Við erum öll snillingar

Ein lítil setning í viðtengdri frétt byrjar svona: "Að skortselja skuldabréf með því að kaupa samning um skuldatryggingaálag ..."
Var bara að spá í hversu margir gætu skýrt í stuttu máli hvað þetta þýðir.

MoneyVið hrunið breyttust allir Íslendingar í sérfræðinga í fjármálum. Alveg eins og þeir sem horfa á fótboltaleik verða sérfræðingar og vita betur en þjálfarinn, sérstaklega þegar illa gengur! Nú gengur illa í fjármálum og við erum öll orðin snillingar í peninga- og efnahagsmálum.

Það er hversdagslegt að tala um stýrivexti og bindiskyldu. Og orð sem fæstir höfðu áður heyrt eru orðin kunnugleg: Vaxtamunarviðskipti, afleiðusamningar, skuldatryggingaálag, skortstaða, undirliggjandi eignir, vafningar, o.s.frv.

Ef þér fannst setningin hér að ofan létt, þá er hér önnur lítil æfing í fjármálafræðum fyrir venjulegt fólk, tekinn úr grein í Viðskiptablaðinu:

Engar undirliggjandi eignir á borð við skuldabréf eru í afleiðum í þeim vafningum sem innihalda skuldatryggingar. Gerningarnir tengjast hinsvegar stöðum í eignasöfnum og fá af þeim tekjustreymi gegnum skiptasamninga þar, sem byggjast á samkomulagi fjárfesta um að taka á sig undirliggjandi gjaldþrotaáhættu.


Annars er fréttin um ummæli sem George Soros lét falla í viðtali við CNN Moeny. Soros er meðal þekktustu fjárfesta í heimi, en Ástþjór Magnússon lagði til í kosningabaráttunni að fá þennan tæplega áttræða Ungverja til landsins til að veita ráðgjöf.

Sá gamli heldur því fram að viðskipti með skuldatryggingarálag sé tæki til gjöreyðingar. Auðvitað gat maður sagt sér það sjálfur! Og munum að afleiddar skuldatryggingar hræða markaði.

 


mbl.is Soros: Tæki til gjöreyðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur á með góðum fréttum!

Mitt í öllu hruninu, samdrætti og pólitísku þjarki er fín tilbreyting að rekast á eina og eina góða frétt. Ekki er verra ef þær koma í kippum, eins og í dag.

Álverð hækkar
Í Moggafrétt er talað um 18% hækkun álverðs það sem af er júní. Íslandsbanki slær þann varnagla að þetta geti verið tímabundið.

Atvinnuleysi minnkar
Rúv.is segir að nú séu 14.595 án atvinnu og að atvinnuleysi hafi minnkað um 1,5%, þrátt fyrir fjölgun atvinnulausra í hópi 16-24 ára.

Kína vaknar
Það hljóta að vera góðar frétti í alheimskreppunni þegar 3. stærsta hagkerfi í heimi sýnir batamerki. Amx.is skrifar frétt um málið.

Jákvætt fyrir hagkerfið
"Það leikur enginn vafi á því að í því árferði sem nú ríkir eru aukin ferðalög Íslendinga innanlands afar jákvæð fyrir hagkerfið í heild." Svo segir í Morgunkorni dagsins.

 

Refskák... en þá kom IceSave frétt:

Það var svo sem auðvitað að ekki væri hægt að njóta eintómra góðra frétta í einn dag.

Skuldbindingar ríkisins hækka og hækka og nýjustu tölur í "IceSave-hneykslinu" eru hneykslanlegar.

Baldur McQueen, ágætur bloggari í Manchester segir að e.t.v. getum við verið þakklát fyrir að þær drápsklyfjar sem í boði eru hafi ekki orðið enn meiri!

Jón Helgi Egilsson hefur allt aðra sýn á hlutina. Hvet menn eindregið til að lesa grein hans, Ellefu firrur um IceSave sér til fróðleiks. 

Gunnar Kristinn Þórðarson tíundar upplýsingar um eignasafnið margumtalaða í grein á eFréttum.is. Þær benda til að IceSave vandinn geti verið öllu meiri en af er látið.

Okkur er sagt af stjórnvöldum að það sé betri kostur að semja en kanna réttarstöðuna til þrautar. Um leið hvílir leynd yfir gögnum um eignasafnið og ýmis málsatvik sem skipta máli. Það er ekki traustvekjandi. Endurtek hvatninguna um að lesa um 11 firrurnar sem Jón Helgi tíundar.

 


mbl.is Skuldbindingin komin í 732 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullverðlaun fyrir kreppuklám!

GullverðlaunÞessi frétt er víst ekki í gríni. Evrópusamtökin hafa útnefnt "Evrópumann ársins fyrir árið 2009". Sá sem hlaut gullverðlaunin vann það afrek á árinu að setja nýtt og glæsilegt Íslandsmet í kreppuklámi. Margir fjölmiðlar gleyptu við krassandi greininni, sem var ætlað að hvetja menn til að styðja málstað þeirra sem vilja gera Ísland að hluta af Evrópuríkinu.

Hér er smá færsla frá því í apríl, um Íslandsmetið góða.


mbl.is Benedikt útnefndur Evrópumaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Völd litlu ríkjanna fara minnkandi"

Ef marka má viðtengda frétt lítur SVÞ á Evrópusambandið sem gjaldmiðil. Það er í takt við margtuggin slagorð Evrópusinna. Framsal á löggjafarvaldi í fjölmörgum málaflokkum er aukaatriði. Varanleg breyting á forræði yfir eigin velferð, sem komandi kynslóðir þurfa að búa við. Bara að fá evruna (þessa sömu og er að sliga Íraland, Grikkland, Spán o.s.frv.).


Fyrirsögnin bloggfærslunnar er fengin úr blaðaauglýsingu Heimssýnar, sem er hreyfing fólks sem er andvígt því að Íslendingar gefist upp á að stjórna eigin málum og framselji þau völd til Brussel.

Því miður er fullyrðingin rétt.

Ef gluggað er í síðustu fjóra sáttmálana sem varða réttargrunn ESB, kemur í ljós að þeir eiga eitt sameiginlegt. Þetta eru Einingarlögin (1986), Maastricht sáttmálinn (1992), Amsterdam sáttmálinn (1999) og Nice sáttmálinn (2002). Í þeim öllum er fjölgað þeim ákvörðunum þar sem ekki er krafist einróma samþykkis en hægt að afgreiða með auknum meirihluta í staðinn.

Þessar breytingar eru fámennum aðildarríkjum ekki í hag.

Með Lissbon samningnum, sem fljótlega verður lögtekinn (gegn lýðræðisreglum sambandsins) heldur þessi þróun áfram. Þá verða afnumin veto-ákvæði í 54 málaflokkum. Auk þess verður reglum um atkvæðavægi breytt þannig að íbúafjöldi vegur þar þyngra en hingað til. Þær breytingar koma til framkvæmda á næsta kjörtímabili.

Með auknum pólitískum samruna, sem breytir Evrópusambandinu í Evrópuríkið, munu fjölmennu einingarnar verða alls ráðandi. Þýskaland verður í þungavigt, Bretland, Ítalía og Frakkland í millivigt, en Spánn og Pólland í veltivigt. Flest hin ríkin verða í fjaðurvigt, nema þau allra smæstu, þau lenda í mýfluguvigt. Ísland myndi lenda þar ef landið villist inn í Evrópuríkið, en vigt þess mælist nú 0,064%.

 

 


mbl.is SVÞ vilja aðildarumsókn að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bretar frömdu glæp"

Bretar frömdu glæp þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Til þess að koma í veg fyrir að þeir þyrftu að svara til saka fyrir þennan glæp og hugsanlega borga fyrir hann með hárri skaðabótagreiðslu, þá tóku þeir höndum saman við nokkra aðila og neyddu Ísland að samningaborðinu. Þetta tókst með því að koma í veg fyrir allar fyrirgreiðslur til landsins. Bretar, Hollendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og líklega yfirstjórn Evrópusambandsins stilltu landinu þannig upp við vegg.

Þannig hefst grein eftir Jóhannes Björn sem hann birti á vef sínum í gær. Síðar segir hann m.a.:

Við eðlilegar aðstæður hefðu íslenskir skattgreiðendur farið í mál við Breta ... en það var mjög mikilvægt fyrir Evrópusambandið að ekki yrði látið reyna á lögin með þessum hætti. Hugsanlegur sigur Íslands hefði þýtt töluverða röskun á evrópskri bankastarfsemi.

WelcomeÞað er athyglisvert fyrir okkur Íslendinga að Evrópusambandið er þátttakandi í glæpnum, sé mat Jóhannesar rétt. Það eru ekki síst hagsmunir þess sem valda því að þjóð sem var komin á hnén var kúguð með þessum hætti.

Líkurnar á alvarlegum andmælum eða aðgerðum að hálfu Íslands eru hverfandi á meðan Samfylkingin er í stjórn, enda er það hennar helst markmið að leggja niður Ísland í núverandi mynd og gera það að hluta af Evrópuríkinu; ríkinu sem Evrópusambandið er nú með í smíðum og verður tilbúið á næsta ári.


mbl.is „Vaxtakjör Icesave-samkomulags misskilin"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave fyrst og handjárnin svo

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar segir m.a. í viðtali við Mbl.is: ... þurfum að takast á við þær breytingar sem verða samfara umskiptunum frá Nice-sáttmálanum yfir til Lissabon-sáttmálans Það er enginn vafi í huga hans, frekar en annarra sem koma...

ÍSAFOLD Á SÉR DRAUM

Ísafold á sér stóran draum. Drauminn um að þræla í veislunni hjá ömmu Brussu í útlöndum; helst að hreinsa motturnar þar sem stórmenni stappa skít af skónum sínum. Hún er tilbúinn að gera hvað sem er. Bera tröllið Tjalla á bakinu í sjö sumur og sjö vetur,...

EVA JOLY vill reka hann

Íslandsvinurinn Eva Joly náði kjöri á Evrópuþingið. Eitt af baráttumálum hennar er að koma Jose Manuel Barroso frá völdum, en hann er forseti Framkvæmdastjórnar ESB. Henni verður ekki að ósk sinni. Barroso, Portúgalinn með stórveldisdraumana, er þegar...

Ef þetta er sett í samhengi ...

"Ef öll fjárfestingarverkefni, sem til skoðunar eru í viðræðum um stöðugleikasáttmála, verða að veruleika, þýddi það fjárfestingu upp á 245 milljarða á næsta ári og yfir 3.500 ársverk yrðu til." Þannig hefst viðtengd fréttaskýring í prentútgáfu...

100 milljónir á dag

Spurning : Hvað er hægt að gera fyrir 100 milljónir á dag? Svar : Borga vextina af IceSave skuld. Eftir að hafa horft á Kastljós í gær legg ég til að byrjað verði upp á nýtt á IceSave viðræðum og að þær verði á forræði Sigmundar Davíðs. Aldrei hefði mér...

"Sægreifar" - óvinir ríkisins #1

Umræðan um fiskveiðistjórnun er gallaðri er fyrningaleiðin og kvótakerfið samanlagt. Þeir sem hæst láta gegn útgerðinni hrópa um "sægreifa" og "kvótakónga" eins og þeir séu verstu óvinir samfélagins. Talað er um þá sem glæpamenn sem braski með þýfi. Þeir...

Hvar á valdið að liggja?

"Við búum í alltof miðstýrðu þjóðfélagi þar sem völd og áhrif liggja öll hjá ríkisstjórninni. Þau liggja öll á höfuðborgarsvæðinu. Það dregur til sín verðmætin. Það dregur til sín lífskjörin. Utan þessa svæðis situr eftir fólk sem á undir högg að sækja....

Ráðherra á flippinu!

Utanríkisráðherra Íslands ferðast - án umboðs frá þjóð, þingi eða ríkisstjórn - að afla stuðnings Maltverja við inngöngu Íslands í ESB. Á sama tíma kynnir Assembly of European Regions (AER) skýrslu með niðurstöðum úr rannsóknum á hvaða áhrif dreifing...

Svo KRÓNAN er þá betri kostur!

Gengi krónunnar á eftir að flökta, bæði á innanlands- og aflandsmarkaði á komandi mánuðum og trúlega lækka áður en kreppan tekur enda. Vefurinn eFréttir.is birti fyrir helgina viðtal við Ársæl Valfells lektor, sem talað hefur hvað mest fyrir einhliða...

Hótanir ESB að virka?

Um daginn birti BBC Newsnight viðtal við írska stjórnmálamanninn Naoise Nunn. Í fyrra var hann á móti Lissabon samningnum en hvetur nú landa sína til að segja "já" þegar þeir verða látnir kjósa um hann aftur í október. Viðtalið má sjá og heyra hér ....

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband