segir "Við getum þetta ef við skríðum bara á hnjánum".
Það gengur enginn í ESB, menn skríða þangað, eins og sagan sannar. Þetta vita kratar og þess vegna er þeim mikið í mun að samþykkja IceSave og koma þjóðinni á hnén. Annars fæst hún ekki til að skríða með þeim yfir velferðarbrú til Brussel.
Hvað er rangt við réttlæti?
Íslendingar eiga að fella IceSave með glans. Síðan mætti bæta inn í lög 96/2009 fortakslausri kröfu um að ákvæðin kennd við Ragnar Hall gildi, einnig kröfu um að fá skorið úr um málið að lögum og setja tímafrest á gildi þeirra; verði Bretar og Hollendingar ekki búnir að samþykkja þau fyrir lok apríl falli þau úr gildi.
Það á að vera sjálfsagt að Íslendingar beri þá ábyrgð sem þeim ber, að lögum. Það að vera jafn sjálfsagt að Bretar virði leikreglur en beiti ekki kúgunum og hnefarétti. Við höfum ekki rétt á því að vera feimin við að leita réttlætis. Hvað er rétt við ranglæti?
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þar sem ekki verður ákveðið um formlegt upphaf aðlögunarviðræðna fyrr en í mars, ættu Íslendingar að nýta tímann til að undirbúa markmið sín og skilyrði. Sérstaklega í útgerð og fiskvinnslu. Enn hafa stjórnvöld ekki birt nein samningsmarkmið.
Ef Ísland gerist aðili að ESB er ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að Íslendingar geti staðið alfarið fyrir utan sjávarútvegsstefnu ESB til frambúðar ...
Þannig hefst þriðja og síðasta greinin sem Úlfar Hauksson skrifaði í Fréttablaðið í liðinni viku og hægt er að lesa (hér #1), (hér #2) og (hér #3). Neðanmáls kemur fram að Úlfar gaf út bókin "Gert út frá Brussel?" árið 2002, sem greinar hans nú eru m.a. byggðar á.
Óhætt er að ganga út frá því sem vísu að í aðildarviðræðum komi fram krafa af hálfu einstakra ESB ríkja um aflahlutdeild á Íslandsmiðum.
Þetta segir höfundurinn í framhaldi af fullyrðingu um að "reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi því tryggja að lítil ef nokkur breyting yrði á úthlutun veiðiheimilda í íslenskri lögsögu". Þessi regla er síður en svo trygg, sbr. Grænbók ESB um sjávarútveg sem út kom 22. apríl 2009. Hún tryggir því ekkert. Þetta átti e.t.v. við þegar höfundurinn skrifaði bók fyrir sjö árum en gerir það ekki lengur.
Að öðru leyti er engin ástæða til að ætla að sókn ESB-þjóða á Íslandsmið myndi aukast sem nokkru nemi frá því sem nú er nema ef til kæmi gagnkvæmur réttur Íslendinga í lögsögu ESB
Að því gefnu að Ísland fái ekki undanþágu ... er engin ástæða til að ætla að önnur sjónarmið en Íslendinga yrðu ráðandi ... þar sem engin önnur ríki hefðu af því verulega hagsmuni.
Þá spyr maður: Hvað þýðir "sem nokkru nemi" í þessu samhengi og hvað eru "verulegir hagsmunir"?
Til hvers að færa formlegt ákvörðunarvald til Brussel ef það skiptir ESB engu máli? Það verður að halda því á Íslandi til frambúðar. Það er eina örugga tryggingin. Þess vegna á það að vera ófrávíkjanlegt grundvallarskilyrði í viðræðunum að Íslandsmið heyri alfarið undir íslenska stjórn en sé Brussel óviðkomandi. Ekki tímabundið heldur til allrar framtíðar. Greinar Úlfars skjóta sterkum stoðum undir þá kröfu.
Takist ekki að ná fram varanlegri undanþágu frá Brusselvaldinu yfir íslenskri fiskveiðilögsögu, verða Íslendingar að segja NEI við aðild. Alveg skilyrðislaust.
Takist það hins vegar, verða Íslendingar að segja NEI við aðild. Alveg skilyrðislaust (nema menn vilji kjósa undan sér lýðræðið, til frambúðar). Þetta snýst nefnilega ekki bara um fiskinn heldur enn frekar um lýðræðið og fjarlægt vald, sem á endanum verður alltaf til tjóns.
![]() |
Ákvörðunar að vænta í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2009 | 12:54
1.875 ESB-vottorð um fisk!
Þetta segir m.a. í frétt á vísi.is og í Fréttablaðinu í dag (hér).
Eftir breytinguna eru dæmi um að framvísa gæti þurft 1.875 upprunavottorðum vegna útflutnings fimm tonna af blönduðum fiski frá Noregi til kaupanda í Þýskalandi.
Í gær setti ég til gamans færslu með texta úr bíómyndinni The Hitchhiker's Guide to the Galaxy þar sem Vógonum er lýst sem mestu möppudýrum vetrarbrautarinnar. Mér sýnist möppudýrin í Brussel vilja veita þeim keppni.
Það er ekki bara að nú skuli skila fiskvottorðum í kílóavís.
Í Fréttablaðinu er í dag greint frá aðvörun Evrópusambandsins um jólaseríur, sem líka var greint frá í EU Observer fyrir helgina (hér). Hér á landi hefur Brunamálastofnun séð um þessi mál og Neytendastofa er líka með sérstakt öryggissvið sem kannar raftæki af öllu tagi.
Það er vissulega gott að hafa reglur um neytendavernd. En þegar yfirþjóðleg stjórn lætur sér ekki nægja að setja reglur heldur hefur menn í vinnu við það í 18 mánuði að skoða jólaseríur, þá spyr maður sig hve langt vald- og verksvið möppudýranna teygir sig.
Og ef þetta er ekki nóg mæli ég með að menn kynni sér hinar ýtarlegu jarðaberjareglur ESB (hér). Samkvæmt þeim verða jarðarber að vera a.m.k. 18 mm að breidd, lykta rétt og ekki má gleyma að "the strawberries must have been carefully picked"!
Já, Vógonarnir hafa eignast skæða keppinauta.
![]() |
Síldin skilar 15 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2009 | 22:00
Grjótkast úr glerhúsi ESB
Það er í sjálfu sér gott mál að alþjóðasamfélagið hafa vakandi auga með lýðræði og mannréttindum í heiminum. Það er hins vegar ómarktækt með öllu þegar þeir sem sjálfir sniðganga lýðræðið krefjast þess af öðrum að þeir virði það.
Talsmaður yfirmanns utanríkismála ESB, Catherine Ashton, sagði við fjölmiðla í dag að ESB muni óska eftir því við deilendur í Hondúras að þeir endurreisi lýðræðið og stjórnarskrá landsins.
Þetta kallast að kasta steinum úr glerhúsi.
- Breska barónessan Catherine Ashton hefur aldrei verið kosin af neinum til að gera neitt, en er nú samt utanríkisráðherra Evrópuríkisins. Handvalin í starfið af pólitíkusum, á klíkufundi bakvið luktar dyr.
- Sama klíka handvaldi forseta fyrir Evrópuríkið, mann sem enginn þekkir og vissi ekki sjálfur að hann væri í framboði.
- Evrópuríkið hefur nýlega lögfest nýja stjórnarskrá, án þess að bera hana undir atkvæði þegna sinna, að Írum frátöldum. Þeir sögðu nei og voru þá látnir kjósa aftur.
- Í Evrópuríkinu er ríkisstjórn (commission) sem fer með framkvæmdavald. Hún er ekki kjörin í lýðræðislegum kosningum.
- Í Evrópuríkinu er þing sem fólk fær að kjósa fulltrúa á. Kjörsókn var 43% vegna þess að almenningur veit að atkvæði þess skiptir engu máli.
Ashton barónessa starfar fyrir skrifræðisbákn sem er búið að úthýsa lýðræðinu. Hún ætti að sjá sóma sinn í því að gagnrýna ekki stjórnarfar í fjarlægum ríkjum fyrr en búið er að koma á lýðræði í ESB og setja þegnum Evrópuríkisins stjórnarskrá með eðlilegum, heilbrigðum og lýðræðislegum hætti. Fyrr er hún ekki marktæk.
![]() |
ESB gagnrýnir að Zelaya hafi verið hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 20:06
Lögmálið um IceSave
Hverjar eru líkurnar á að allar örvhentar konur séu fylgjandi IceSave? En að allir rauðhærðir karlmenn séu á móti? Auðvitað engar. Þetta mál er þeirrar gerðar að svona regla getur ekki verið til.
Samt er til IceSave-regla, nánast lögmál. Reglan er svona:
Þeir sem eru fylgjandi því að Ísland gangi í ESB - og eingöng þeir - eru jafnframt fylgjandi því að IceSave skuldaklafinn verði lagður á íslenska þjóð.
Það er engin góð regla án undantekninga. Undantekningin sem sannar regluna eru fáeinir vinstri grænir, sem vegna pólitískrar skákblindu vilja kosta öllu til svo halda megi lífi í sitjandi vinstri stjórn.
Þessi samfylgni er ekki nein tilviljun. Skýringin er að langflestir IceSave sinnar koma úr Samfylkingunni. Þeir eru ekki að hugsa, tala eða kjósa um IceSave heldur um það eitt að koma Íslandi inn í Evrópuríkið.
Samfylkingin er hættulegur flokkur. Alveg stórhættulegur.
![]() |
Stenst Icesave stjórnarskrá? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 00:24
Flaggað í hálfa stöng
Dagurinn í dag er merkilegur. Runninn er upp 1. desember og við Íslendingar höldum upp á að 91 ár er liðið síðan Ísland öðlaðist fullveldi. Á sama tíma verður fullveldi 27 annarra Evrópuþjóða formlega skert.
Í dag tekur Lissabon stjórnarskráin gildi og þar með er Evrópuríkið formlega stofnað. Það sem í gær voru aðildarríki ESB eru í dag aðildarhéröð Evrópuríkisins. Meðfylgjandi mynd er vel við hæfi, en hún sýnir fána þjóðanna 27 blakta í hálfa stöng, ásamt bláa ríkisfánanum.
Nýlega kom út endurbætt útgáfa af samningum Evrópuríkisins eins og þeim er breytt með hinni dulbúnu stjórnarskrá sem kennd er við Lissabon. Samningurinn sjálfur hefur ekkert skánað, en bókin er skýr og auðlesin.
Þessa bók (pdf) er hægt að sækja ókeypis (hér).
Ég mæli sérstaklega með því að menn kynni sér töflu fremst í bókinni, þar sem sýnt er hvernig atkvæðaréttur fámennustu aðildarhéraðanna verður því sem næst þurrkaður út.
Ég óska öllum Íslendingum til hamingju með daginn og tek heilshugar undir kröfu Heimssýnar um að draga ESB-umsóknina til baka. Ég óska þess líka að á Íslandi verði áfram hægt að flagga í heila stöng 1. desember ár hvert. Að Íslandi verði aldrei breytt í aðildarhérað í nýja Evrópuríkinu.
![]() |
Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.11.2009 | 16:43
Frostavetur eða ísöld? Þitt er valið!
Með því að fella nýja IceSave frumvarpið væru menn "að kalla yfir sig algeran frostavetur" sagði Jóhanna Sigurðardóttir í þinginu á fimmtudaginn.
Með því að samþykkja frumvarpið væru menn að kalla yfir sig ísöld. Jóhanna nefndi það ekki. IceSave verður IceAge.
Samningarnir frá 5. júní hafa að geyma ýtrustu kröfur Breta og Hollendinga, byggðar á umdeildri túlkun á lögum sem voru gölluð. Þar er gengið eins langt og frekjan leyfir, út yfir sanngirnis- og velsæmismörk.
Verði þeim hafnað getur það sem kemur í staðinn aldrei orðið verra. Kannski einn frostavetur, en það er þess virði til að afstýra ísöld.
Ný lög ESB um innstæðutryggingar taka af allan vafa um að gömlu lögin voru gölluð. Bretar heimta ríkisábyrgð til að "tryggja eftirá" og ESB tekur undir til að velta skaðanum af eigin handvömm yfir á íslenska þjóð.
Samfylkingin lítur á uppgjöf sem besta kost í málinu. Hún er aðgöngumiði inn í Evrópuríkið. Mesta hættan sem nú steðjar að Íslendingum er að gæluverkefni nokkurra krata skerði lífskjör komandi kynslóða.
Hvort má bjóða þér, hugsanlegan frostavetur eða ávísun á ísöld?
Ertu ekki örugglega búin(n) að kvitta?
![]() |
Tíu þúsund skrifað undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)