ÍBV – KR ... og fiskveiðar

18. september mætast toppliðin KR og ÍBV í Pepsí-deild karla í Eyjum. Leikurinn gæti ráðið úrslitum um hvar titillinn lendir. Bæði liðin vilja auðvitað vinna. Hagsmunir þeirra eru, eðli máls samkvæmt, eins ólíkir og hugsast getur.

Ef stjórn knattspyrnudeildar KR tæki þá ákvörðun að fela Heimi þjálfara ÍBV að velja lið KR fyrir leikinn og treysta því að hann gætti hagsmuna KR-inga í hvívetna, fengi hún minna fylgi í Vesturbænum en glæsileg niðurstaða um Icesave.

Það væri jafn glórulaus ákvörðun og ef Íslendingar tækju upp á því að fela erlendum embættismönnum í Brussel formleg yfirráð yfir miðunum umhverfis Ísland og treysta því að þeir gættu hagsmuna Íslands í hvívetna. Hagsmunir Íslands og ESB eru nefnilega líka eins ólíkir og hugsast getur.

Hér er útgerð undirstöðugrein en í ESB gengur hún fyrir styrkjum, oft á félagslegum grunni. ESB flytur inn mikinn fisk en Ísland er stór fiskútflytjandi. Hér eru stór og gjöful fiskimið en ESB leitar logandi ljósi að nýjum miðum fyrir ofvaxinn flota sinn.

Það eru minni líkur á því að Ísland geti áfram rekið arðbæra útgerð til framtíðar innan ESB en að KR gefi leikinn í Eyjum.

Hugmyndin um inngöngu Íslands í ESB á ekki skilið meira fylgi en vondur Icesave samningur. Hún á í raun ekki skilið neitt fylgi. 0% væri alveg passlegt.

 


Bókstafstrú

Bókstafstrú getur farið illa með skynsemina. Aðildarsinnar á Íslandi trúa á þrjá bókstafi. Og það er magnað hve mjög er hægt að gagnrýna einn mann fyrir eitthvað sem hann sagði ekki, af því að annað sem hann sagði fellur ekki undir töfrastafina þrjá.

Úrsögn nokkurra manna úr Framsókn er rakin til þess að formaðurinn vilji draga umsókn um ESB aðild til baka. Það hefur hann aldrei sagt. Samt ganga menn menn úr flokknum af þeim sökum og vísa í grein sem Sigmundur Davíð skrifaði í Morgunblaðið 18. ágúst. Megin punktarnir í geininni eru þessir:

  • Leggjum ESB umsóknina til hliðar (sem er allt annað en að draga umsóknina til baka og hætta við).
  • Snúum okkur að mikilvægari verkefnum. Notum tímann, mannafla og fjármuni í það sem er uppbyggilegt og meira aðkallandi.
  • Þjóðin ákveði framhaldið, hvort taka skuli upp þráðinn að nýju þegar betur stendur á, bæði hér heima og í Sambandinu.

Er eitthvað í þessu sem er ekki skynsamlegt?

Guðmundur Steingrímsson, Gísli Tryggvason og fleiri hafa ekki lesið, eða ekki skilið, það sem formaðurinn sagði. Eða viljandi misskilið það, (bókstafs)trúar sinnar vegna.

Það væri auðvitað enn skynsamlegra ef Alþingi samþykkti, með öruggum meirihluta, að draga umsóknina til baka og bæri þá niðurstöðu undir þjóðina. Það er bara ekki það sem Sigmundur Davíð lagið til.

Viðbrögðin við greininni gera ekki annað en að undirstrika hversu rétt hún er, ekki síst kaflinn "Öndum léttar". Ég legg til að menn lesi greinina.  

 


Harmleikur

greece_crisis_crush_the_euro_822375Fyrir 10 árum var þetta draumur en í dag er hann orðinn að martröð heillar þjóðar. Reiðin verður að örvæntingu sem síðan brýst út í ofbeldi.  

„Síðasti þátturinn í þessum harmleik er enn eftir" voru lokorðin í þætti sem Jeff Randall var með á Sky í gær. Hann var í heimsókn í Grikklandi.

Orsakir gríska harmleiksins eru spilling, skattsvik og óhófleg eyðsla. Vendipunkturinn var upptaka evrunnar. Þá bauðst lánsfé í ómældu á lágum vöxtum og eyðslan tók kipp. En nú er komið að skuldadögum.

Evran átti að færa stöðugleika og nýja möguleika (eins og boðað er á Íslandi). Í staðinn er Grikkland komið gersamlega á hausinn.

 

Niðurlægjandi „björgun"

Svokölluð „neyðarlán" til Grikkja eru fyrst og fremst til að bjarga (erlendum) bönkum sem lánuðu af glannaskap. Prófessor í Aþenu líkti „björguninni" við það að láta mann fá dýrt kreditkort til að borga skuldir sínar, eftir að hafa misst vinnuna.

Útlitið með fjárfestingar er dökkt, selja þarf eignir fyrir €50 milljarða, lækka laun um 30%, skera niður um 20% og hækka neysluskatta.


Við höfum alltaf getað bjargað okkur úr erfiðleikum, en núna er þetta öðruvísi. Við erum í Evrulandi.
 

Síðasta árið hefur um 80 þúsund fyrirtækjum verið lokað og atvinnuleysi vex. Samdrátturinn verður 5% þessu ári og 2,7% á því næsta. Kirkjan býst við „flóðbylgju" fólks í september í leit að ókeypis máltíðum og erfiðum vetri í framhaldinu.

 „Ef við bara hefðum drökmuna" sagði einn viðmælandinn og annar, eldri maður, bjóst við langri kreppu og að hann myndi ekki lifa þann dag að sjá hana taka enda. Í raun er engin spurning um hvort, heldur hvenær, Grikkland kemst endanlega í greiðsluþrot.

Á vef The Telegraph má sjá blaðagrein Randalls um sömu heimsókn til Grikklands.

 


Mætti kannski bjóða yður að kjósa?

Gefum okkur að nú sé boðið upp á persónukjör. Þú þarft ekki að velja heilan flokk, bara þá einstaklinga sem þú treystir best. Hér er öflugur 20 manna framboðslisti fólks sem starfar, eða hefur starfað, í pólitík. Með góða menntun og starfsreynslu.

Ef þú mættir velja þrjá frambjóðendur í persónukjöri, hverja myndir þú kjósa? (Það er hægt að smella á myndina til að stækka hana.)

 

frambod_urvalsdeild 

 

Jæja, ertu búin(n) að velja?

Þekktir frambjóðendur eru líklegri til að hljóta kosningu, eins og persónukjör til stjórnlagaþingsins sáluga sýndi. Þeir sem þekkja fleiri en þrjá á þessum lista eru líklega teljandi á þumalfingri annarrar handar. Hin sautján eru öll starfandi ráðherrar.

Þau tala ekki íslensku, hafa fæst (ef nokkur) komið til Íslands og sum gætu ekki fumlaust fundið landið á korti. Þau bera ekkert skynbragð á íslenska þjóðarsál. Þau sitja í ríkisstjórn Evrópuríkisins.

Þetta er fólkið sem Össur og uppgjafarsinnarnir vilja fela stjórn Íslands. Nafnlaus andlit sem þurfa að sjá landið "með annarra augum, í 300 mílna fjarska" eins prestssonurinn frá Hrafnseyri orðaði það forðum.

Sniðugt? Nei.

 


Er þjóðin heimskari en Jónas?

"Þjóðin er heimsk" skrifar Jónas Kristjánsson, sem lengi hefur verið einn mest lesni bloggari landsins. Stíll hans er að skrifa stuttar færslur og vera bæði kjaftfor og ókurteis. Kannski er hann vinsæll einmitt þess vegna, það verður hver að fá að hafa sinn stíl.

Jónasi er tíðrætt um heimsku íslensku þjóðarinnar í færslum sínum. Hér eru nokkur dæmi um fyrirsagnir:

     >>  Heimsk þjóð á hrunverja skilið
     >>  Þjóðin er heimsk
     >>  Leti, heimska og siðleysi
     >>  Heimska fjöldans ræður

Oft tengjast heimsku-pistlar Jónasar skoðanakönnunum og kemst hann þá jafnan að þeirri niðurstöðu að "gullfiskaminni" hrjái landann ef niðurstaðan er honum ekki að skapi. Hann hefur líka dálæti á því að kalla menn "fávita" eða nota uppnefni. Stöku sinnum dettur hann niður í sandkassann með DV og talar um "náhirð", enda skyldleikinn nokkur.

Hér eru fáein dæmi um fávitafyrirsagnir Jónasar:

     >>  Fávitar eða lygarar
     >>  Fávitar gera landið óbyggilegt
     >>  Fávitar á ferli
     >>  Fjöldi fávita vanmetinn

En er þjóðin heimsk?

Gefum okkur að við hin séum ekki neitt mikið heimskari en Jónas og að íslenskir kjósendur séu að jafnaði bæði læsir og skrifandi. Þá getur verið fullgild ástæða fyrir því að Sjálfstæðisflokkur fái 35% í skoðanakönnun, þótt Jónas sjái ekki aðrar skýringar en heimsku og gullfiskaminni. Ég hef meiri trú á þjóðinni en það.

Kjósendur gætu talið flokkinn slæman kost en þrátt fyrir gallana gefið honum atkvæði, af því að hitt sem í boði er þykir enn vera. Dregið slíka ályktun eftir tveggja ára vinstristjórn, einmitt af því að þjóðin er ekki heimsk og hefur prýðilegt minni.

Jónas þessi er eflaust mætur karl og óvitlaus. Hvers vegna hann kýs að skrifa eins og forskrúfaður strigakjaftur sem kann ekki að skammast sín, veit ég ekki. En það er hans stíll. Kannski vegna þess að það virkar. Hann er jú á toppnum, enn eina vikuna.

Skrif Jónasar eru oft sóðaleg, sjaldan málefnaleg og aldrei uppbyggileg.

 


Steingrímsson og Newton

Isaac Newton er einn þekktasti vísindamaður Breta og var tvisvar kjörinn á þing. Sagt er að hann hafi aðeins einu sinni tekið þar til máls og þá til að biðja um að loka glugga. Guðmundur Steingrímsson hefur tvisvar verið kjörinn á þing. Fyrst sem...

„Maður á að segja að allt sé í allrabesta lagi“

Svo blindir geta menn orðið í trúnni á draum sinn, að hvítt verður svart og vont verður gott. Þingmaður skrifaði grein í Fréttablaðið og er engu líkara en að Birtíngur hafi stýrt pennanum. Birtíngur trúði af sakleysi öllu sem Altúnga, lærifaðir hans,...

Jæja, þá er það opinbert

Þegar við fullveldissinnar höfum haldið því fram að ESB sé að breytast hratt, úr sambandi sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki, Evrópuríkið, hafa aðildarsinnar risið upp og sakað okkur um hræðsluáróður. Sagt okkur fara með staðlausa stafi....

Rotin, spillt eða skemmd

Nú er bannað að halda kökubasar nema bakkelsið sé framleitt í „viðurkenndu eldhúsi". Húsmæður, sem af myndarskap hafa bakað í þágu góðra mála, mega ekki lengur baka heima hjá sér. Eldhúsin þeirra eru ekki "viðurkennd". Það er eitthvað bogið við...

Hrói Höttur: „Hættið allri skattheimtu“

Hrói snýr heim ásamt þjóni sínum eftir áralanga fjarveru í Landinu helga þar sem þeir börðust fyrir konung. Það hefur mikið breyst í Skírisskógi og allt til hins verra. Fólk lifir í ótta við nýja fógetann, sem innheimtir skatta af hörku. Sá fyrsti sem...

Glansmyndir og grámygla

Það er hægt að láta allt líta vel út á glansmynd, jafnvel peningamarkaðsbréf Landsbankans. En svo bankaði sannleikurinn uppá. Í grámyglu hversdagsins rýrnaði „100% öruggur sparnaður" um þriðjung á einni nóttu. Meðan grunnur var lagður að Efnahags-...

Áskorun: FÓRNUM FULLVELDINU

Emma Bonino var orðin hálfgerður Íslandsvinur á sínum tíma. Misserum saman var hún reglulega í fréttum íslenskra fjölmiðla meðan EES samningurinn var aðal málið. Gott ef Jón Baldvin drakk ekki þrjá bolla að café latte með henni á fundi í Brussel ´93....

Förum í stríð! Það eru 133 krónur í húfi

Ef 133 krónur er ekki ástæða til að fara í stríð, hvað þarf þá til? Eftir að Stöð 2 birti hræsnisfréttina sína tók samfylkingarvefurinn Eyjan við undir fyrirsögn í binga stíl. Athugasemdirnar eru í samræmi við það. Það skal ráðist á bændur og lumbrað á...

Hræsni að flytja ekki inn lambakjöt?

Í kvöld sá ég fréttir á Stöð 2, sem ég geri jafnan ekki. Þar var leikið tilbrigði við Gylfa-stef um árásir á bændur, sem ýmist eru gerðar af illgirni eða asnaskap. Í þetta sinn var þó nýr flötur á stóra lambakjötsmálinu. Fréttamaður spurði...

Banna skal bændum að hafa það gott

Íslenskir sauðfjárbændur, sem eru ærlegir vinnandi karlar og konur, framleiða svo frábæra vöru að hún rokselst, ekki aðeins hér heima heldur á erlendum mörkuðum líka. Flutt er út gæðakjöt og fyrir það fæst gott verð. Þessi gjaldeyrisskapandi útflutningur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband