18.11.2011 | 01:23
Já! Ísland – toppar vitleysuna
Félagsskapur sem heitir "Já! Ísland" er orðinn enn furðulegri en Evrópusamtökin. Nú keppast þeir við að toppa sjálfa sig í vitleysunni. Maður hlýtur að spyrja sig: Ef þeim finnst ESB svona æðislegt, hvers vegna dugir þeim ekki að segja satt? Hvers vegna alltaf að hagræða upplýsingum og sveigja sannleikann?
Það er klárt mál að þeir blekkja engan, í best falli ljúga að sjálfum sér. Til hvers?
Af nógu er að taka, en hér koma tvö nýjustu afrekin þeirra:
Á bloggsíðu sinni birtu samtökin yfirlit, sem er ætlað að gefa glansmynd af ESB, slæma mynd af Íslandi og versta þó af krónunni. Þar eru þrjár meginreglur vandaðrar upplýsingagjafar brotnar.
#1 - handvalinn samanburður
Breyting á kaupmætti frá árinu 2008 borin saman við þrjú valin Norðurlönd. Hvers vegna ekki breyting frá 2000 eða 1990 til að fá alvöru samanburð? Hvers vegna ekki við 10 Evrópuríki sem gefa þverskurð af ESB? Vegna þess að það þjónar ekki tilganginum.
#2 - óviðkomandi þáttum bætt inn
Sagt frá að 84% íslenskra ungmenna langar til að vinna í öðru Evrópuríki í lengri eða skemmri tíma". Og hvað? Öll ungmenni dreymir um að hleypa heimdraganum og skoða veröldina. Af þeim sem láta verða af því fara langflest til Evrópulands sem heitir Noregur og er ekki í ESB (en það kemur ekki fram í yfirlitinu).
#3 - óþægilegum hlutum sleppt
Þótt fjallað sé um 10 málaflokka er þess vandlega gætt að gleyma að minnast á atvinnuleysi. Það hentar greinilega ekki málstaðnum.
... og svo kom skoðanakönnun
Eins og við mátti búast, þegar ESB sinnar eru annars vegar, gátu þeir ekki sleppt því að brjóta grunnreglur fagmennsku við skoðanakönnun. Hengdu þjóðaratkvæði á annan kostinn til að gera hann fýsilegri en hinn og beina þannig atkvæðunum þangað. (Spurninginn mun hafa verið í tveimur útgáfum, en ekki hefur verið greint frá hvort munur var á niðurstöðum.)
Með því að telja aðeins þá sem svara tókst að koma stuðningi við blindflugið til Brussel upp í 53%. Yfir því kættist formaður félagsins Sterkara Ísland miðað við þær aðstæður sem við er að glíma í Evrópu um þessar mundir".
Formaðurinn sá hefur m.a. afrekað að skrifa furðulegustu grein sem birst hefur um fiskveiðar í ESB umræðunni. Þó ekki náð að toppa kjánaskrif formanns Evrópusamtakanna. Það hlýtur að vera næst á dagskrá hjá Já! Íslandi.
----- ----- -----
PS: Rétt að taka fram að Fréttatíminn segir að Sterkara Ísland hafi staðið fyrir skoðanakönnuninni en Evrópusamtökin segja að Já! Ísland beri ábyrgð á henni, hver svo sem munurinn er.
![]() |
Meirihluti vill kjósa um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2011 | 21:13
Þeim fækkar sem vilja skríða
Það væri stórt skref í átt að málefnalegri umræðu ef RÚV - sameign okkar allra - tæki sig til og útskýrði þann gífurlega mun sem er á ríkjasambandinu sem Ísland sótti um aðild að og sambandsríkinu sem Barroso og Rompuy boða í viðtengdri frétt. Það er ekki lítill munur.
Þá er öruggt að þeim myndi fækka enn frekar sem vilja skríða til Brussel.
Í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Heimssýn í júní var niðurstaðan þessi:
- 51,0% vilja hætta við ESB umsóknina
- 38,5% vilja halda áfram að skríða til Brussel
- 10,5% taka ekki afstöðu eða svara ekki
Könnun, sem MMR gerði fyrir Andríki nú í nóvember, sýnir svipaða niðurstöðu:
- 50,5% vilja draga ESB umsókn til baka
- 35,3% vilja halda áfram að skríða til Brussel
- 14,2% voru hvorki fylgjandi né andvíg umsókn
Sé aðeins tekið mið af þeim sem taka afstöðu vildu 57,0% draga umsóknina til baka í júní en eru orðnir 58,9% núna. Skynsemin vinnur svolítið á. Að sama skapi fækkar uppgjafarsinnum úr 43,0% í júní í 41,1% nú, af þeim sem taka afstöðu.
Það er mjög skiljanlegt að margir nenni ekki að eyða tíma og orku í að kynna sér Evrópusambandið; lög þess, stjórnkerfi og hvar völdin til ákvarðanatöku liggja. Þess vegna ætti RÚV að kappkosta að vera með hlutlausa og upplýsandi kynningu. Þá myndi stuðningur við umsókna minnka hratt og örugglega.
Þjóðaratkvæði löngu tímabært
Það verður að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga umsóknina til baka. Þó þannig skilyrta að verði hún samþykkt af Alþingi þurfi að bera þá niðurstöðu undir þjóðaratkvæði. Virða leikreglur lýðræðisins! Þá loksins fengi almenningur að kjósa um málið, sem er löngu tímabært. Og vonandi koma því þar með út úr heiminum fyrir fullt og fast.
![]() |
Áætlun um evruskuldabréf lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2011 | 00:01
Hvað eiga Jimi Hendrix og ESB sameiginlegt?
ESB-ríkin hafa sótt um inngöngu í The 27 Club. Þar eru fyrir Jimi Hendrix, Janis Joplin, Kurt Cobain, Amy Winehouse og fleiri. Það sem ESB á sameiginlegt með félagsmönnum er að þau dóu öll þegar þau voru orðin 27.
Þrátt fyrir að hafa þegar jarðað lýðræðið er ekki víst að umsókn ESB verði samþykkt.
Tvennt dregur úr möguleikum. Annars vegar að ESB hefur ekki afrekað neitt nógu merkilegt. Hins vegar óvissan um hvort The 27 Club samþykki banvænar -töflur sem alvöru dóp úr viðurkenndu eldhúsi.
Meðan beðið er niðurstöðu ræða menn útförina.
11.11.2011 | 12:56
Tæp 85% á móti ESB aðild
"Andstaðan við aðild að Evrópusambandinu hefur aldrei mælst meiri" eru upphafsorð fréttar á RÚV um skoðanakönnun í Noregi, þá sömu og fjallað er um í viðtengdri frétt.
Sé aðeins litið til þeirra sem taka afstöðu eru 84,6% á móti aðild að ESB.
Í frétt NRK kemur einnig fram að á norska þinginu sé meirihluti fylgjandi aðild. Það er sambandsleysi sem við á Íslandi könnumst vel við.
Eru stjórnmálamenn skaðlegir í pólitík?
ÍSLAND: Meirihluti þingsins vildi samþykkja Icesave, en fyrir tilstilli forsetans gat þjóðin haft vit fyrir þingheimi og sagt Nei.
BRETLAND: Meirihluti áhrifamanna vildi taka upp evruna og bannaði fólki að kjósa um það. En skynsamir menn höfðu vit fyrir þeim að lokum.
NOREGUR: Meirihluti þingmanna vill flytja fullveldið til Brussel, en 85% þjóðarinnar hefur vit fyrir þeim.
ÍSLAND: Meirihluti píndur út á þingi fyrir aðildarumsókn að ESB, en þjóðin mun aftur hafa vit fyrir þingheimi og segja Nei.
Spurning hvort ekki sé tímabært að stjórnmálamenn hætti afskiptum af pólitík. Síðustu vikur hafa evrópskair stórlaxar helst afrekað að stórskaða lýðræðið og setja "fullvalda" ríki á hausinn.
![]() |
Aðeins 14% Norðmanna vilja ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2011 | 20:35
Féll í sautjánda sinn!
Það er alltaf ákveðin spenna í loftinu þegar European Court of Auditors leggur fram ársskýrslu sína, en það er eins konar ríkisendurskoðun Evrópusambandsins.
Skýrsla fyrir rekstrarárið 2010 var gefin út í Luxembourg í dag. Til að gera langa sögu stutta þá féll ESB á prófinu sautjánda árið í röð!
Ekki er hægt er gera grein fyrir 3,7% útgjalda, sem leggur sig á 713.000 milljónir króna. Munurinn skýrist að mestu af spillingu og/eða að ekki sé farið að settum reglum við meðferð á almannafé.
Menn kippa sér ekki mikið upp við það, enda á spillingin lögheimili í Brussel eins og allir vita. Þetta er svipuð fjárhæð og aðildarríkin þurftu að borga í viðbótarskatt til ESB á þessu ári.
Fréttatilkynningu ríkisendurskoðunar ESB má lesa hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2011 | 00:46
The End of Money
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.11.2011 | 12:55
Hræsni
6.11.2011 | 14:54
Spillingin á lögheimili í Brussel
4.11.2011 | 12:56
Féllu Grikkir á eigin bragði?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2011 | 23:41
Framboð 9-9-9 byggt á misskilningi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2011 | 21:14
Það gengur á með afsögnum
2.11.2011 | 23:17
Do you understand the Euro?
2.11.2011 | 20:56
Lýðræðið sett í ruslflokk
2.11.2011 | 12:53
Lýðræði - δημοκρατία
1.11.2011 | 17:12
Nýr þjóðsöngur ESB
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)