29.6.2009 | 16:56
UNDIRMÁLSLÁN - alveg óborganlegt
Íslendingum "stendur til boða" risavaxið myntkörfulán með eigin ríkisábyrgð. Skuldbindingu sem aldrei er hægt að standa undir, sama hvernig ráðherrar reyna að reikna í sig kjark. Það yrði stórasta undirmálslán í heimi. En hvað gerist ef ríkisábyrgð vegna IceSave samninga er hafnað?
Það þýðir ekki að Ísland neiti að borga
Það þýðir ekki að Ísland neiti að semja
Menn óttast meiriháttar erfiðleika ef við segjum nei. Það er ekki flókið að kynda undir hræðslu eftir þá kúgunartilburði sem Bretar hafa sýnt, með ESB sem bakhjarl í pólitísku ofbeldi. En ég fullyrði þó að gífuryrði um refsiaðgerðir og "algjöra einangrun" eigi ekki við rök að styðjast. Það er eins og stjórnvöldum sé mikið í mun að standa gegn þjóð sinni og hræða hana til Kúbu.
Útgangspunkturinn hlýtur að vera: Hvað getum við greitt?
Til hvers að semja um eitthvað sem fyrirfram er vitað að ekki verður hægt að standa undir? Það er ekki heiðarlegt. Slík undirmálslán eru rót heimskreppunnar.
Miklu heiðarlegra er að segja við Breta og Hollendinga "Við viljum standa við allar okkar skuldbindingar að lögum, en því miður, þetta getum við ekki". Leggja svo til að samið verði aftur.
Það er farsælast að semja og skýra þá réttarstöðuna í leiðinni. Þann samning sem Íslendingar hafa sett stafina sína undir er aldrei hægt að réttlæta. Minnisblöð og þvingaðar viljayfirlýsingar fyrri ríkisstjórna breyta engu þar um.
Þó forsendur í fyrri færslu (sjá hér) séu "vægar" er útkoman samt sú að það er algjörlega útilokað að Ísland geti staðið undir afborgunum. Með samþykkt ríkisábyrgðar er verið að dæma íslensku þjóðina til þrenginga og jafnvel fátæktar næstu 20-30 árin. Lengur ef fólksflótti verður mikill.
Þessi IceSave samningur er óborganlegur, en því miður ekki í hinni hefðbundnu jákvæðu merkingu þess orðs.
Skaðleg flokkspólitík?
Það er eitt í þessu dæmi öllu sem ástæða er til að óttast. Það er flokkspólitíkin. Í umræðunni hafa menn skipst með og á móti ríkisábyrgð nokkurn veginn eftir flokkslínum. Það væri skelfilegt ef við sætum uppi með sligandi drápsklyfjar af því að einhverjir þingmenn ákváðu að greiða atkvæði með flokknum sínum en ekki með þjóðinni. Af því að flokkurinn þurfti að líta vel út. Og þjóðin tapar.
![]() |
Getum staðið við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 12:11
"Sú óhagkvæmasta og versta í heimi"
Hvað eru þeir orðnir margir sem ítrekað hafa hamrað á að undanþágur geti aldrei orðið nema tímabundnar? Og að frávik verði að "rúmast innan fiskveiðistefnu ESB"? Olli Rehn og Dianna Wallis eru í þeim hópi.
Það er sama hvernig blaðinu er snúið, innganga þýðir alltaf að hin formlegu yfirráð verða ekki á Íslandi heldur í Brussel. Þó þau séu "bara formleg" er það vondur kostur.
Fyrir nokkrum vikum var í frétt á mbl.is haft eftir evrópskum pólitíkus (nenni ekki að gúggla nafnið) að stjórnmálamenn þyrftu að axla ábyrgð á fiskveiðistefnu ESB sem er "sú óhagkvæmasta og versta í heimi."
Hlutfallslegur stöðugleiki er, samkvæmt stefnuriti Samfylkingarinnar, hinn óbrigðuli öryggisventill Íslendinga í fiskveiðimálum. Svo kom út Grænbók ESB um fiskveiðar, 22. apríl, þar sem viðruð er sú hugmynd að leggja þá reglu af. Þar við bætist að útilokað virðist að fá nokkrar undanþágur sem banna erlendar fjárfestingar í útgerð, með tilheyrandi hættum. Svo er það kvótahoppið, samningar um flökkustofna og allir hinir gallarnir. Kostir sem má finna geta aldrei vegið upp þessa stóru galla.
Hætturnar eru of margar og of miklar til þess að menn fari að leika sér að eldinum. Fiskurinn í sjónum við Ísland er okkar gullforði og það má aldrei missa formleg yfirráð yfir þeirri auðlind úr höndunum. Það gæti orðið okkur dýrkeyptara en IceSave þegar fram líða stundir.
![]() |
Skelfileg reynsla Skota af fiskveiðistefnu ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2009 | 13:09
Ef Alþingi fellir IceSave
Það eru miklar lántökur sem fjallað er um í viðtengdri frétt. Af ummælum síðustu daga að dæma eru allar lánveitingar meira og minna háðar því að Ísland "leysi IceSave deiluna" með því að samþykkja ríkisábyrgð samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Breta og Hollendinga.
En hvað gerist ef Alþingi fellir IceSave?
1. Lífið heldur áfram. Það verður ekki slökkt á Íslandi.2. Ríkisstjórnin fellur. Þá það.
3. Samið verður upp á nýtt í Icesave deilunni.
4. Komandi kynslóðir verða fegnar.
5. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir ekki upp láninu við okkur.
6. Þrýst á erlend stjórnvöld innan frá. Við erum ekki að semja við mafíuna.
7. Það er viðurkenning á því að einkabankarnir á Íslandi voru ekki ríkisbankar.
8. Þá fara þjóðir Evrópu að endurmeta innstæðutryggingakerfið.
9. Bretar og Hollendingar munu gefa eftir og semja upp á nýtt.
10. Fínt ... löggan á svæðinu að vera evrópsk - ekki alíslensk.
11. Réttlætið nær fram að ganga.
Þessi upptalning er tekin úr greininni "Ég var aldrei í bankaráði" eftir Jón G Hauksson, ritstjóra Frjálsrar verslunar. Ég mæli með lestri greinarinnar sem ágætu mótvægi við þær dómsdagsspár sem hafa verið áberandi í fjölmiðlum síðustu dagana.
Ríkisábyrgð samkvæmt fyrirliggjandi samningi hefði í för með sér greiðslubyrði sem íslenska þjóðin gæti aldrei staðið undir, samanber þessar tölur.
![]() |
950 milljarðar að láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 12:55
"Hænufet frá landráðum"
Að fallast á IceSave samninginn óbreyttan er aðeins "hænufet frá landráðum" sagði hæstaréttardómari í viðtali á ÍNN í vikunni. Ekki skal ég leggja dóm á það, enda þung ásökun, en það er alveg klárt að hann er uppskrift að verulegum þrengingum á komandi áratugum.
Prófum að setja upp raunhæfar forsendur
Þær forsendur sem menn hafa gefið sér í umræðunni virðast markast af því hvort menn eru með eða á móti því að ríkisábyrgð verði veitt. Stærsti gallinn er sú mikla óvissa sem ríkir um eignasafn Landsbankans sem á að koma til lækkunar á höfuðstól.
Eftir að hafa skoðað samninginn, rýnt í fréttir og aðrar þær upplýsingar sem hægt er að fá, hef ég sett saman forsendur sem flestir ættu að geta fallist á. Þær eru raunhæfar/hlutlausar, eins og kostur er við þessar aðstæður. Forsendurnar eru skýrðar frekar neðanmáls, en grunnforsendur eru þessar:
Að 80% fást upp í skuldirnar og skiptist þannig:
- - 38,9 milljarðar á ári 2010-2015
- - 320 milljarðar í lok "skjóltímans" 2016
- Gengi GBP og EUR á samningsdegi
- Höfuðstóllinn er 708,5 milljarðar
- Vextir eru 5,55%
Þá verður greiðslubyrðin þessi:
2017 = kr. 75.850 milljónir
2018 = kr. 72.911 milljónir
2019 = kr. 69.972 milljónir
2020 = kr. 67.032 milljónir
2021 = kr. 64.093 milljónir
2022 = kr. 61.154 milljónir
2023 = kr. 58.215 milljónir
2024 = kr. 55.276 milljónir
Þetta gerir 524,5 milljarða til greiðslu. Til samanburðar við árlegar afborganir má ætla að verðmæti alls þorskafla á Íslandsmiðum, m.v. 150 þús. tonna kvóta, verði um 50 milljarða á ári.
Hér er ekki tekin afstaða til þess hvort samningurinn sé réttlátur, sanngjarn, eða löglegur. Heldur ekki til þess hvort neyðarlögin haldi. Geri þau það ekki verður útkoman miklu svartari. Hér er eingöngu reiknuð greiðslubyrði sem samningurinn hefði í för með sér, verði hann samþykktur óbreyttur og forsendur standi.
Það þarf ekki að rýna lengi í útkomuna til að sjá að það er útilokað að íslenska þjóðin geti staðið undir þessum greiðslum. Það er ekki öfundsvert að vera þingmaður og þurfa að greiða atkvæði um samninginn. Ég treysti því að enginn þingmaður greiði atkvæði öðruvísi en að kynna sér málið mjög rækilega fyrst. Láta svo samviskuna og eigin sannfæringu ráða, en ekki flokkslínu.
========== ========== ==========
Viðbótarupplýsingar um forsendur:
Eignasafnið:
Það munar mjög mikið um hvert prósentustig sem eignir Landsbankans ná að dekka af skuldinni. Eignasafn Landsbankans hefur rýrnað um 792 milljónir á dag síðan í febrúar. Það kann að vera full bjartsýnt að miða við 80%, en dæmið sýnir engu að síður heildarmyndina.
Höfuðstóllinn:
Hér er miðað við gengi og áfallna vexti á samningsdegi, 5. júní. Lánin bera vexti frá 1. janúar 2009. Höfuðstóllinn var 692,2 milljarðar á samningsdegi og áfallnir vextir 16,3 milljarðar.
Gengið í dag, ásamt áföllnum vöxtum, hækkaði fjárhæðir í töflunni hér að ofan um rúm 6%.
Lækkun höfuðstóls:
Í dæminu er miðað við að sala úr eignasafni Landsbankans lækki höfuðstólinn hægt en jafnt á tímabilinu, en stór lokagreiðsla í lok "skjóltímans" að sjö árum liðnum. Enda ætla menn sér tíma til að hámarka verðgildi eignanna. Lækki höfuðstóllinn hraðar léttir að heildarbyrðarnar. Ekki er líklegt að það hafi teljandi áhrif á heildarútkomuna.
Gengi krónunnar:
Ef skuldin er umreiknuð í íslenskar krónur breytist hún í takt við gengið. Þó að það hafi vissulega áhrif á efnahagsreikning ríkisins er rétt að fara varlega með umreikning þegar greiðslubyrði er metin. Lánin eru í erlendri mynt. Til að greiða þau þarf alltaf að flytja út vöru eða þjónustu og afla gjaldeyris. Besti mælikvarðinn á greiðslubyrðina hlýtur að vera útflutningstekjur þjóðarinnar.
25.6.2009 | 17:16
Smárason 9/11
"Í greinargerð efnahagsbrotadeildar er einnig lýst miklum fasteignagjörningum um, meðal annars Fjölnisveg 9 og 11, sem Hannes og sambýliskona hans eru sögð hafa keypt á undirverði" segir m.a. í viðtengdri fréttaskýringu um meint brot Hannesar Smárasonar.
Það er þetta með húsnúmerin og aðrar tilviljanir.
Árásirnar á tvíburaturnana í New York voru hryðjuverk. Hér hefur verið talað um Hrunið sem efnahagslegt hryðjuverk.
Í turnunum var World Trade Center til húsa og hýsti helstu stoðir viðskiptalífsins. Hannes stýrði fyrirtæki sem breytti nafni sínu í Stoðir.
Hryðjuverkamenn notuðu flugvélar við árásirnar. FL Group (áður Flugleiðir) notaði flugvélar í rekstri sínum.
Í Ameríku ganga hryðjuverkin í daglegu tali undir nafninu 9/11. Hannes býr/bjó á Fjölnisvegi 9/11.
Tvíburaturnarnir á Manhattan hrundu til grunna og það gerðu bankakerfið og efnahagurinn á Íslandi líka.
Hér má finna fróðleik um Stoðir ehf (áður FL Group og þar áður Flugleiðir hf).
![]() |
Meint brot Hannesar Smárasonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.6.2009 kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.6.2009 | 17:25
Super Mario í nýjum ESB bankaleik
23.6.2009 | 21:33
Pólitískar sjónhverfingar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.6.2009 | 19:05
Lögfræðiálit í boði Baugs?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2009 | 12:56
792 milljónir á dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 13:06
Til hamingju Grænland
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2009 | 12:54
"Það hlýtur að vera EITTHVAÐ gott við ESB"
18.6.2009 | 12:37
Alveg magnaður Saari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2009 | 15:05
Hvers vegna 17. júní?
Evrópumál | Breytt 18.6.2009 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2009 | 18:59
ESB: Þú fattar ekki eftirá!
13.6.2009 | 17:17