Bannað að tala um EVRUNA

Hvernig dreifir maður jafnaðarstefnu? Samkvæmt frétt mbl eru Samfylkingarkonur að "dreifa jafnaðarstefnu auk íslenskra rósa og birkis".

Stefna Samfylkingar, eins og kunnugt er, gengur út á að byggja velferðarbrú til Brussel. Umræðan hefur því miður snúist allt of mikið um efnahagsmál og evruna.

Það væri mikill fengur í því ef bæði andstæðingar og fylgjendur ESB myndu boða til fundar þar sem skipst yrði á skoðunum. Frummælendur og fyrirspurnir, allt í þágu þess að upplýsa fundargesti um sambandið sjálft.

Þessi fundur ætti að vera þannig að það væri bannað að tala um evruna.

Hvers vegna?
Jú, til þess að fá einu sinni umræðu um sjálft Evrópusambandið. Hvað það er og hvernig það virkar. Nokkrar af helstu spurningunum væru:

  • Hvaða valdaafsal felst í inngöngu?
  • Hver fær völdin í hendur og hvernig er farið með þau?
  • Hvað felst í orðunum "formleg yfirráð" yfir t.d. auðlindum?
  • Hvers vegna er kjörsókn aðeins 46% þegar kosið er til Evrópuþingsins?
  • Hvers vegna er lýðræði í ESB svona lítið/máttvana?


Og hver er tilgangurinn?
Að menn líti aðeins upp úr krepputalinu sem mengar ESB umræðuna hættulega mikið. Hætti í smá stund að tala um ESB sem gjaldmiðil eða inngöngu sem reddingu á kreppunni. Beini sjónum að því hver staða okkar innan sambandsins yrði 10 árum eftir að kreppan er búin og gleymd.

Kynna t.d. hver áhrif okkar yrðu á ákvarðanatöku, frumvarpasmíði og lagasetningu í samanburði við þau áhrif sem við höfum núna í gegnum EFTA og hina sameiginlegu EES nefnd. Kynna hvernig samskiptum við lönd utan ESB yrði háttað eftir inngöngu, hvaða reglur gilda um viðskipti við þau lönd og fleira í þeim dúr.

... og svo Lissabon:
Síðast en ekki síst að kynna þær breytingar sem eru boðaðar í Lissabon samningnum.

  • Hvers vegna er verið að hverfa frá einróma samþykki í mörgum málaflokkum?
  • Hver er tilgangurinn með hinu nýja embætti utanríkisráðherra ESB?
  • Af hverju á að setja "þjóðhöfðingja" yfir Evrópusambandið?
  • Er til bóta að færa löggjöf á sviði orkumála til Brussel?
  • Af hverju á Framkvæmdastjórnin að geta aukið vald sitt án umboðs frá kjósendum?
  • Er hægt að semja við ESB á meðan örlög Lissabon samningsins eru í óvissu?


Það væri miklu meiri fengur fyrir íslenskan almenning að fá svona umræðu heldur en þann hanaslag sem tekur mest pláss þessa dagana. Sá slagur er mjög litaður af kosningaskjálfta. En því miður geri ég mér ekki miklar vonir um alvöru umræður af þessu tagi. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að Samfylkingin sé á móti vegna þess að meiri upplýsingar um ESB myndu þýða minna fylgi við inngöngu.

Fordæmið er til og það er vítið sem Samfylkingin vill varast. Það er þegar Stjórnarskrá Evrópusambandsins var borin undir þjóðaratkvæði 2005. Forseti Frakklands vildi treysta almenningi, lét prenta samninginn og bera í hvert hús í Frakklandi. Á innan við viku jókst andstaðan um 10 prósentustig. Stjórnaskráin var felld.

 


mbl.is Dreifa blómum og birki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir þetta Magnús Helgi. Það er ágætt að fá röksemdir Samfylkingarinnar, þó mér sýnist þær hæpnar á köflum. Myndi vilja sjá aðra nálgun en að hrekja bara það sem "hinir" segja, en þetta er þó byrjun.

Til mótvægis er samantekt Hjörleifs Guttormssonar um Hvað mælir gegn aðild að Evrópusambandinu?

Annars var ég frekar að lýsa eftir umræðu á öðrum og stærri vettvangi en þessu litla bloggi mínu. En mjór er mikils vísir ...

Haraldur Hansson, 19.4.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband