Veldu bara flokk, þá veistu hvað þér á að finnast!

Það var í mötuneytinu um daginn að yngsta fólkið sat saman við borð og ræddi kreppuna. Þeim fannst erfitt að fóta sig í endalausum fréttum af sukki og spillingu. Þau eru á þeim aldri að hafa bara haft kosningarétt í einum þingkosningum, kannski tvennum. Sum nýttu hann önnur ekki.

Þegar þau voru komin í þrot sagði einn pilturinn: "Veldu bara flokk, þá veistu hvað þér á að finnast". Þetta þótti þeim þjóðráð, svona í gríni.

Á þingi situr fólk sem gerir bara eins og flokkurinn segir ... en það er önnur saga.

Þetta kom upp í hugann þegar ég las þessa færslu Egils á Silfureyjunni. Sú lýsing sem hann dregur upp af flokkakreppunni er sorglega sönn. Unga fólkinu dugir ekki einu sinni að velja sér flokk til að vita hvað þeim á að finnast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband