"aðrir geta borið töskurnar hans"

Í íþróttum verða menn að kunna að taka tapi. Það er hluti af þroska keppnismannsins. Sama gildir í annarri keppni og líka í stjórnmálum. Menn verða að kunna að halda reisn. Missa ekki andlitið.

Þegar Össur utanríkisráðherra skýrði hvers vegna hann gat ekki fylgt forsetanum til Indlands missti hann andlitið. Hann gat ekki stillt sig um að hnýta aftan við: "Það eru örugglega einhverjir aðrir sem geta borið töskurnar hans þar" og hljómaði eins og tapsár krakki.

Þessi makalausa athugasemd gæti verið samnefnari fyrir þann skort á fagmennsku sem einkennt hefur viðbrögð stjórnarinnar við synjun forseta. Við sáum þetta strax á fundi leiðtoganna með fréttamönnum daginn sem forseti vísaði málinu til þjóðarinnar. Taugveiklun, ójafnvægi og reiði sem engum duldist.  

Það að Hrannar B. Arnarsson, einn af forsætisráðherrum landsins, telji sig geta talað eins og í eldhúsinu heima þegar hann tjáir sig um pólitík á alþjóðlegum samskiptavef, er angi af sama skorti á fagmennsku.

Forsetinn lagði ekki aðrar byrðar á Össur en að vinna vinnuna sína; að létta drápsklyfjum af þjóðinni eins og kostur er. Nokkuð sem hann hefði átt að beita sér fyrir óbeðinn.

 


mbl.is Fésbókarsíðan ekki opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Íslands er búin að vera, því miður.  Hvað tekur þá við.  Við munum aldrei sætta okkur við að Framsókn og Sjálfstæðismenn taki við.  Því verður að setja núna á utanþingsstjórn fagmanna sem geta unnið okkur út úr þessari vitleysu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst þessi frjálslega fésbókarsíða Hrannars vera hluti af því sem er aukið tjáningarfrelsi í samfélaginu í dag.  Hann er undir lög landsins settur eins og við og hægt að lögsækja hann ef hann gerir eitthvað rangt. Þetta útspil Moggans gegn Hrannari sérstaklega er auvirðilega hallærisleg tilraun til að þagga niður í honum.

Næsta mál!

Jón Halldór Guðmundsson, 13.1.2010 kl. 14:05

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er sammála þér Haraldur.  En það er nokkuð athyglisvert að Össur skuli nú loks viðurkenna og það fyrir alþjóð hver tilgangur hans fram til þessa hefur verið er hann hefur þvælst um heiminn með ÓRG.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.1.2010 kl. 16:37

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Meðvirkni Steingríms og Jóhönnu er sorgleg. Grínlaust þá er ég viss um að Al-Ananon gæti gert kraftaverk fyrir þau í þörfum bata þeirra. Bretar og hollendingar þurfa enga málsvar á launum frá sér á meðan þau stökkva eins og snákar á hvern þann sem illri stöðu okkar vegna mælir með nýjum samningum. Steingrímur, karlinn, þarf að fara að horfast í augu við það að hann sendi út illa mannaða samninganefnd og blessaði versta samning lýðveldissögunnar án þess að lesa samningin, eða skilja.

Þetta má ekki snúast um að líf þesarar ríkisstjórnar sé öllu æðra. Ég held til dæmis að ný ríkisstjórn undir forsæti Ögmundar myndi sóma sér betur og ná betur utan um sátt í okkar samfélagi.

Það þarf að sameina þjóðina til góðra verka. Smæð okkar hverfur ef við stöndum saman.

Haraldur Baldursson, 13.1.2010 kl. 16:41

5 identicon

Þarna hittir þú naglann á höfuðið með bylmingshöggi. Össur er náttúrulega sorglegur trúður. Að mínu mati er Össur í senn vanhæfasti og leiðinlegasti stjórnmálamaður á landinu fyrir utan hversu óhemju barnalegur og vanþroskaður hann er. Sífellt reynir kappinn að vera fyndinn og sniðugur en aulahúmorinn er svo mikill og lélegur að hann verður beinlýnis sorglegur. Sannarlega sorglegur Samfylkingar trúður og sannarlega ekki sá eini.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 21:08

6 identicon

Jónas Kristjánsson greinir Hrannar líklega rétt: Erkitýpa blaðurfulltrúans með raðhneyksli á bakinu.

Svona eiturpenni mokar ruglinu í mannafæluna Jóhönnu, sem kokgleypir hvaða þvælu sem er í valdamókinu. Við förum beina leið til vítis með svona fólk á bak við tjöldin.

Hvað Össur snertir, þá ætti að duga að horfa og hlusta á þetta myndband: http://www.youtube.com/watch?v=jIDgPkmZO_c Heldur EINHVER að hann beri hagsmuni okkar fyrir brjósti... eða sé yfirhöfuð fær um það?

PS: Ekkert af þessu er ætlað til neitt rosalega opinberrar birtingar, því ég er bara í eldhúsinu heima!

Ófeigur (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 22:07

7 Smámynd:

Fékk þann almesta aulahroll sem ég hef lengi fengið þegar Össur lummaði þessri setningu út úr sér í sjónvarpi allra landsmanna. Hefur hann enga sjálfsvirðingu? Hef aldrei haft mikið álit á Össuri sem stjórnmálamanni en þarna fauk restin á einu bretti.

, 13.1.2010 kl. 23:47

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk öll fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Jón Halldór: Hrannar hefur fullan rétt til að tjá sig, bæði í eldhúsinu og á Facebook. En ef hann tjáir sig fjálglega á Facebook um hápólitísk mál má hann búast við viðbrögðum, stöðu sinnar vegna. Það sem ég kalla skort á fagmennsku er að hann skuli kvarta yfir því að skrif hans kalli fram viðbrögð. Það er alveg ótrúleg blinda.

Haraldur Hansson, 13.1.2010 kl. 23:51

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Haraldur, jæja segðu, þetta er alveg ótrúlegt sem við Íslendingar erum að horfa hér á, ég fæ bara upp í huga mér hversu vel var hann alinn upp... mér var allavega kennt að bera virðingu fyrir öllu, allt og allir eiga sinn tilverurétt í lífinu og koma skal ég fram við fólk eins og ég vil að það komi fram við mig. Ég er hneyksluð á þessu, því orð okkar hafa mikla ábyrgð. Góðir punktar hjá þér takk fyrir.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.1.2010 kl. 01:03

10 identicon

Ég hélt nú að Össur gæti allavega nýst í töskuburð. Hann hef ég aldrei tekið alvarlega sem stjórnmálamann, hann hefur aldrei gefið tilefni til þess. En ég veit ekki hvað blessaður maðurinn getur eiginlega gert ef hann treystir sér ekki einu sinni til að bera nokkrar töskur. Hann getur varla borið ábyrgð á merkilegum málum ef hann treystir sér ekki einu sinni í þetta einfalda verkefni.

Jón P. Líndal (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 12:09

11 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Össur ætti að fara í líkamrækt.Kannske yrði það fyrirheitna starf hans hjá ESB sé það að bera töskur fyrir fulltrúa sambandsins.

Ingvi Rúnar Einarsson, 14.1.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband