Bannað að tala um EVRUNA

Hvernig dreifir maður jafnaðarstefnu? Samkvæmt frétt mbl eru Samfylkingarkonur að "dreifa jafnaðarstefnu auk íslenskra rósa og birkis".

Stefna Samfylkingar, eins og kunnugt er, gengur út á að byggja velferðarbrú til Brussel. Umræðan hefur því miður snúist allt of mikið um efnahagsmál og evruna.

Það væri mikill fengur í því ef bæði andstæðingar og fylgjendur ESB myndu boða til fundar þar sem skipst yrði á skoðunum. Frummælendur og fyrirspurnir, allt í þágu þess að upplýsa fundargesti um sambandið sjálft.

Þessi fundur ætti að vera þannig að það væri bannað að tala um evruna.

Hvers vegna?
Jú, til þess að fá einu sinni umræðu um sjálft Evrópusambandið. Hvað það er og hvernig það virkar. Nokkrar af helstu spurningunum væru:

  • Hvaða valdaafsal felst í inngöngu?
  • Hver fær völdin í hendur og hvernig er farið með þau?
  • Hvað felst í orðunum "formleg yfirráð" yfir t.d. auðlindum?
  • Hvers vegna er kjörsókn aðeins 46% þegar kosið er til Evrópuþingsins?
  • Hvers vegna er lýðræði í ESB svona lítið/máttvana?


Og hver er tilgangurinn?
Að menn líti aðeins upp úr krepputalinu sem mengar ESB umræðuna hættulega mikið. Hætti í smá stund að tala um ESB sem gjaldmiðil eða inngöngu sem reddingu á kreppunni. Beini sjónum að því hver staða okkar innan sambandsins yrði 10 árum eftir að kreppan er búin og gleymd.

Kynna t.d. hver áhrif okkar yrðu á ákvarðanatöku, frumvarpasmíði og lagasetningu í samanburði við þau áhrif sem við höfum núna í gegnum EFTA og hina sameiginlegu EES nefnd. Kynna hvernig samskiptum við lönd utan ESB yrði háttað eftir inngöngu, hvaða reglur gilda um viðskipti við þau lönd og fleira í þeim dúr.

... og svo Lissabon:
Síðast en ekki síst að kynna þær breytingar sem eru boðaðar í Lissabon samningnum.

  • Hvers vegna er verið að hverfa frá einróma samþykki í mörgum málaflokkum?
  • Hver er tilgangurinn með hinu nýja embætti utanríkisráðherra ESB?
  • Af hverju á að setja "þjóðhöfðingja" yfir Evrópusambandið?
  • Er til bóta að færa löggjöf á sviði orkumála til Brussel?
  • Af hverju á Framkvæmdastjórnin að geta aukið vald sitt án umboðs frá kjósendum?
  • Er hægt að semja við ESB á meðan örlög Lissabon samningsins eru í óvissu?


Það væri miklu meiri fengur fyrir íslenskan almenning að fá svona umræðu heldur en þann hanaslag sem tekur mest pláss þessa dagana. Sá slagur er mjög litaður af kosningaskjálfta. En því miður geri ég mér ekki miklar vonir um alvöru umræður af þessu tagi. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að Samfylkingin sé á móti vegna þess að meiri upplýsingar um ESB myndu þýða minna fylgi við inngöngu.

Fordæmið er til og það er vítið sem Samfylkingin vill varast. Það er þegar Stjórnarskrá Evrópusambandsins var borin undir þjóðaratkvæði 2005. Forseti Frakklands vildi treysta almenningi, lét prenta samninginn og bera í hvert hús í Frakklandi. Á innan við viku jókst andstaðan um 10 prósentustig. Stjórnaskráin var felld.

 


mbl.is Dreifa blómum og birki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran, fíbbl og atvinnuleysi

Ekki get ég séð að upptaka evru í samvinnu við AGS sé betri en upptaka evru með inngöngu í ESB. En það er einfaldlega óhjákvæmilegt að atvinnuleysi mun aukast á Íslandi við inngöngu í ESB og upptöku evru. Þetta útskýrir Eiríkur Bergmann prýðilega í svari sem Illugi Jökulsson birtir á DV-blogginu sínu í gær.

Eiríkur Bergmann, sem er í Samfylkingunni og dósent á Bifröst, er "einn helsti sérfræðingur landsins í ESB-fræðum" að sögn Illuga, sem jafnframt bendir á að þurfi að gæta að fræðimannsheiðri sínum "svo varla fer hann að ljúga einhverju að okkur!"

Kíkjum aðeins á hvað einn helsti sérfræðingur landsins í ESB-fræðum segir um málið.

Inngangan sjálf hefur ekki áhrif á atvinnustig. Atvinnuleysi er mismunandi eftir löndum innan ESB og Ísland er þegar virkur þátttakandi á innri markaði ESB. Þess vegna hefur innganga ekki áhrif á atvinnustig, ekki freka en á hitastig á Fróni.

     "Á hinn bóginn; ef Ísland myndi einnig taka upp evru ..."

Hægan, hægan!!

Hvað á hann við með EF? Það fer ekki framhjá neinum að evran er stóra markmiðið í ESB stefnu Samfylkingarinnar. Til þess er leikurinn gerður. ESB aðild er ítrekað kynnt sem "stefna í peningamálum". Hvað um það, höldum áfram með svarið.

Á hinn bóginn; ef Ísland myndi einnig taka upp evru, þá þarf að vera hægt að mæta áföllum í efnahagslífinu með nafnlaunalækkunum í stað þess að færa raunlaun niður í gegnum verðbólgu eins og jafnan hefur verið á Íslandi.

Án svoleiðis sveigjanleika, að geta lækkað nafnlaun í frjálsum samningum á vinnumarkaði, gæti evran mögulega haft í för með sér aukið atvinnuleysi.
(leturbreyting mín)

Getur einhver séð fyrir sér að laun á Íslandi (eftir kreppu) verði lækkuð í frjálsum samningum á vinnumarkaði? Það þarf ekki annað en að skoða viðbrögðin við orðum Katrínar Jakobsdóttur um daginn, um launalækkun sem nauðvörn í kreppu.

evra.jpgÍmyndum okkur niðurskuð á kvóta eða bara sýkta síld. Forsætisráðherra tilkynnir að þar sem við höfum ekki lengur okkar eigin gjaldmiðil og engin tök á að laga gengið að breyttum aðstæðum hafi stjórnvöld áveðið - í fullri samvinnu við öll launþegasamtök í landinu - að lækka laun um 7%. Allir segja já, já og eru sáttir.

Það þarf ekki að útskýra fyrir þeim sem komnir eru yfir fermingu, að þetta myndi aldrei ganga. Sátt um lækkun launa með handafli, sem eðlilegar aðgerðir í efnahagsstjórn! Aldrei. Samdrátturinn kæmi fram í atvinnuleysi eins og reynsla fjölmargra ESB þjóða sýnir. Staða þeirra er vissulega misjöfn, en sérstaða Íslands í atvinnumálum er slík að hætt er við að atvinnuleysisdraugurinn sæti sem fastast hér á Fróni.

Í kosningaloforðum Samfylkingar er talað um að skapa ný störf, koma öllum vinnufúsum höndum til starfa og útrýma atvinnuleysi. Um leið er talað um að ganga í ESB og taka upp evruna sem leiðir af sér aukið atvinnuleysi. Þetta rímar ekki vel saman.

Í lokin á samantekt Eiríks Bergmann kemur svo skýring í anda Árna Páls Árnasonar, sem telur að erfiður efnahagur evru-landanna sé ekki evrunni að kenna, heldur vegna þess að fólk kjósi yfir sig fífl. Einn helsti sérfræðingur landsins í ESB-fræðum tekur í sama streng þegar hann útskýrir hvers vegna evran leiði til atvinnuleysis:

En þá er líka við lélega stjórnmálamenn að sakast, en ekki gjaldmiðilinn, - sem ætti samkvæmt reynslu annarra ríkja að auka til muna aga í innlendri hagstjórn.

Þá vitum við það. Ef við erum með íslenska krónu og allt fer í steik, er það krónunni að kenna. Ef við erum með þýsk/franska evru og allt fer í steik, er það stjórnmálamönnunum að kenna. Eða öllu heldur kjósendum sem eru svo mikil fífl og kjósa yfir sig fífl.

Þó að Eiríkur Bergmann sé einn helsti sérfræðingur landsins í ESB-fræðum get ég bara ekki samþykkt að í Portúgal, á Ítalíu, Írlandi, Grikklandi, Spáni og mörgum öðrum ESB löndum séu eintóm fífl við stjórn. Þessi lönd glíma, eins og Ísland, við mikla erfiðleika í efnahagsmálum. Það er nærtækara að líta á það sem þessi lönd eiga sammerkt í peningamálum:  Þau eru öll með gjaldmiðil sem þau hafa enga stjórn yfir. Pikkföst í handjárnum evrunnar.

Sem sagt:
Ef evran kemur til Íslands þá fer atvinnuleysið aldrei. Einn helsti sérfræðingur landsins í ESB-fræðum hefur útskýrt þetta prýðilega.


mbl.is Vilja upptöku evru í samvinnu við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd segir meira en 1.000 orð

Í myndatexta með viðtengdri frétt stendur: "Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar Framkvæmdastjórnar ESB í Brussel."

Og hvaða fánar eru þetta? Bretlands, Danmerkur, Hollands, Grikklands, Póllands, Ítalíu, Þýskalands ...  ?

Fánar ESBNei, það er ekki svo.

Þeir eru, talið frá vinstri:

Fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB, fáni ESB og fáni ESB.

Fánar hinna þjóðanna 14 sjást ekki á myndinni.

Þetta er í fullkomnu samræmi við hinar boðuðu breytingar í Lissabon samningnum: Að breyta ESB úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki.


mbl.is 5 sérálit nefndar um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þyngist ESB trúboðið

Þegar Samfylkingin er annars vegar þarf ekki að koma á óvart að rauði þráðurinn er uppgjöf og ESB. Á fundinum sagði Jón Sigurðsson að umsókn um aðild að ESB gæti orðið akkeri fyrir endurreisn atvinnulífsins.

Þetta endalausa ESB stef þarf ekki að koma á óvart í ljósi kosningastefnunnar sem samþykkt var á landsfundi Samfylkingarinnar nýverið. Stefna fylkingarinnar í atvinnumálum, efnahagsmálum, peningamálum, velferðarmálum, umhverfismálum og bara öllum málum, er þessi.

  1. Gefumst upp og förum að grenja.
  2. Skríðum til Brussel og hrópum hjáááááálp!!!
  3. Biðjum ömmu Brussu að leyfa okkur að nota útlenska peninga.
  4. Stingum hausnum í sandinn og vonum að allt lagist af sjálfu sér.

Ég ábyrgist ekki að ég muni þetta orðrétt, en efnislega.

Þessi Jón Sigurðsson, sem talaði á fundinum. Er þetta sami Jón og svaf á verðinum í Fjármálaeftirlitinu? Sami Jón og pósaði svo nett sem fyrirsæta Landsbankans á IceSave bæklingnum? Ætti hann ekki að láta fara lítið fyrir sér frekar en að vísa þjóðinni veginn?


mbl.is Húsfyllir á fundi Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ, kjaftshöggið gleymdist

Það stefnir allt í rauð-græna stjórn eftir kosningar og hefur svo sem gert það lengi. Á sama tíma og könnun sýnir þriðjungs fylgi við S-lista er kosningastefnan kynnt.

Inngangurinn er uppgjör við bankahrunið og geta menn eflaust haft margar skoðanir á því. Í kafla 2 er eitt sem mér finnst höfunum þessarar 74 síðna skýrslu ekki til sóma.

Á bls. 18 ef kafli sem ber yfirskriftina "Varnir gegn kreppunni" og segir þar "mikilvægt er að byrðum sé réttlátlega dreift og stutt við þá sem veikast standa." Gott og vel, það geta allir tekið undir það. Meðal þeirra sem hér er átt við eru lífeyrisþegar.

Á bls. 24 er svo kaflinn "Nýskipan almannatrygginga" þar sem því er haldið fram að réttindi og kjör lífeyrisþega hafi verið bætt undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Í tölulið 6 segir síðan:

Frítekjumark á fjármagnstekjur, tæpar 100 þúsund krónur á ári. Lágmarks-framfærslutrygging lífeyrisþega upp á 150 þúsund krónur á mánuði var innleidd 1. september og hækkuð í 180 þúsund 1. janúar 2009.

Hér vantar talsvert upp á sannleikann.

Í desember var tekjutenging fjármagnstekna nefnilega tvöfölduð hjá ellilífeyrisþegum. Þegar gefin var út reglugerð á Þorláksmessu, undirrituð af Jóhönnu Sigurðardóttur, hefði verið eðlilegt að tvöfalda frítekjumarkið til samræmis. Sér í lagi vegna þess að hún bitnar eingöngu á þeim sem eiga minnst. En það var sko aldeilis ekki gert. Það var hækkað úr 90.000 krónum í 98.640 krónur.

Gamla fólkið fékk kjaftshögg í jólagjöf. (Nánar hér)

Það er óvéfengjanleg staðreynd að gamalt fólk með takmörkuð lífeyrisréttindi varð fyrir skerðingu. Þetta liggur fyrir. Bæði í lagatexta og reglugerð. Það eitt er nógu skammarlegt, en að ætla að breyta kjaftshögginu í skrautfjöður er fyrir neðan allar hellur.

Á Nýja Íslandi átti heiðarleikinn er vera í hávegum hafður. Þetta er smekklaust. Svo eru svona karlar eins og Helgi í Góu að reyna að benda á óréttlætið en verður því miður lítið ágengt.

 

 


mbl.is Þriðjungur myndi kjósa Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EVRAN að kæfa gríska ferðaþjónustu

"Hátt gengi evrunnar gagnvart breska pundinu og gjaldmiðlum ríkja í Austur-Evrópu hefur dregið úr samkeppnishæfi Grikkja gagnvart nágrannaríkjunum svo sem Tyrklandi og Egyptalandi sem eru með sinn eigin gjaldmiðil ..." segir m.a. í þessari frétt. Bara að...

Töfralausn #4 fyrir Joð

Það á að hætta að miða allt út frá hagsmunum fjármálakerfisins einum saman, segir maður að nafn Jón P. í bréfi sem Bogi Jónsson birtir á bloggi sínu í dag. Það er alltaf gaman að lesa smellin bréf. Ofangreind orð eru í einni af tillögum Jóns P. til...

"Stríðið gegn Íslandi"

Það er mögnuð og athyglisverð grein á bls. 22 í Fréttablaðinu í dag. Höfundurinn heitir Michael Hudson og er sérfræðingur í alþjóðafjármálum og vinnur nú að nýrri skattalöggjöf fyrir Bandaríkin. Hann hefur áður starfað sem ráðgjafi Hvíta hússins og í...

ESB - fyrir þá sem vilja gefast upp

"Efnahagsleg rök duga ekki til" segir í viðtengdri frétt og er haft eftir hinum danska Dr. Martin Marcussen. Annar Dani og Evrópusinni, Uffe Ellemann-Jensen hefur tekið í sama streng og varað Íslendinga sterklega við því að ganga í sambandið á...

Skítt með stjórnarskána

Frá því fyrir áramót verið hefur rætt um stjórnlagaþing. Tilgangurinn er að semja nýja stjórnarskrá til þess m.a. að efla Alþingi og styrkja lýðræðið. Þannig skal uppræta vonda stjórnsýslu og tryggja að lagafrumvörp verði ekki öll smíðuð í ráðuneytunum...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband