Eins og greiningardeildir bankanna

Þetta leit svo vel út á pappírnum. Engin áhætta og góðir vextir. Peningabréfin eru pottþétt.

Maður á ekki að þurfa að rýna í ársreikninga eða hafa próf í verðbréfamiðlun til að kaupa því bankarnir byggja tilveru sína á trausti. Eigendur bankanna reyndust ekki merkilegur pappír og fóru sínar eiginleiðir í ráðstöfun fjárins, okkur kaupendum til tjóns.

En greiningardeildir eru víðar en í bönkunum.

Þessi skýring á fiskveiðistefnu Evrópuríkisins er eins og góð auglýsing úr smiðju greiningardeildar. Það er ekkert að henni; veiðireynslan gildir og verndunarsjónarmið í öndvegi. Reyndar er hún ekki miðuð við hafsvæði eins og umlykur Ísland og því óraunhæft að bera okkur saman við Möltu. En það má semja sig gegnum það. Hún lítur svo vel út á pappírnum, stefnan.

Þeir sem ekki vilja brenna sig á sama soðinu tvisvar ættu að taka upp stækkunarglerið og bregða því á eigendur bankanna; kommisara Evrópuríkisins. Þar hefur stjórnmálastéttin hreiðrað um sig, illu heilli. Hún er lítið merkilegri pappír en bankaeigendur sem fóru sínar eigin leiðir.

Hún hefur tryggt sér "sjálfbærni" í nýju dulbúnu stjórnarskránni, sem kennd er við Lissabon og getur aukið völd sín án þess að bera það undir þegna sína. Það er svo lítið pláss fyrir lýðræði í hinu nýja Evrópuríki. Fiskveiðistefnan er ekki vandamál heldur hverjir stýra henni framvegis.

Enn eru til Íslendingar sem halda að Mary Poppins geti flogið á regnhlífinni sinni og vilja falla fyrir auglýsingum greiningardeildar Ríkisins. Þeir vilja sækja um ríkisborgararétt í Evrópuríkinu fyrir alla íslensku þjóðina. Vonum að þeir átti sig í tíma.

Gleðilega hátíð.


mbl.is LÍÚ: Óraunhæft að bera Ísland saman við Möltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vona að Ísland sogist ekki inn í skrifræðisbáknið ESB. Ég óska þér og þínu fólki gleðileg jól og ánægjulegs komandi árs. Takk fyrir samskiptin á árinu sem er að enda.

 

Theódór Norðkvist, 23.12.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

GleðilegRA jólA.

Theódór Norðkvist, 23.12.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband