Æ, æ, kjaftshöggið gleymdist

Það stefnir allt í rauð-græna stjórn eftir kosningar og hefur svo sem gert það lengi. Á sama tíma og könnun sýnir þriðjungs fylgi við S-lista er kosningastefnan kynnt.

Inngangurinn er uppgjör við bankahrunið og geta menn eflaust haft margar skoðanir á því. Í kafla 2 er eitt sem mér finnst höfunum þessarar 74 síðna skýrslu ekki til sóma.

Á bls. 18 ef kafli sem ber yfirskriftina "Varnir gegn kreppunni" og segir þar "mikilvægt er að byrðum sé réttlátlega dreift og stutt við þá sem veikast standa." Gott og vel, það geta allir tekið undir það. Meðal þeirra sem hér er átt við eru lífeyrisþegar.

Á bls. 24 er svo kaflinn "Nýskipan almannatrygginga" þar sem því er haldið fram að réttindi og kjör lífeyrisþega hafi verið bætt undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Í tölulið 6 segir síðan:

Frítekjumark á fjármagnstekjur, tæpar 100 þúsund krónur á ári. Lágmarks-framfærslutrygging lífeyrisþega upp á 150 þúsund krónur á mánuði var innleidd 1. september og hækkuð í 180 þúsund 1. janúar 2009.

Hér vantar talsvert upp á sannleikann.

Í desember var tekjutenging fjármagnstekna nefnilega tvöfölduð hjá ellilífeyrisþegum. Þegar gefin var út reglugerð á Þorláksmessu, undirrituð af Jóhönnu Sigurðardóttur, hefði verið eðlilegt að tvöfalda frítekjumarkið til samræmis. Sér í lagi vegna þess að hún bitnar eingöngu á þeim sem eiga minnst. En það var sko aldeilis ekki gert. Það var hækkað úr 90.000 krónum í 98.640 krónur.

Gamla fólkið fékk kjaftshögg í jólagjöf. (Nánar hér)

Það er óvéfengjanleg staðreynd að gamalt fólk með takmörkuð lífeyrisréttindi varð fyrir skerðingu. Þetta liggur fyrir. Bæði í lagatexta og reglugerð. Það eitt er nógu skammarlegt, en að ætla að breyta kjaftshögginu í skrautfjöður er fyrir neðan allar hellur.

Á Nýja Íslandi átti heiðarleikinn er vera í hávegum hafður. Þetta er smekklaust. Svo eru svona karlar eins og Helgi í Góu að reyna að benda á óréttlætið en verður því miður lítið ágengt.

 

 


mbl.is Þriðjungur myndi kjósa Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband