Jónína Rós er alþingismaður

Það var talað um Facebook lýðræði í Silfrinu um daginn. Þingmaðurinn Jónína Rós Guðmundsdóttir skráði sig í einn Facebook hóp, sem setur fram þá kröfu að Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér. Sök hans er að hafa vísað IceSave lögunum til þjóðarinnar.

Í kröfu Facebook hópsins eru tvær fullyrðingar, hvor annarri fráleitari. Jónína Rós alþingsmaður setti nafnið sitt samt undir kröfuna. Textinn er svohljóðandi:

"Við kærum okkur ekki um forseta sem ákveður nýja stjórnskipun fyrir Ísland einn síns liðs og gerir ríkið marklaust í alþjóðlegum samskiptum."

Forseti getur ekki ákveðið "nýja stjórnskipan einn síns liðs" með því að vísa lögum til þjóðarinnar, til synjunar eða staðfestingar. Forseti getur heldur ekki "gert ríkið marklaust" í samskiptum við önnur lýðræðisríki, með því að fara að þeim reglum sem settar eru í stjórnarskrá lýðveldisins.

Jónína Rós alþingismaður greiddi atkvæði með nýju IceSave lögunum á þingi, eins og allir þingmenn Samfylkingarinnar. Það er ekki gott að átta sig á hvers vegna.

          Jónína Rós tók aldrei til máls í fyrstu umferð.

          Jónína Rós tók aldrei til máls í annarri umferð.

          Jónína Rós tók aldrei til máls í þriðju umferð.

En þingmaðurinn gerði grein fyrir atkvæði sínu, bæði eftir aðra umferð (hér) og við lokaafgreiðslu (hér). Þar er ekkert að finna sem skýrir efnislega niðurstöðu hennar í málinu. Aðeins margtuggnar krataklisjur um að standa við skuldbindingar og þátttöku í samfélagin þjóðanna.


Alveg makalaus bloggfærsla

Jónína Rós, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði eyjublogg, daginn sem forseti Íslands vísaði lögunum til þjóðarinnar. Fyrirsögnin er "Ísland er þingbundið lýðveldi" sem á væntanlega að þýða að Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn (eitthvað feilað á 1. gr. stjórnarskrárinnar). Í færslunni lýsir hún vonbrigðum sínum með niðurstöðu forsetans og segir síðan.

Ekki af því að ég treysti ekki Íslendingum til að taka afstöðu til mála á skynsamlegum nótum heldur vegna þess hversu flókið málið er ...

Er það of flókið fyrir þjóðina? Þrátt fyrir traustið á þjóðinni gengur hún strax í næstu málsgrein út frá því að Íslendingar séu upp til hópa kjánar og segir:

...það að telja fólki trú um að með því að skrifa nafn sitt á netsíðu hverfi Icesaveskuldbindingin er ljótur leikur ...

Ég veit ekki um neinn sem stendur í þeirri trú að með því að skrifa nafn sitt á netsíðu sé hægt að láta IceSave kröfuna hverfa. Jónína Rós endar svo hina furðulegu bloggfærslu sína með því að segja að forsetinn sé "bundinn af ákvörðunum þingsins" en megi samt skjóta málum til þjóðarinnar!


Ég treysti þjóðinni betur en þinginu

Það er einmitt vegna þingmanna eins og Jónínu Rósar Guðmundsdóttur, sem ég treysti þjóðinni betur en þinginu. Hún hefur það sér til einhverra málsbóta að vera nýliði á þingi og hefur því enga reynslu af löggjafarstörfum. Tveir af hverjum þremur þingmönnum hófu þingmennsku 2007 eða síðar, sem kann að skýra hvers vegna Alþingi er jafn veikt og raun ber vitni.

Jónína Rós segist treysta Íslendingum, en gerir það ekki. Henni finnst í lagi að taka þátt í Facebook lýðræði og skrifar þar undir fráleitan texta, en er "reið og hrygg" yfir því að þjóðinni sé boðið upp á alvöru lýðræði, samkvæmt leikreglum stjórnarskrárinnar.

Ég treysti þjóðinni betur en þinginu í þessu máli.

 


mbl.is Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég get ekki annað en tekið heilshugar undir með þér, sérstaklega síðustu setninguna.

Axel Þór Kolbeinsson, 15.1.2010 kl. 09:35

2 identicon

Jónína fær ekki rós í hnappagatið fyrir asnastrik sín. Óskaplega virðist veljast miklir kjánar á lista hjá Samfylkingunni. Ég er sjálfur með þá kenningu að fólk í Samfylkingunni hafi orðið fyrir einhverskonar þroskastoppi í kringum fimmtánára aldurinn. Össur er klárlega besta dæmið um slíkan vanþroska einstakling en Jónina Rós styrkir kenningu mína ennfrekar.  Ég fæ t.d. kjánahroll þegar ég hlusta á fréttaflutning RUV. þar á bæ virðast fréttastjórarnir halda að venjulegt fólk kaupi barnalegar útlistanir þeirra á pólítískum afglöpum ríkisstjórnarinnar. Ef Samfylkingin væri ekki jafn ofstækisfullur málsvari opinberra starfsmanna og raun ber vitni hefðu þau ekkert fylgi enda eru opinberir starfsmenn alls ekki vanþroskað fólk upp til hópa heldur kjósa þau þann flokk sem gætir hagsmuna þeirra best þrátt fyrir að báknið sligi hina raunverulegu borgendur báknsins.

þórir kristinsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband