31.10.2011 | 23:02
Ástralskir háðfuglar fara á kostum
Háðfuglarnir Clarke og Dawe fara hér á kostum. Oft er háðið besta leiðin til að fjalla um alvarleg og flókin mál. Og eins og góðra grínista er háttur koma þeir með besta bitann í lokin.
Hér fjalla þeir um það sem kallað er Quantitative Easing á ensku og var þýtt sem "peningamagnsaukning" í plaggi frá AGS. Hljómar betur en "seðlaprentun" og hefur yfir sér fræðilegan blæ.
Þessi skets er allgjör snilld. Góða skemmtun!
29.10.2011 | 15:26
Er Sigmundur Ernir enn á þingi?
Það er nýbúið að "bjarga" evrunni með eldvegg og uppgíruðum neyðarsjóði. Varla var búið að skrifa undir þegar Kýpur, eitt héraðið í Evrulandi, var lækkað í einkunn. Var ekkert að marka þetta?
Þegar maður les um svona ekkert-að-marka fréttir kemur Sigmundur Ernir upp í hugann. Þegar forsetinn vísaði Icesave III til þjóðarinnar sagði þingmaðurinn að þar með myndi forsetinn annað hvort fella vinstri stjórninna eða verða "sá forseti í sögu lýðveldisins sem fyrstur þarf að segja af sér embætti".
Já, þetta sagði fréttaþulurinn sem breyttist í þingmann á einu augabragði. Á einu augabragði. Hann var sigurviss í stríði Samfylkingarinnar gegn þjóðinni, enda sýndu kannanir þá að Icesave hákarlinn hefði skilað þeim 60% óttafylgi. Og SER bætti við:
Verði Icesave-lögin samþykkt í [þjóðaratkvæði], er forsetanum varla sætt lengur. Verði Icesave-lögunum hafnað, er ríkisstjórninni varla sætt lengur.
En það var ekkert að marka Sigmund Erni frekar en björgunarsjóð ESB. Íslenska þjóðin vann afgerandi sigur á Samfylkingunni í þjóðaratkvæði, en fréttaþulurinn gleymdi prinsippmálinu á einu augabragði. Á einu augabragði.
Enn hefur hann ekki krafist þess að stjórnin víki. Hann hefur ekki stigið til hliðar sjálfur. Og hann heldur áfram að styðja stjórnina sem er "varla sætt lengur".
Löskuð evran á örugglega vísan stuðning hans, þar sem hún liggur á gjörgæslu í Frankfurt og bíður eftir súrefnisgrímu frá Kína. Eru ekki góðir golfvellir á Kýpur?
![]() |
Lánshæfiseinkunn Kýpur lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2011 | 00:55
Leggjum niður ferðamannaiðnaðinn
Þótt skaparinn hafi búið til karl úr leir og konu úr rifbeini höfum við mannfólkið ekki náð tökum á þeirri tækni.
Iðngreinar eru margar og fjölbreyttar. Undir þjónustuiðnað og handiðn falla löggiltar iðngreinar sem krefjast náms og réttinda. Og svo eru verksmiðjurnar; iðnframleiðsla.
Iðnaður - skipulögð (vélvædd) framleiðsla varnings úr hráefnum segir orðabókin.
Við breytum ekki hráefni í fullunninn ferðamann eins og bakari breytir korni í brauð. Frankenstein bjó reyndar til einn, segir sagan, en sá fór hvorki til Kanarí né skoðaði Gullfoss.
Leggjum orðskrípið "ferðamannaiðnaður" niður fyrir fullt og fast.
Ferðaþjónusta er það og ferðaþjónusta skal það heita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.10.2011 | 21:01
Nei sko, Frankenstein að hressast!
Doktor Frankenstein er hressari í dag en í gær. Sköpunarverk hans sýnir aftur lífsmark. Í japönskum hjólastól og með kínverskan súrefniskút nær hann að komast fram á gang, en getur þó ekki borðað hjálparalaust.
Reynt verður að redda matargjöfum frá Noregi og hækjum frá Rússlandi. Á meðan aðstoðar Dr. Merkozy við að veita Eurozone Monster Unit (EMU) aðhlynningu, hjálpar honum að baða sig og les fyrir hann blöðin.
En tíminn er naumur. Eftir eina viku, 3. nóvember, þarf Dr. Merkozy að greina formlega frá sköpunartilraunum Frankensteins á læknaþingi í Cannes. Vonast hann til að geta sannfært herra Obama um að kvikindið getið staðið upp.
Þar verða saman komnir 20 helstu sérfræðingar heimsins í evru-skaða og uppvakningum. Þeir vara við of miklum væntingum, uppvakning af þessari stærðargráðu hefur aldrei verið reynd áður, svo vitað sé.
![]() |
Obama fagnar samkomulagi evruríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 28.10.2011 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2011 | 23:19
Krónan féll en evran kolféll
Við bankahrunið féll krónan, eðlilega. Bankarnir reyndust fullir af froðu og lofti, sem þurfti að hreinsa út. Þá lækkaði gildi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum um tugi prósenta, eins og það varð að gera.
Það var venjulegt gengisfall. Verðtryggingin hefur komið illa við marga, en lögum um verðtryggingu á ekki að klína á krónuna. Evrusinnar gera það þó óspart til að láta hana líta illa út. Oft af skilningsleysi en stundum gegn betri vitund.
Fall evrunnar er allt annars eðlis. Og alvarlegra.
Hún hefur haldið "styrk" sem er til mikils skaða fyrir Spán, Grikkland, Portúgal, Ítalíu og fleiri ríki. En hún hefur tapað traustinu og það er miklu alvarlegra fall. Tilverugrunnurinn reyndist meingallaður. Þess vegna er evran búin að vera og búið að halda 40 neyðarfundi til að smíða nýja evru.
Að ætla að bæta efnahaginn á Íslandi með því að taka upp evru í öndunarvél er jafn fjarstæðukennt og ætla að draga úr spillingu og klíkuskap með því að ganga í Evrópusambandið.
![]() |
Wolf segir krónuna reynast vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2011 | 12:45
Vafningar og vogunarsjóðir - það er lausnin
25.10.2011 | 21:07
Það vantar fleiri stækkunarstjóra
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2011 | 12:49
Sigur í stríðinu gegn lýðræði
24.10.2011 | 22:25
Evran er dauð! Lengi lifi evran!
Evrópumál | Breytt 25.10.2011 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.10.2011 | 01:06
Kratar látnir kjósa aftur
23.10.2011 | 17:32
Nauðsynlegt að afnema lýðræðið
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2011 | 13:48
Bréf frá Hong Kong til Samfylkingarinnar
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2011 | 12:44
Dauðarefsingar - alveg sjálfsagðar
19.10.2011 | 22:24
Sjálfur „faðir ESB“ varar við evrunni!
19.10.2011 | 12:52