McDonalds aðferðin - börn og heilaþvottur

Börn eru mjög móttækileg fyrir skilaboðum og um leið getur barnssálin verið viðkvæm og varnarlaus. Þess vegna er víða óheimilt að birta auglýsingar í sjónvarpi, sem beinast að börnum og/eða auglýsa í barnatímum. Meðal annars gilda reglur hér á landi sem takmarka slíkar auglýsingar.

McDonalds-Happy-Meal-ToysAlþjóðlega hamborgarafabrikkan McDonalds leggur verulega fjármuni í markaðsmál. Það sem hefur lukkast hvað best er að bjóða upp á barnabox sem innihalda hæfilegan skyndibita fyrir börn og gefa þeim leikföng í kaupbæti.

Hugmyndin er ekki aðeins að fá börnin til að draga foreldra sína á staðinn, heldur fyrst og fremst að "ala upp viðskiptavini framtíðarinnar". Þeir sem venjast því sem börn að fá smá gjafir frá McDonalds eru líklegri til að verða viðskiptavinir í framtíðinni.

McDonalds gætir þess að fara ekki yfir velsæmismörk og verður ekki sakað um að stunda heilaþvott.

En hvenær fara auglýsingar yfir strikið og verða áróður? Og hvenær er áróður kominn á það stig að teljast heilaþvottur? Þarna er stundum erfitt að greina á milli. 

mao_propagandaÁróður um ágæti leiðtoganna í Kreml eða Kína á tímum Maós (mynd) hafa menn talið falla undir heilaþvott. Svo ekki sé talað um N-Kóreu nútímans. 

Því miður eru til dæmi sem eru nær okkur í tíma og rúmi þar sem gengið er fram á ystu brún í þessum efnum. Jafnvel farið yfir strikið.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins notar árlega um 380 milljarða króna í auglýsingar/áróður. Drjúgum hluta þess fjár er varið í verkefni þar sem höfðað er til barna. Hugsunin er sú sama og hjá McDonalds; þau sem venjast því sem börn að fá smá "gjafir" frá ESB eru líklegri til að verða sáttir og þægir þegnar í framtíðinni. 

Hér eru fáein dæmi og sum nokkuð skuggaleg. Undirstrikuðu orðin eru tenglar, fyrir þá lesendur sem vilja skoða sýnishorn.

  • Stórar fjárhæðir settar í myndabækur og netleiki, sem eiga að auka "evrópska samkennd og virðingu fyrir Sambandinu".
  • Leikskólabörn fá ESB litabækur þar sem skilaboð eins og "Evrópa - landið mitt" eru sett í myndirnar.
  • Ef Sambandið niðurgeiðir drykki fyrir skólabörn ber skólum að hafa merki þess á áberandi stað í mötuneyti eða fatahengi.
  • Í net-bókaverslun Sambandsins er barnahorn með ESB sögum fyrir börn.
  • Vefsíðan Europa Go er hönnuð fyrir markhópinn 10-14 ára og á að efla Evrópuvitund barnanna.
  • Í samvinnu við Barnbury er framleitt sérstakt ESB súkkulaði.
  • Grunnskólum er uppálagt að helga Evrópudaginn, 9. maí, ágæti sambandsins og uppfræða börnin um hvað ESB gerir fyrir þau.
  • Vefsíðan Euro Kid's corner er til að fræða börnin um evruna.
  • Ætlast er til að skólar hafi Evrópuviku, þar sem þemað er ágæti sambandsins. Í löndum með eigin mynt á að hafa skólasjoppu þar sem eingöngu má greiða með evrum.

vid_erum_esb 
Hugsanlega 
er of djúpt í árinni tekið að saka Sambandið um heilaþvott, en þetta eru óneitanlega tilburðir í þá átt.
Það er eitthvað mikið bogið við "samstarf sjálfstæðra ríkja" þegar viðhafa þarf skoðanamótandi áróður gagnvart börnum og ungmennum til að sannfæra þegnana um ágæti þess.

Guli liturinn í tólf-stjörnu-fánanum er jafn varasamur og gula litarefnið sem notað er í frostpinna og margir vilja banna. Það er full ástæða til að setja "innihaldslýsingu" á Evrópusambandið með tilheyrandi viðvörunum.

Enginn flokkur á Íslandi myndi þora að hafa digran "Kynningarsjóð ríkisstjórnarinnar" á stefnuskrá sinni. Sjóð sem stjórnin mætti nota til að fjármagna áróður um eigið ágæti. Eins og teiknimyndasögur um hvað börnin séu lánsöm að njóta visku og leiðsagnar landsfeðranna, náðar þeirra og umhyggju.

En í Brussel, höfuðborg pólitískrar firringar í heiminum, er það daglegt brauð. Á því er eitthvað ógeðfellt yfirbragð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haraldur. Takk fyrir þennan þarfa og fróðlega pistil.

Það á skilyrðislaust að vera krafa um það í leikskólum og grunnskólum heimsins (ekki bara ESB), að börn verði ekki fyrir pólitískum/trúarlegum áhrifum heims-stjórnarinnar pólitísku og svikulu.

Réttlætið er ó-flokksbundið, og ESB-sambandið er ekki undanþegið í þeim málum, síður en svo! Það gefur sig nefnilega út fyrir að sinna mannréttindum, réttlæti og friði betur en önnur heimsveldi?

Það er merkilegt að ESB-sambandið, sem telur sig vera boðbera mannréttinda, friðar og réttlætis, skuli leyfa sér svona mannréttindabrot gagnvart ómótuðum börnum, á viðkvæmustu mótunarárum þeirra, og fá að komast inná sakleysi þeirra með þessum hætti.

Foreldrar eru skyldaðir til að láta börnin taka þátt í áróðurs-skóla-mótuninni af stjórnvöldum, og gerðir tortryggilegir í samfélaginu, ef þeir samþykkja ekki skóla-heilaþvottinn pólitíska.

Svona eru staðreyndir stjórnkerfisins nú þegar á Íslandi, og víðar í Evrópu í dag, og ekki skánar þetta við inngöngu í "ESB-himnaríkis-engla-sambandið," sem öllu á að redda, með innistæðulausa peninga á færibandi AGS-ESB-banka-verðbréfa-peninga, frá AGS-vinabandalaginu, sem rænt hefur frá þrælandi almenningi svikinna ríkja, svo lengi sem elstu menn muna!

Almættið sanna og réttláta hjálpi almenningi heimsins, og sérstaklega börnunum, sem enga björg geta sér veitt í þessu áróðurs-stríði pólitísku uppeldis-svika-heimsmafíunnar! 

Hvernig ætla ESB-stýrðu skólarnir að rökstyðja mannúðar-samfélags-stefnu heimsins fyrir börnunum, með svona klíku-skoðana-áhrif á börnin í ESB-sambandinu, og skilja önnur börn í heiminum útundan í mannréttindabaráttu í heiminum?

Það má ekki skilja útundan, er börnum kennt, sem er rétt og satt, og börn skilja það mjög vel. En svo er þeim kennt að ó-réttlæti eigi að leyfa í "rétta klíku-heimsveldinu (ESB)!" og leyfa réttlætisbrot gagnvart börnum í öðrum heimsveldum??? 

Þá hringja nú bjöllur hjá skynsömum og réttlátum börnum/unglingum, hátt og mikið! Og með fyllilega réttlætanlegum rökum, um að þarna skarast staðreyndar-fullyrðingar í kerfinu stórlega!

Börn eru með óspillta og heiðarlega réttlætis-rökgreind, og hana má hreinlega ekki brengla með svikapólitík heimsveldanna, inni í opinberum skólum og leikskólum, né nokkurn staðar!

Það eru hreinlega opinberlega studd mannréttindabrot á saklausum börnum, að hafa áhrif á skoðanir þeirra á þennan hátt, og eru ljótustu mannréttindabrot sem til eru, því börn eru svo ómótuð, áhrifagjörn og varnarlaus gagnvart svona heilaþvotti.

Og fullorðnu börnin, sem nú ráða miklu í heiminum í dag, hafa mörg hver, verið blekkt í áratugi í skóla-samfélaginu, til að trúa því að svona skoðanamyndandi meðferð á börnum sé réttlætanleg, og standist skoðana-frelsi og mannréttinda-kröfur í ESB og heiminum öllum!

Hvernig geta svona vinnubrögð staðist mannréttindakröfur ESB og hins opinbera í aðildarlöndunum?

Og hvernig er hægt að fá fólk til að trúa því, að svona skoðana-mótandi mannréttindabrot á börnum, standist mannréttinda-sáttmála sameinuðu þjóðanna? 

Hér er margt að athuga, og ekki seinna vænna að vakna til raunveruleikans, og hefði reyndar þurft fyrir ótalmörgum áratugum síðan. En það er aldrei of seint að bæta úr því.

Fyrirgefðu hvað ég er langorð í þessari athugasemd Haraldur, en við megum ekki svíkja æsku heimsins, og það er full þörf á rökstuðningi fyrir því!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2011 kl. 21:17

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka þér skrifin Anna Sigríður.

Maður þarf að fara varlega með stór orð eins og "mannréttindabrot". Svo ég fletti upp í grunnsamningum ESB. Samkvæmt 3. grein gamla Rómarsáttmálans ber Sambandinu að stuðla að "verndun réttinda barnsins".

Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi er ekki til á Íslensku. En í 24. grein, um réttindi barnsins, segir m.a.:

  • Children shall have the right to such protection and care as is necessary for their well-being.
  • In all actions relating to children, whether taken by public authorities or private institutions, the child's best interests must be a primary consideration.

Nú þarf einhver sem eru mér lögfróðari að skera úr um hvort Evrópusambandið brjóti á réttindum barna með framferði sínu. Ég tal að svo sé, því miður.

Haraldur Hansson, 11.7.2011 kl. 23:29

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Sætt á yfirborðinu - óhugnanlegt þegar betur er að gáð. Svona gerir enginn

nema sá sem hefur útpælt hvaða valdi hann vill ná.

Anna Björg Hjartardóttir, 12.7.2011 kl. 00:22

4 Smámynd: Dagný

Takk fyrir upplýsingarnar og megum við verða þeirrar gæfu aðnjótandi að sneiða hjá þessu hroðalega svartholi.

Dagný, 13.7.2011 kl. 00:08

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Sammála. Það er ekki oft sem öll kommentin koma frá kvenfólki. Líklega eruð þið stelpurnar áhugasamari um velferð barna en við af veikara kyninu.

Haraldur Hansson, 13.7.2011 kl. 00:24

6 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Þakka þér fyrir frábæra færslu. Mjög athyglisvert.

Frosti Sigurjónsson, 18.7.2011 kl. 00:06

7 Smámynd: Valan

Þörf umræða, það er einmitt svona lagað sem þarf að taka fyrir og skoða.  Takk fyrir mig.

Valan, 18.7.2011 kl. 06:07

8 identicon

Takk fyrir þetta. ESB kemur sífellt á óvart!

Jón Helgi Egilsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 10:23

9 identicon

Svona lagað kemur alls ekki á óvart! Evrópusambandið þarf stöðugt að vera réttlæta tilverurétt sinn á öllum vígstöðvum. Eins og með stórfyrirtæki á borð við Microsoft (sem ég vann hjá í tæp 7 ár) þá er öllum áróðursvélum beitt, bæði skynsamlega og líka yfirstrikið. Í þessu tilfelli er bara spurning hvort sá sem less finnst þetta vera sá tilgangur sem helgar meðalið. Börnin okkar (mitt yngsta er þó bara 14 og e.t.v. komin út fyrir það að vera kallað barn) þarf að vernda samt sem áður fyrir áróðri af öllum toga, en í því felst auðvitað árvekni okkar sem foreldra að bægja frá rugli og rusli sem auglýsendur senda frá sér. Hins vegar þegar kemur að stofnunum og samböndum þá finnst manni að maður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum toga, en þú sýnir augljóslega fram á að það að enginn er óhultur, ekki einu sinni fyrir Evrópusambandinu, og þá tek ég enga afstöðu til þess hvort það "himnaríki" er gott eða slæmt. Það er auðvitað ekki líðandi að þetta samband Evrópuríkja skuli vera að reyna að hafa áhrif á skoðanir okkar barna og unglinga með þessum hætti. Við þurfum auðvitað að mótmæla svona löguðu kröftuglega.

Elvar Steinn Þorkelsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 23:05

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka innlitin og athugasemdirnar.

Smá forvitni: Það er ekki vanalegt að það detti inn nokkrar athugasemdir heilli viku og nokkrum færslum eftir að svona pistill er birtur. Er einhver skýring sem ég veit ekki um?

Haraldur Hansson, 19.7.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband