Færsluflokkur: Evrópumál

The idiot in Brussels

Það var óþarfi hjá Oborne að kalla manninn "idiot". Hann er bara í vinnunni sinni og gerir eins og honum er sagt. Hann talar vitleysu eins og vélmenni af því að hann er talsmaður fyrir kommissar Olli Rehn. Sjálfur þarf hann ekki að vera idjót þó hann tali svona. 

Þessi klippa er áhugaverð, þrátt fyrir óþarfa ókurteisi. Horfðu og hlustaðu!
Með lokaorðunum (4:52) hittir Oborne naglann þráðbeint á höfuðið.
 

 

Peter Oborne getur sagt "I told you so". Hann barðist gegn upptöku evru í Bretlandi, þegar það stóð til. Sönnunargögnin hrannast upp á báða bóga. Í þættinum er líka Richard Lambert frá FT, sem studdi evru hugmyndina en hefur nú skipt um skoðun. Eðlilega.

Í nýrri bók eftir Oborne fá margir evru-fíklar á baukinn. Meðal annars BBC, sem á sínum tíma tók að sér sama kjánahlutverkið og RÚV gerir á Íslandi í dag. BBC hefur ekki enn beðist afsökunar.


Leynast idjótar víða?

Kannski þurfum við ekki að leita út fyrir landssteinana að idjótum. Evran er það blindsker sem hver þjóðarskútan af annarri steytir á þessi misserin. Það þarf vænan skammt af glámskyggni til að sjá hana sem "klettinn í hafinu".

Evran er búin að vera. Það viðurkenna æðstu stjórnendur í Evrulandi. Þess vegna búa þeir nú til björgunarsjóð úr trilljónum, svo kaupa megi tíma til að breyta lögum, laga reglur og endurskrifa hlutverkið. Búa til nýja evru. Nýtt blindsker.

Blindsker, sem idjótar munu dásama sem klett.

 


mbl.is Kostir og gallar ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegur forseti. Alveg stórhættulegur.

 


Ástandið á Íslandi getur aldrei orðið svo slæmt að ESB geti ekki gert það verra.
   

Þetta sagði breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan í grein sem hann ritaði skömmu eftir hrun. Eftir stefnuræðu forseta Framkvæmdastjórnar ESB í morgun efast ég ekki um að Bretinn hefur lög að mæla.

Barroso StrassbourgEngu er líkara en að Barroso sé haldinn messíasarkomplex. Hann ætlar að bjarga heiminum. Hann boðar enn meiri samruna og miðstýringu með tilheyrandi framsali á fullveldi aðildarríkjanna. Sem er þó orðið ærið fyrir.

Kröfunni um yfirþjóðlegt fjármálaráðuneyti, með sjálfstæðu valdi til skattlagningar og öllu tilheyrandi, fylgir hann eftir með þessum orðum:


Governments, let's be frank, cannot do this by themselves. Nor can this be done by negotiations between governments.

The commission is the guarantor of fairness.
 

Já, „The commission" er Framkvæmdastjórn ESB sem hann stýrir sjálfur. Hann er aðal maðurinn. Það er ekki hægt að treysta ríkisstjórnum aðildarríkjanna, en Hann Sjálfur getur.

 „Við þurfum óháð vald Framkvæmdastjórnarinnar" heimtaði Barroso, sem almenningur hefur aldrei kosið. Hann vill fá til sín völdin og stjórna allri Evrópu. Menn sem hugsa og tala svona geta verið hættulegir. Alveg stórhættulegir.

Þetta er þó ekki það versta sem kom frá portúgalska maóistanum í morgun. Hægt er að lesa um ræðu hans hér (og eflaust miklu víðar). RÚV sá þó ekki ástæðu til að fjalla um ræðuna nema rétt í mýflugumynd.

 


Barroso: ESB lifir í evru-blekkingu


barroso_angryREUTERS fréttaveitan birti helstu punkta úr stefnuræðu forseta Framkvæmdastjórnar ESB, sem hann hélt í Strassbourg í morgun.

Barroso sagði meðal annars að það væri blekking að halda að einn gjaldmiðill og einn markaður geti virkað, ef aðildarríki fái áfram að ráða fjárlögum sínum og efnahagsstefnu sjálf.

Hann endurómar boðskap helstu ráðamanna stóru ESB ríkjanna; boðar aukna miðstýringu og stofnun ESB-sambandsríkisins.


It was an illusion to think that we could have a common currency and a single market with national approaches to economic and budgetary policy.
 

Þegar meira að segja forsætisráðherra ESB er farinn að tala upphátt um hönnunargalla Sambandsins er tímabært að RÚV - sameign okkar allra, fjalli um Evrópusambandið eins og það er.

Ekki fá "hlutlausa álitsgjafa" heldur vinna eigin fréttaskýringar, byggðar á upplýsingum vandaðra erlendra miðla eins og Reuters. Segja fólki satt.

Frétt Reuters er hér.

Barroso fer að verða besti talsmaður þeirra sem vilja að Ísland standi utan við Evrópuríkið.

 


SÖNN SAGA: Ævintýri barónessu

baroness_ashton 
Breska barónessan Cahterine Ashton er án nokkurs vafa í mestu uppáhaldi hjá mér af öllum þeim sem fást við stjórnmál í Evrópu nú um stundir.

Hún er kannski ekki góður stjórnmálamaður og margir þegnar hennar hafa aldrei heyrt hennar getið.

Það er ævintýraleg leið hennar til metorða gerir sögu hennar merkilega.

Alveg stórmerkilega.

 

I. hluti - Skúrki sparkað.

Um miðjan síðasta áratug var skúrki sparkað úr London. Þá gat enginn séð að sá atburður ætti eftir að hafa áhrif á örlög óþekktu barónessunnar, enda tengdist sparkið henni ekkert. Eða svo héldu menn. Skúrkurinn, Peter Mandelson, þurfti að segja af sér embætti í annað sinn fyrir að misfara með skattfé almennings. Tony Blair sendi hann í útlegð til Brussel í refsingarskyni.

Þar var Mandelson gerður að viðskiptaráðherra Evrópusambandsins og smellpassaði í skúrkahóp Barrosos, yfirkommissars. Ætlunin var að láta hann afplána a.m.k. eitt kjörtímabil í höfuðborg Evrópuríkisins.
 

skurkurinn_mandelsonII. hluti - Hryðjuverkalög á Ísland.
Skúrkur kemur heim.

Nýi foringi útlagans, Gordon Brown, hafði vaxandi áhyggjur af fylgistapi. Þegar styttist í kosningar þurfti því að tjalda öllu til, eins og að beita hryðjuverkalögum gegn Íslandi til að sýnast stór og sterkur. Þá kallaði foringinn Mandelson heim úr útlegðinni til að styrkja flokkinn í komandi kosningabaráttu.

Íslandsvinurinn Brown þurfti að senda einhvern til Brussel í staðinn því eitt ár var eftir af "kjörtímabili" Mandelsons. Ekki mátti missa góða menn svo arftaki var sóttur í lávarðadeildina. Þar fannst einhver barónessa, sem skipti flokkinn engu máli.


III. hluti - Barónessa send úr landi.

Gordon Brown, sem fór rangt með nafn óþekktu barónessunnar, tókst að senda hana úr landi. Catherine Ashton var ekki kjörin til þings, frekar en aðrir meðlimir lávarðadeildarinnar þar sem blátt blóð er aðgöngumiðinn. Hún giftist vel. Hún hafði enga reynslu af stjórnun og enn minna vit á viðskiptamálum. En samt var hún orðin viðskiptaráðherra Evrópuríkisins. Reyndar aðeins til að hlaupa í skarðið þetta eina ár, en embætti er embætti.

IV. hluti - Smá tafir vegna yfirgangs.
Stólnum reddað með Icesave.

Það teygðist á "kjörtímabili" barónessunnar á meðan félagar hennar í ríkisstjórn Barrosos neyddu Íra, með pólitískum yfirgangi, til að kjósa aftur um sáttmála sem þeir vildu ekki. En það tókst og svo kom nýtt "kjörtímabil". Barroso tryggði sér áframhaldandi setu í embætti með því að taka málstað Breta í Icesave deilunni við Íslendinga og tryggja sér þannig stuðning þeirra. Barónessan átti ekki von á sæti í stjórninni áfram - og fékk það ekki heldur.

V. hluti - Óvænt stefnubreyting.

Sáttmálinn, sem enginn vildi, þýddi að til urðu tvö ný embætti. Forseti og utanríkisráðherra*. Tony Blair var talinn líklegur fyrsti forseti Evrópusambandsins, sem vildi fá þekkt andlit í embættið. Sterkan leiðtoga ríkisins. En því miður fyrir Blair var stutt í yfirheyrslur vegna innrásarinnar í Írak. Þegar svo gagnrýni varð háværari á enn aukna miðstýringu með "stóru nafni" í forsetaembætti breytti Brussel um stefnu.

Að sinni skyldi útvatna nýju embættin og setja lítt þekkta menn í stólana. Þar með yrði ekki skyggt á stubbana þrjá; Barroso, Sarkozy og Berlusconi. 

rompuy_forsetiVI. hluti - Nóbody kallar á barónessu.

Fyrir valinu í embætti forseta varð Belginn Herman Van Rompuy (mynd), lítt þekktur á heimsvísu, hálfgert pólitískt nóbody. Þá þurfti Evrópuríkið að vanda valið í sæti utanríkisráðherra*.

Herman var karl svo það þurfti konu í hinn stólinn. Hann var frá smáríki svo hún þurfti að koma úr einu hinna stærri. Hann var hægri-miðjumaður svo hún þurfti að vera af vinstri helmingnum.

Og viti menn: Barónessan sjálf smellpassaði og fékk starfið. Aðeins 16 mánuðum eftir að hún var send til Brussel í hallæri, til að hlaupa í skarðið fyrir skúrk, var hún orðin valdamesta manneskjan í gjörvallri Evrópu í utanríkismálum.

Sannkölluð sorgarsaga.

Það má gleðjast með barónessunni yfir ævintýralegum frama. Það verður seint leikið eftir að manneskja sem aldrei hefur boðið sig fram og aldrei verið kosin af neinum til að gera neitt, skuli hljóta eitt af valdamestu embættunum í heimsálfunni.

baroness_c_ashtonBarónessan er í "uppáhaldi" hjá mér, en ekki af æskilegum ástæðum. Heldur vegna þess að saga hennar er táknræn fyrir hvernig Evrópusambandið er að þróast í hættulega átt, burt frá lýðræðinu. Það getur ekki boðað gott og ætti að vera umræðuefni á íslenskum fundum um Sambandið.

----- ----- -----

* Á brusselsku kallast embættið "Æðsti talsmaður stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum" sem á mannamáli þýðir: Utanríkisráðherra. 

Á ensku er brusselski titillinn "The High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy".
 


mbl.is Opinn fundur um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

€ - tákn um klúður

crackedeuroÞað er ekki gott að segja nákvæmlega hvenær "Evrópuverkefnið" fór út af sporinu. Líklega fyrir löngu, þótt afleiðingar séu núna að verða öllum ljósar.

Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að sumarið 2009 er búið að vera. Hvað kemur í staðinn veit enginn með vissu.

Var Maastricht fyrsta óheillasporið? Fjórfrelsið lítur vel út á pappír en aukin miðstýring og framsal á fullveldi hefur ekki reynst það snjallræði sem höfundarnir ætluðu. Lýðræðið var sett í aukahlutverk.

Evran var tilraun sem mistókst. Þeir sem vöruðu við einum gjaldmiðli fyrir mörg ólík hagkerfi voru sagðir úrtölumenn og jafnvel óvinir Evrópu! Í dag þarf engin að efast um að aðvaranir þeirra voru á rökum reistar.

Lissabon sáttmálinn var ljótasta skrefið og verra en evran þar sem lýðræðið var vísvitandi sniðgengið af ráðamönnum Evrópusambandsins. Nýtt yfirvald búið til án umboðs frá kjósendum. Ef þú svínar á lýðræðinu færðu það í bakið seinna. 

Feilsporin voru fleiri og nú eru öll hjólin dottin undan vagninum.

----- ----- -----

Sáttmálinn - með stórum staf og ákveðnum greini - kenndur við Lissabon, átti að vera hin endanlega löggjöf. Hann er ekki orðinn tveggja ára og þegar úteltur. Svona fer þegar möppudýr svína á lýðræðinu. Nú þarf að skrifa upp á nýtt til að "bjarga evrunni". Fá henni breytt hlutverk og nýtt líf.

Sambandsríkið ESB: Sú hugmynd sem á mestu fylgi að fagna er að laga klúðrið með meira klúðri. Enn meira framsal á fullveldi og aukin miðstýring. Evrópskt fjármálaráðuneyti með sjálfstætt vald til skattlagningar og stjórn á fjárlagagerð ríkjanna. Hljómar hættulega sovéskt.
    

Kaldhæðnin í þessu er að skipbrot ESB mun ýta undir hraðari og meiri samruna. Kenningar neófúnksjónalista reyndust réttar. Evrópusambandið verður meira fráhrindandi með hverri vikunni sem líður. 

 


Evrópa er hauslaus


Höfuðlaus her er ekki til stórræðanna. Yannis Varoufakis, prófessor við háskólann í Aþenu, telur að auk evruvandans búi ríki ESB við leiðtogakreppu. Rætt var við hann í þættinum Jeff Randall Live á Sky í vikunni.

Viðtalið er stutt og fróðlegt en ég vek sérstaka athygi á tvennu:

"If they use it, they will lose it"
Randall spyr um lausnir (2:45 mín) og svar Grikkjans sýnir að "rödd við borðið", eins og það heitir á brusselsku, færir minni ríkjunum engin áhrif.

Leiðtogi og stjórnandi er ekki það sama ...
Varoufakis á mjög athyglisvert svar (4:45 mín), sem er kveikjan að fyrirsögn þessarar færslu.
 

 

HVERS VEGNA er Evrópa* hauslaus?

Grikkinn telur að Merkel og Sarkozy séu bara stjórnendur; verkstjórar sem láti stjórnast af skoðunum almennings. Kohl og Mitterand voru leiðtogar sem gátu leitt þjóðir sínar, ef á þurfti að halda. (Hann nefndi líka Chruchill, sem ekki heyrist vegna smá truflunar.) 


Þeir ræða ekki ástæður hausleysisins, en ég varpa fram þessari tilgátu:

Þegar yfirþjóðlegt stjórnkerfi vex úr hófi verður skilvirknin minni. Þungt kerfið býður ekki upp á skjót eða markviss viðbrögð, þótt nauðsyn krefji. Yfir skrifræðinu í Brussel sitja forsetarnir Barroso og Rompuy; annar er maóisti með stórveldisdrauma, hinn er pólitískt nóbodý sem enginn þekkir.

Þegar "helstu ráðamenn" eru tveir stórir þjóðarleiðtogar, spilltur Ítali, breskur áhorfandi og tveir yfirþjóðlegir forsetar (sem enginn kaus), er ekki við góðu að búast. Pólitískar skoðanir helstu ráðamanna geta líka verið ólíkar. Skrifræði á 23 tungumálum flýtir ekki fyrir.

Pólitísk markmið eru á reiki, stefnan er moðsuða og lýðræðið gleymt. Minni "raddir við borðið" bíða af kurteisi eftir pósti með fréttum af sínum eigin ákvörðunum, en enginn er til að taka af skarið.

Er þetta ekki meinið í Evrulandi? Enginn veit hver á að segja "kaffi!"

----- ----- -----

*  Í fréttum af endalausum hrakförum evrunnar er jafnan talað um "Evrópu" þótt aðeins sé átt við þau ríki sem eru Sambandinu/Evrulandi.

 


Ekki góðgerðarstofnun

stressborg"Umræðan um Evrópusambandið hér á landi hneigist stundum í þá átt að þetta stórpólitíska samband sé eins konar góðgerðarstofnun til þess sett á laggirnar að líta yfir öxl smáríkja svo komið verði í veg fyrir að þau hagi sér kjánalega.

Nær væri að segja með hæfilegri einföldun að Evrópusambandið sé upprunalega klæðskerasniðið utan um Frakkland og Þýskaland, þar sem hagsmunir ríkjanna á sviði orku og auðlinda voru reyrðir saman í eins konar spennitreyju.

Það átti svo eftir að koma í ljós hvernig öðrum Evrópuþjóðum gengi að vaxa inn í treyjuna."

-----  -----  -----

Textinn hér að ofan er úr greininni "Stórveldið og smáríkin", sem er 3. af 15 vönduðum greinum sem Tómas Ingi Olrich ritaði um Evrópusambandið fyrr á árinu. Hægt er að sjá allar greinar hans hér

Myndin er af húsakynnum ESB í Strassbourg, sem eru notuð fjóra daga í mánuði.

 


Íslenskur ráðherraræfill og erlendur prófessor

"Ég er bara ráðherraræfill á plani" sagði Össur um daginn. Merkilegt hvað orðið "ræfill" er stjórnarliðum tamt þessa dagana. Eða kannski er það ekki svo merkilegt.

Nú þarf Össur okkar að kenna Robert Aliber lexíu. Aliber þessi er bara fyrrverandi prófessor í kreppu- og hagræðum og þykist vita betur en Össur um íslenska hrunið og vanmátt evrunnar. Hann fullyrðir að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hrunið á Íslandi.

Össur hefur "ekki hundsvit á peninga- og bankamálum" að eigin sögn. En hann veit að hrunið á Íslandi er Davíð og krónunni að kenna, enda var hann sjálfur ráðherraræfill í hrunstjórninni. Á einhverju plani.


Aliber talar jafnvel um heilaga snákaolíu Samfylkingarinnar og heldur að ...


... aðild lítils opins hagkerfis að stærra myntsvæði á borð við evrusvæðið veiti enga vörn fyrir skaðlegum áhrifum slíks fjármagnsflæðis fyrir raunhagkerfi.
  


"Ég hef hvorki áhuga né vit á þessu" sagði Össur þegar hann var boðaður á krísufund um bankamál. En hann hefur vit á evrunni og segir að hér hefði ekki orðið neitt hrun með evru. Nú þarf hann að eyða misskilningi erlenda prófessorsins, sem er bara óbreyttur sérfræðingur í kreppumálum.


Evran er komin á bráðadeild og bíður eftir líknandi meðferð; súrefnistæki frá Kína, hækjum frá Rússlandi og þróunaraðstoð frá Brasilíu og Indlandi. Ráðamenn í Evrópu gætu sparað sér allt amstrið. Bara hafa samband við ráðherraræfil ofan af Íslandi, sem hefur ekki hvorki áhuga né hundsvit á peninga og bankamálum. Hann færi létt með að koma evrunni til heilsu.

 


mbl.is Íslandshrunið óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomin uppgjöf?

Útgerðin er ein af veigamestu undirstöðum okkar. Hún verður að vera arðbær. Að treysta á styrki er ávísun á hnignun.

Daginn sem íslensk útgerð byrjar að taka við erlendum styrkjum eru dagar hennar taldir. Þá verður aðeins tímaspursmál hvenær hún hættir að vera arðbær atvinnugrein, okkur öllum til tjóns.


Er þetta alvara eða andóf?

Það væri átakanlegt ef sveitungar mínir fyrir vestan meintu þetta í alvöru. Ég læt þá njóta vafans. Treysti á að tillagan sé aðeins táknrænt andóf.

Þeir vita hvaða hug sjávarútvegsráðherra ber til ESB og með þessu má ýta við honum til að knýja á um "betri skilning á málefnum landsbyggðarinnar" eins og þeir orða það. 

Ég neita að trúa að Samfylkingunni hafi tekist það ætlunarverk sitt, að skapa svo mikið vonleysi að fólk sjái það sem kost að skríða inn í ESB í fullkominni uppgjöf.

 


mbl.is Vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sækjum um aðild að USA

USA-IcelandÉg leyfi mér að setja þennan pistil hér á síðu mína (í algjöru leyfisleysi) bara af því að mér finnst hann áhugaverður. Hann er fenginn að láni hjá andríki.is sem gefur út Vefþjóðviljann og settur hér inn óstyttur en feitletranir á kunnuglegum klisjum eru mínar.


===== ===== =====

Hvernig væri að ganga í Bandaríkin? Langar einhvern til þess?

Ríkin, sem mynda ríkjasambandið sem menn kalla í daglegu tali Bandaríkin, hafa ekki alltaf verið fimmtíu. Síðast gengu Alaska og Hawaii í ríkjasambandið og urðu 49. og 50. sambandsríkið árið 1959. Hver segir að ekki verði tekið við fleiri ríkjum? Er ekki hreinlegast að sækja um aðild og komast að því? Það má alltaf hafna aðildarsamningi í kosningum. Það verður einfaldlega að fá þetta á hreint í eitt skipti fyrir öll. Eins og allir Samfylkingarmenn vita, og ekki bara þeir sem sitja á þingi fyrir aðra flokka eða kenna í félagsvísindadeild Háskóla Íslands, þá þýðir umsókn um aðild ekki að menn vilji fá aðild, heldur eingöngu að þeir vilji skoða hvað sé í boði.

Auðvitað myndu Íslendingar þurfa ýmis sérákvæði. Það þyrfti til dæmis að fá varanlegar undanþágur frá stjórnarskrá Bandaríkjanna og fjölmörgum reglum, svo sem ef herskyldu yrði komið á í landinu að nýju, og svo framvegis, en um það yrði að sjálfsögðu samið við núverandi stjórnvöld vestra og enginn myndi hafa áhyggjur af því að framtíðarstjórnvöld þar, eða dómstólar í Washington, myndu ekki viðurkenna slíkt samkomulag um alla tíð.

En meginmálið er þetta: Þó menn hafi að sjálfsögðu ekki gert upp hug sinn, þá er sjálfsagt að láta reyna á það hvaða samningi má ná. Svo á þjóðin bara síðasta orðið. Ætla menn virkilega að hafa af þjóðinni réttinn til að greiða atkvæði um aðildarsamning við Bandaríkin, þetta gamalgróna lýðræðisríki og bandamann Íslands? Hvers vegna má ekki sjá hvað er í boði? Þarna fengjum við til dæmis nýjan gjaldmiðil, þann öflugasta í heimi, hvorki meira né minna. Svo gætu vextir lækkað. Hvaða einangrunarhyggja er þetta?

Auðvitað vill Vefþjóðviljinn ekki að Ísland gangi í Bandaríkin, og ekki í neitt annað ríki eða ríkjasamband. En þeir sem fallast á málflutning eins og þennan, þeir geta líklega fallist á hvað sem er. Jafnvel aðildarviðræður við Evrópusambandið.

 


mbl.is Evran réttir úr kútnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband