Nú þyngist ESB trúboðið

Þegar Samfylkingin er annars vegar þarf ekki að koma á óvart að rauði þráðurinn er uppgjöf og ESB. Á fundinum sagði Jón Sigurðsson að umsókn um aðild að ESB gæti orðið akkeri fyrir endurreisn atvinnulífsins.

Þetta endalausa ESB stef þarf ekki að koma á óvart í ljósi kosningastefnunnar sem samþykkt var á landsfundi Samfylkingarinnar nýverið. Stefna fylkingarinnar í atvinnumálum, efnahagsmálum, peningamálum, velferðarmálum, umhverfismálum og bara öllum málum, er þessi.

  1. Gefumst upp og förum að grenja.
  2. Skríðum til Brussel og hrópum hjáááááálp!!!
  3. Biðjum ömmu Brussu að leyfa okkur að nota útlenska peninga.
  4. Stingum hausnum í sandinn og vonum að allt lagist af sjálfu sér.

Ég ábyrgist ekki að ég muni þetta orðrétt, en efnislega.

Þessi Jón Sigurðsson, sem talaði á fundinum. Er þetta sami Jón og svaf á verðinum í Fjármálaeftirlitinu? Sami Jón og pósaði svo nett sem fyrirsæta Landsbankans á IceSave bæklingnum? Ætti hann ekki að láta fara lítið fyrir sér frekar en að vísa þjóðinni veginn?


mbl.is Húsfyllir á fundi Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er umsókn um aðild að ESB trúboð og uppgjöf? Ég hef verið að skoða þesi mál og finnst svona málflutningur eins og þinn ekki verna neitt nema upphrópanir um að ESB sé eitthvað slæmt apparat.

Það eins sem ég hins vegar finn þegar ég skoða málið er að 26 Evrópuþjóðir, þar af þó nokkrar sem eru nýsloppnar undan oki Kommúnismans, hafa kosið að taka þátt í samstarfi út frá efnhagslegum forsendum einmitt vegna þess að þau telja sig græða á því. Hvers vegna græða þessar þjóðir á því að starfa saman en Ísland ekki?

Og ef út í þetta er farið á annað borð - hvað annað leggur þú til að við gerum? Er það ekki einmitt að grafa höfuðið í sandinn að viðurkenna ekki máttleysi krónunnar í alþjóðlegu fjármálaumhverfi?

Kveðja,

Ægir

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ægir: Ég minnist þess ekki að hafa neins staðar skrifað að ESB sé "slæmt apparat" en tel að sambandið henti ekki fyrir Ísland. Skoðaðu t.d. þessa mynd.

Þetta sem þú segir um þjóðir "nýsloppnar undan oki kommúnismans" er góður punktur. Það hefur nefnilega engin þjóð gengið í ESB nema í kreppu. Finnar og Svíar í bankakreppu, Bretar í efnahagskreppu, A-Evrópuþjóðir í pólitískri kreppu og sama má segja um Spán og Portúgal þó þar hafi það verið einræði en ekki kommúnismi.

Ísland verður að sigla út úr kreppunni fyrir eigin vélarafli; halda uppi atvinnu, skapa verðmæti, afla tekna/gjaldeyris og eyða ekki um efni fram. Það að afsala sér valdi yfir eigin velferð til yfirþjóðlegrar stjórnar gerir okkur ekki gagn á þeirri vegferð. Og þó menn trúi síbyljunni um sekt krónunnar mun það ekki hjálpa að fá kannski evru árið 2016 eða síðar. Það er blekking. 

Haraldur Hansson, 16.4.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir allan þinn málflutning hér, Haraldur.

Ægir ætti að gera okkur grein fyrir því, hvernig "þessar þjóðir græða á því að starfa saman," t.d. Pólverjar, Lettar og Írar. Vissulega fengu Pólverjar o.fl. atvinnuréttindi vestar í álfunni, og sömu réttindi fengu þeir hér vegna EES-samningsins, en Evrópubandalagið eys ekki úr neinum sjóðum til að bjarga Írum og Lettum yfir þeirra gríðarlega kreppuvanda. Evra, sem kæmi í 1. lagi eftir 10 ár, myndi heldur ekki bjarga okkur sem neinu næmi.

Jón Valur Jensson, 16.4.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband