Ó, þú margspælda fjöregg!

"Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka?" orti Einar Benediktsson. Það tekur ekki langan tíma að eyðileggja hluti.

Það kostaði blóð svita og tár í hundrað ár að öðlast fullveldi og sjálfstæði. Það kostaði kjark að stofna lýðveldi. Það kostaði þrotlausa vinnu að komast úr örbyrgð til allsnægta. Það kostaði djörfung og þorskastríð að ná yfirráðum yfir auðlindinni í kringum landið.

Þorskastríðin voru við Breta. Þá sömu og nú misnota ítök sín í ESB og AGS til að knýja fram nauðasamninga um IceSave. Og ESB tekur fullan þátt í kúguninni. Evu Joly blöskrar framferði Breta en íslenskir kratar svara með því að skríða til Brussel.

Þvílíkur aumingjaskapur!


Nú hafa Jóhanna og Össur skrifað eitt lítið bréf. Þau eiga sér draum og þeim liggur á. Vilja helst eyðleggja aldarlanga vinnu á mettíma. Tveimur árum ef það er mögulegt. Kasta frá sér forræðinu yfir eigin velferð.

Uppgjöf, er þeirra stóri draumur. If you can't beat them, surrender! Össur vill fara með fjöreggið í vasanum til Brussel og selja það fyrir evrur. Barroso fær sér spælegg í morgunmat.

Svo hrósar þessir frjálshyggju-kratar sigri. Sigur þeirra var að knýja fram uppgjöf með pólitísku ofbeldi á Alþingi. Að svína á helmingi þjóðar sinnar. Kljúfa hana á krepputímum.

Nú skal Ísafold syngja: "Ég á mig sjálf - en amma Brussa fjarstýrir mér." Össur og Jóhanna verða klappstýrur. Viljinn til að koma þjóðinni inn í ESB er ólæknandi afbrigði af útrásarfíkn.


Ég veit að það vilja margir sækja um aðild að ESB, gott og vel. En þeir verða að sýna þann manndóm að fara að leikreglum lýðræðisins. Ekki þjösna málum í gegn með kúgunum að brusselskri uppskrift. Það er ekki það Nýja Ísland sem þjóðin vonaðist eftir.


Fyrirsögnin er fengin að láni úr ljóði eftir Þórarinn Eldjárn, man ekki í svipinn úr hvaða bók.


mbl.is Keppa Ísland og Króatía?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Haraldur:

Ég vil nú ekki gera lítið úr íslensku sjálfstæðisbaráttunni, en önnur lönd - sem nú eru innan ESB - þurftu einnig að hafa fyrir sjálfstæðinu. Ég minni á Finna, Pólverja, Eystrasaltslöndin að ógleymdu Ungverjalandi Tékklandi og Slóvakíu. Nýleg dæmi á borð við Slóveníu, Króatíu, Bosníu, svo einhver dæmi séu nefnd.

Sumar þessar þjóðir þurftu að berjast í langvinnum stríðum, þar sem hundruð þúsunda létu lífið í stríðunum sjálfum og þeim hörmungum sem þeim fylgdu.

Ég er nú eiginlega á þeirri skoðunar að Danir hafi farið betur með okkur en mörg önnur nýlenduríki gerðu.

Allar þessar þjóðir fórnuðu "sjálfstæði" sínu og "fullveldi" til að "innlimast" í þetta hræðilega bandalag kúgaðra þjóða, sem þær höfðu virkilega barist fyrir með blóði sínu - eða orðið þið þetta ekki eitthvað á þessa leið?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.7.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Elle_

Pólitískt ofbeldi lýsir því vel sem gerðist í gær, Haraldur.  Þar tókst Jóhönnu Sig. og Evru-flokknum endanlega að lemja niður allan mótþróa.  Þar tókst alþingi með litlu a-i að svíkja fólkið í landinu um að hafa fyrsta orðið og þar með valta yfir lýðræðið og yfir 75% þjóðarinnar:

Gallup: 76,3 % vilja þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB (júní 2009)
 
Og vegna þess að Jóhanna ÆTLAÐI inn EU hvað sem það kostaði:

Gallup: 41,9% vilja hefja aðildarviðræður við ESB (maí 2009)

Og nú gleðst Evru-flokkurinn og fylgjendur þeirra yfir nauðunginni. Þetta er grátlegt og svo mikill yfirgangur að það er sorglegt.  Og Olli Rehn heldur kannski að við fólkið höfum kosið þetta.  Þetta sagði hann fyrir 2 mánuðum:

Olli Rehn:
"Finally, in Europe's north-western corner, we may soon expect a membership application from Iceland, possibly in June or July. The Commission is mentally prepared to receive such an application and to work with the incoming Swedish EU Presidency to take it forward. Iceland is a deeply democratic country, and it is already a member of the European Economic Area. If we compare the EU accession process to a marathon, then Iceland has already completed the first 40 kilometres. So, if the Icelandic people and parliament were to decide to apply, then the negotiations should not necessarily take terribly long."

Nú þurfum við að láta hann og heiminn vita að við vorum ekkert spurð.

Elle_, 17.7.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Elle_

Ætlaði að láta virkan link með orðunum hans þarna:

Olli Rehn

Elle_, 17.7.2009 kl. 18:01

4 identicon

Íslendingum hafa alltaf verið Íslendingum verstir.

Ísland í ESB !

Já takk !

Okkar eigið fólk hafa þegar féflett okkur,

þannig til hvers eigum við að óttast ESB ?

Við fáum óheftan aðgang að menntakerfinu og ýmislegt annað.

En þið viljið Ísland, lok lok og læs allt úr klaka, einangraða og einmanna.

Gummi (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 22:29

5 Smámynd: Elle_

Loks Haraldur, ætlaði að láta það fylja að ofan að Loftur A. Þorsteinsson benti á fyrstur (eftir því sem ég veit) hvað Olli Rehn sagði þarna fyrir 2 mánuðum: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/915603/

Elle_, 17.7.2009 kl. 22:33

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta eru virkilega geðlosandi skrif hjá þér! Ég er reyndar svo, svo sammála því sem þú skrifar og hef opinberað það nú þegar á blogginu mínu en það er búningurinn sem þú klæðir skoðun þína í sem virkaði svo geðlosandi fyrir mig! Það er ákveðin snilld að kunna að klæða vandlætingu sína í hæðni eins og þú gerir hér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.7.2009 kl. 23:09

7 identicon

Flottur  eins og frá mínu hjarta skrifað

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 01:04

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

EE elle, ég hef fylgst með skrifum Lofts (linkur þinn vísar reyndar á nýja færslu hans). Olli Rehn, Dianna Wallis og fleiri toppar í ESB hafa líka ítrekað sagt að Ísland fái engar undanþágur í fiskveiðum sem ekki rúmast innan sameiginlegrar stefnu sambandsins. Samt er látið eins og engin hætta sé á ferðum.

Rakel: Ég skrifaði þetta í flýti á fáeinum mínútum og las svo færsluna eftir að þú talaðir um hæðni. Kannski eitthvað til í því. Vona bara að skrifin séu ekki svo "geðlosandi" að þú verðir geðlaus á eftir, því nú hefst baráttan fyrir alvöru!

Gylfi, takk fyrir þetta. Mér líst mjög vel á hausinn á blogginu þínu. Ræða sem á erindi við okkur enn í dag.

Haraldur Hansson, 18.7.2009 kl. 11:30

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Gummi: Þó að ég sé fullkomlega sannfærður um að aðild Íslands að ESB geti aldrei orðið okkur nema til skaða, þegar til lengri tíma er litið, er færslan ekki um það. Hún er ekki um kosti og galla ESB. Ekki um það að ganga inn eða ekki.

Megin punktarnir eru tveir. Annars vegar hvernig Alþingi komst að niðurstöðu með pólitískum þvingunum, eins og áréttað er í síðustu málsgrein færslunnar. Hins vegar um þá þrælslund sem það lýsir að sækja um núna á meðan IceSave deilan er óleyst. ESB á beina aðild að þeirri deilu.

Haraldur Hansson, 18.7.2009 kl. 11:35

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Guðbjörn: Athugsemd þín er ekki beint um inntak færslunnar, sbr. svar mitt til Gumma hér að ofan. Kveikjan að henni er sú skelfilega afbökun á lýðræðinu sem við sáum á Alþingi á fimmtudaginn.

En gott og vel.

Sínum augum lítur hver þjóð fullveldið.

Pólland var á milli steins og sleggju á ófriðartímum liðinnar aldar, með Þjóðverja á aðra hönd og Sovétið á hina. Að sjálfsögðu finna þeir sér skjól í vestrænu ríkjasambandi. Þar leita þeir skjóls. Að vissu marki má setja Finna undir sama hatt vegna nábýlisins við Rússa.

Sem betur fer höfum við Íslendingar ekki lent í sömu stöðu og Pólverjar hvað þetta varðar. Þessi skýring á því ekki við um Ísland.


Balkanlöndin komu lemstruð út úr stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Skiljanlega vilja þau gera allt sem eykur líkur á friði. Evrópusambandið hefur virkað vel í því hlutverki að tryggja frið í Evrópu og því eru ástæður Balkanríkjanna skiljanlegar.

Sem betur fer höfum við Íslendingar ekki þurft að búa við hörmulega borgarastyrjöld. Þessi skýring á því ekki við um Ísland.


Ungverjaland, Tékkland, Eystrasaltsríkin og fleiri losnuðu undan oki kommúnismans við hrun Sovétríkjanna. Og Spánn, Portúgal og Grikkland losnuðu undan oki einræðis- og herforingjastjórna.
Öll vildu þessi ríki taka upp lýðræðislega stjórnarhætti og tryggja almenn mannréttindi. Því er skiljanlegt að þau líti á Evrópusambandið sem kost í þeirri stöðu að þurfa að byggja upp innviði samfélagsins og laga til eftir langvarandi vonda stjórnarhætti.

Sem betur fer höfum við Íslendingar ekki þurft að búa við slíkt. Lýðræði og virðing fyrir almennum mannréttindum er hér til staðar. Þessi skýring á því ekki við um Ísland.


Svo spurningin er: Hvers vegna ætti rótgróið lýðræðisríki eins og Ísland að framselja löggjafarvaldið til yfirþjóðlegrar stjórnar í Brussel, þar sem alvöru lýðræði er ekki til? Við þurfum þess ekki til að tryggja frið eins og sumar þjóðir. Og innganga má aldrei vera “lausn í efnahagsmálum” þar sem litið er framhjá pólitískum samruna ESB. Hann er miklu meiri en ESB sinnar vilja horfast í augu við.

Er ekki fullveldið best komið í okkar höndum?

Haraldur Hansson, 18.7.2009 kl. 11:49

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Engin hætta á því! Þau eru geðlosandi í jákvæðri merkingu. Þau orka á mig sem geðlosandi brýni!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.7.2009 kl. 11:49

12 Smámynd: Elle_

Já, Haraldur, ég ætlaði að vísa á síðustu færslu Lofts: Hann kemur inn á þetta þar.

Elle_, 18.7.2009 kl. 16:30

13 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hraðinn frá því að Alþingi samþykkti umsóknina þar til bréfið var lagt inn í Brussel, er í teiknimyndarstíl....sendillinn hefur hreinlega hlaupið frá Stjórnarráðinu út í flugvél í Keflavík, hlaupið framhjá farangursafgreiðslunni á flugvellinum út í leigubíl og rétt náð til símastúlkunnar í skirfstofu ESB fyrir lokun til að þrýsta umslaginu í hendurnar á henni þegar hún var að standa upp til að fara heim....stúlkugreyið hefur vafalaust brosað vandræðalega framan í lafmóðan sendilinn.....

Haraldur Baldursson, 18.7.2009 kl. 19:46

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæll Haraldur.

Ef allt fer á besta veg munum við báðir getað myndað okkur skoðun á því hvor Ísland á erindi inn í ESB og getum hætt að tala um málið í getgátum.

Mér heyrist æ fleiri telja að heildarhagsmunum almennings sé betur borgið innan ESB, en ýmsir sérhagsmunahópar eru hræddir við aðild.

Jón Halldór Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 21:13

15 Smámynd: Haraldur Hansson

Jón Halldór: Skoðaðu betur innihald færslunnar. Það er sjálfsagt mál og lýðræðislegt að þjóðin myndi sér skoðun og taki afstöðu. En það er ekkert sjálfsagt við það að svona stóru máli sé þrýst gegnum þingið með kúgunum og pólitísku ofbeldi. Hvað varð um drauminn um Nýja Ísland.

Haraldur Hansson, 20.7.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband