Færsluflokkur: Bloggar
27.12.2008 | 17:33
Sakamenn í stjórn ESB
Ræðumenn á Austurvelli í dag ræddu m.a. um hvernig stjórnkerfi við viljum sjá í framtíðinni. Sumir líta á Evrópusambandið sem lausn á krísunni og því ekki úr vegi að kíkja aðeins á það.
Sú ríkisstjórn (EU commission) sem tók við völdum í ESB 22. nóvember 2004 er býsna sérstök. Forseti hennar er José Manuel Barroso frá Portúgal og kjörtímabilið er fimm ár.
Aðeins ríkisstjórnin getur fram lagafrumvörp. Hún hefur á hendi framkvæmdavaldið og margþætt eftirlitshlutverk. Ráðherrar (commisars) taka að sér hver sinn málaflokk (ráðuneyti). Hér má sjá stjórn Barrosos.
Meðal ráðherra í ríkisstjórn Barrosos eru:
Jacques Barrot (FRA) samgöngumál. Árið 2000 fékk hann 8 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir aðild að fjársvikamáli og var bannað að gegna opinberu embætti í tvö ár. Tók engu að síður við embætti samgönguráðherra Evrópu 2004.
Siim Kallas (EIS) mál yfirstjórnar og endurskoðun. Fyrrum meðlimum í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, sem lenti í tæknilegum vandamálum með fjármál sín" eftir fall Sovétríkjanna. Hann var fundinn sekur um að veita rangar upplýsingar og hindra framgang réttvísinnar. Hann sér m.a. um varnir gegn fjársvikum!!!
Lázló Kovács (UNG) skatta- og tollamál.Harðlínu kommúnisti með vafasama fortíð sem sérlegur vinur Janos Kadars, fyrrum einræðisherra í Ungverjalandi. Stjórnarhættir hans samræmast ekki reglum og viðteknu gildismati í Evrópu.
Peter Mendelson (BRE) viðskiptamál.Á ferli sínum hefur hann tvisvar verið rekinn úr bresku stjórninni en fékk ráðherrastól í ESB. (Mendelson hefur nú látið af embætti.)
Neelie Kroes (HOL) samkeppnismál.Í Hollandi kölluð Nickel Neelie" og orkaði skipan hennar tvímælis vegna tengsla við stórfyrirtæki og ætlaðrar þátttöku í vafasamri vopnasölu. Samlandi hennar, Evrópuþingmaðurinn Paul van Buitenen hefur ítrekað ásakað hana um að veita Evrópuþinginu rangar upplýsingar.
Frá því að stjórn Barrosos tók við hefur það aldrei gerst að greidd hafi verið atkvæði um frumvörp innan stjórnarinnar áður en þau eru send Evrópuþinginu til afgreiðslu. Skipta þau samt þúsundum í 32 aðskildum málaflokkum.
Skyldi Ingibjörg Sólrún ætla að útskýra stjórnkerfi Evrópuríkisins fyrir íslenskum kjósendum áður en hún lætur innlima Ísland í það? Eða upplýsa þá um hvar hið raunverulega vald liggur og hvernig lýðræðinu er úthýst?
![]() |
Friðsamleg og málefnaleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2008 | 13:04
Eigum við að klappa núna?
Þá er því lokið. Laun lækkuð til að sýna lit af því að stjórnina skortir styrk til að setja embættismenn og ráðherra til hliðar fyrir að sofa á vaktinni. Svo á næsta ári verður hluti af forréttindum í eftirlaunum afnuminn líka. Það tók óratíma að komast að hálfgildings niðurstöðu.
En er ekki hægt að ýta þessum málum til hliðar núna? Snúa sér að því sem skiptir máli fyrir almenning:
Að koma í veg fyrir gjaldþrot heimilanna.
Að halda fyrirtækjum gangandi sem skapa atvinnu og gjaldeyristekjur.
Að finna ráð til að sporna gegn auknu atvinnuleysi.
Að koma í veg fyrir að Ingibjörg Sólrún láti innlima Ísland í Evrópuríkið.
![]() |
Laun ráðamanna lækkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 15:54
Harder Than Your Husband
Kántrítónlist er leiðinlegasta tónlist í heimi, það er vísindalega sannað. Það var birtur greinarstúfur um þetta fyrir margt löngu í Morgunblaðinu og ekki lýgur Moggi.
Vísindamenn gerðu merka rannsókn, svipaða þeirri sem sannaði að klassísk tónlist hefður róandi áhrif á kýr og eykur nytina. Rannsóknin sem Moggi greindi frá var á áhrifum tónlistar á fólk. Útkoman var að ekkert hefur eins neikvæð áhrif á lundafar einsaklingsins og kántrítónlist.
Fullgilt kántrílag þarf það að innihalda einfalda laglínu, heimskulegan texta, slarkfæran söngvara og munnhörpu. Ekki skemmir stálgítar eða banjó. Dæmi um sönn kántrílög eru All my exs live in Texas" og Hank Williams lagið Thers a tear in my beer, cause Im cryin for you, dear".
Í laginu sem hér fylgir afgreiðir meistari Zappa kántrííð á 2 mín og 29 sek. Það heitir Harder Than Your Husband". Bakraddirnar í lokin eru punkturinn yfir i-ið. Textinn fylgir.
Harder Than Your Husband
We must say good-bye
There's no need for you to cry
It's better that I tell you this tonight
Our affair has been quite heated
You thought I was what you needed
But the time has come, my darlin'
To set things right, cause
I'll be harder than yer husband to get along with
Harder than yer husband every night
Harder than yer husband - Harder than yer husband
An' I don't want our love affair to end with a fight
You been like a little angel how you loved me
I appreciate the warmth of your embrace
Well, the world don't need to know how I adore you
But the time has come my darlin' to tell you this face to face...
I'll be harder than yer husband ...
So it's adios, adios, my little darlin'
(adios my little darlin'...) Gotta go now...
Keep that hankie that I gave you for when you cry
There are things that trouble me
And I'm sure that you must see
That it breaks my heart the same as yours
When we say good-bye
Harder than yer husband
Harder than yer...much, much, much
Frank Zappa, af plötunni You Are What Your Is frá árinu 1981 (Munchkin Music)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 20:26
HÓ HÓ HÓ - Jesús var steingeit
Á aðventunni í fyrra var ég í Englandi og heyrði síðdegisþátt á Radio Five. Þáttarstjórnendurnir, maður og kona, hlógu hvort ofan í annað.
Þau voru að lesa frétt frá Ameríku sem þeim fannst svona rosalega fyndin. Hún var um jólasvein sem var rekinn fyrir að kalla hó! hó! hó!
Mynd skýrir meira en þúsund orð.
Gleðilega jólahátíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2008 | 12:14
Eins og greiningardeildir bankanna
Þetta leit svo vel út á pappírnum. Engin áhætta og góðir vextir. Peningabréfin eru pottþétt.
Maður á ekki að þurfa að rýna í ársreikninga eða hafa próf í verðbréfamiðlun til að kaupa því bankarnir byggja tilveru sína á trausti. Eigendur bankanna reyndust ekki merkilegur pappír og fóru sínar eiginleiðir í ráðstöfun fjárins, okkur kaupendum til tjóns.
En greiningardeildir eru víðar en í bönkunum.
Þessi skýring á fiskveiðistefnu Evrópuríkisins er eins og góð auglýsing úr smiðju greiningardeildar. Það er ekkert að henni; veiðireynslan gildir og verndunarsjónarmið í öndvegi. Reyndar er hún ekki miðuð við hafsvæði eins og umlykur Ísland og því óraunhæft að bera okkur saman við Möltu. En það má semja sig gegnum það. Hún lítur svo vel út á pappírnum, stefnan.
Þeir sem ekki vilja brenna sig á sama soðinu tvisvar ættu að taka upp stækkunarglerið og bregða því á eigendur bankanna; kommisara Evrópuríkisins. Þar hefur stjórnmálastéttin hreiðrað um sig, illu heilli. Hún er lítið merkilegri pappír en bankaeigendur sem fóru sínar eigin leiðir.
Hún hefur tryggt sér "sjálfbærni" í nýju dulbúnu stjórnarskránni, sem kennd er við Lissabon og getur aukið völd sín án þess að bera það undir þegna sína. Það er svo lítið pláss fyrir lýðræði í hinu nýja Evrópuríki. Fiskveiðistefnan er ekki vandamál heldur hverjir stýra henni framvegis.
Enn eru til Íslendingar sem halda að Mary Poppins geti flogið á regnhlífinni sinni og vilja falla fyrir auglýsingum greiningardeildar Ríkisins. Þeir vilja sækja um ríkisborgararétt í Evrópuríkinu fyrir alla íslensku þjóðina. Vonum að þeir átti sig í tíma.
Gleðilega hátíð.
![]() |
LÍÚ: Óraunhæft að bera Ísland saman við Möltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2008 | 08:54
Bláeygir kórdrengir
Í hverjum mánuði hverfa að jafnaði 3.150 milljónir króna úr ríkissjóði í meðförum ráðuneyta og æðstu stjórnar ríkisins. Ekki er unnt að gera grein fyrir hvernig fjármununum er varið og ekki finnast kvittanir fyrir rástöfun þeirra. Grunur leikur á að peningaþurrðina megi rekja til misferlis. Af þeim sökum sér ríkisendurskoðandi sér ekki fært að árita A-hluta ríkisreiknings fyrir árið 2007.
Hver yrðu viðbrögðin ef ríkisendurskoðandi kæmist að svona niðurstöðu?
Líklega yrðu þau svipuð og í Evrópusambandinu þegar stjórn Jacques Santer varð að segja af sér 15. mars 1999, í kjölfar spillingarmála. Sem betur fer hefur ríkisendurskoðun ekki þurft að neita að árita ríkisreikning.
Marta Andreasen var ráðin yfirmaður endurskoðunar Framkvæmdastjórnar ESB árið 2002. Hún gagnrýndi Evrópusambandið fyrir slakt eftirlit með fjárreiðum, að nota Excelskjöl fyrir yfirlit og að fara ekki eftir bókhaldsreglum. Hún taldi verulegar brotalamir í kerfinu og að það væri opið fyrir misnotkun.
Þegar málið vakti athygli fjölmiðla var henni vikið frá störfum. Henni var gefið að sök að hafa brotið gegn starfsmannareglum með því að sýna ekki tilhlýðilega hollustu og virðingu".
Hollenski þingmaðurinn Paul van Buitenen hefur sett fram alvarlegar ásakanir um fjármálamisferli, sem og danski þingmaðurinn Jens-Peter Bonde, sem hætti þingmennsku í maí 2008 eftir 29 ára setu. Bonde staðhæfir að allt að 10% af fjármunum sambandsins gufi upp" með óútskýrðum hætti.
Hér á landi tala menn um spillingu íslenskra ráðamanna. Ein leið til að stemma stigu við henni sé að ganga í Evrópusambandið. Það er hrein og klár mótsögn í ljósi staðreyndanna. Íslenskir stjórnmálamenn eru bara bláeygir kórdrengir í samanburði við kollega sína í Evrópuríkinu.
Tvíhliða bókhald hefur enn ekki verið tekið upp hjá stofnunum ESB þrátt fyrir ótvíræða lagaskyldu. Spillingin er ekkert á undanhaldi í Brussel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 18:08
Mistök! Nei, þetta eru ekki nein mistök.
Það er hægt að gefa vitlaust til baka fyrir mistök. Það er hægt að senda tölvupóst á þingmann fyrir mistök. En meðferð Landsbanka Íslands hf á peningamarkaðssjóðnum er ekki hægt að flokka sem mistök. Ekki einu sinni tæknileg mistök.
Í pappírum vegna kaupa á Peningabréfum kom nafn Landsvaka hf hvergi fram. Ég vissi ekki að það félag væri til fyrr en eftir hrun. Bréfin hétu auk þess "Peningabréf Landsbankans". Áramótastaða var merkt Landsbankanum og öll yfirlit líka. Svo maður vissi ekki einu sinni að maður væri að skipta við eitthvað dótturfélag.
Þessi bréf voru kynnt sem "örugg fjárfesting" bæði af ráðgjöfum og á prenti.
Ef ásakanir um að "óeðlilega stórum hluta fjármuna sjóðsins hafi verið fjárfest í félögum tengdum eigendum Landsbankans" reynast réttar, þá bara geta það ekki verið mistök. Þeir sem sýsla með sjóðina bæði vita hverjir eiga þá og hvaða reglur þeim eru settar.
Ég tapaði 31,2% af mínum sparnaði og er í engu betur settur þó viðskiptamenn séu beðnir afsökunar. FME vísar þessu vonandi til lögreglu sem fyrst.
Sagt er að nýja rannsóknarnefndin skoði þetta, er nokkuð búið að skipa hana ennþá? það liggur svo sem ekkert á.
![]() |
NBI og Landsvaki viðurkenna mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.12.2008 | 14:07
Veldu bara flokk, þá veistu hvað þér á að finnast!
Það var í mötuneytinu um daginn að yngsta fólkið sat saman við borð og ræddi kreppuna. Þeim fannst erfitt að fóta sig í endalausum fréttum af sukki og spillingu. Þau eru á þeim aldri að hafa bara haft kosningarétt í einum þingkosningum, kannski tvennum. Sum nýttu hann önnur ekki.
Þegar þau voru komin í þrot sagði einn pilturinn: "Veldu bara flokk, þá veistu hvað þér á að finnast". Þetta þótti þeim þjóðráð, svona í gríni.
Á þingi situr fólk sem gerir bara eins og flokkurinn segir ... en það er önnur saga.
Þetta kom upp í hugann þegar ég las þessa færslu Egils á Silfureyjunni. Sú lýsing sem hann dregur upp af flokkakreppunni er sorglega sönn. Unga fólkinu dugir ekki einu sinni að velja sér flokk til að vita hvað þeim á að finnast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2008 | 08:45
RÚV átti lélegustu frétt vikunnar
Ef verðlauna ætti fjölmiðil fyrir verstu frétt liðinnar viku væri sjónvarpsfrétt í tíu-fréttum RÚV á fimmtudagskvöldið sjálfkjörin. Í yfirliti Vefsjónvarpsins heitir hún "Árás á jólatré í Aþenu".
Í þessari 25 sekúndna frétt um mótmælin í Grikklandi er ekki minnst orði á hverju er mótmælt. Ekki orð um morðið á hinum 15 ára Alexandros, ekki orð um pirring almennings í garð stjórnvalda og ekki orð um að "700-evru kynslóðin" telur að ESB hafi brugðist Grikkjum.
Af fréttinni að dæma eru Grikkir bara pirraðir út í jólatré og vilja losna við það með því að kveikja í því. Heiti fréttarinnar gefur því miður rétta mynd af innihaldi hennar. Samkvæmt fréttinni tókst lögreglu og slökkviliði að slá skjaldborg um tréð og bjarga því frá íkveikju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2008 | 22:32
Sæll Eiríkur Bergmann
Glatast fullveldi við aðild að Evrópusambandinu?" spyr Eiríkur Bergmann, dósent á Bifröst, á bloggi sínu á Eyjunni. Ekki er lesendum gefinn kostur á að gera athugasemdir eða spyrja spurninga. Annars hefði ég skrifað eftirfarandi:
Sæll Eiríkur Bergmann og takk fyrir fræðandi skrif.
Fullveldi er að hafa fullt vald yfir eigin örlögum. Punktur. Í því sambandi skiptir ekki máli hvenær í sögunni orðið varð merkingarbært hugtak". Heldur ekki þó menn skrifuðu heilu bókasöfnin um lagalega eða pólitíska gildishleðslu orðsins, eins og þú kallar það.
Þegar ríki hefur framselt ákvörðunarrétt" til sambands með lagakerfi sem gengur framar landsrétti" er fullveldið ekki lengur til staðar, sama hvernig á það er litið. Það á ekki síst við um Evrópusambandið, einmitt vegna sérstöðu þess sem þú nefnir réttilega í greininni. Vald þess nær til hluta sem að öllu jöfnu heyra til innanlandsmála.
Ef Ísland er þegar orðið eins konar aukaaðili að Evrópusambandinu" hlýtur maður að spyrja hver þörfin sé á að ganga lengra. Er einhver nauðsyn sem rekur okkur til þess? Ég vona að ekki beri að skilja þessa setningu svo, að úr því við erum þegar búin að missa hluta af fullveldinu hvort sem er, þá sé í lagi að missa talsvert meira.
Ísland hefur nýtt sér réttinn til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi og á nú aðild að 59 alþjóðlegum stofnunum. Flestir sem tala fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu nefna evruna sem helstu (stundum einu) rökin og er það nokkuð augljóslega litað af kreppunni. Látum gjaldmiðilsmál liggja milli hluta að sinni, enda um áratugur þar til evran gæti numið hér land þó Ísland slysaðist inn í Evrópusambandið. Grein þín snýst heldur ekki um það.
Jafnvel er hægt að halda því fram ..." segirðu, um að aukið fullveldi felist í aðild að yfirþjóðlegri stofnun. Jafnvel! Og í lokasetningunni Ísland hefur fram að þessu kosið að nýta ekki fullveldisrétt sinn í stofnunum Evrópusambandsins". Þetta hljómar eins og bókin sé lesin á hvolfi.
Eigum við ekki að vona að Ísland kjósi áfram að snúa bókinni rétt og nýta fullveldisrétt sinn utan stofnana Evrópusambandsins? Sú breyting á Evrópusambandinu sem boðuð er með Lissabon samningnum (og ekki má kjósa um) stefnir í aukna miðstýringu og minnkandi lýðræði. Það er varla þróun til hins betra.
Sér í lagi geld ég varhug við hinni nýju utanríkisstefnu. Ein stefna og einn utanríkisráðherra fyrir eitt ríki: Evrópuríkið. Líka við breytingum varðandi fjárfestingar erlendra aðila utan sambandsins, sem aðildarríki geta ekki sett sér reglur um. Og samræmingu skattalaga sem eru á skjön við það sem Írar hafa gert til að örva efnahaginn hjá sér. Með inngöngu er sjálfræði látið af hendi í veigamiklum þáttum.
Þetta er svo stórt mál að það dugir ekkert jafnvel" í því sambandi. Sú staðreynd að stjórnmálastéttin" hreiðrar æ betur um sig í valdastöðum sambandsins gerir þennan kost fráhrindandi. Það verður lítið pláss fyrir lýðræði í hinu nýja Evrópuríki.
Frakkar eru úrvals kokkar, Ítalir snjallir hönnuðir, Þjóðverjar eru skipulagðir og sparsamir, Danir eru léttlyndir og skemmtilegir og um alla Evrópu er að finna gott fólk. En því miður er stjórnmálastéttin í Brussel ekki samnefnari evrópsku þjóðanna. Erum við ekki betur komin án hennar?
Já, þetta hefði ég skrifað hjá honum Eiríki Bergmann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)