Holta-Þórir ræðst á Ísland

Ekki nokkur einasti Íslendingur mun setja sig upp á móti því að tryggingasjóðurinn íslenski verji öllum þeim fjármunum sem hann fær úr þrotabúi gamla Landsbankans til að greiða innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Og það eru ekki litlar fjárhæðir. Þetta myndi gerast hvort sem samið er um eitthvað eða ekki. Ólögmætt inngrip Gordons Brown breytti þessu reyndar í skuld við breska ríkið, en það breytir ekki megindráttunum og á ekki að vera okkar vandamál.

Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst því alls ekki um að borga eða borga ekki. En með því að kolfella IceSave 2 getum við mótmælt þeim ólöglega yfirgangi sem Bretar hafa komist upp með. Mótmælt þeim ólögmætu viðbótarútgjöldum sem þeir vilja setja á þjóðina, með ríkisábyrgð og veði í framtíðartekjum þjóðarinnar.

Íslendingar verða, þrátt fyrir að vera fámennir, að hafa bein í nefinu til að andmæla yfirgangi og óréttlæti. Andmæla því að Bretar geti í krafti stærðar sinnar og með misnotkun á ítökum í AGS, knúið Ísland til nauðasamninga. Samninga þar sem þeir breyta kröfuröð og hækka þannig verulega þá fjárhæð sem íslenska tryggingasjóðnum er gert að standa undir. Og það er aðeins eitt atriði af mörgum sem eru óásættanleg í málinu.

Hverjum er um að kenna?

Sumar týna sér í umræðunni um það hverju og hverjum sé um að kenna. Nær er að nýta kraftana til að leysa málið, hitt geta menn rifist um síðar.

Frá því í sumar, þegar Steingrímur Joð sagði  „ég skal þá vera Holta-Þórir" er eins og pólitísk sjónskekkja hafi plagað þann annars ágæta mann. Hann virðist vera pikkfastur í því fari að láta undan til að halda friðinn. Hvers vegna? Hvað er verðmætara er réttlætið í þessu máli?  

Hann telur að uppgjöf sé nauðsyn svo hægt sé að snúa sér að uppbyggingunni. Þeim orðum fylgja draugasögur um tímahrak, frostavetur og útskúfun. En hræðsluáróðurinn er hættur að bíta. Það hlýtur að skipta meira máli að fá sanngjarna niðurstöðu en að ljúka málinu sem fyrst.

Samt heldur Holta-Þórir áfram að ráðast á Ísland. Nú síðast í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Vonum að verklagsreglur ríkisstjórnarinnar snúist um annað og meira en að lækka vexti. En komi til atkvæðagreiðslu er stóra spurningin hvort stjórnin muni áfram beita sér gegn þjóðinni eða söðla um og standa loksins með henni.

 


mbl.is Flokkarnir hætti að rífast um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband