Fylgishrun við "viðræður"

Það sem helst vekur athygli í þessari skoðanakönnun er hversu mikið þeim fækkar sem eru fylgjandi "viðræðum" við ESB. Núna segjast 51% vera fylgjandi, 36,1 á móti og 12,1% óákveðnir. Fáeinir neita að svara.

Í sams konar könnunum RÚV og SI hefur stuðningur við "viðræður" verið mun meiri. Nú, þegar búið er að leggja inn umsókn, dvínar hann verulega.

Fylgjandi aðildarviðræðum:
   64,2%  -  í könnun 8. mars 2009
   61,2%  -  í könnun 6. maí 2009
   51,0%  -  í könnun 28. júlí 2009

Ef fylgi við stjórnmálaflokk minnkar um 10 prósentustig á tveimur mánuðum er talað um fylgishrun. Það hlýtur að eiga við hér líka.

Ef aðeins er litið á þá sem gáfu ákveðið svar, með eða á móti, þá voru tæp 70% fylgjandi í þeim könnunum sem gerðar voru í mars og maí (fleiri óákveðnir í þeirri seinni) en 58,5% nú.

Á meðan þetta færist í skynsemisátt er engin ástæða til svartsýni. 

 


mbl.is Meirihluti styður viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Þetta hlutfall lagast frekar þegar líða tekur á haustið. 

Pólverjar tilkynntu í gær að þeir ætluðu ekki að tengjast evrunni þar sem halli þeirra er meiri en 3% af landsframleiðslu.  Því gætu þeir ekki tekið upp Evruna.  Lítill frétt en segir þó mikið:

 Ef Evran er svona góð þá hlýtur að vera gott að vera með gengið nálægt henni.  Þá hlýtur lífið að vera betra, ekki satt?  Hvers vegna vilja þeir ekki láta gjalmiðilinn sinn fylgja Evrunni ef það er gott fyrir hagkerfið? 

Málið er akkurat öfugt, Pólverjar eru búnir að sjá að með að sleppa Evrutengingunni geta þeir látið gjaldmiðilinn sinn fljóta miðað við stöðu efnahagskerfisis.  Með því geta þeir styrkt samkeppnisstöðu sína á kostnað erl fyrirtækja.  Gengi Zlotzins hefur fallið um 0,8% í dag. Hinsvegar komu góðar fréttir í dag af efnahagsmálum í Póllandi, þeir náðu að klára skuldabréfaútboð á vegum ríkisins. 

 ég er búinn að bíða eftir því að þetta gerðist að þjóðir A-Evrópu aftengdust Evrunni.  þetta var þó fyrr en ég hugði, ég átti ekki von á þessu fyrr en í haust. Eins bjóst ég við að Eystasaltslöndinn yrðu á undan.   

Taktu eftir því að það eru engar fréttir um þetta mál í fjölmiðlum...... í raun er þetta stórfrétt, fyrsta þjóðinn sem hættir við að taka upp Evru!!!

 Pólskur Vodki um helgina!!! (styðja þá fyrir að þora að vera skynsamir)

 kv.

Jón Þór 

Jón Þór Helgason, 30.7.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég verð nú að segja að þessar tölur koma þægilega á óvart, þegar við horfum til þess áróðurs, sem hafður hefur verið í frammi undanfarna mánuði gegn ESB aðildarviðræðum og svo að við stöndum í stærstu deilum sem við höfum átt í við tvær Evrópusambandsþjóðir, Breta og Hollendinga.

Það sem mesta athygli þó vekur er sú staðreynd að tæpur helmingur sjálfstæðismanna, eða 46,4 prósent, er hlynntur aðild, en 53,6 prósent þeirra eru andsnúnir aðild.

Þegar ég talaði um að 25-30% sjálfstæðismanna væru hlynntir aðild, var ég sakaður um lygar.

Nú spyr ég:

Er það eðlilegt 1 þingmaður af 16 greiði atkvæði í samræmi við vilja 50% kjósenda flokksins?

Hvað ætli kjósendur Sjálfstæðisflokksins í kraganum og í Reykjavík hendi mörgum sjálfstæðismönnum út í næstu kosningum, þegar spillingarprófkjörin eru horfin og fólk getur sjálft raðað upp á sína lista!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.7.2009 kl. 08:51

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já þetta mun bráðum verða kallað "vítahringur víxlverkunar gengis og aðildarviðreksturs í litlu opnu hagkerfi."

Formúlan muna þá verða þessi: 1 x 0 er alltaf meira en það sem við höfum og mun "væntalega" hækka óendanlega með fallandi gengi (ISK) og meri skuldum (external gov debt). Sláið því eftirfarandi inn í nýtt þjóðhagslíkan ríkisstjórnarinnar:  (1 x 0) > (( xVG) / (xS+JBH)). Munið að aftengja hagvöxt því hann má ekki koma fyrir á meðan útreikningur fer fram.       

Í framhaldi af innleggi Jóns Þórs: Pólland verður sennilega eina landið í ESB sem mun geta sýnt fram á hagvöxt á þessu ári.

En eins og fyrrverandi seðlabankastjóri Eistlands sagði um daginn:

"Evran mun ekki bjarga efnahag landsins, hún er meira uppá punt en að hún muni gera gagn. Spyrjið Spánverja, Ítali og Portúgala um hvaða gagn þeir hafa af þessari mynt."

Evruaðild mun ekki bjarga efnahag Eistlands  

Best að fá sér annað Prince Polo 

Humpf 

Gunnar Rögnvaldsson, 31.7.2009 kl. 08:55

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Evrusvæðið að komast í gírinn sinn: 9,4% atvinnuleysi (þrátt fyrir evruaðild) tilkynnt hér fyrir 2 sekúndum. Þetta er allt að lagast og við munum ná 12-14% eftir 12 mánuði. Good old Europe. Stöðugleikurinn virkar bara.   

Gunnar Rögnvaldsson, 31.7.2009 kl. 09:04

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Beint úr beljunni: Euro area unemployment up to 9.4%

Gunnar Rögnvaldsson, 31.7.2009 kl. 09:10

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þrjú efstu sætin á atvinnuleysislistanum í júní 2009

Spain18,1%
Latvia17,2%
Estonia17,0%


Athugið: sökum mikils og ákafs ríkisreksturs fram að kosningum í Þýskalandi í september, er fólki þar í landi haldið í varðhaldi innan veggja þýskra fyrirtækja fram yfir kosningar, eða þar til yfir um lýkur hjá ríkissjóði og ríkisstjórninni:
 
First, the public has yet to feel the pain directly and is unlikely to do so until after the Federal elections on September 27th that will determine the make-up of the new parliament. Government programs are providing major subsidies to keep redundant employees on the payroll, at substantially reduced hours. This still has some cost for businesses, but they generally do not want to lay off significant numbers of employees prior to the elections, both out of a desire to support the more business-friendly parties and because they would not wish to be singled out by the politicians in the frenzy of a close election campaign. The clear consensus of those with whom we spoke was that there would be a massive spike in unemployment starting in the Fall.
 

Gunnar Rögnvaldsson, 31.7.2009 kl. 09:29

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk allir fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Jón Þór: Ég hafði ekki rekist á þetta. Væri gott að fá ábendingu eða link ... bara til að spara mér leitina og fylgjast með.

Gunnar: Þetta er óbrigðul formúla! Hinar glænýju fréttir úr Evrulandi hafa ratað inn hjá RÚV, en ekki týnst eins og sú pólska. Þeir splæstu 8 línum á þær hér

Haraldur Hansson, 31.7.2009 kl. 12:07

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Guðbjörn: Sjálfur hef ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, en ættir þú ekki að vera stoltur af flokknum þínum yfir að hafa reynt að standa vörð um alvöru lýðræði en ekki beygja sig undir afbakað krata-lýðræði?

Þingmenn þínir greiddu atkvæði með þeirri sjálfsögðu kröfu, á Alþingi 16. júlí, að ákvörðun um umsókn að ESB yrði borin undir kjósendur í einfaldri atkvæðagreiðslu.
Því miður vannst málið með ofbeldi og Samfylkingin varð ofaná.

Ég veit að þú veist að umsókn er stórmál. Hún er ekki "bara viðræður" án skuldbindinga. Þetta er ekki óformlegt tékk til að "sjá hvað er í boði". Þá hefðu Kínverjar ekki afboðað frekari fundarhöld um fríverslunarsamning, sem þó var að þeirra frumkvæði. Þeir vita hvað umsókn þýðir.

Haraldur Hansson, 31.7.2009 kl. 12:09

9 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sæll

 Fyrirgefðu að ég skildi ekki hafa gert það upphaflega. Sennilega hefði það ekki skipt máli þar sem búið er að taka fréttina af MBl.is

Hér er frétt frá Póllandi um þetta, þeir fresta upptöku hennar í það minnsta tvö ár.

http://www.gowarsaw.eu/en/news/finmin-admits-no-chances-for-euro-adoption-in-2012 

kv.

Jón Þór

Jón Þór Helgason, 31.7.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband