Færsluflokkur: Evrópumál
29.10.2009 | 12:56
77 undanþágur, ESB-mjólk og ESB-vín
Okkur var sagt í RÚV-fréttum um daginn að Malta hefði fengið 77 undanþágur þegar ríkið gekk í ESB. Sem er langt frá því að vera rétt. Fréttin um 77 átti líklega að gera inngöngu aðeins minna fráhrindandi í augum Íslendinga.
Malta fékk helling af tímabundnum undanþágum til að laga sig að regluverki ESB, sem er allt annað mál. Öll ríki verða að passa í sama skófarið. Þetta eru aðlögunarreglur en ekki undanþágur.
Hér er lítið dæmi:
Malta fékk fimm ár til að læra að búa til ESB-mjólk
Þangað til Malta hefur lært að gera ESB-mjólk má bara selja hana innanlands eða flytja út til landa utan ESB.
By way of derogation ... the requirements relating to the minimum fat content of whole milk shall not apply to drinking milk produced in Malta for a period of five years from the date of accession. Drinking milk which does not comply with the requirements relating to fat content may be marketed only in Malta or exported to a third country.
Malta fékk fjögur ár til að breyta aldagömlum hefðum og læra ESB-víngerð og fimm ár til að tryggja réttan fjölda nautgripa og kálfa á hverjum hektara lands, svo dæmi séu nefnd.
Aðlögunarreglur er að finna í 11 málaflokkum í samningi Möltu, t.d. um innflutning eldsneytis, merkingar á lyfjum, stærð hænsnabúra, atvinnuleyfi, sölu á fræjum, prófanir á flutningabílum, skatt á drykkjarvatni, lengd vinnutíma og framleiðslu á fatnaði fyrir drengi.
Ekkert af þessu eru undanþágur. Ekki ein einasta.
Í fljótu bragði fann ég eina bókun með undanþágu fyrir Möltu (protocol no 6) um annað heimili; secondary residences. Þær kunna þó að vera fleiri. Sérstök regla gildir um fiskveiðar, sem er ekki undanþága frá sjávarútvegsstefnu ESB.
Þá eru til tvær yfirlýsingar sem Malta á aðild að, önnur um að ekki þurfi að breyta stafsetningar- eða málfræðireglum í maltnesku tungumáli þótt orðið "euro" sé skrifað á seðla og mynt. Ég segi ekki hver hin er.
![]() |
Búist við átakafundi í Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2009 | 21:36
Jæja Jóhanna, þetta er komið gott
Ísland mun leggja sitt af mörkum til eflingar og varðveislu sameiginlegra hagsmuna Evrópu enda fara þeir saman við sértæka þjóðarhagsmuni Íslendinga.
Veistu hvað þessi setning þýðir? Nei, ekki ég heldur.
Hún er úr ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á Norðurlandaþinginu. Þetta er sérstök ræða. Fjórðungur hennar er um hernaðarmál sem fá meira vægi með Lissabon stjórnarskránni. En Jóhanna talar líka um Ísland og segir m.a.:
Sjálfbærar fiskveiðar og nýting endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi á ótvírætt erindi við ESB.
Og hvaða erindi, nákvæmlega? Það er hægt að flytja út þekkingu og reynslu án þess að ganga í Evrópusambandið, hér eftir sem hingað til. Enda er kaupendur að finna víða um heim en ekki aðeins bakvið tollamúra ESB.
Og Jóhanna heldur áfram að tala, fyrir hönd þjóðar sinnar:
Auðvitað verður sjálfbær sjávarútvegur, endurnýjanlegir orkugjafar og norðlægur landbúnaður alltaf ofarlega í hugum Íslendinga og þetta eru málaflokkar sem falla vel að áherslum ESB í umhverfismálum og að aðgerðum til að hamla gegn loftslagsbreytingum.
Loftslagsbreytingum? Brilljant. Annars er hægt að sjá ræðuna í heild á Eyjunni (hér). Blaðsíða fimm er morandi í gullkornum.
Forsætisráðherrann flutti ræðu sína í umræðum um hlutverk Norðurlandanna innan ESB. Jóhanna talaði eins og Ísland sé nú þegar í ESB. Þjóðin fékk ekki að kjósa um umsókn og ítrekað sýna kannanir að meirihlutinn er á móti. Enn fleiri telja umsóknina ótímabæra.
Þessi ræða er samfelldur skandall, ekki bara blaðsíða fimm.
![]() |
Aukið samstarf smærri aðildarríkja mikilvægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.10.2009 | 18:41
Ef þú trúir því ...
Sem betur fer búum við Íslendingar ekki við þá ógn sem steðjar að ESB og lýst er í viðtengdri frétt. Hér er aldurssamsetningin hagstæðari og fæðingartíðnin hærri. Það eru því fleiri sem standa undir rekstri samfélagsins.
ESB er að breytast í elliheimili, lokað bakvið tollamúra. Samt er enn til fjölmennur hópur sem vill koma Íslandi þangað inn. Sumir vegna evrunnar, aðrir til að losna við spillingu og klíkuskap og enn aðrir bara af því að þeir eru kratar.
Ef þú trúir því að til að losna við spillingu þurfi að ganga í ESB, kynntu þér þá Ítalíu Berlusconis. Mafían þrífst enn þrátt fyrir áratugaveru í sambandinu.
Ef þú trúir því að við losnum við klíkuskap innan ESB, skoðaðu þá nýja frétt frá Frakklandi um skólastrák sem fékk yfirmannsstöðu í La Defense. Hann er sonur forsetans.
Ef þú trúir því að fámennið orsaki klíkuskap og spillingu, þá bendi ég á að Frakkar eru 63,4 milljónir og Ítalir 60 milljónir. Ætli sé einhver spilling í Kína?
Ef þú trúir því að aðild að ESB hefði forðað okkur frá bankahruni, kynntu þér þá bankahrunið á Írlandi, ástandið í Lettlandi og horfurnar í S-Evrópu.
Ef þú trúir því að ESB færi okkur hagvöxt og bætt lífskjör, kynntu þér þá sorglega sögu Nýfundnalands. Örlög okkar innan Nýja ESB gætu hæglega orðið þau sömu.
Ef þú trúir því að ESB færi okkur aukna hagsæld, kynntu þér þá kenningar Elinor Ostrom, nýkrýnds Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, um meðferð og nýtingu auðlinda. Þær mæla gegn inngöngu.
Ef þú trúir því að það sé lýðræði innan ESB, þá leggjum við ekki sama skilning í orðið lýðræði.
Ég trúi því að þessi kreppa gangi yfir eins og aðrar. Ég hef líka trú á íslensku þjóðinni, þrátt fyrir hrunið, að við getum lært af reynslunni og gert betur. Að það sé skynsamlegra að við förum sjálf með forræði eigin mála en að flytja löggjafarvaldið til Brussel.
![]() |
Fjölgun lífeyrisþega stærri vandi en kreppan í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2009 | 12:38
ESB martröðin
Draumur Samfylkingarinnar er að verða að martröð íslensku þjóðarinnar.
Milljarðar á krossaspurningar í miðri kreppunni. Eftirgjöf í IceSave til að styggja ekki Brussel. Og Össur ennþá utanríkisráðherra.
Bara að Vinstri grænir hefðu nú verið jafn staðfastir og Vaclav Klaus, eins og þessi nýja frétt sýnir. Þá þyrfti ég ekki að sjá eftir að hafa kosið þá.
![]() |
Svör við ESB-spurningum að verða tilbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.10.2009 | 20:25
ESB setur nýtt met
Vaclav Klaus reynir enn að spyrna við fótum, en hann hefur aldrei dregið dul á andúð sína á ólýðræðislegum vinnubrögðum innan ESB, þar sem 495 milljónir íbúa í 26 löndum fá ekki einu sinni að kjósa um sjálfa stjórnarskrána. Klaus á hrós skilið fyrir andóf sitt.
Með stjórnarskránni frá Lissabon verður sett nýtt met í valdatilfærslu. Þá mun löggjafarvald í 105 málaflokkum flytjast frá þjóðþingum aðildarríkja ESB til Brussel. Hér er meðal annars um að ræða utanríkismál, öryggismál, viðskipti, varnarmál, dómsmál og efnahagsmál. Aldrei fyrr hefur svo mikil valdatilfærsla átt sér stað í einu, innan ESB eða forvera þess.
Þótt fulltrúar allra þjóðanna eigi sæti í Ráðherraráðinu og líka (ennþá) í Framkvæmdastjórninni er það engan veginn sambærilegt við lagasetningu einstakra þjóðþinga.
Með tilfærslu valds til yfirþjóðlegrar stjórnar rofnar tengingin milli kjósenda og þeirra sem fara með löggjafarvaldið. Tengin sem á að vera grundvöllur lýðræðisins. Það er því um leið verið að skerða sjálft lýðræðið.
Til viðbótar er neitunarvald (veto-ákvæði) fellt niður í mörgum málaflokkum og atkvæðavægi innan Ráðherraráðsins breytt, fámennum ríkjum í óhag. Það er vandséð hvaða áhrif Ísland, með 0,064% vægi, hefði á mótun eigin mála í Nýja ESB. Vonandi að Klaus gangi sem allra best að tala máli lýðræðisins. Því skýrari mynd sem umræðan gefur af ESB, því minni líkur eru á að Ísland villist þarna inn.
![]() |
Vill fyrirvara í Lissabon-sáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 12:58
50.000 blaðsíður
Það er kreppa. Niðurskurður og skattahækkanir. Versnandi lífskjör.
Hvað er þá betra en að eyða 427 milljónum í að þýða 50.000 blaðsíður af lagatexta frá Brussel?
Ef hér væri allt í lukkunnar velstandi væri umsókn Samfylkingarinnar um ESB aðild kannski skaðlaus, jafnvel brosleg. En þetta er löngu hætt að vera fyndið. Er bara sorglegt.
Þetta er umsóknin sem stendur í vegi fyrir réttlátri niðurstöðu í IceSave. Það sjá allir samhengið.
Það er ekki nóg að gagnrýna Brown, eftir að búið er að samja af sér. Það lagar ekkert. Fari Samfylkingunni ekki að batna ESB sóttin fljótlega kæmi mér ekki á óvart að hún eigi eftir að skaða hana alvarlega áður en yfir lýkur.
![]() |
Jóhanna gagnrýnir Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2009 | 13:04
Drögum ESB umsókn til baka
Lýðræði: Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga og hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.
Þannig er orðið lýðræði skýrt í Orðabók Menningarsjóðs. Viljum við búa við lýðræði á Íslandi?
Með Lissabon samningnum er lagður grunnur að "Nýja ESB" þar sem Evrópusambandinu verður breytt í eitt sjálfstætt sambandsríki; með forseta, utanríkisráðherra, ríkisstjórn, dómstólum, eigin gjaldmiðli o.s.frv., og nú einnig eigin stjórnarskrá. Eins og verkin sýna er það síður en svo ætlun valdamanna í Brussel að leyfa þegnum nýja Evrópuríkisins að kjósa framvegis um neitt sem skiptir máli.
Hingað til hefur "einróma samþykki" verið meginreglan í starfi Ráðherraráðs ESB. Það var gerlegt meðan ríkin voru 15 en nú þegar stefnir í að þau verði 30 innan fárra ára er það óraunhæft. Við þessu er brugðist í Lissabon stjórnarskránni, með ýmsum breytingum. Kröfu um einróma samþykki er vikið til hliðar, neitunarvald fellt niður í 54 málaflokkum og í stað einfalds meirihluta þarf framvegis 55% atkvæða og 65% íbúafjölda til að ná fram málum innan ráðsins.
Með þessum breytingum minnkar vægið sem Ísland hefði innan ráðsins niður í nánast ekki neitt (0,064%). Það þýðir að almenningur á Íslandi á engin tök á að "láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni". Með öðrum orðum, með inngöngu í ESB erum við að kjósa frá okkur lýðræðið.
Ef við viljum áfram eiga möguleika á að búa við lýðræðislegt stjórnarfar væri það stórt gæfuspor inn í framtíðina að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Nýja ESB.
2.10.2009 | 13:02
Það verður ALDREI kosið aftur
LÝÐRÆÐIÐ verður lagt niður í dag. Endanlega. Þá fá þegnarnir stjórnarskrá sem þeir vilja ekki og skilja ekki. Stjórnarskrá sem leiðtogarnir treysta "venjulegu fólki" ekki til að kjósa um. Þar með er tryggt að þegnar Evrópuríkisins munu framvegis aldrei fá að kjósa um neitt sem skiptir máli.
Leifar lýðræðisins verða formlega þurrkaðar út þegar Írar verða þvingaðir til að samþykkja stjórnarskrá ESB sem þeir felldu í fyrra. Áróðursmaskína ESB, vopnuð milljörðum frá Brussel, mun sjá til þess að Írar kjósi "rétt" í þetta sinn. Eins og þeir gerðu 2002. Kosningarnar í dag eru The vote to end all votes eins og eitt írskt blað orðar það.
Nú bíðum við eftir stefnuræðu Jóhönnu. Verður stefnan áfram sett á ESB af sama þunga? Við Íslendingar getum nefnilega kosið frá okkur lýðræðið, með því að ganga í Nýja ESB.
Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskránni 2005. Þá var skipt um nafn á henni "svo komast mætti hjá þjóðaratkvæði" eins og formaður stjórnarskrárnefndar ESB orðaði það svo pent. Á Írlandi fengu menn samt að kjósa og þeir höfnuðu stjórnarskránni frá Lissabon í júní 2008. Þess vegna eru Írar þvingaðir til að kjósa aftur í dag. Ef þú kýst ekki "rétt" í ESB ertu látinn kjósa aftur og aftur. Þetta er fáguð útgáfa af kosningasvindli.
En nú þurfa strákarnir í Brussel ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur. Í dag verður Lissabon stjórnarskráin samþykkt og þar með er bundinn endi á lýðræði innan ESB í eitt skipti fyrir öll. Verður það gert hér líka?
Menn geta svo velt fyrir sér hversu heilbrigt "lýðræði" það er þar sem almenningi er ekki leyft að hafa skoðun á stjórnarskránni. Eftir daginn í dag er ekkert því til fyrirstöðu að breyta ESB úr sambandi 27 sjálfstæðra ríkja í Nýja ESB, sem er eitt sjálfstætt sambandsríki. Það er stefnan. Viljum við vera samferða Jóhönnu inn í Nýja ESB? Ekki ég.
![]() |
Jóhanna flytur stefnuræðu á mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.10.2009 | 13:01
Elvítis Sokking Bokk
En við viljum vera í samfélagi þjóðanna. Við stöndum frammi fyrir því að við viljum ekki einangrast.
Þessi "röksemdarfærsla" fyrir því að leggja IceSave drápsklyfjar á íslensk börn fer að verða svolítið þreytandi. Í hverri viku berast fréttir af erlendum fjárfestum sem vilja koma til Íslands, það er nú öll einangrunin. Þeir koma frá Noregi, Kína, USA, Japan og Kanada. Þeir vilja reka banka, álver, skurðstofu, tæknifyrirtæki, gagnaver og fleira. Svo eru (óstaðfestar) fréttir af norskum framsóknarflokki sem vill galopna lánalínur til Íslands, hvað sem úr verður.
Allt er þetta án tillits til þess hvort Samfylkingunni takist að leggja drápsklyfjar á íslensk börn og dæma þau til fátæktar. Enginn þessarra fjárfesta er að spá í IceSave eða bíða eftir lausn á því ljóta dæmi. Þeim er slétt sama um þetta IceSave.
Hinn einbeitti vilji Samfylkingarinnar til að stórskaða þjóðina byggist á einu og aðeins einu: Draumnum um að einangra Ísland innan tollamúra ESB. "Annars munum við einangrast".
Ögmundur þurfti kjark til að segja af sér af prinsippástæðum. Og kjarkinn hafði hann. En Samfylkinguna skortir kjark til að standa með þjóð sinni, auk þess sem hún er þjökuð af ESB blindu. Þess vegna gengur hún erinda Breta, Hollendinga og ESB í IceSave deilunni.
Framganga fulltrú bresku ríkisstjórnarinnar í gær gefur ríka ástæðu til að ætla að í nýja Evrópuríkinu (sem grunnur verður lagður að á morgun) munu þeir stóru fara sínu fram í krafti aflsmunar. Ef svo heldur fram sem horfir mun ESB árátta íslenskra krata eiga eftir að reynast þjóðinni ansi dýrkeypt.
![]() |
Ekki sanngirni að við borgum, en... |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 16:36
Barroso á Bessastaði
Ummæli Ólafs Ragnars eru óheppileg, svo notað sé diplómatískt orðalag. En hann er ekki einn um að tala "óheppilega" um Ísland í dag.
Portúgalski sérvitringurinn José Manuel Barroso, sem Samfylkingin vill gera að valdamesta manni íslenska stjórnkerfisins, fer nú um Írland og bullar um Ísland. Það er liður í áróðursherferð ESB til að hræða Íra til að samþykkja Lissabonsamninginn, sem þeir felldu í fyrra.
Annar furðufugl, Silvio Berlusconi, sem líka er valdamikill í stjórnkerfi ESB, sagði í vikunni að "kjarnaríki Evrópusambandsins" ættu að taka sig saman og koma sáttmálanum í framkvæmd ef ekki tekst að þvinga Íra til að segja já. Írar eru eina þjóðin innan ESB sem hefur fengið að kjósa um hina dulbúnu stjórnarskrá.
Berlusconi lýsti sjálfan sig nýverið besta þjóðhöfðingja Evrópu. Hann vill ólmur tryggja gildistöku Lissabon samningsins, enda eykur hann vægi stóru ríkjanna í ákvarðanatökum innan ESB, en minnkar vægi hinna smærri. Þeir stóru vilja ráða og munu ráða.
Þetta er glæsilegt. Nú sitja íslenskir embættismenn fram á nótt við að svara krossaprófi frá Brussel svo Samfylkingin geti komið þjóðinni undir "verndarvæng" þessara manna. Glæpamanns frá Ítalíu og portúgalsks sérvitrings með heimsveldisdrauma. Hryðjuverka-Brown er sterkur bandamaður þeirra.
Ef Ísland verður dregið þarna inn legg ég til að Bessastöðum verði breytt í sumarhús fyrir Barroso. Sérstakt forsetaembætti fyrir Ísland verður þá hvort sem er orðið endanlega óþarft.
![]() |
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |