Töfralausn #4 fyrir Joð

Það á að hætta að miða allt út frá hagsmunum fjármálakerfisins einum saman, segir maður að nafn Jón P. í bréfi sem Bogi Jónsson birtir á bloggi sínu í dag.

Það er alltaf gaman að lesa smellin bréf. Ofangreind orð eru í einni af tillögum Jóns P. til fjármálaráðherra, sem hann leggur til að komi í stað töfralausna sem ekki eru til.

Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af fjármálakerfi sem hefur verðtryggingu, okurstýrivexti, breytilega vexti, einhliða samningsskilmála, bankaleynd, hundruð hagfræðinga og lögfræðinga, skattaskjól, gervifyrirtæki, huliðshjálm, krosseignarhald í þrívídd, spillingu, shejk, bónusa, kaupauka, alþjóðlega útbreiðslu, neyðarlög, margendurtekna gjaldþrotareynslu, þjóðarábyrgð, belti, axlabönd og Steingrím Joð. Eða það telur bréfritari.

Það er fleira áhugavert í bréfinu, t.d. er Ástþóri hrósað fyrir framgöngu sína í framboðsþættinum á RÚV um daginn! Bréfið má sjá á bloggi Boga. Menn geta svo verið sammála eða ósammála, eftir atvikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband