Færsluflokkur: Evrópumál

ESB fáninn dreginn niður?

Það er óskandi að eigendur Morgunblaðsins finni nýjan ritstjóra sem er ekki jafn þunglega þjáður af ESB blindu og Ólafur fráfarandi. Hann hélt þjóðahátíðardag Evrópuríkisins hátíðlegan með því að draga fána ESB að húni við heimili sitt í vor.

Ég óska Morgunblaðinu alls hins besta og vona að eigendur þess finni hæfan mann í starfið sem er tilbúinn að berjast gegn því að Ísland verði hluti af ESB. Einhvern sem heldur þjóðhátíðardaginn hátíðlegan á 17. júní, undir íslenskum fána.

Það er meira en nóg að Fréttablaðið, sem er borið ókeypis í hvert hús, skrifi linnulaust gegn hagsmunum Íslands og Íslendinga. Mogginn verður að mynda mótvægi við áróðursblað Jóns Ásgeirs og Samfylkingarinnar. 


Áfram Ísland, ekkert ESB!

 


mbl.is Ólafur lætur af starfi ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði Evu Joly

Það hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir Evu Joly að Barroso skuli hafa verið endurkjörinn forseti Framkvæmdastjórnar ESB. Eitt af hennar helstu baráttumálum, með framboði til Evrópuþings, var að koma honum frá. Enda telur hún Barroso duglausan og hafa staðið sig illa í starfi.

Þetta eru líka vonbrigði fyrir Íslendinga.

Barroso studdi Breta í IceSave deilunni og sá til þess að ESB stóð með málstað þeirra. Tryggði framgang nauðasamninganna. Það gerði hann til að tryggja sér stuðning Breta í kjörinu í embætti forseta Framkvæmdastjórnar.

Endurkjör Barrosos gefur Íslendingum ærna ástæðu til að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB.

 


mbl.is Barroso endurkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma svo! Áfram Ísland.

Það mætti breyta fyrsta orðinu í þessari frétt og segja "Miklu fleiri ..." í staðinn fyrir "Heldur fleiri ..."

Þeir sem eru óánægðir með hina ótímabæru umsókn Össurar um ríkisborgararétt í Evrópuríkinu eru 50 af hverjum 100 á meðan 33 eru ánægðir en 17 hlutlausir. Séu aðeins teknir þeir sem taka ákveðna afstöðu eru 60 á móti og 40 með. Sem sagt, það eru 50% fleiri á móti þessari skelfilegu ESB umsókn en fylgjandi. Það er meiri munur en svo að hægt sé að tala um "heldur fleiri".

Þetta er undirstrikað þegar spurt er hvernig menn myndu greiða atkvæði um aðild Íslands að ESB. Þá myndu 61,5% segja nei en 38,5% já.

Þetta er allt á réttri leið. Skynsemin mun hafa sigur að lokum. Ekki ætla ég að spá 63:0 eins og Ögmundur lét sig dreyma um í IceSave málinu, til þess eru kratar of margir. En 75-80% andstaða við þetta ESB-glapræði væri ásættanlegt.

 


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VARÚÐ: Lukkupottur framundan!

GeitungagildraGeitungagildran er snjöll uppfinning. Þessi er af gerðinni Yellowjacket. Fórnarlambið kemst auðveldlega inn en það kemst aldrei aftur út.

Til að lokka geitunga í gildruna er settur í hana sætur ilmandi vökvi. Appelsín virkar mjög vel. Þeir skríða inn og halda að þeir séu komnir í algjöra paradís. En lukkupotturinn er bara gildra í fallegum litum.

Á endanum verða þeir blautir og klístraðir og geta sig hvergi hrært. Deyja svo drottni sínum í allt-í-plati sælunni.

ESB á alveg heilmikið sameiginlegt með geitungagildrunni frá Yellowjacket. "Once-in, never out" stendur á umbúðum. Í alvörunni!

Það væri rétt og heiðarlegt að setja slíkar áletranir á ESB kjörseðlana þegar þar að kemur. Sterkar aðvaranir eins og eru á sígarettupökkunum: "Varúð. Það verður ekki aftur snúið!".

Fleiri hugmyndir um viðeigandi aðvörunartexta?

 


Offramboð á krötum


Stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag er offramboð á krötum.

Þá er ég ekki að tala um þessa gömlu, sem á síðustu öld vildu bæta kjör þeirra sem minnst mega sín. Ég á við þessa nýju, frjálshyggjukratana sem vilja farmselja fullveldið, kjósa burt lýðræðið og láta undan kúgun Breta.

Ef þingmenn úr þeirra hópi tjá sig opinberlega um IceSave er það alfarið eftir flokkslínunni, þar sem útgangspunkturinn er að styggja ekki Evrópusambandið (eins og Ingibjörg Sólrún hefur útskýrt rækilega). Það vita allir svörin fyrirfram og tekur því ekki lengur að spyrja.

Lítil frétt á RÚV-vefnum er einmitt lýsandi, þar segir m.a.: "Andstaða við frumvarp um ríkisábyrgð hefur aukist í þingflokki Vinstri grænna og ekki er meirihluti fyrir frumvarpinu á þingi að óbreyttu." Samfylkingin er ekki nefnd á nafn í allri fréttinni, eins og hún hafi ekkert til málanna að leggja.

Það er ekki eðlilegt að enginn úr 20 manna þingflokki setji (opinberlega) fram spurningar eða fyrirvara við stórmál þegar svona mörg atriði eru umdeild. Þess vegna finnst mörgum sem öllu púðrinu sé eytt í að kynna málstað andstæðinganna og réttlæta slæma niðurstöðu, sem er eftir breskri uppskrift. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir segir "það er ekki öll nótt úti enn" veit maður ekki hvort það er jákvæð eða neikvæð athugasemd.

 


mbl.is Ekki öll nótt úti enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave snýst um smáaura

Það sorglega við IceSave er að peningarnir sem um er að tefla eru bara smáaurar. Fyrir Breta, vel að merkja. En drápsklyfjar fyrir okkur. Meint skuld okkar við þá jafngildir því að t.d. Færeyingar skulduðu okkur 1,8 milljarða. Það leggur sig á sirka tvö afskrifuð kúlulán í Kaupþingi.

Ef við samþykkjum ríkisábyrgð brosa Bretar útí annað, koma við á pöbbnum á leiðinni heim og svo er málið gleymt. Alla vega þessi blessuðu pund. Eftir nokkrar vikur væri þetta bara fjarlæg minning um leiðindamál, sem gleymist. En við sætum eftir með óbærilegar skuldir og skert lífskjör næstu 3-4 áratugina.

Ef efnahagur Færeyja væri í rúst og þeir skulduðu okkur (að okkar mati, en ekki þeirra) 1,8 milljarða, myndum við þá ganga hart fram í innheimtu? Veifa umdeildri lagatúlkun okkar og krefjast vaxta? Tæplega.

Hvað er þá málið? Fyrir Breta, Hollendinga og ESB er þetta fyrst og fremst prinsippmál. Það bara hlýtur að vera.

Ekki veit ég hvort Ingibjörg Sólrún talaði af sér þegar hún sagði að ekki væri hægt að láta reyna á IceSave fyrir dómstólum. Það gæti stefnt bankarekstri í Frakklandi og Spáni í tvísýnu. Við gætum ekki valdið slíku óöryggi. 

Er það ekki mergur málsins; það má ekki styggja Evrópusambandið? Fyrir þá er þetta prinsippmál, svo ekki skapist óvissa um tryggingakerfin í Evrópu. Það er kannski skiljanleg afstaða. Fyrir okkur er þetta spurning um lífskjör næstu áratugina. Og fólksflótta.

Það hlýtur að vera hægt að finna ásættanlega málamiðlun, nema menn séu búnir að semja af sér. Það getur ekki verið að það sé kappsmál fyrir Breta og Hollendinga að gera útaf við fámenna þjóð. Þeir hljóta að vera leita lausna en ekki hefnda.

Ef samningnum er hafnað, hvort sem er beint með því að segja nei, eða óbeint með því að setja afgerandi fyrirvara, þá eigum við ekki að óttast refsiaðgerðir. Því síður einangrun frá alþjóðasamfélaginu, eins og nú er í tísku að hóta. Við eigum að ganga útfrá því að í siðmenntuðum, vestrænum ríkjum sé leitað samninga, eftir reglum réttarríkisins. Bretar eru ekki villimenn og Hollendingar ekki heldur.

 


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúðra fyrst og laga svo

"Þú tryggir ekki eftir á" er vel heppnað slagorð sem notað var af tryggingafélagi. Það er vel heppnað vegna þess að það sjá allir hvað það er rökrétt.

Nú ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að tryggja eftirá. Hún vill samþykkja ríkisábyrgð á IcaSave núna og sjá svo til. Taka svo kannski upp viðræður við Breta aftur seinna.

Það getur vel gerst seinna meir ef við teljum það heppilegt fyrir málstaðinn ... ég útiloka ekki að viðræður verði teknar upp að nýju síðar

Hvers vegna ekki að ganga frá málinu strax? Það veldur eflaust óþægindum að láta málið tefjast með tilheyrandi töfum á AGS prógramminu. En sá skaði er varla nema smámunir hjá þeim ósköpum sem óbreyttur IceSave samningur hefði í för með sér.

Það skyldi þó ekki vera að DV hafi haft eitthvað fyrir sér í frétt um að Bretar ætli að lækka IceSave reikninginn ef Ísland gengur í ESB? Er það planið? Að veifa lækkun framan í kjósendur til að fiska fleiri atkvæði með ESB aðild?

Frétt DV vakti ekki mikla athygli, líklega vegna þess hversu ótrúverðugt þetta er. En því miður þyrfti slíkur sóðaskapur ekki að koma á óvart þegar Samfylkingin er annars vegar. Ef rétt reynist, hvað sjá Bretar þá svona verðmætt við inngöngu Íslands í ESB? Ekki ætlar þeir að fella niður skuldir af góðvild einni saman.

Allt upp á borðið, sögðu þau. Hvernig væri það nú?

 


mbl.is Segir Ísland geta staðið við skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÖSE og atkvæðavægið

Í skýrslu ÖSE um síðustu alþingiskosningar er aðallega fundið að því að vægi atkvæða sé mismunandi milli kjördæma á Íslandi. Bent er á að það séu tvöfalt fleiri kjósendur á bak við hvern þingmann í Suðvestur- en í Norðvesturkjördæmi.

ÖSE gefur Íslandi góða einkunn hvað varðar framkvæmd, umgjörð og vinnubrögð kosningayfirvalda, auk þess sem fjölmiðlum er lýst sem frjálsum.


Landið eitt kjördæmi

Það er ekki ný hugmynd að gera landið allt að einu kjördæmi. Þá væri misvægi atkvæða úr sögunni og hver flokkur með einn framboðslista. Þá hafa hugmyndir um persónukjör skotið upp kollinum reglulega. Stundum í bland við að gera landið að einu kjördæmi.


En hvað þá um ESB?

Væri ekki rökrétt að evrópska stofnunin ÖSE beitti sér líka fyrir jöfnun atkvæðisréttar innan ESB? Ef Ísland fer þangað inn fengjum við 5 þingmenn. Til að gæta jafnvægis þyrftu Þjóðverjar að kjósa 1.290 þingmenn, en þeir hafa nú 99 sæti á Evrópuþinginu. Annar möguleiki er að Ísland kjósi einn þingmann, annað hvert kjörtímabil, til að gæta jafnvægis.

Hér ber þó að nefna að við atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu er líka tekið tillit til íbúatölu. Sú leiðrétting dugir þó engan veginn til að tryggja að ekki sé farið útfyrir viðmið Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Samkvæmt því má misræmið alls ekki fara yfir 15%, nema í undantekningartilvikum "til varnar afmörkuðum minnihlutahópum".


Bara ef það hentar mér

Þeir sem vilja að Ísland verði eitt kjördæmi hljóta að fara með málið alla leið og krefjast þess að Evrópusambandið verði líka gert að einu kjördæmi, eða að fullt atkvæðajafnvægi verði tryggt á annan hátt. Við fengjum þá 0,064% þingsæta til samræmis við íbúatölu. Annað hvort vilja menn jafnt atkvæðavægi eða ekki. Annað hvort fylgja menn prinsippinu eða ekki. Það er ekki trúverðugt að gera kröfu sem á að gilda - en bara þegar það hentar okkur. Myndi það ekki kallast hugsjónir til heimabrúks?

Það sem ÖSE nefnir ekki um kosningar á Íslandi er að það eru atkvæði kjósenda í fjölmennu kjördæmunum sem ráða langmestu um úr hvaða flokkum landskjörnir þingmenn koma. Þannig var náð fram bættu atkvæðavægi milli flokka. Misvægi atkvæða gagnvart framboðum er því hverfandi, þó þingmenn komi úr "röngu" kjördæmi. 

 


mbl.is Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgishrun við "viðræður"

Það sem helst vekur athygli í þessari skoðanakönnun er hversu mikið þeim fækkar sem eru fylgjandi "viðræðum" við ESB. Núna segjast 51% vera fylgjandi, 36,1 á móti og 12,1% óákveðnir. Fáeinir neita að svara.

Í sams konar könnunum RÚV og SI hefur stuðningur við "viðræður" verið mun meiri. Nú, þegar búið er að leggja inn umsókn, dvínar hann verulega.

Fylgjandi aðildarviðræðum:
   64,2%  -  í könnun 8. mars 2009
   61,2%  -  í könnun 6. maí 2009
   51,0%  -  í könnun 28. júlí 2009

Ef fylgi við stjórnmálaflokk minnkar um 10 prósentustig á tveimur mánuðum er talað um fylgishrun. Það hlýtur að eiga við hér líka.

Ef aðeins er litið á þá sem gáfu ákveðið svar, með eða á móti, þá voru tæp 70% fylgjandi í þeim könnunum sem gerðar voru í mars og maí (fleiri óákveðnir í þeirri seinni) en 58,5% nú.

Á meðan þetta færist í skynsemisátt er engin ástæða til svartsýni. 

 


mbl.is Meirihluti styður viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið að utan, stórt að innan.

"Ég hef aldrei séð hús sem er svona lítið að utan en stórt að innan."

Stuðmannamyndin Með allt á hreinu er ein af perlum íslenskrar menningar. Félagsheimilið sem var svo lítið að utan en stórt að innan kom upp í hugann þegar ég leit yfir frétt Mbl.is um leiðaraskrif El País á Spáni.

Nema þar snýr þetta öfugt. Það sem virðist gott er það ekki.

Spænski ritstjórinn telur að "eftirspurn eftir ESB" skýrist af því að "það líti betur út utan frá en innan frá". Spánverjar þekkja Evrópusambandið innanfrá.

Oft er flagð undir fögru skinni.

 


mbl.is Vilja meiri samhug Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband