"... halda að þau séu sjálfstæð og fullvalda ríki"

Aðildarumsókn Íslands að ESB bar örugglega á góma í einkaheimsókn Jóhönnu, eða svo segir Össur. Þangað vilja þau koma þjóðinni, sem þá yrði að taka upp evruna. En hvernig reynist töframyntin evra, öðrum ríkjum en Þýskalandi og Frakklandi?

"Gleymdu skuldabyrði Grikklands og Spánar, því útlitið með skuldastöðu á evrusvæðinu í heild er ekki fallegt þessa dagana" segir á vefnum Business Insider. Blaðamaðurinn Vincent Fernando segir réttilega að ríkin á Evrusvæðinu séu hvorki sjálfstæð né fullvalda, þó þau kunni að halda það.

Countries within the euro currency system may think that they are independent sovereign nations, but in reality they're all joined at the hip in one of the most significant ways -- monetarily.

euro-toilet-paperSeðlabanki Evrópu hefur 16 höfuð, enda eiga öll Evruríki að "eiga rödd við borðið" eins og það heitir á brusselsku. Gallinn er að 14 hausar hafa verið tungustýfðir og aðeins sá franski og sá þýski hafa mál.

Evran hentar eflaust prýðilega fyrir stóru ríkin tvö sem leggja línurnar, en er sem myllusteinn um háls hinna þegar ekki ríkir glampandi góðæri.

Einnig er fjallað um þetta mál á Financial Times (hér) og á vefnum Tilveran í ESB er umfjöllun í Glugganum undir fyrirsögninni "Er myntbandalag líka skuldabandalag?"

---------- ---------- ----------

Enn eru til menn sem vilja misnota kreppuna og slæga stjórn síðustu ára til að knýja fram uppgjöf íslensku þjóðarinnar og koma henni inn í Evrópuríkið. Af því að við séum Hvorki frjáls né fullvalda hvort sem er, sé réttast að gefast upp. Uppgjöfin er kölluð "að deila fullveldi sínu" upp á kratísku. Grein Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag er sorglegt dæmi um þennan hættulega þankagang.

 


mbl.is Jóhanna í einkaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Jónsson

Evran er langt því frá að vera fullkomin en vandamálin sem fylgja henni eru bara brotabrot við þau vandamál sem fylgja því að hafa svona lítinn gjaldmiðil eins og krónan er.

Kjartan Jónsson, 5.2.2010 kl. 10:00

2 Smámynd: Jón Þór Helgason

Kjartan, getur þú útskýrt hvaða vandamál ítilll mynt hefur?

Flest vandamálin tengd hagstjórn eru vegna heimskulegri hagstjórn og óráðsíu.

Það er enginn munur á mynt og hitamæli, hvorttveggja mælir stöðuna í hagkerfinu.

kv.

Jón Þór 

Jón Þór Helgason, 5.2.2010 kl. 10:40

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Vandamálin með litla mynt eru þau, m.a. að það er auðvelt að hafa áhrif á hana - meira að segja stærri myntir eins og pundið hafa orðið fyrir árás, eins og frægt var þegar George Soros gerði áhlaup á það og gekk burtu með milljarða. Íslensku bankarnir tóku stöðu gegn krónunni á sínum tíma og lækkuðu hana af því að það hentaði þeim. Þeir sem vilja krónuna eru bestu vinir braskaranna því það eru þeir sem græða og það er íslenskur almenningur sem borgar brúsann. Krónan er líka góð fyrir lélega pólitíkusa sem geta lagað eigið klúður með því að fella gengið og kippt fótunum undan almennningi. Þetta er gömul saga og ný á Íslandi og ég sé ekki í spilunum að þeir pólitíkusar sem við höfum muni standa sig nokkuð betur varðandi hagstjórn og óráðssíu - allavega fæstir þeirra.

Kjartan Jónsson, 5.2.2010 kl. 11:19

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kjartan: Hvernig getur Evran staðið gegn slíku brasi og stöðutöku ef pundið gat ekki varist? Eru akki nógu stórir braskarar til í heiminum  til að gera það við hvaða gjaldmiðil sem er?  Er ekki spurning um að laga regluverkið og koma í veg fyrir slíkt almennt að viðlögðu straffi, eða er kannski enginn vilji fyrir að gera slíkt?´

Heilu þjóðirnar geta raunar gert þetta og dettur manni helst í hug Kínverjar, sem hafa punhald á öllum gjaldeyrismörrkuðum í skjóli stærðar t.d.

Það er skrítið ef þetta er eitthvað prívatvandamál krónunnar. Svo þetta með gengisfellingu. Án þess að ég sé sérfróður, þá hélt ég að verðbólga væri eitthvað sem bitnaði a veskjum almúgans. Óbein skattlagning í rauninni. Arðrán. Að fella gengið er leið til að leiðrétta þann mismun.

Er ekki rétt að aðskilja persónugerða óvild gegn þessari mælieiningu okkar og skoða hvað í rauninni ræður. Ég hef á tilfinningunni að þú sért miklu frekar háður einhverjum Evróputrúarbrögðum en rökrænu mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.2.2010 kl. 12:06

5 Smámynd: Jón Þór Helgason

Soros Græddi þar sem hann sá ójafnvægi sem Breska ríkið var að reyna að verja.

Soros hefði ekki aldrei grætt ef pundið hefði verið eðlilega skráð.

Hefði myntinn verði skráð nálagt því sem eðlilegt er (með teknu tilliti til stöðu hagkerfisins, vaxtagreiðslu útúr því, afborganir og viðskiptahalla) hefði Soros stórtapað á þessu. Sem dæmi tapaði Soros gríðarlegum upphæðum í japan 1998 þegar japanska jenið styrktist gríðarlega.

 Með að krónan sé góð fyrir lélega pólitíkusa vil ég meina að það sé annar áhrifavaldur.  Lítill mynt ætti að vera mjög viðkvæm fyrir slakri hagstjórn samanberg ójafnvægis eins og var í Bretlandi í dæminu sem þú myntist á.

Verðtrygginginn er vinur heimskra stjórnmálamanna.  Hún kemur í veg fyrir að stýrirvextir bíti á hagkerfið eins og ætti að gerast ef menn gera hagstjórnarleg mistök sem leiða til ofþenslu.  Vertryggingin felur mistökin með að hækka lánin sem greiðast í 40 ár en bíta ekki strax.

Verðtryggingin passar líka uppá að lífeyrissjóðir sýni góða ávöxtun þó að þeir séu illa reknir.

Jón Þór Helgason, 5.2.2010 kl. 12:52

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Þetta eur fín skoðanaskipti. Sem innlegg í þau bendi ég á það sem Paul Krugman, prófessor við Princeton háskólann segir um spænska harmleikinn, en Egill Jóhannsson fjallar um það á bloggi sínu (hér).

Haraldur Hansson, 6.2.2010 kl. 11:59

7 identicon

Góð skrif. Evran riðar til falls það er pottþétt. Spánn,Grikkland og Írland sérstaklega eru að skella henni. Hún er hræðilegur gjaldmiðill og stórskaðlegur nema fyrir risana í evrópuríkinu. Menn sem halda því fram að evran sé góður kostur umfram krónuna eru náttúrulega bara í esb sértrúarsöfnuðinum sem eins og aðrir slíkir hópar hvetja jafnan til hópsjálfsmorða. Samfylkingin er dæmi um þjóðskaðlegan sértrúarsöfnuð sem verður að koma frá völdum áður en þau vinna íslandi stærra tjón en orðið er. Takk Haraldur fyrir að vera óþreytandi að benda  byggingargallana í þessu risavaxna heimsveldi sem nýlendukúgararnir eru að reyna að reisa í evrópu úr eintómum lygum blekkingum og fúaspýtum,enda vantar kúgarana fleiri nýlendur til að arðræna.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 18:09

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ætli þessi orð séu ekki ennþá gild.... 

"If the American people ever allow private banks to control the issue of their currency, first by inflation, then by deflation, the banks...will deprive the people of all property until their children wake-up homeless on the continent their fathers conquered... The issuing power should be taken from the banks and restored to the people, to whom it properly belongs."
 Thomas Jefferson

Haraldur Baldursson, 12.2.2010 kl. 13:44

9 identicon

eða  Let me issue and control a nation's money and I care not who writes the laws." - Mayer Amschel Rothschild.  eða annað hresst frá konunni hans
 

"If my sons did not want wars, there would be none." - Gutle Schnaper, wife of Mayer Amschel Rothschild 

synir þeirra eru jú allir með tölu skítugir Bankamenn

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 16:45

10 identicon

Austurhluti Englands, Danmörk ásamt sæmilegri sneið Þýskalands, Noregs og... já Frakklands eru nýtt land sem heitir "Norðursjávarsvæðið".

Sjáið kort af óskapnaðinum:

Ný landafræði í Evrópu

Gullvagninn (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband