Þorsteinn Pálsson er vanhæfur og á að víkja

Þorsteinn Pálsson á sæti í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið.

Þar starfar hann sem embættismaður en ekki stjórnmálamaður. Sem slíkur hefur hann eitt og aðeins eitt hlutverk. Að vinna samkvæmt embættisbréfi að þeim markmiðum sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis, frá 9. júlí 2009. Ekkert annað.

Hann þarf að sýna fagmennsku og vönduð vinnubrögð. Til að viðhalda trúverðugleika sínum sem embættismaður á hann ekki að blanda sér í pólitíska umræðu um málið, sem er stórt og umdeilt meðal landsmanna.

Það hefur Þorsteinn Pálsson samt gert, því miður. Hann hefur því sjálfur skapað sér vanhæfi. Í nýrri grein í Fréttablaðinu fer hann langt út fyrir þau mörk sem embættismaður í hans stöðu þarf að setja sér, ekki síst í athugasemdum í garð bænda.

Þetta er því miður ekki eina dæmið. Þorsteinn hefur ítrekað skrifað fyrir ESB aðild í föstum pistlum sínum í Fréttablaðinu. Um þá sem eru mótfallnir aðild Íslands að Sambandinu notar hann iðulega uppnefnið „Evrópuandstæðingar" eins og þar fari hópur fólks sem leggur fæð á heila heimsálfu.

Í greinum hans frá 28. maí og frá 2. júlí má sjá dæmi um hvernig Þorsteinn Pálsson fer út fyrir ramma skynseminnar í aðgreindum málum. Í þeirri seinni vefst það ekki fyrir honum að gera meintum "Evrópuandstæðingum" upp skoðanir.


Ekki spurning um mannréttindi

Samkvæmt 34. grein stjórnarskrárinnar er hæstaréttardómurum, einum manna, bannað að bjóða sig fram til Alþingis. Ekki til að svipta þá mannréttindum, heldur er þetta ákvörðun byggð á heilbrigðri skynsemi til að forðast óeðlilega hagsmunaárekstra. Stjórnmál og embættisstörf fara ekki saman í þeirra tilfelli. Þetta vita dómarar þegar þær sækjast eftir starfinu.

Á sama hátt þarf embættismaður í stöðu Þorsteins Pálssonar að halda sig til hlés í pólitískri umræðu um aðildarumsóknina. Það hefur ekkert með skoðanafrelsi eða tjáningarfrelsi hans að gera. Aðeins heilbrigða skynsemi. Þetta mátti Þorsteinn Pálsson vita þegar hann tók sæti í samninganefndinni.

Hvernig eiga bændur að geta treysti því að embættismaður, sem sýnir af sér slíka hegðan, sé fær um að vinna að þeim markmiðum sem Alþingi hefur sett og varða landbúnað?

Þorsteinn Pálsson hefur - eða hafði - um tvennt að velja. Annars vegar að halda sig frá hinni hápólitísku umræðu um aðildarumsóknina þar til starfi nefndarinnar er lokið. Hins vegar að afþakka sæti í nefndinni (eða segja sig úr henni) og geta þá tjáð sig óhindrað.

Í ljósi þeirra afglapa sem hann hefur þegar gert sig sekan um er í raun ekki um annað að velja fyrir Þorstein Pálsson en að víkja sæti. Ef Nýja Ísland á einhvern tímann að verða að veruleika þarf að gera alvöru kröfur um vandaða stjórnsýslu og fagleg vinnubrögð. Þar með talið að menn uppfylli kröfur um hæfi og sýni af sér heilbrigða skynsemi á meðan þeir sinna trúnaðarstörfum sem embættismenn. Þorsteinn Pálsson gerir það ekki.

Því miður tel ég hverfandi líkur á að Þorsteinn Pálsson geri hið eina rétta og segi sig úr nefndinni. Það eru enn minni líkur á að honum verði vikið úr henni af utanríkisráðherra, sem sjálfur á sorglega sjaldan samleið með sannleikanum þegar Evrópusambandið er annars vegar.

Pólitískur ákafi hefur borið skynsemina ofurliði, bæði ráðherrans og Þorsteins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hvar eru fulltrúar VG í þessari ESB-viðræðunefnd? ég sé þeim yhvergi bregða fyrir.

Er þetta lið allt handvalið Já-hyski af Össuri og Samfylkingunni.

Ég sem stuðningsmaður VG í s.l. kosningum, aðalega vegna eindreginnar ESB andstöðu þeirra, er samt þrátt fyrir öll vonbrigðin enn að komast að enn meiri glóps hætti þeirra og eftirgjöf við ýtrustu ESB kröfur Samfylkingarinnar.

Hvar eru fjármunirnir sem átti að skipta jafn milli ESB andstæinga og ESB fylgjenda eins og var gert í Noregi.

Heimssýn samtök ESB andstæðinga eru fjársvelt samtök meðan ESB ætlar að því er virðist með samþykki VG að leyfa þeim einhliða að veita hér 4,5 Milljónir Evra í svokallaða " ESB aðlögunarstyrki" sem er ekkert annaðð en áróður og innræting dælt til fjölmargra fjölmiðla og félagasamtaka sem eru hliðholl ESB helsinu !

Gunnlaugur I., 17.7.2011 kl. 20:47

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvar eru fjármunirnir sem átti að skipta jafnt.......?

Góð spurning.

Árni Gunnarsson, 17.7.2011 kl. 21:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona bara að við náum að halda sjó og láta þessa pótintáta ekki fara með okkur fetinu lengra en nauðsyn ber til, og svo verða rassskellingar á Austurvelli þegar þessu lýkur, og ég mun verða fyrsta manneskja til að mæta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 22:36

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvenær ætla þeir að reka þorstein Pálsson úr Sjálfstæðisflokknum??

Vilhjálmur Stefánsson, 17.7.2011 kl. 23:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar Bjarna Ben verður hent út, og Þorgerði Kartínu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 23:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Katrínu átti þetta að vera, þó hún sé hálfgerð karta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 23:48

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ásthildur,hitti þig á Austurvelli!

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2011 kl. 00:02

8 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er rétt hjá þér Haraldur að Þorsteinn er vanhæfur vegna sinna ummæla. Þar sem hann er aðeins að verja einn málsstað þ.e.a.s sinn eigin en ekki þjóðarinnar sem hann ætti að gera. Hvenær förum við að senda góða samningamenn en ekki pólitíska loddara?

Ómar Gíslason, 18.7.2011 kl. 00:35

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar.

Í tveimur þeirra eru nefndir fjármunirnir "sem skipta átti jafnt", sem er reyndar utan við efni færslunnar. En framlag íslenskrá stjórnvalda er 27 milljónir króna. Félög og samtök sem vilja vinna að kynningu á málinu geta sótt um fé úr sjóðnum, umsóknarfrestur er fram í ágúst. Reglurnar segja að með og móti eigi að fá jafnt. Það kemur í ljós í næsta mánuði hverjir nýta sjóðinn í hvað.

Haraldur Hansson, 18.7.2011 kl. 08:22

10 identicon

Ég var að lesa grein Þorsteins http://visir.is/vornin/article/2011707169999 og að vanda hittir Þorsteinn naglann á höfuðið með sinni grein. Það eina sem fyrir honum vakir eru hagsmunir bænda og það er rétt sem hann segir, að varnarlínan sem bændasamtökin hafa dregið upp er varnarlína um áframhaldandi skert kjör til bænda og fullkomin mismunun við neitendur þessa lands.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 10:55

11 Smámynd: Haraldur Hansson

Helgi Rúnar: Þakka þér innlitið, en þú misskilur inntak færslunnar.

Eflaust eru ýmsir sammála skoðunum Þorsteins að hluta eða öllu leyti, en aðrir ekki. Um það geta menn rökrætt, en það er aukaatriði.

Aðalatriðið er þetta:

Þorsteinn á sæti í samninganefndinni. Þar ber honum að vinna sem embættismaður að markmiðum sem sett eru af Alþingi. Á meðan nefndin starfar á hann ekki að blanda sér í hápólitíska umræðu um umdeild mál sem geta varðað umsóknina.

Með því skaðar hann trúverðugleika sinn og skapar sér vanhæfi. Það hefur þann þegar gert og á þess vegna að víkja sæti.

Haraldur Hansson, 18.7.2011 kl. 12:40

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Haraldur þú mættir alveg fjalla um efni greinarinnar, ekki hvernig ferilskrá skrifandans lítur út. Kannski má segja að hann sé vanhæfur til að skrifa um ESB-mál sem ritstjóri dagblaðs, en er þá ekki hægt að segja það sama um allan málflutning LÍÚ og Bændasamtakanna, frá A til Ö? Þau hafa beinna hagsmuna að gæta í ESB-málinu (að það verði ekki af aðild) og auðvitað litast þeirra áróður af því.

Ég get tekið undir það sem Þorsteinn skrifar um Bændasamtökin og þeirra eigin sjálfvöldu láglaunahlekki, en til að gæta allrar sanngirni er ég ekki sammála orðum hans um Heimssýn.

Ég lít svo á að Heimssýn sé að benda á annan kost í fríverslun, ekki að samtökin séu á móti fríverslun sem slíkri, aðeins ef hún kostar fullveldi eða sjálfstæði landsins.

Það er síðan spurning hvort fullveldis- og sjálfstæðisbaráttan ætti ekki frekar að beinast gegn LÍÚ og Bændasamtökunum, í stað þess að hafa þessi samtök í heiðurssæti þar. Ég er ekki frá því að þessi tvö nefndu samtök séu margfalt meiri ógnun við fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar en ESB.

Kvóta- og landbúnaðargreifarnir eru bara að hugsa um sitt eigið fullveldi, fullveldi LÍÚ yfir fiskimiðunum (á kostnað þjóðarinnar, sem ætti auðvitað að vera handhafi þess) og Bændasamtökin um fullveldi sitt yfir skattpeningum sem koma úr öðrum vösum en þeirra eigin. Ég vil hinsvegar að skattgreiðendur hafi sem mest fullveldi yfir skattpeningum sínum.

Theódór Norðkvist, 18.7.2011 kl. 15:41

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Greinilegt að NEI-sinnar eru skítrhræddir við Þorstein Pálsson.  :)

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 16:10

14 identicon

Komið þið sæl; Haraldur - og aðrir gestir, þínir !

Sleggja og Hvellur !

O; sei, sei. Sér er nú, hver ''hræðslan'' er við viðrinið, Þorstein þennan Pálsson, ágætu garpar. 

Þið ættuð; að kynna ykkur niðurrifsstarf hans, á síðustu árum Hraðfrystihúss Stokkseyrar h/f(1987 - 1992), sem ég hefi margsinnis lýst, á minni síðu, líka sem og ''sölu'' hans, á Síldarverksmiðjum Ríkisins, á árunum 1992 - 1994, áður en þið hossið þessu Andskotans flóni, öllu frekar, dreng staular.

Með; kveðjum þó - sem áður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 20:44

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hver er hræddur við Þorstein Pálsson?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2011 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband