Hellíngur af kellíngum

Þetta er það sem íslenska þjóðin mun alltaf muna og aldrei gleyma, hvernig þeir fóru með okkur.

Loksins sagði hún þetta skýrt og upphátt. Já, þannig lýsti Jóhanna yfirgangi Breta í IceSave málinu í Kastljósi kvöldsins. Þá getur lúðrasveit Samfylkingarinnar, með Þórólf Matthíasson á fyrstu básúnu, hætt að rugla endalaust um "að standa við skuldbindingar sínar" og beint sjónum að réttlætinu.

En því miður entist Jóhönnu ekki eldmóðurinn nema fáein andartök. Hún hafði ekki fyrr lýst hneykslun sinni á skepnuskap Breta en hún sagðist myndu greiða atkvæði með lögunum 6. mars. Það væri ekki annar kostur í stöðunni.

Niðurstaða ríkisstjórnar Jóhönnu er: Þetta er yfirgangur og lögleysa, en við verðum að sætta okkur við það. Við getum ekki annað.

Kannski er það okkar dýpsta ógæfa. Í ríkisstjórninni er allt fullt af kellíngum. Ég er ekki að tala um konur, heldur kellíngar af báðum kynjum. Þær karlkyns geta verið sýnu verri en hinar af sterkara kyninu.

Fólk sem ekki hefur kjark til að standa á rétti þjóðar sinnar á ekki að bjóða sig fram til ábyrgðarstarfa í stjórnkerfinu (Ögmundi var úthýst fyrir að vera ekki kjarklaus). Jóhanna sagðist alltaf hafa reynt sitt besta, en því miður er það ekki nógu gott. Hún sýndi það í Kastljósinu að hún ræður ekki við verkefni sitt.

Jóhanna Sigurðardóttir verður að víkja og hinar kellíngarnar í ríkisstjórninni líka.

 


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Blessunin var svo aum og mikil alþýðukona. Nú var spilað á  meðaumkunina. Síðasta hálmstráið. "Bara lítil stelpa í grimmum karlaheimi."  Kenndi nábíts við áhorfið.  Þarna var hún rétt að enda við að greiða Þórólfi sínum Matt 30 silfurpeninga til að reyna að spilla málstað eigin þþjóðar með svartagallsrausi, sem ekki snerti fræðigrein hans hið minnsta. Ekki þar fyrir að hann hafi nokkurt merrit í þeirri grein heldur.

Þórólf á að reka núna strax og kanna hvort þessi skrif hans varði við ákvæði landráðakaflans. Stóra spurningin er þó alltaf: Hver bað hann um álitið?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.2.2010 kl. 02:04

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú færðu athyglina, Haraldur! – Átt það skilið!

En þetta er einmitt afar málefnaleg grein í anda sannleika.

Jón Valur Jensson, 3.2.2010 kl. 02:08

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þórólfur er vændiskona...líklegast hræódýr líka.

Óskar Arnórsson, 3.2.2010 kl. 02:13

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er greinilegt að hér fer gengi sem ekki ber skynbragð á upplýsta umræðu. Þorir ekki að taka hana. Ræðst á manninn ekki málefnin. Fasistar er of veikt orð yfir svona málflutningsmenn.

Gísli Ingvarsson, 3.2.2010 kl. 09:14

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þórólfur ræst á alla íslendinga Gísli. Þegar ráðist er á fólk af landráðamönnum, tekur fólk það mjög persónulega. Orðið "upplýst umræða" er svolítið sem Þórólfur getur ekki stafað sig til.

Óskar Arnórsson, 3.2.2010 kl. 09:24

6 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta var vel orðað.. :)  Það er svo sem ekkert slæmt við kellíngar sem slíkar, en Stjórnarkellíngarnar eru að loka landið inn í fjósi alheimsins.

Þetta er ekki að ráðast á mannin.  Alls ekki.  Þetta er að gagnrýna málflutningin.

Það er svo einfalt. 

Jón Ásgeir Bjarnason, 3.2.2010 kl. 10:53

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Ég átta mig ekki á að hverjum Gísli beinir fasistapillunni, en til skemmtunar og fróðleiks þá er hér að finna ágætis svar við spurningunni Hvað er fasismi?

Haraldur Hansson, 3.2.2010 kl. 12:50

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góð grein um fasisman Haraldur. Ég er eins langt frá þessari lýsingu þar eins og hægt er að komast. Það er líka nóg fyrir mig að vita það sjálfur.

Óskar Arnórsson, 3.2.2010 kl. 13:06

9 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þórólfur er mikill aðdáandi verðtryggingar.

Vilhjálmur Árnason, 3.2.2010 kl. 13:28

10 Smámynd: Sólveig Adamsdóttir

Ég held að þau viti eitthvað AGALEGT sem er ennþá leyndarmál, því miður.

En vona samt að það sé hjartveiki í mér.

En mér finnst miðað við það sem við vitum eigum við ALLSEKKI að borga nema eftir dómi þar um frá sérfræðingum.

Sólveig Adamsdóttir, 3.2.2010 kl. 16:02

11 identicon

Kerling, og manni dettur strax Þórólfur í hug. Pissudúkkuleg ríkisstjórn ber lóminn og barmar sér á barmi taugaáfalls. Heimsendir er víst í nánd ef við samþykkjum ekki Icesave þrælalögin. Hræðsluáróðurinn í algleymingi. Allt upp á borðinu segir Jóhanna og stormar á enn einn leynifundinn. Svavarsklúðrið ekki mistök segir hún en hugsanlega hefði verið heppilegra að fá alþjóðlegan samningamann sem kunni ensku. Heimilin standa í ljósum logum. Fjöldi íslendinga hefur misst allt sitt en skjaldborgin um bankanna hefur staðist. Ennþá veit samt enginn hver á Arion banka og Íslandsbanka. Eina svarið er... erlendir kröfuhafar.....sem eru hverjir. En ríkisstjórnin er ákveðin í að láta skuldarana missa alllt og vernda bankana. Að sjálfsögðu. Samkv. Gallup styður 50% landsmanna stjórnina, sem er ótrúlegt miðað við frammistöðuna en ber kannski að skilja í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn er með drulluna uppá bak og formaðurinn og varaformaðurinn vægast sagt ótraustvekjandi út af hroðalegum spillingarmálum.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband