17.7.2011 | 20:21
Þorsteinn Pálsson er vanhæfur og á að víkja
Þorsteinn Pálsson á sæti í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið.
Þar starfar hann sem embættismaður en ekki stjórnmálamaður. Sem slíkur hefur hann eitt og aðeins eitt hlutverk. Að vinna samkvæmt embættisbréfi að þeim markmiðum sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis, frá 9. júlí 2009. Ekkert annað.
Hann þarf að sýna fagmennsku og vönduð vinnubrögð. Til að viðhalda trúverðugleika sínum sem embættismaður á hann ekki að blanda sér í pólitíska umræðu um málið, sem er stórt og umdeilt meðal landsmanna.
Það hefur Þorsteinn Pálsson samt gert, því miður. Hann hefur því sjálfur skapað sér vanhæfi. Í nýrri grein í Fréttablaðinu fer hann langt út fyrir þau mörk sem embættismaður í hans stöðu þarf að setja sér, ekki síst í athugasemdum í garð bænda.
Þetta er því miður ekki eina dæmið. Þorsteinn hefur ítrekað skrifað fyrir ESB aðild í föstum pistlum sínum í Fréttablaðinu. Um þá sem eru mótfallnir aðild Íslands að Sambandinu notar hann iðulega uppnefnið Evrópuandstæðingar" eins og þar fari hópur fólks sem leggur fæð á heila heimsálfu.
Í greinum hans frá 28. maí og frá 2. júlí má sjá dæmi um hvernig Þorsteinn Pálsson fer út fyrir ramma skynseminnar í aðgreindum málum. Í þeirri seinni vefst það ekki fyrir honum að gera meintum "Evrópuandstæðingum" upp skoðanir.
Ekki spurning um mannréttindi
Samkvæmt 34. grein stjórnarskrárinnar er hæstaréttardómurum, einum manna, bannað að bjóða sig fram til Alþingis. Ekki til að svipta þá mannréttindum, heldur er þetta ákvörðun byggð á heilbrigðri skynsemi til að forðast óeðlilega hagsmunaárekstra. Stjórnmál og embættisstörf fara ekki saman í þeirra tilfelli. Þetta vita dómarar þegar þær sækjast eftir starfinu.
Á sama hátt þarf embættismaður í stöðu Þorsteins Pálssonar að halda sig til hlés í pólitískri umræðu um aðildarumsóknina. Það hefur ekkert með skoðanafrelsi eða tjáningarfrelsi hans að gera. Aðeins heilbrigða skynsemi. Þetta mátti Þorsteinn Pálsson vita þegar hann tók sæti í samninganefndinni.
Hvernig eiga bændur að geta treysti því að embættismaður, sem sýnir af sér slíka hegðan, sé fær um að vinna að þeim markmiðum sem Alþingi hefur sett og varða landbúnað?
Þorsteinn Pálsson hefur - eða hafði - um tvennt að velja. Annars vegar að halda sig frá hinni hápólitísku umræðu um aðildarumsóknina þar til starfi nefndarinnar er lokið. Hins vegar að afþakka sæti í nefndinni (eða segja sig úr henni) og geta þá tjáð sig óhindrað.
Í ljósi þeirra afglapa sem hann hefur þegar gert sig sekan um er í raun ekki um annað að velja fyrir Þorstein Pálsson en að víkja sæti. Ef Nýja Ísland á einhvern tímann að verða að veruleika þarf að gera alvöru kröfur um vandaða stjórnsýslu og fagleg vinnubrögð. Þar með talið að menn uppfylli kröfur um hæfi og sýni af sér heilbrigða skynsemi á meðan þeir sinna trúnaðarstörfum sem embættismenn. Þorsteinn Pálsson gerir það ekki.
Því miður tel ég hverfandi líkur á að Þorsteinn Pálsson geri hið eina rétta og segi sig úr nefndinni. Það eru enn minni líkur á að honum verði vikið úr henni af utanríkisráðherra, sem sjálfur á sorglega sjaldan samleið með sannleikanum þegar Evrópusambandið er annars vegar.
Pólitískur ákafi hefur borið skynsemina ofurliði, bæði ráðherrans og Þorsteins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.7.2011 kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.7.2011 | 01:29
Eyjan sem minnkar og minnkar
Fyrir tveimur áratugum steyptu Íslendingar þyrlupall á Kolbeinsey, sem er hundrað kílómetra norður af landinu. Það var tilraun til að koma í veg fyrir að hún hyrfi fyrir ágangi sjávar, enda notuð til afmörkunar hafsvæðis í lögsögu Íslands.
Nú er pallurinn horfinn og Kolbeinsey orðin að litlu skeri. Það þarf samt enginn að sjá eftir henni, lögsagan er löngu frágengin. Um tíma var óttast að Surtsey kynni að hverfa en nú er talið fullvíst að hún verði varanleg eyja.
En það er annars konar eyja sem líka minnkar og minnkar. Hún heitir Eyjan.is. Fyrirtækið Modernus mælir umferðina um vegi netsins og sýna talningar að ferðamönnum fækkar hratt sem leggja leið sína á Eyjuna. Þeim hefur fækkað um 43% á aðeins níu mánuðum.
Eyjan minnkar jafn hratt og Kolbeinsey og með sama áframhaldi endar hún sem lítið sker. Eða hverfur alveg.
Pressan dalar nokkuð frá áramótum og Vísir lítillega en Mbl og DV halda sínu prýðilega. Eyjan er fréttamiðill sem sker sig úr; bæði fellur hratt og fær helmingi færri flettingar á hverja heimsókn en Vísir og Mbl.is.
Allir miðlarnir reyna að draga til sín lesendur með fjölbreytilegu efni og smá slúðri um fræga fólkið. Eyjan hefur að auki Silfur Egils, Facebook-vakt, söguhorn Illuga og handvalda bloggara. Samt hrapar hún í vinsældum, hvers vegna?
Líklegasta skýringin er að með breyttri ritstjórn er Eyjan orðin enn einn samfylkingar- og esb-miðillinn, óspennandi og leiðinleg. Stundum kjánaleg. Helsta aðdráttarafl Eyjunnar er Silfrið hans Egils, án þess væri hún þegar orðin að litlu skeri.
Hverfi Eyjan.is alveg verður ekki meiri missir af henni en Kolbeinsey.
15.7.2011 | 00:08
Safnvörðurinn Hemmi Gunn
Þótt Hemmi Gunn sé hin síðari ár þekktur sem útvarpsmaður var hann löngu áður orðinn vel þekktur á Íslandi fyrir afrek sín á íþróttavellinum, enda íþróttamaður góður.
Hitt vita færri, að hann starfaði í tvö sumur sem safnvörður á safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Þetta kemur fram í viðtali sem vefurinn bb.is átti við Hemma. Viðtalið er stutt, en athyglisvert.
Það kom Hemma á óvart hvað Íslendingar vita lítið um sjálfstæðishetjuna, en útlendingar sem heimsækja safnið vita oft meira og hafi lesið sér til. Í viðtalinu segir hann meðal annars:
Mér finnst það sárt, að maður sem afrekaði jafn mikið og gerði Ísland að þjóð meðal þjóða sé jafn lítið þekktur hér og raun ber vitni.Það á ekki bara að minnast Jóns á hátíðarstundum, það er miklu meira varið í hann, alla hans dynti og persónu hans.
Hann kom alveg með nýjar víddir inn í okkar þjóðfélag og ég vona bara að fólk fari nú að kynna sér Jón almennilega.
Það er greinilegt að safnvörðurinn fyrrverandi ber sterkar taugar til Jóns og safnsins. Það ættu allir Íslendingar að gera, líka þeir sem aldrei hafa komið á Hrafnseyri.
Þeir sem vilja taka áskorun Hemma um að "kynna sér Jón almennilega" gætu til dæmis byrjað á þessum texta frá 1862, sem forseti Íslands fór að hluta með í mjög góðri hátíðarræðu sinni á Hrafnseyri.
Formlegt ritmál 19. aldar er dálítið frábrugðið nútímamálinu en textinn er engu að síður auðskilinn:
Sumir af vorum helztu mönnum eru líka svo hræddir við sjálfsforræði landsins, að þeir eru eins og skepnan, sem varð hrædd við sína eigin mynd.En nú er það lífsmál fyrir vort land, að það hafi alla stjórnarathöfn sem næsta sér og hagkvæmasta, og þá stjórn, sem getur svo að kalla séð með eigin augum það sem hún á að ráða yfir, en ekki í speigli og ráðgátu, eða með annara augum, í 300 mílna fjarska.
Þetta er krafa, sem oss virðist ekki maður geti sleppt, nema með því að óska sér að leggjast í dauðasvefn að nýju.
Þótt ekki eigi að blanda Jóni Sigurðssyni í flokkspólitík 21. aldar er hreint ekki flókið að finna þessum orðum hans stað í þeim málum sem nú ber hvað hæst. Hann hefur svo sannarlega lög að mæla.
14.7.2011 | 08:35
Hættuleg fyrirsögn og teiknaðir fiskar
Ef það er hægt að ákveða breytingar núna er það líka hægt eftir 2 ár eða 5 ár eða hvenær sem er. Hin gríska Damanaki boðar gagngerar breytingar á sjávarútvegsstefnu ESB, enda búið að eyðileggja 128 tegundir af þeim 136 sem veiðast í lögsögu sambandsins, með ofveiði.
Með sama áframhaldi munu evrópsk börn ekki kynnast þessum fisktegundum nema á mynd, segir hún.
Stefnan er ekki meitluð í grunnsamninga Sambandsins og því til þess að gera einfalt að breyta henni. Líka með Ísland innanborðs, sem hefði því sem næst ekkert atkvæðavægi. T.d. er hægt að taka burt regluna um hlutafallslegan stöðugleika, eins og lagt var til í Grænbók sambandsins í apríl 2009.
Fyrirsögnin sem RÚV setti á fréttina hljómar eins og aðvörun til Íslendinga.
Þegar kratar fara að rífast við sjálfa sig ...
Samfylkingin berst fyrir inngöngu í Evrópusambandið og hún berst líka fyrir breytingum á stjórn fiskveiða við Ísland. Það sem hún er mest á móti er að hér skuli vera kvótakerfi með framseljanlegar veiðiheimildir.
Meginstefið í boðuðum breytingum á kerfi ESB er að taka upp kvótakerfi með framseljanlegar veiðiheimildir. Ég hlakka til að sjá ónefnda krata í hörku rifrildi við sjálfa sig.
Fiskar brátt aðeins á myndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2011 | 08:31
Hún kom, sá og hvellsprakk
Hvernig er best að slátra Grikkjum? Af þeim fjallháu haugum af peningum, sem "björgunarmenn" lána gríska ríkinu, fær almenningur í landinu ekki svo mikið sem eina evru.
Grikkir eru neyddir til að taka lán og því kallast þau "neyðarlán", þótt réttara væri að tala um nauðungarlán. Þau millilenda eitt augnablik á kennitölu grískra skattgreiðenda, sem fá ekkert ... nema reikninginn.
Gríski harmleikurinn hófst á því að þeir "kíktu í pakkann", létu glepjast og gengu í hamarinn. Grikkir hafa það sér til málsbóta að eftir valdatíð herforingja-stjórnarinnar leituðu þeir að betra stjórnarfari. Vildu verða "þjóð meðal þjóða" eins og það er kallað.
Þeir gengu í gamla EBE löngu fyrir tíma Maastricht og evrunnar. Nú er búið að breyta því í ESB og skipta drökmunni út fyrir evru. Þar með hvarf peningastjórnin til Frankfurt, sem er drjúgur hluti vandans, en restin er heimatilbúin.
Ríkið ábyrgðist erlendar skuldir óreiðubanka, samkvæmt handriti ESB og AGS, sem sendu hótanir til Aþenu af stakri kurteisi. Nú fær ríkið "neyðarlán" af því að það getur ekki borgað.
Erlendir lánadrottnar eru kátir, þeir fá aftur allt sem þeir lánuðu af glannaskap á Frankfurt vöxtum. Bólan kom, sá og hvellsprakk.
Aðeins lokakaflinn er eftir: Skera niður, hækka skatta, selja eignir. Eftir situr gríska þjóðin, skuldug, eignalítil og niðurlægð. Þeir eru að komast að því fullkeyptu hve dýru verði þarf að gjalda það að senda fullveldi sitt til Brussel.
Nú er búið að slátra Grikkjum, bæði pólitískt og efnahagslega. Portúgal og Írland eru "í ferli". Þetta er skilvirk slátrunaraðferð, sem því miður verður hugsanlega notuð á fleiri. Er Ítalía of stór til að falla eða verður hún næst? Og Spánn er kominn í biðröðina líka. Fórnarlömb evrunnar hrannast upp.
Tremonti flýtti heimför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.7.2011 | 08:29
McDonalds aðferðin - börn og heilaþvottur
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.7.2011 | 16:20
Aulahrollur andskotans
8.7.2011 | 12:48
Já! Hversu sjúkt er þetta?
6.7.2011 | 01:35
Fullveldið er farið til Brussel
5.7.2011 | 01:38
Evrópuvefurinn - til hvers?
3.7.2011 | 23:30
Hinn mikli áróðursmeistari ESB á Íslandi
2.7.2011 | 17:18
Gáttuð á vanþekkingu þingmanna og hroka
1.7.2011 | 12:41
Hin táknræna Tortóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2011 | 00:20
Engar "þjóðir" aðeins "borgarar"
27.6.2011 | 22:33
Lissabon bandormurinn: Meingölluð íslensk útgáfa
Evrópumál | Breytt 28.6.2011 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)