ÖSE og atkvæðavægið

Í skýrslu ÖSE um síðustu alþingiskosningar er aðallega fundið að því að vægi atkvæða sé mismunandi milli kjördæma á Íslandi. Bent er á að það séu tvöfalt fleiri kjósendur á bak við hvern þingmann í Suðvestur- en í Norðvesturkjördæmi.

ÖSE gefur Íslandi góða einkunn hvað varðar framkvæmd, umgjörð og vinnubrögð kosningayfirvalda, auk þess sem fjölmiðlum er lýst sem frjálsum.


Landið eitt kjördæmi

Það er ekki ný hugmynd að gera landið allt að einu kjördæmi. Þá væri misvægi atkvæða úr sögunni og hver flokkur með einn framboðslista. Þá hafa hugmyndir um persónukjör skotið upp kollinum reglulega. Stundum í bland við að gera landið að einu kjördæmi.


En hvað þá um ESB?

Væri ekki rökrétt að evrópska stofnunin ÖSE beitti sér líka fyrir jöfnun atkvæðisréttar innan ESB? Ef Ísland fer þangað inn fengjum við 5 þingmenn. Til að gæta jafnvægis þyrftu Þjóðverjar að kjósa 1.290 þingmenn, en þeir hafa nú 99 sæti á Evrópuþinginu. Annar möguleiki er að Ísland kjósi einn þingmann, annað hvert kjörtímabil, til að gæta jafnvægis.

Hér ber þó að nefna að við atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu er líka tekið tillit til íbúatölu. Sú leiðrétting dugir þó engan veginn til að tryggja að ekki sé farið útfyrir viðmið Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Samkvæmt því má misræmið alls ekki fara yfir 15%, nema í undantekningartilvikum "til varnar afmörkuðum minnihlutahópum".


Bara ef það hentar mér

Þeir sem vilja að Ísland verði eitt kjördæmi hljóta að fara með málið alla leið og krefjast þess að Evrópusambandið verði líka gert að einu kjördæmi, eða að fullt atkvæðajafnvægi verði tryggt á annan hátt. Við fengjum þá 0,064% þingsæta til samræmis við íbúatölu. Annað hvort vilja menn jafnt atkvæðavægi eða ekki. Annað hvort fylgja menn prinsippinu eða ekki. Það er ekki trúverðugt að gera kröfu sem á að gilda - en bara þegar það hentar okkur. Myndi það ekki kallast hugsjónir til heimabrúks?

Það sem ÖSE nefnir ekki um kosningar á Íslandi er að það eru atkvæði kjósenda í fjölmennu kjördæmunum sem ráða langmestu um úr hvaða flokkum landskjörnir þingmenn koma. Þannig var náð fram bættu atkvæðavægi milli flokka. Misvægi atkvæða gagnvart framboðum er því hverfandi, þó þingmenn komi úr "röngu" kjördæmi. 

 


mbl.is Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgishrun við "viðræður"

Það sem helst vekur athygli í þessari skoðanakönnun er hversu mikið þeim fækkar sem eru fylgjandi "viðræðum" við ESB. Núna segjast 51% vera fylgjandi, 36,1 á móti og 12,1% óákveðnir. Fáeinir neita að svara.

Í sams konar könnunum RÚV og SI hefur stuðningur við "viðræður" verið mun meiri. Nú, þegar búið er að leggja inn umsókn, dvínar hann verulega.

Fylgjandi aðildarviðræðum:
   64,2%  -  í könnun 8. mars 2009
   61,2%  -  í könnun 6. maí 2009
   51,0%  -  í könnun 28. júlí 2009

Ef fylgi við stjórnmálaflokk minnkar um 10 prósentustig á tveimur mánuðum er talað um fylgishrun. Það hlýtur að eiga við hér líka.

Ef aðeins er litið á þá sem gáfu ákveðið svar, með eða á móti, þá voru tæp 70% fylgjandi í þeim könnunum sem gerðar voru í mars og maí (fleiri óákveðnir í þeirri seinni) en 58,5% nú.

Á meðan þetta færist í skynsemisátt er engin ástæða til svartsýni. 

 


mbl.is Meirihluti styður viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið að utan, stórt að innan.

"Ég hef aldrei séð hús sem er svona lítið að utan en stórt að innan."

Stuðmannamyndin Með allt á hreinu er ein af perlum íslenskrar menningar. Félagsheimilið sem var svo lítið að utan en stórt að innan kom upp í hugann þegar ég leit yfir frétt Mbl.is um leiðaraskrif El País á Spáni.

Nema þar snýr þetta öfugt. Það sem virðist gott er það ekki.

Spænski ritstjórinn telur að "eftirspurn eftir ESB" skýrist af því að "það líti betur út utan frá en innan frá". Spánverjar þekkja Evrópusambandið innanfrá.

Oft er flagð undir fögru skinni.

 


mbl.is Vilja meiri samhug Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar mega selja snus!

Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Eirík Bergmann dósent, sem óhætt er að mæla með. Hún er líka birt á vísi.is.

Þar þylur hann upp allar undanþágurnar sem ríki hafa fengið við inngöngu í gamla Efnahagsbandalagið og síðar Evrópusambandið. Sumarhús í Danmörku, byggingarlóðir á Möltu, sérstakar undanþágur um bómullarrækt og fleira. Þetta er þulið upp til að sýna framá að við getum fengið undanþágur varðandi fiskveiðar, enda heitir grein hans Nr. 1 - Sjávarútvegur.

Og rúsínan í pylsuendanum er:
"Svíþjóð fékk heimild til að selja varatóbakið snus á heimamarkaði."

Þar höfum við það.

Úr því að Svíar mega selja snus og Danir eru ekki neyddir til að selja Þjóðverjum sumarhús, eigum við Íslendingar fullan rétt á undanþágum frá Rómarsáttmálanum og sjávarútvegsstefnunni til að geta ráðið yfir auðlind hafsins sjálfir.Þarf eitthvað að ræða þetta frekar?

Hugmyndir dósentsins að útfærslu koma fram síðar í greininni:

Þetta væri t.d. hægt að tryggja með því að gera fiskveiðilögsögu Íslands að sérstöku stjórnsýslusvæði innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um að ræða almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértæka beitingu á ákveðnu svæði á grundvelli nálægðarreglu þannig að ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslands sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildarríkjum ESB yrðu teknar á Íslandi.

Í þessu liggur hættan.

Það er stórvarasamt að reyna að ramma Ísland inn í hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB, enda er það mjög framandi hugmynd meðal sambandsþjóða að litið sé á fisk sem þjóðarauðlind. Það mun aldrei verða þannig við stóra hringborðið í Brussel. 

Og nálægðarreglan er ekki sá mikli öryggisventill sem Samfylkingin fullyrti í kosningaplaggi sínu Skal gert, eins og Grænbók ESB frá 22. apríl sýnir glögglega.Að ætla föndra eitthvað með fiskimiðin leikur að eldinum sem hæglega gæti skaðað okkur meira en IceSave í fyllingu tímans.

 


mbl.is Íslendingar vilja á methraða í viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur bullar og bullar

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, segir "að ein ástæða fyrir því að Íslendingar hafi ákveðið að sækja um aðild að Evrópusambandinu sé sú að nú standi yfir endurskoðun á utanríkisstefnu og öryggismálum landsins."

     Hvaða Íslendingar? Ekki þjóðin.

     Var endurskoðun á utanríkisstefnu á dagskrá í kosningabaráttunni?

     Var kosið um það í þingkosningunum 25. apríl?

     Var líka kosið um að segja Ísland úr NATO?

Einn þingmaður VG segir að við höfum kosið um IceSave í apríl. Nú segir Össur að við höfum kosið um endurskoðun á utanríkisstefnu og öryggismálum. Það er svolítið sérstakt lýðræði að segja kjósendum hvað þeir kusu um, eftir kosningar.

Og ráðherrann bætir um betur (hér): "Við erum ekki að ganga í Evrópusambandið til að bregðast við kreppunni, það er mikill misskilningur."

Nú jæja.

Þó að Samfylkingin hafi fyrir löngu sett stefnuna á Brussel fór ekkert á milli mála í kosningunum í apríl að innganga í ESB var sett fram sem lausn á kreppunni. Ingibjörg Sólrún talaði um hana sem stefnu í peningamálum!

Björgvin G Sigurðsson sagði að aðild að ESB "varðaði leiðina út úr kreppunni". Jóhanna Sigurðardóttir talaði um aðild sem "lykilatriði í efnahagslegri endurreisn". Hver frambjóðandinn á fætur öðrum fullyrti að eina leiðin út úr kreppunni væri að gerast aðili að Evrópusambandinu. Samfylkingin fékk drjúgan hluta atkvæða sinna út á þessa "lausn" á vandanum.

Nú segir Össur að þetta sé mikill misskilningur.


Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er stærsta utanríkismálið í sögu lýðveldisins. Það er svo stórt og viðkvæmt, að sá sem ætlar að stýra því verkefni verður að hafa óskorað traust þjóðarinnar. Ráðherra sem slær fram eftiráskýringum, sem eru í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu, rýrir bæði eigið traust og ríkisstjórnarinnar meira en ásættanlegt getur talist. 

 


mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að giftast ódæðismanni

Það er ekki flókið að vera vitur eftirá. En þeir eru nokkrir sem vöruðu sterklega við ofþenslu bankanna og þeim áföllum sem hún myndi á endanum valda. Jóhannes Björn er í hópi þeirra, hann lagði m.a. til hraustlega vaxtalækkun og aðrar varnir átta...

Jafnvel kratarnir efast

Á vef RÚV var frétt í gær um að innan þingflokks Samfylkingarinnar aukist nú efasemdir um nauðasamningana um IceSave. Það er merkilegt. Alveg stórmerkilegt. Þegar jafnvel kratar eru farnir að efast og vilja setja fyrirvara, sem gæti hægt á ESB...

Brotlent í Brussel

Utanríkisráðherra Hollands hefur tekið af allan vafa ( hér ) um að IceSave samningarnir og ESB umsókn eru mál sem hanga saman. Og það kyrfilega. Engu skiptir hversu ákaft Össur og Steingrímur mótmæla, staðreyndirnar blasa við. Nú væri hollt að líta...

111. meðferð á þjóð

Við tvær síðustu færslur hef ég hugsað mig tvisvar um áður en ég smellti á „birta færslu". Ástæðan er að í þeim báðum er talað um pólitískt ofbeldi. Ég kýs að sneiða hjá stóryrðum þegar þau eiga ekki við. Eftir að hafa lesið frásögn Margrétar...

Ó, þú margspælda fjöregg!

"Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka?" orti Einar Benediktsson. Það tekur ekki langan tíma að eyðileggja hluti. Það kostaði blóð svita og tár í hundrað ár að öðlast fullveldi og sjálfstæði. Það kostaði kjark að stofna...

Til hamingju með Nýja Ísland

Þær eru orðnar allmargar bloggfærslurnar sem skrifaðar hafa verið undir fyrirsögninni "Til hamingju Ísland". Þar er vitnað í Silvíu Nótt, fígúru sem gekk út á að vera fyndin með fíflaskap. Það er kannski við hæfi eftir gjörninginn á Alþingi í gær....

"ÞJÓÐINA Á ÞING" sögðu þau

Kjörorð Borgarahreyfingarinnar í kosningunum var Þjóðina á þing . Mikið er fjallað um hvernig fulltrúar O-listans greiði atkvæði í ESB málinu. Nú er ekki pláss í þinghúsinu fyrir þá 227.896 sem hafa atkvæðisrétt. Og enn síður alla þá 319.368 sem búa á...

Þráinn skorar sjálfsmark!

Stundum skiptir ekki aðeins máli hvað er sagt heldur líka hvernig það er sagt. Ef Þráinn Bertelsson styður tillögu Samfylkingarinnar er hann að skora klaufalegt sjálfsmark; ganga þvert gegn því sem Borgarahreyfingin stendur fyrir. Brjóta prinsippið. Hún...

Ráðherra sagði satt!

"Landbúnaðarskýrslan er trúnaðarmál" segir í viðtengdri frétt og það það mjög í anda ESB. Ef innihaldið hentar ekki Evrópusambandinu er sannleikanum haldið leyndum. Það má líta á feluleikinn með skýrslu Háskóla Íslands sem æfingu í Brusselskum...

Svona bara gerir maður ekki

Ef við ætlum að halda einhverri reisn þá verður að taka ESB-umsókn af dagskrá á meðan IceSave deilan er óútkljáð. Um það ættu allir að vera sammála, hvort sem þeir eru með eða á móti aðild Íslands að ESB. ESB var/er beinn þátttakandi í IceSave deilunni....

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband